Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. 39 um í deildinni þeim Einari Magnússyni, síðar rektor Mennta- skólans í Reykjavík, Páli Þorleifs- syni, prófasti á Skinnastað og Þorgeiri Jónssyni fv. prófasti. Eigi virðist Pétur hafa haft hug á að ganga í þjónustu kirkjunnar og verða prestur. Skrifstofustörf urðu ævistarf hans. Hann var starfsmaður við lögreglustjóraem- bættið í Reykjavík 1926—1939, lögmannsembættið í Reykjavík 1940—1943 og borgarfógetaem- bættið í Reykjavík 1944 til dánar- dags. Hann vann allan tímann frá 1926 og þar til hann náði aldurs- takmarki opinberra starfsmanna árið 1964 sömu störfin, sem voru fólgin í skrásetningu firma, hluta- félaga, samvinnufélaga og skipa, afgreiðsla verslunarleyfa, löggild- ing verslunarbóka o.fl. Eftir að Pétur náði aldurstak- marki opinberra starfsmanna vann hann sem lausamaður, fyrst sem réttarvottur, en síðar vann hann að vissum þætti við aflýsingu skjala. Við þetta starf hafði Pétur sömu reglu og hann hafði haft á meðan hann vann við firma- og skipaskrárnar þ.e. að hafa hreint borð, og fresta því ekki til morguns, sem hægt var að gera í dag. Pétur var mjög handlaginn maður. Til eru eftir hann munir haglega útskornir. Hann var hinn mesti reglumaður og fór vel með þau verðmæti, sem hann hafði undir höndum, bæði peninga og annað. Þessu til sönnunar má geta þess að fyrir rúmlega 30 árum eignaðist Pétur jeppabifreið, ár- gerð 1947, sem enn er í fyllsta lagi. I þessum bíi fór hann á hverju sumri (síðast nú í sumar) norður til að vitja æskustöðvanna og hitta ættingja sína þar fyrir norðan. Þegar á háskólaárum sínum bjó Pétur að Spítalastíg 2 hér í bænum og þessum stað og fólkinu þar tengdist hann svo sterkum bönd- um, að þarna bjó hann til æviloka. Húsráðendur og eigendur eignarinnar voru þau hjónin Sveinbjörn Stefánsson trésmiður og Ástríður Guðmundsdóttir. Þau létust bæði á árinu 1945. Hún 1. maí en hann 5. ágúst. Þau áttu 5 börn, en þau voru þessi talin í aldursröð: 1. Ágústa f. 22/10 1887. 2. Guðmundur f. 21/10 1891. 3. Kristín f. 27/7 1895. 4. Marta f. 19/9 1901 og 5. Sigurjóna f. 19/2 1908. Ágústa giftist Einari Hróbjarts- syni, póstfulltrúa. Þau áttu heima að Brekkustíg 19 hér í bænum. Marta giftist Ólafi D.S. Jóhannessyni, kaupmanni, hinn 13. des. 1925. Hún lést hinn 16. júlí 1928. Þau áttu þá unga dóttur, nýlega 2ja ára, sem bar nafn móður ömmu sinnar. Fór hún nú í fóstur til hennar og afa síns á Spítalastíg 2 og var þar í nokkur ár en fór svo aftur til föður síns, sem þá hafði stofnað til hjúskapar að nýju með seinni konu sinni, Guðrúnu Sigurðardóttur. Ástríður er nú gift kona. Hún er gift Torfa Torfasyni, kaupm. Þau búa í Kópavogi og hafa eignast 5 börn. Hinn 21. ágúst 1945 gengu þau í hjúskap Pétur og Kristín Svein- bjarnadóttir, sem áður er getið. Kristín var glæsileg og væn kona og vel verki farin. Hafði stundað saumaskap og sníðakennslu. Lifðu þau Pétur í hamingjusömu hjóna- bandi í rúmlega 21 ár, en Kristín lést hinn 11. mars 1967. Þetta var mikið áfall fyrir Pétur en hann tók þessu karlmannlega og hélt öllu í sama horfi og á meðan Kristín lifði. Var honum nú mikils virði hinn trausta vinátta venslafólks- ins á Spitalastíg 2 og hygg ég að mér sé óhætt að minnast á hina gagnkvæmu vinsemd ntilli Péturs og yngra fólksins, Ástríðar, Torfa og barna þeirra. Útför Péturs fór fram frá Fossvogskapellu hinn 3. þ.m. Að ósk hans fór hún fram í kyrrþey. Prestur var Sr. Þorsteinn Björns- son og flutti hann sönn og undurfögur minningarorð yfir hinum látna heiðursmanni. Að útförinni lokinni var öllum við- stöddum boðið í kaffisamsæti, sem fór fram í Domus Medica. Ólafur A. Pálsson. Minning — Jóna Vig- dís Guðlaugsdóttir Fædd 16. marz 1912. Dáin 9. október 1978. Ó. hve sjf’iir eruft þér. sem gengufl inn til hvíldar Kufli hjá <>K fenuufl í friði fundifl fjdtra leysta. er líf á jörðu er bundifl. llöf. úþekktur. Elskuleg vinkona mín, Jóna Vigdís Guðlaugsdóttir, hefur kvatt þennan heim. Hún hefur nú verið leyst úr þeim fjötrum, sem erfiður sjúkdómur lagði á hana og enginn mannlegur máttur fékk rönd við reist. Þess vegna samgleðjumst við vinir og ættingjar, að hún hefur fengið lausn frá þrautum þessa jarðlífs. Og þá trú hef ég, að henni verði falin þau störf á öðru sviði tilverunnar að gleðja og hlúa að öðrum, en það var hennar ríkasti eðlisþáttur, hver sem í hlut átti. Svo barngóð var hún, að það var sem hvert barn væri hennar eigið og þekki ég það af eigin reynslu. Föður sinn annaðist hún af slíkri alúð að fátítt mun vera. Hann lézt á heimili hennar, þá kominn hátt á tíunda tuginn og höfðu þau aldrei skilið frá því hún sá fyrst dagsins ljós. Jóna var fædd í Hafnarfirði 16. marz 1912. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir og Guðlaugur Jónsson, bæði úr Árnessýslu, en fluttust til Hafnarfjarðar og bjuggu þar lengst af. Jóna var yngst af fjórum systkinum. Þau voru Ragnar, bryti, sem látinn er fyrir tæpu ári, Sigurjón, sem fórst með togaran- um Robinson í Halaveðrinu 1925 og Guðlaug, ekkja Gunnars Vil- hjálmssonar. Var jafnan kært með þeim systkinum og tóku þau mjög nærri sér þær sjúkdómsbyrðar, sem á systur þeirra voru lagðar. Árið 1935 fluttust foreldrar Jónu til Reykjavíkur. Tveim árum síðar lézt móðir Jónu og tók hún þá við heimili föður síns og annaðizt það, þar til hún stofnaði sitt eigið. Það var mikið gæfuspor, þegar þau gengu í hjónaband Jóna og Jón Hjörtur Stefánsson, skip- stjóri, ættaður úr Hafnarfirði. Þau fluttu þá í nýbyggt hús sitt í Reykjahlíð 14 og bjuggu þar alla tíð. Þar var gott að koma, rósemi og hjartahlýja einkenndi alla framkomu hjónanna. Jóna átti son fyrir hjónaband sitt, Guðlaug Rúnar og gekk Jón honum í föður stað. Síðan eignuðust þau dóttur- ina Önnu Jakobínu. Hún er gift Þresti Eggertssyni og búa þau í Reykjahlíð, ásamt 2 börnum sín- um, sem eru gleði afa síns. Þau ungu hjón hafa verið Jóni stoð og stytta og öll voru þau samtaka um að veita Jónu alla þá hjálp og hjúkrun sem unnt var. Jóna var félagslynd og vinmörg kona. Hún tók þátt í störfum Slysavarnarfél. íslands og söng í kvennakór þess. Hún var afar hneigð fyrir tónlist og spilaði sjálf töluvert á orgel. Að leiðarlokum bið ég henni fararheilla og góðrar heimkomu, þar sem vinir bíða hennar og taka hjartanlega á móti henni, eins og hún fagnaði ávallt vinum sínum. Blessuð veri minning hennar. Anna Vilhjálmsdóttir. Frænka okkar Jóna Vigdís lést að Hrafnistu 9. þ.m. Hún var fædd í Hafnarfirði 16. mars 1912 og var yngsta barn foreldra sinna Guð- rúnar Jónsdóttur og Guðlaugs Jónssonar, er fluttust til Hafnar- fjarðar úr Árnessýslu upp úr aldamótunum. Önnur börn þeirra voru Ragnar bryti er lést á síðastliðnu ári, Sigurjón er drukknaði af enskum togara í Hvalaveðrinu 1925 og Guðlaug ekkja Gunnars Vil- hjálmssonar vélstjóra. Elskulegri konu en Jónu er vart hægt að hugsa sér, alltaf var hún glöð og hlý og einstaklega barngóð og fundum við það best systkinin, þar sem samgangur var mjög náinn í fjölskyldunni. Jóna var ávallt reiðubúin að annast okkur ef á þurfti að halda. Hinn 28. desember 1946 gekk Jóna að eiga eftirlifandi eigin- mann sinn Jón Hjört Stefánsson stýrimann og var það hennar mesta gæfuspor. Þau reistu sér um sömu mundir hús að Reykjahlíð 14 hér í bæ ásamt bróður Jóns, Gunnari, og konu hans Láru og hefur það sambýli haldist síðan. Þegar Jóna giftist fluttist faðir hennar, Guðlaugur, sem hún hafði búið með alla tíð, ipeð henni á nýja heimilið og var nærgætni hennar og umhyggja fyrir honum einstök. Hann dvaldi á heimili þeirra til dauðadags þá nærri 98. aldursári. Það er ekki allt gamalt fólk í dag sem á þess kost að dveljast á lifandi og gestkvæmum heimilum alla sína daga. Heimili Jónu og Jóns var með afbrigðum gest- kvæmt, á hátíðis- og tyllidögum fylltist húsið af ættingjum og vinum og fannst öllum sem þeir væru heima hjá sér því þannig var viðmót hjónanna. Jóna helgaði heimilinu alla sína krafta, en börn þeirra eru tvö, Guðlaugur Rúnar vélstjóri, kvæntur Rosie Jónsson og eiga þau 4 börn, og Anna Jakobína gift Þresti Eggertssyni og eiga þau 2 börn. Jóna var félagslynd kona, starf- aði í Slysavarnfélagi íslands og var í kvennakór félagsins, en hún var söngelsk mjög og spilaði á hljóðfæri, góð hannyrðakona og ber heimilið þess glögg merki. Jóna var trúuð kona og trúði fastlega á líf eftir líkamsdauðann. En svo leggst skuggi yfir þetta bjarta og glaða heimili fyrir um það bil 8 árum er Jóna fær sjúkdóm sem enginn mannlegur máttur fær ráðið við og ágerðist svo að síðastliðin 4 ár hefur hún verið sjúklingur á Hrafnistu. Viljum við þakka hinum mörgu sem hjúkrað hafa henni þar. Það er oft sagt að dauðinn komi sem líknandi hönd og svo var nú. Þessi tápmikla og yndislega kona var búin löngu áður en kallið kom. Við sendum Jóni, börnunum, tengdabörnum og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Margrét, Sigurveig og Guðrún Ragnarsdætur. barnabörnin. Þá var glatt á hjalla og við börnin fengum að vaka lengi, lengi. Þá var Ingi frændi hrókur alls fagnaðar, án hans hefðu þessir dagar ekki orðið eins litríkir og skemmtilegir og þeir voru. Eg minnist sumranna hjá frændfólkinu á Ferjubakka í Borgarfirði. Bærinn ilmar af kökubakstri. Kristín frænka er að baka gómsætar kökur. Það er von á Inga frænda í heimsókn. Hér hafði hann dvalið mörg sumur á undan mér. Tilhlökkun hjá öllu heimilisfólkinu. Það var alltaf eitthvað alveg sérstakt að fá Inga frænda í heimskn. Hann hafði sérstakt lag á að láta alla gleyma amstri dægranna og njóta þess að vera til eina sumarnótt. Ingibergur Jónas- son - Minningarorð Fæddur 20. febrúar 1912 Dáinn 23. septemher 1978 Hann Ingi frændi er dáinn. Enn einn hlekkur keðjunnar sem umlykur bernskuminningar mínar er brostinn. Þegar mér barst fréttin um andlát Ingibergs frænda míns var ég stödd á vinnustað. Hugur og hjarta fyllast trega og ósjálfrátt geng ég inn á sjúkrastofurnar á Öldrunar- lækningadeildinni sem ég vinn á. Þar ríkir þessi undursamlegi friður, sem við aðeins finnum innan veggja sjúkrahúsanna. Það er kvöld og búið að undirbúa þessi öldruðu börn undir nóttina. Allt er hljótt. Ég sest við eitt rúmið. I þessu rúmi liggur gamall maður. Hann er þreyttur á sál og líkama og veit jafnvel ekki lengur hvað hann heitir. Ég tek vinnu- lúna, hnýtta hönd hans í mína og segi honum af hverju ég sé svo döpur. Hann horfir á mig tómu, fjarrænu augnaráði, hann skilur ekki hvað ég er að segja honum. En samt segir tóm þessara augna mér svo margt, nei, dauðinn, er ekki alltaf það versta. Þar sem ég sit við rúm þessa gamla manns brjótast minningar löngu liðinna indælla bernskuára fram í hugann. Ég minnist stundanna hjá ömmu Þórunni og Jónasi afa á Vesturgötunni, þar vorum við systkinin daglegir gestir enda stutt milli heimilanna. Ég minnist eftirvæntingarinnar hjá ömmu þegar von var á syninum heim frá framandi löndum, syninum, sjómanninum hrausta, stóra og myndarlega, sem hún var svo hreykin af. Það leyndist einnig eftirvænting- hjá litlum systur- börnum sem alltaf fengu eitthvað fallegt þegar Ingi frændi kom af sjónum. Og hvað þær voru stórar og yndislegar brúðurnar sem jólasveinninn læddi inn um þvottahúsgluggann á aðfangadag!! Síðasti dagur ársins, gamlárs- dagur, var alltaf sérstakur hátíðis- dagur fjölskyldunnar. Það var afmælisdagur ömmu Þórunnar. Þá kom fjölskyldan öll saman, börn afa og ömmu, tengdabörnin og Ég minnist fyrstu utanlands- ferðar minnar, þá ferö fór ég með Gullfossi. Fyrsti maður sem við hittum á hafnarbakkanum þegar við komum niður að skipi var Ingi frændi. Nú var hann hættur á sjónum og farinn að vinna í landi. Hann sýndi okkur skipið hátt og lágt og ég minnist þess hve umhugað honum var um að við nytum þessarar ferðar. Hann stóð einnig við hlið fjölskyldunnar þegar Gullfoss sigldi inn hafnar- m.vnnið að ferð lokinni, við vorum komin heim eftir skemmtilega ferð. Þau höfðu komið sér vel heilræðin sem frændi gaf okkur áður en lagt var af stað. Ég minnist skemmtilegrar kvöldstundar fyrir nokkrum árum. Frændfólkið allt saman komið á heimili Ingibergs frænda míns og Jóhönnu konu hans, í tilefni sextugsafmælis húsbóndans. Frá því er þau gengu í hjónaband hafði heimili þeirra verið í sama húsi og heimili foreldra hans á Vestur- götunni. Sama hlýjan ríkti ávallt á heimili þeirra sem forðum daga hjá afa og ömmu. Þetta kvöld grunaði líklega engan hve fáir hamingjudagar voru framundan hjá þessum elsku- legu hjónum. Skömmu síðar veiktist Jóhanna og dó rúmu ári síðar. Ég minnist umhyggjunnar sem þau hjónin sýndu móður minni eftir að faðir minn lést og bróðurkærleikans sem Ingi frændi sýndi henni, þegar bæði voru orðin ein. Fyrir það vil ég þakka frænda mínum nú að leiðarlokum. Þegar ég stend upp frá rúmi gamla mannsins er ég þakklát guði fyrir að slík örlög biðu ekki Ingibergs frænda míns. Að deyja svo frá sjálfum sér að vita-ekki jafnvel sitt eigið nafn, hlýtur að vera sárara en að skilja við þetta jarðneska líf. Ég bið eftirlifandi börnum frænda míns, íris og Sigurði, og fjölskyldum þeirra guðs blessunar. Far þú í friði íriður guðs þig blessi hafðu þiikk fyrir allt og allt. Framka. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.