Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ t ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Handknattleikurinn á íslandi er of hæg ur segir hinn pólski þjálfari Víkings í fyrsta skipti í sögu handknattleiksins á íslandi hafa félagslið ráðið sér erlenda þjálfara. Bæði Víkingur og FII hafa fengið til starfa pólska þjálfara. Og er það von manna að þeir hleypi nýju blóði í þjálfun hér á landi og komi með nýjar ferskar aðferðir í sambandi við þjálfun. Þjálfari Vflíinga heitir Bodan Kowalzcky, ungur og ákveðinn maður með mikla reynslu í handknattleiks- þjálfun þótt ungur sé að árum. Bodan starfaði sem þjálfari hjá hinu kunna pólska liði Slask í sex ár og var reyndar leikmaður með liðinu líka í f jögur ár. Lék með sem markvörður. Það er frekar óvanalegt að svo ungir menn fáist við að þjálfa meistaraflokkslið í Póllandi. Árangur Bodan með Slask var frábær, öll árin sem hann var með liðið varð það Póllandsmeistari. Tvisvar tókst liðinu að komast í átta liða úrslit í Evrópukeppni meistaraliða, og einu sinni lék liðið til úrslita í Evrópukeppni bikarhafa. Lék liðið þá á móti aust- ur-þýsku meisturunum Magdeburg og tapaði naumlega. Þar sem Bodan Kowalzcky hafði staðið sig vel heima fyrir í sambandi við þjálfun, fékk hann leyfi til að starfa við þjálfun utan heimalands síns. Fékk hann tilboð frá Austurríki og Belgíu, ásamt Islandi. Þá fékk hann tilboð um að þjálfa pólska landsliðið en hafnaði því. Við hefjum spjall okkar við Bodan á því að spyrja hann af hverju hann kom til starfa á íslandi? — Eg hafði komið til íslands með liði mínu er Slask lék á móti FH í Evrópukeppni meistaraliða. Þá fékk ég einnig tækifæri til að dveljast hér í nokkra daga er lið mitt dvaldist hér vegna æfinga landsliðsins í handknattleik, en það var að undirbúa sig fyrir B-keppnina í Austurríki. Mér leist mjög vei á mig hér á landi, fólkið var vinalegt og ég kunni vel við mig. — Ég var því ekki í vandræðum með að gera upp á milli þeirra tilboða sem ég fékk, jafnvel þótt ég ætti að fá hærri laun í Austurríki. Nú þjálfar þú alla flokka Víkings í handknattleik. Ilver finnst þér vera mesti munur á að fást við þjálfun hér á landi og í Póllandi. Og hver eru helstu vandamálin f sambandi við þjálf- un hér á landi? — Hér eru mörg vandamál, og skal ég telja þau helstu upp án þess að vera of langorður. Fyrst er það að hér er ekki æft nægilega mikið. Þá á ég við eldri flokkana. Það þarf að æfa svo til allt árið um kring, ekki minna en ellefu mán- uði, til þess að góður árangur náist. Þá er aginn hér ekki nægilega mikill. Agaleysið kemur fram í mörgum hlutum sem leikmenn hér leyfa sér. Allflesta leikmenn sem komnir eru í meist- araflokk skortir knatttækni og boltameðferð er áfátt. Það hefur verið vanrækt í yngri flokkunum. Þar er gert of mikið af því að skipta í tvö lið og spila handknatt- leik á kostnað grunnþjálfunar, sem bitnar svo illa á leikmönnum þegar komið er upp í eldri flokka. Eitt er það atriði sem ég hef tekið eftir hér og er mikilvægt að það sé lagfært. I yngri flokkunum er notast við of stóra knetti. Dreng- irnir ráða ekki nægilega vel við knettina og það kemur illa við alla boltameðferð sem verið er að reyna að kenna. Það sem fyrst og fremst þarf að leggja áherslu á í þjálfuninni hér á landi er góð grunnþjálfun, æfa sendingar, skot og knattmeðferð. Ég hef lagt áherslu á að Víkingsliðið leiki hraðan handknattleik en leik- mönnum gengur ekki alltof vel að ráða við mikinn hraða þegar grunnþjálfun skortir. Finnst þér erfitt að fá íþrótta- fólkið til að leggja hart að sér við æfingar hér? — Nei, síður sn svo. En hins vegar get ég fundið að því að hafa ekki fleiri á æfingum. Ég hef góðan kjarna í Víkingi, 10 manns, en þeir mættu gjarnan vera „Takiði almennilega á þeim strákar,“ gæti hann verið að segja í þessu tilviki. Ljósm. Mbl. RAX. 16—19. Ég get ekki kvartað yfir áhugaleysi og unga kynslóðin er sérlega áhugasöm um æfingar sínar. Hvað finnst þér hclst vera að leikskipulagi íslenskra liða? — Mér finnst að liðin mættu nota vallarbreiddina betur. Liðin verða að geta ógnað hvar sem er á vellinum. Það verður að leggja mikla áherslu á góða hornamenn, leikaðferðir liðsins takmarkast séu þeir ekki góðir. Þú talaðir um agaleysi hér á landi. Er það fyrir hendi í Víkingi? — Nei, það hef ég ekki fundið svo heitið geti. Ilvað með tóbaks- og áfengis- neyslu, bannar þú slíkt? — Það á ekki að þurfa að minnast á slíkt. Allir þeir sem ætla sér að ná langt í íþróttum hreyfa hvorki viö tóbaki né áfengi. Dómaramálin cru alltaf í sviðs- ljósinu. Ilvað finnst þér um íslensku dómarana? — Mér finnst gæta of mikils ósamræmis í dómgæslunni hér. Þá þykir mér dómararnir ekki skil- greina nægilega vel, hvað það er að spila fastan og harðan varnarleik, eða grófan og hreinlega háskaleg- an varnarleik. Þá er eitt atriði sem ég hef orðið áþreifanlega var við. Hornamenn fá ekki nægilega oft dæmd vítaköst þegar þeir fara inn úr horninu í góðu marktækifæri. Það er eins og dómarar séu á þeirri skoðun hér að það sé ekki eins gott að skora úr horninu og annars staðar frá af vellinum og þess vegna ástæðulaust að dæma víti. Þessu þarf að breyta. En ég vil að það komi skýrt fram að ég legg ríka áherslu á það við leikmenn Víkings að mótmæla ekki dómum og bera fulla virðingu fyrir dómurum í starfi sínu. Framfylgi þeir ekki þeirri reglu mun ég setja þá í leikbann. Nú þegar hef ég sent einn leikmann til búningsherbergja vegna mótmæla við dómara. Ég hef tekið eftir því að þú la*tur óspart í þér heyra af bekknum í leikjum og ert sífellt að gefa skipanir til leikmanna. Hefur þetta ekki slæm áhrif á leikmenn? — Ég er búinn að starfa hér svo stutt að ég er ekki enn sem komið er búinn að ná nægilegu sambandi við leikmenn og af því stafar þetta. Ég er ekki taugaóstyrkur, heldur er ég að einbeita mér að leiknum. Að hverju stefnir þú hér með þjálfun þinni? — Fyrst og fremst vonast ég til að geta gert íslenskan handknatt- leik betri en hann er í dag. Hefur þú trú á að lið þitt Víkingur sigri í íslandsmótinu? — Við getum sigrað en til þess að það takist verðum við að vinna vel saman. Hvaða lið telur þú vera erfið- asta keppinautinn? Val, en Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar verða líka erfið. Þá finnst mér ÍR hafa gott lið, en þeim hættir til að vera mjög misjafnir í leikjum sínum. Leggið þið í Víkingi sérstaka áherslu á Evrópuleikina sem framundan eru? Eigið þið möguleika? — Allir leikir eru jafn mikil- vægir. Við tökum aðeins einn leik fyrir í einu. Möguleikar okkar í Evrópukeppninni fara að sjálf- sögðu eftir því hvaða liði við lendum á móti í annarri umferð. Bodan, cr eitthvað sem þú vilt að komi fram að lokum í þessu spjalli okkar? — Það er helst það að mér finnst handknattleikurinn sem leikinn er hér of hægur, og það stafar einfaldlega af því að leikmenn hafa ekki yfir nægilegri tækni að ráða, grunnþjálfunin er ekki í lagi. Verði leikinn hraðari handknattleikur verður hann skemmtilegri og fleiri áhorfendur koma til með að sækja leikina. ÞR. ÍS og Njarð- vík ikvöld • Bodan hrópar ábendingar til ieikmanna sinna og allt er það á þýsku. EINN leikur verður í úr- valsdeildinni í köríuknatt- leik í kvöld. ÍS og UMFN leika í íþróttahúsi Kenn- araháskólans og hefst leik- urinn kl. 20.00. Það þarf vart að taka það fram, að um hörkuleik verður að ræða, en bæði lið hafa hlotið tvö stig í tveim- ur leikjum. ÍS tapaði sínum fyrsta leik fyrir KR, en sigraði Val sannfærandi. UMFN hefur ekki komið eins sterkt til leiks eins og búist hafði verið við. Njarð- víkingar sigruðu ÍR með aðeins þriggja stiga mun á heimavelli, en töpuðu síðan illa fyrir KR um síðustu helgi. Bæði lið hafa banda- ríska leikmenn í sínum röðum, Dirk Dunbar og Ted Bee, og verður vafalaust gaman að fylgjast með viðureign þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.