Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 11 Akranes: Dvalarheimili aldr- aðra tekið í notkun Akranrsi 20. októbrr NÝLEGA var annar áfangi byggingar dvalarheimilis aldraðra á Akranesi, Höfði, tekinn í notkun. Var þa& neðri hæð byggingarinnar en þar er 21 íbúð með tilheyrandi þjónustuað- stöðu. Aldrað fólk sem beðið hafði eftir íbúðunum flutti inn í þær hinn 14. október sl. Nú eru því á heimilinu 48 dvalargestir, en heimilið er hið vistlegasta í alla staði. Höfði er sameign Akranes- kaupstaðar og hreppanna fyrir utan Skarðsheiði. Vistmenn voru allir mjög ánægðir með húsið og alla aðbúð og þjónustu, þegar fréttaritari Mbl. leit þar við á dögunum. Þess má geta að gamla fólkið stundar leik- fimi tvisvar í viku og ýmis félög á Akranesi koma í heimsókn og skemmta fé- lagar þeirra gamla fólkinu. — Júlíus. Dvalarheimilið Höfði Nokkrir vistmanna í íbúðum sfnum — á annarri sjást þau Kjartan Helgason. fyrrum skipstjóri frá Uppkoti. ok kona hans, SÍKurhorK Finnsdóttir, ásamt Ilalldóri Árnasyni fyrrum skipstjóra frá SóleyjartunKU, en á hinni myndinni eru þau hjónin ÁsKrímur SÍKurðsson. fyrrum sjómaður ok verkamaður, ok Úrsúla Guðmundsdótt- ir frá TeÍKÍ- Landssamband slökkviliðsmanna: Framtíð- arskipu- lag bruna- mála rædd FramtíðarskipulaK hrunamála á íslandi var efst á hauKÍ á þingi Landssambands slökkviliðsmanna, hinu sjötta í röðinni, sem haldið var fyrir nokkru. Fimmtíu fulltrúar, víðs vegar að af landinu, sóttu þingið, sem stóð yfir í tvo daga. Samþykktar voru ályktanir til félagsmálaráðherra þess efnis, að Brunamálastofnun ríkisins verði rekin áfram sem sjálfstaeð stofnun og þjóni þeim tilgangi, sem ætlast var til í upphafi og er skilgreint nákvæmlega í lögum um bruna- varnir og brunamál. Fulltrúi Lands- sambandsins í stjórn Brunamála- stofnunarinnar er Eggert Vigfús- son, slökkviliðsstjóri á Selfossi. Fulltrúi Landssambandsins ístjórn Brunamálastofnunarinnar er Eggert Vigfússon, slökkviliðsstjóri á Selfossi. Skorað var einnig á félagsmála- ráðherra að láta nú þegar taka til endurskoðunar nýútkomna reglu- gerð varðandi brunavarnir og brunamál. í umræðum á þinginu voru menntunarmál slökkviliðsmanna einnig rædd og í því sambandi samþykkt álit þess efnis, að komið verði á reglulegu námskeiðahaldi í samvinnu við Brunamálastofnun ríkisins. Verði námskeið þessi haldin á sem flestum stöðum á landinu, þar sem hægt er að koma því við og þá í samvinnu við slökkvilið á hinum ýmsu stöðum. Einnig kom fram sú skoðun á þinginu, að fræðsla fyrir almenning um brunavarnir og brunamál væri allt of lítill í fjölmiðlum, og því skorað á forráðamenn ríkisútvarps- ins, að tekinn verði upp fastur liður í sjónvarpi um þessi mál. I landinu eru nú 1500 slökkviliðs- menn. Á þessu nýafstaðna þingi Lands- sambands slökkviliðsmanna var kosin ný stjórn og hana skipa eftirtaldir menn: Egill Ólafsson, Sandgerði, og er hann formaður, en aðrir í stjórn eru: Gunnlaugur Búi Sveinsson, Akureyri, Halldór Vil- hjálmsason, Keflavík, Höskuldur Einarsson, Reykjavík, Jón Norð- fjörð, Sandgerði, Stefán Teitsson, Akranesi og Erling Gunnlaugsson, Selfossi. átján tonn í einu taki austur og vestur Nokkrum sinnum í viku hverri lyftir Boeing 727 sér af heimavelli, lendir í helstu viðskiptaborgum okkaraustanhafs og vestan, losar og lestar frakt og er aftur hér heima nokkrum klukkustundum síðar. Þannig flytjum við stórar fraktsendingar yfir hafið á nútímavísu. Allt að 18 tonnum í einu. Slíkarfraktferðireru ívetur, sem hérsegir: Kaupmannahöfn, þriðjudaga og sunnu- daga. London, sunnudaga. New York, miðvikudagafram að jólum 78. FUJGLEIÐIR fcgjfrakt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.