Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 Matthias Bjarnason: Samstarf um fiskvernd æskilegt Tvcir fv. ráðherrar tóku þátt í umræðum um tilliÍKur varðandi hafréttarmál í Sameinuðu þingi í fyrradaK. Matthías Bjarnason. fv. sjávarútveRsráðherra. sem er meðflutninjísmaður að þeim. ok Einar Ágústsson. fv. utanríkis- ráðherra. Efnisatriði úr ræðum þeirra verða stuttlega rakin hér á eftir. íslenzkir hagsmunir í fyrirrúmi Matthías Bjarnason (S) gerði stuttlega grein fyrir efnisatriðum tillagnanna þriggja, er varða íslenzk hagsmunasvið í hafréttar- málum. Hann sagði að heppilegt hefði þótt á þeim tíma, er reglugerð var gefin út um útfærslu fiskveiðilögsögu í 200 sjómílur, að miða fyrst um sinn við miðlínu milli íslands og Jan Mayen, án þess að afsala í nokkru óskoruðum rétti til 200 mílnanna. Nú væru breyttar aðstæður og rétt að setja fram í fullri alvöru frekari kröfur. í drögum að hafréttarsáttmála er gerður greinarmunur á klettum og óbyggðum eyjum annars vegar og þjóðlöndum hins vegar, varðandi útfærslu og nýtingu fiskveiðilög- sögu. Jan Mayen er óbyggð eyja hvað snertir nýtingu fiskveiðilög- sögu. Þá vék MBj að klettinum Rockall (Rokkurinn), sem Bretar viláu miða hafréttarkröfur við. Hann sagði það rétt hjá utanríkis- ráðherra (sjá ræðu hans í Mbl. í dag) að Bretar viðurkenndu í Einar Ágústsson Óslóarsamkomulagi fiskveiðilög- sögu okkar, skv. reglugerð útgef- inni 15/17 ‘75, sem að sjálfsögðu tæki ekki mið af þessum kletti. — í þingsál. okkar sjálfstæðismanna eru einmitt sett fram þau sjónar- mið að Bretar hafi ekki með löglegum hætti innlimað þennan óbyggða klett í heimsveldi sitt. Það sem gerir það að verkum, sagði M.Bj., að rétt er að hraða samningum við Norðmenn um fiskveiðiréttindi og hagnýtingu auðæfa utan 200 mílna efnahags- lögsögu íslands í Norðurhöfum umhverfis Jan Mayen, er m.a. allmiklar loðnuveiðar þeirra á þessu svæði, sem e.t.v. ganga eða geta gengið of nærri þessum íslenzka stofni. Við höfum fært út landhelgina og losað okkur við erlenda veiði- sókn, en jafnframt þurfum við að gera fiskverndarsamninga við aðrar þjóðir, til að koma á hyggilegri samvinnu og samkomu- lagi um skynsamlega hagnýtingu fiskstofna, sem ekki eru bundnir við landgrunn eða lögsögu eins ríkis. Fjallaði M.Bj. í ítarlegu máli um ýmsa þætti þessa hagsmuna- sviðs okkar, m.a. varðandi fisk- stofna, er leið ættu um hafsvæði handan miðlínu Islands og Græn- lands. Við eigum m.a. sameigin- legra hagsmuna að gæta varðandi auðug karfamið og rækjumið á Dohrnbanka. Þær þrjár tillögur, sem sjálf- stæðsmenn hafa nú flutt, eru nauðsynlegar til að árétta stefnu íslands i þessum málum sagði M.Bj. Og að varðveita verður samstöðu allra þingflokka í þess- um málum. Við getum deilt um fjölmargt. En á þessum vettvangi á afstaða okkar að vera ein og sterk. Fylgjum áfram mótaðri stefnu Einar Ágústsson (F) rakti stuttlega atburðarás landhelgis- sóknar íslendinga. Nauðsynlegt væri að varðveita þjóðareiningu í stefnumótun og afstöðu, hér eftir sem hingað til. Þær þrjár tillögur, sem hér hafa verið fluttar af þingmönnum Sjálfstæðisfl., mega engu breyta um slíka samstöðu, enda góðra gjalda verðar út af fyrir sig. Þær koma heim og saman við þá stefnu sem ftr. allra þingflokka á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafa beitt sér fyrir. EÁg fór nokkrum orðum um mikilvæga áfanga Óslóarsam- komulags. Sagði hann ljóst að í þeim samningum væri stefnu- mörkun, sem fram kæmi í tillögum þeim, er hér væru til umræðu. Við höfum alltaf haldið fast á rétti íslands til hafsvæðanna umhverfis Jan Mayen og ég treysti því að núv. ríkisstjórn, með forystu núv. utanríkisráðherra, haldi áfram mótaðri stefnu í þessu mikla hagsmunamáli þjóðarinnar. Samningar, sem gerðir voru við Breta, fela í sér viðurkenningu á rétti okkar, án fyrirvara um Rannsókn landgrunns- ins fagnaðarefni, sagði Einar Ágústsson Matthías Bjarnason Rokkinn. Ég sé enga ástæðu til að ætla að svo muni ekki áfram verða. EÁg sagðist ánægöur með það að Alþingi ályktaði einarðlega um rannsóknir á íslenzka landgrunn- inu. Við værum á eftir öðrum í slíkum rannsóknum. Minnti hann á heimild iðnaðarráðuneytis þess efnis að tvö erlend fyrirtæki fengju leyfi til að hefja hér rannsóknir, undir íslenzku eftir- liti, en sjálfir þyrftum við að hafa frumkvæði og stjórnun þessara mála. Áréttaði EÁg. nauðsyn þjóðar- einingar í öllu er varðaði íslenzka hagsmuni í hafréttarmálum. Eyjólfur Konráð Jónsson (S), fyrsti flm. þriggja þingsályktunar- tillagna um hafréttarmál, þakkaði góðar undirtektir og tók undir með ýmsum ræðumönnum um nauðsyn samstöðu og einingar varðandi þetta þýðingarmikla hagsmuna- svið okkar. Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra: Heildarlöggjöf um laiifllielpismál Hér fer á eftir í heild ræða Benedikts Gröndal. utanríkisráð- herra, sem hann flutti í umraAu í Sameinuðu þingi sl. þriðjudag um tillögur Eyjólfs Konráðs Jónsson- ar og fleiri þingmanna Sjálf- staAisflokks um hafréttar- og landhelgismál. Næsta skref Islendinga í land- helgisbaráttunni verður að setja heildarlöggjöf um þau mál, eins og ég skýrði frá á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Með þeirri löggjöf er ætlunin að færa algera lögsögu úr 4 mflum í 12 mflur. lýsa yfir 200 mflna efnahagslögsögu sem tekur þá einnig til mengunarlögsögu og rannsóknarlögsögu og festa með því heildarmynd þessara mála. Nú hafa nokkrir háttvirtir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fiutt þrjár þingsályktunartillögur um landhelgismál. Þessar þrjár tillögur fjalla um framkvæmdaratriði þeirrar land- helgisstefnu, sem við höfum fylgt og fylgjum enn. Sú fyrsta snertir auknar rannsóknir á landgrunn- inu. Hinar tvær fjalla um smáeyj- arnar Rockall í suðaustri og Jan Mayen í norðri. Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna er enn ekki lokið og hafréttarsáttmáii ekki gerður. Enda þótt ýmsu verði ekki haggað héðan af svo sem 200 mílna reglunni, eru önnur atriði enn í deiglunni og verður að hafa fulla gát á, að lokaafgreiðsla þeirra verði okkur hagstæð. Þar á meðal er 121. grein samningsdraganna, þar sem fjallað er um landgrunn, landhelgi og fiskveiðilögsögu við eyjar og þá sérstaklega smáeyjar og kletta. Einnig má nefna ákvæði í drögunum um markalínur milli landa, þar sem fjarlægð er minni en 400 mílur. Veigamikið er, að við ísiending- ar höldum órofa samstöðu á endaspretti landhelgismálsins, sem mun standa í nokkur ár enn, enda þótt vart komi til átaka til jafns við þau, sem liðin eru. Þó getur <irðið vandasamt að verja 200 mflurnar fyrir gagnárásum, hafa verður fulla gát á frekari réttindum. sem Island kann að ölast. Ég lít á tillögur sjálfstæðis- manna sem hugmyndir um bar- áttuaðferðir, og er eðlilegt. að utanrikismálanefnd taki þær til rækilegrar athugunar. Eitt efnisatriði verð ég að nefna nú þegar. Verulegur mun- ur er á, hvcrnig fjallað er um Rockail í einni tillögunni og Jan Mayen í annarri. Til að forðast misskilning verð ég að taka fram, að ég tel ekki tímabært að viðurkenna flokkun eyja á þessu stigi. Fiskveiðilandhelgi ísíands er 200 mflur í áttina til beggja þessara eyja. Það er yfirlýst stefna íslands. Jan Mayen Eyjan Jan Mayen er í 290 sjómílna fjarlægð frá íslandi. í landhelgisreglugerðinni 15. júlí 1975 segir svo: „Þar sem skemmra er en 400 sjómílur milli grunnlína Færeyja og Grænlands annars vegar og íslands hins vegar, skal fiskveiði- landhelgi Islands takmarkast af miðlínu. Þá skal þessari reglugerð ekki framfylgt að svo stöddu eða þar til annað verður ákveðið, utan miðlínu milli grunnlína Jan Mayen annars vegar og Islands hins vegar.“ Með þessum fyrirvara var skap- að „grátt svæði“ milli 200 mílna og miðlínu gagnvart Jan Mayen, enda var þá og er enn óvíst, hvort Jan Mayen öðlast rétt til 200 mílna fiskveiðilandhelgi. Norðmenn héldu fram miðlínunni í orðsend- ingu 1975, og er það í samræmi við afstöðu þeirra í mjög erfiðu deilumáli við Sovétríkin um Barentshaf. I síðustu drögum að hafréttar- sáttmála er 121. grein um eyjar. Fyrsta málsgrein skilgreinir, hvað eyja sé. Önnur málsgrein segir, að eyjar skuli fá landhelgi, landgrunn og efnahagslögsögu eins og önnur landsvæði samkvæmt sáttmálan- um, þó með þeirri undantekningu skv. þriðju málsgrein, að „klettar, sem eru mönnum óbyggilegir og hafi ekki sjálfstætt efnahagslíf, skuli ekki fá efnahagslögsögu eða landgrunn". Á Jan Mayen er norsk veðurat- hugunar- og vísindastöð, en þar eru engir íbúar, sem lifa á gæðum landsins og ekkert efnahagslíf. Hins vegar er Jan Mayen meira en klettur, hún er allstór eyja og þótti því rétt 1975 að vera við öllu búinn hvað niðurstöðu þessa máls snert- ir. En markalína fiskveiðilandhelgi milli landa ræðst af fleiri atriðum. Um skiptingu hafsvæða milli nágrannaríkja segir í 1. málsgrein 74. greinar samningsdraganna, að þar skuli fara eftir sanngirnis- sjónarmiðum, nota miðlínu sem við á og taka tillit til allra aðstæðna. Samhljóða ákvæði í 84. gr. gildir um landgrunnið. Ríki, sem áhuga hafa á þessu atriði á hafréttarráðstefnunni, skiptast í tvo megin hópa. Annar vill, að aðalreglan verði miðlína, þar sem frávik verði aöeins heimiluð í sérstökum tilvikum, hinn að skipting fari fyrst og fremst eftir sanngjörnum grund- vallaratriðum. Núverandi ákvæði samningsdraganna er af mörgum talið hagstæðari síðari hópnum. Hvað sem verður ofan á í þessu efni mælir margt gegn miðlínu að því er snertir svæðið milli Jan Mayen og Islands, ef svo fer að Jan Mayen telst eiga rétt á 200 mílum. Þar má nefna fjarlægð eyjarinnar frá meginlandi Noregs, efnahags- þarfir Islendinga, samanburður á stærð Jan Mayen og Islands, svo og að Jan Mayen er tæplega byggileg. Það er hverju mannsbarni Ijóst á íslandi, að hagsmunir okkar á Jan Mayen svæðinu snerta síldar- og loðnustofna, sem hafa veiga- mikil áhrif á afkomu þjóðar okkar. Af þeim sökum er eðlilegt, áð hafið verði náið samstarf milli Islendinga og Norðmanna um rannsóknir á þessum stofnum, og e^u horfur á að svo verði innan skamms, hvað sem líður hinum flóknu, lagalegu hliðum málsins, sem ég hef dregið fram. Svæðið milli Islands og Jan Mayen er aðeins geiri af hafinu umhverfis eyna. Getur skipt okkur miklu máli í framtíðinni, hvort hafið umhverfis aðra hluta eyjar- innar verður innan norskrar fisk- veiðilandhelgi eða opið hafsvæði, þar sem allir mega veiða. Ef svo færi, þyrftum við Islendingar að kanna allar hugsanlegar leiðir til að gera kröfu til forréttinda um veiðar, þar sem við erum strand- ríki, sem er háð fiskveiðum, en það kynni að reynast torsótt mál. Þó eru í drögum hafréttarsáttmálans ákvæði um fiskveiðar á úthafinu, utan 200 mílna allra strandríkja. Þar er öllum heimilt að veiða, en taka ber þó tillit til hagsmuna strandríkja, og gert er ráð fyrir, að ríki hafi samvinnu um að vernda fiskstofna í úthafinu. Um fiski- stofna er ganga milli fiskveiði- lögsögu samliggjandi ríkja eru Benedikt Gröndal Ræða í Sameinuðu þingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.