Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978
Villot verð-
ur páfaritari
Vatikaninu, 25. október.
Reuter. AP.
JÓHANNES Páll páfi ann-
ar setti í dag franska
kardinálann Jean Villot í
embætti páfaritara, en
engu að síður er álitið að
páfi sé nú að leggja drög að
verulegum breytingum á
páfahriðinni.
Margir þeirra sem eru í
áhrifastöðum innan páfa-
hirðarinnar eru komnir til
ára sinna og eru heilsuveil-
ir. Þá sagði í tilkynningu
páfa í dag að Jean Villot
hefði verið falið að gegna
fyrra embætti „til að byrja
með“, og er ráðið af orða-
laginu að breytingar séu í
vændum. Hermt er að
Villot hafi ráðlagt páfa að
útnefna ítalskan kardinála
í sinn stað, þar sem það
hentaði betur undir núver-
andi kringumstæðum.
•
Kunnugir telja að ef páfi færi
til Egyptalands eins og Anwar
Sadat Egyptaforseti hefur boðið
honum, kynni það að baka páfa og
Vatikaninu óvinsældir kristinna
manna í Sýrlandi, Irak, Líbýu og
öðrum arabaríkjum sem voru
andsnúin samkomulagi Israels-
manna og Egypta í Camp David.
Jóhannes Páll páfi annar við embættistöku sína.
SÞ-fund-
ur um
Namibíu
New York, 25. október. Reuter.
FULLTRÚAR Afríkuríkja
á Allsherjarþinginu fóru í
dag fram á fund í Öryggis-
ráðinu vegna afstöðu Suð-
ur-Afríku til áætlunar SÞ
um sjálfstæði Namibíu
(Suðvestur-Afríku).
Fundurinn fer væntan-
lega fram um eða eftir
helgina. Afríkuríkin ætla að
krefjast efnahagslegra
refsiaðgerða gegn Suð-
ur-Afríku.
Tillögum Carters
misjafnlega tekió
Kurt Waldheim aðalritari
mun líklega neita að senda
fulltrúa sinn, Martti
Ahtisaari, aftur til Namibíu
eins og Vesturveldin og
Suður-Afríka hafa lagt til
vegna andstöðu Afríkuríkja
og SWAPO, samtaka
blökkumanna í Namibíu.
Washintfton, Briissel, 25. okt. Reuter, AP.
AÐGERÐIR þær sem
Jimmy Carter Bandaríkja-
forseti boðaði í gær til í
baráttu stjórnar hans við
verðbólgu, fengu lítinn
hljómgrunn meðal hag-
fræðinga og bankamanna í
Bandaríkjunum í dag.
Sögðu þeir að aðgerðirnar
gengju ekki nógu langt og
myndu hafa litil eða engin
bætandi áhrif á dollarann.
Hins vegar spáðu fulltrúar
Efnahagsbandalags
Evrópu (EBE) því að að-
gerðirnar myndu auka
hagvöxt í Bandaríkjunum
og styrkja stöðu dollarans
þegar fram í sækti.
Kaupsýslumenn og verkalýðs-
leiðtogar voru jafnframt efins um
ágæti tillagnanna og í Tókýó féll
dollarinn einn daginn enn vegna
mikils framboðs. Var dalurinn
seldur á allt ofan í 180,55 yen í dag,
en í ársbyrjun var verðgildi
dalsins 237 yen á japanska gjald-
eyrismarkaðinum. Loks lét Bert
Lance, fyrrverandi ráðgjafi Cart-
ers í fjármálum, það í ljós í dag að
verðbólgan og efnahagsmál
Bandaríkjanna kynnu að verða
forsetanum að falli, og líkti í því
sambandi við hvernig styrjöldin í
Víetnam varð Lyndon B. Johnson
fyrrum forseta að falli.
Jimmy Carter
Megin atriðin í aðgerðum þeim
sem Carter boðaði til í gær er þak
á launahækkanir og verðhækkan-
ir. Skoraði Carter á alla aðila að
takmarka launahækkanir á næsta
ári við 7 af hundraði og verðhækk-
anir við 5,75 af hundraði. Þeir sem
ekki virða þessi mörk verða ekki
teknir til greina þegar um útboð á
vegum hins opinbera er að ræða.
Að vísu verður heimilt að hækka
meira laun þeirra sem hafa innan
við fjóra dollara í laun á klukku-
stund. Ennfremur ná nýju aðgerð-
irnar ekki til launahækkana sem
Þetta gerðist
1976 — SÞ samþykkir bann við
samneyti við Transkei.
1963 — Krúsjeff útilokar þátt-
töku Rússa í kapphlaupi til
tunglsins.
1962 — Krúsjeff býðst til að
flytja rússneskar eldflaugar frá
Kúbu ef bandarísltar herstöðvar
í Tyrklandi verði lagðar niður.
1957 — Zhukov marskálkur
leystur frá starfi landvarnaráð-
herra.
1947 — Kasmír sameinað Ind-
landi. ^
1942 — Bandaríska flugvéla-
móðurskipinu „Hornet" sökkt
við Solomoneyjar.
1911 — Kína lýðveldi.
1905 — Svíþjóð viðurkennir
sjálfstæði Noregs.
1896 — ítalskri vernd í Eþíópíu
lýkur með samningnum í Addis
Ababa.
1860 — Garibaldi lýsir Viktor
Emmanúel konung Ítalíu.
1850 — Taiping-uppreisnin í
Kína og Hung Siu-tsuen tekur
sér keisaranafnbót.
1811 — Hannover konungsdæmi
= Bretar segja Gúrkhun. stríð á
hendur.
1760 — Georg III krýndur
konungur Englands.
Afmæli dagsins. Domenico
Scarlatti, ítalskt tónskáld
(1685—1757) * Heinrich von
Stein barón, prússneskur stjórn-
málaleiðtogi (1757-1831) » G.J.
Danton, franskur byltingarleið-
togi (1759—1794) * Helmuth von
Moltke, greifi, þýzkur marskálk-
ur (1800—1891) * Sjahinn af
verða á árinu vegna eldri kjara-
samninga.
Þá sagðist Carter mundu biðja
Bandaríkjaþing að samþykkja
sérstakar skattaívilnanir til þeirra
stétta sem virtu þak launahækk-
ana í því tilfelli að verðbólga færi
yfir sjö af hundraði á árinu.
Carter sagði að glíman við
verðbólguna yrði mál málanna hjá
Bandaríkjastjórn á næsta ári. í
þessu sambandi yrði það takmark
stjórnarinnar að greiðsluhalli
ríkissjóðs verði innan við 30
milljarðar dollara Ji árinu 1979.
Einnig sagði forsetinn að aðeins
yrði ráðið í eina af hverjum
tveimur opinberum stöðum sem
losnuðu. Hann sagðist einnig
mundu beita neitunarvaldi sínu
við frekari lækkun tekjuskatts þar
til að árangur af baráttunni við
verðbólguna yrði áþreifanlegur.
Loks sagði forsetinn að hann
mundi béita sér fyrir löggjöf sem
leiddi til meiri samkeppni í
járnbrautarflutningum og flutn-
ingum langferðabifreiða.
í sjónvarpsræðu sinni lagði
Carter hart að þjóð sinni og bað
hana um að gefa hugmyndum
sínum tækifæri. „Við verðum að
leggja á okkur meinlæti,“ sagði
forsetinn. Hann sagði að ef
áætlanir stjórnarinnar næðu fram
að ganga yrði verðbólgan á næsta
ári sex af hundraði, eða talsvert
fyrir neðan núverandi stig sem er
átta af hundraði.
íran (1919---).
Innlent. Eldgos í Öskju 1961 —
Menntaskóli á Akureyri 1927. —
Framsókn tapar tveimur þing-
sætum 1959. — Afhjúpun
margra ára svikamiðilsstarf-
semi 1940. — F. Ingvar Vil-
hjálmsson útgm. 1899.
Orð dagsins. Það er óþarfi að
trúa á yfirnáttúrulega undirrót
hins illa; mennirnir eru einir
fullfærir um hvers konar
vonzku — Joseph Conrad —
enskur skáldsagnahöfundur
(1857-1924).
Fyrsta myndin sem Vesturlandamenn ná af nýjustu hljóðfráu
orrustuþotu Sovétmanna, Tupolev 26. Orrustuþotan gengur undir
nafninu „Backfire“. Vængir flugvélarinnar eru hreyfaniegir og er
hún knúin tveimur þrýstiloftshreyflum. Myndina tóku flugmenn á
sænskri eftirlitsflugvél í júni, en þá fóru fram miklar æfingar
sovéska hersins á Eystrasalti.
Veður
víða um heim
Akureyri 2 léttskýjaó
Amsterdam 13 skýjað
Apena 20 heiðskírt
Barcetona 20 lóttskýjað
Berlín 12 léttskýjað
Brussel 15 rtgning
Chicago 13 skýjað
Frankfurt 11 poka
Genf 10 poka
Helsinki 7 skýjað
Jerúsalem 26 skýjað
Jóhannesborg 23 skýjað
Kaupmannah. 12 léttskýjað
Lissabon 25 léttskýjað
London 19 léttskýjaö
Los Angeles 24 skýjað
Madríd 23 léttskýjað
Malaga 21 léttskýjað
Mallorca vantar
Miami 26 skýjað
Moskva 4 rigning
New York 12 léttskýjað
Osló 11 léttskýjað
París 15 akýjað
Reykjavtk 1 slydda
Rio Oe Janeiro 23 léttskýjaö
Rómaborg 18 heiðskirt
Stokkhólmur 11 léttskýjað
Tel Aviv 27 skýjað
Tókýó 23 skýjað
Vancouver 11 heiðskkírt
Vínarborg 13 heiðskirt
Skógareldarnir_______
í Kaliforníu:
íkveikju-
maður
að verki
Los Angeles, Kaliforníu. 25. okt. — AP
íkveikjumaður kom af stað
stærsta skógareldinum af þeim
eldum sem geisað hafa á 38.000
ekrum lands og eyðilagt 186 heimili
í nágrenni Los Angeles að undan-
förnu, að því er lögregla tilkynnti í
dag.
I skógareldunum, sem heftir hafa
verið að mestu, eyðilögðust hús
margra þekktra manna úr
skemmtanaiðnaðinum. T.d. eyðilögð-
ust hús leikaranna Jack Lemmon,
Nick Nolte, Clint Walker, Ali
McGraw, Katharine Ross, svo og hús
söngvarans Neil Yong.
Leysist
verkfallid
Ósló. 25. okt. Frá Jan Erik Laure
fréttamanni Mbl.
STARFSMENN áfengisverzlunar
ríkisins sem verið hafa í verkfalii
drógu í dag úr launakröfum
sínum og er talið að það kunni að
leiða skjótt til lykta, en það hcfur
nú staðið yfir í einn mánuð.
Drógu starfsmennirnir úr iauna-
kröfum sínum sem nemur 88 af
hundraði.