Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 19 Rannsóknanefnd sjóslysa: Óhjákvæmilegt að taka gömlu bómullarbátana úr umferð — og kanna hvort rétt sé að setja reglur um hámarksaldur gúmbáta Iiannsóknarnefnd sjóslysa hofur skilað skýrslu um störf eins oK Mhl. skýrði frá í frétt á laujtardajíinn. Tíu ferðir voru íarnar til tilrauna á reki gúm- hjörjfunarháta og voru gerðar 13 slfkar tilraunir. sem stóðu allt frá klukkustund upp í liðlega sólar- hrinjj. Hér fara á eftir niðurstöð- ur tilraunanna. eins ok þær eru fram settar í skýrslu nefndarinn- ar ásamt helztu ábendinjcum um úrbæturi Rekið Niðurstöður tilraunanna á reki jlúmbjörgunarbátanna sýna Kreinilega, að þá rekur beint undan vindi um 1—2 hnúta hraða í 7—10 vindstigum. Miðað við að- stæður á úfnum sæ verður að telja þessa niðurstöðu áreiðanlega og gilda fyrir t.d. leit að skipbrots- mönnum. Þessi rekhraði er nokkru meiri en erlendar mælingar gefa til kynna, hvort heldur gúmbát- Slitinn hanafótur af rekankeri, en rannsóknirnar leiddu i Ijós aó rekankerin sem fylgja bótunum eru ótraust og slitna fljótt fró peim. Bœói er festingu ankerisins óbótavant og svo er línan of veik. arnir eru með rekankeri eða ekki. Það skal tekið fram, að erlendar mælingar ná ekki nema að 7 vindstigum og oftast aðeins að 5 vindstigum. Rekankerin Þá hafa tilraunirnar einnig sýnt, svo ekki verður um villst, að þau rekankeri, sem fylgja bátun- um, þjóna ekki tilætluðu hlutverki. Þau eru ótraust og slitna fljótt'frá bátunum, en við það eykst hættan mjög á því, að bátunum hvolfi. Kemur hér bæði til, að festingu rekankerisins er ábótavant, svo og að línan sjálf er of veik. Nokkrar tilraunir með sérhönn- uð rekankeri virtust benda til þess, að stærð ankerisins og op skipti miklu máli, bæði fyrir rekhraða og átak á gúmbátinn og kann tjald bátsins að rifna í miklum veðrum, ef rekankerið er of stórt. Traust rekankeri eru forsenda notkunar á bátunum, a.m.k. ef veður-hæð er meiri en 5 vindstig. An ankeris hvolfir bátnum auðveldlega hvað eftir annað. Aldur Aldur gúmbátanna virðist skipta verulegu máli. Hefur ekki farið á milli mála, að eldri tegundir gúmbáta, svonefndir bómullarbátar, hafa reynst var- hugaverðir. Virðist sem fúi mynd- ist í þeim og verða þeir að skoðast ónothæfir sem björgunartæki. Kemur þetta heim og saman við niðurstöður athugana nágranna- þjóða okkar, sem sumar eru að innkalla þessa báta, að því er best er vitað. Allmargir slíkir bátar munu vera í notkun hérlendis. Endurskinsmerki og toppljós Meðan á tilraunum stóð kom oft berlega í ljós, hve erfitt er að greina gúmbátana í myrkri og slæmu skyggni, jafnvel þótt þeir væru útbúnir endurskinsmerkjum og ljóstýru á þaki. Kom fyrir að þeir hreinlega týndust, þrátt fyrir að reynt væri að fylgjast með þeim úr lí'tilli fjarlægð. Eru góð endur- skinsmerki ómetanleg við leit í myrkri, svo og skært toppljós. Abendingar nefndarinnar 1. Niðurstöður tilraunanna sýna enn ljósar en áður, að leggja verður höfuðáherslu á, að hægt verði að staðsetja og finna gúmbátana sem allra fyrst eftir að þeir hafa verið sjósettir. Takist það má koma í veg fyrir hrakningar skipbrotsmanna um ótiltekinn tíma og þá um leið má fyrirbyggja, að mikill kostn- aður og tími fari í að leita að gúmbátum, eins og dæmin sýna. Til þess að takast megi að staðsetja gúmbáta. og finna þá við erfið skilyrði þarf að áthuga eftirfarandi: a. Útbúa þarf alla gúmbáta sjálfvirkum neyðarsendum, þannig að miða megi bátana út, jafnt úr lofti sem af sjó. b. Ljósstyrk á toppljósi gúm- bátanna þarf að auka veru- lega. c. Stórauka þarf endurskins- merkingar á bátunum, bæði á botni þeirra sem og annars staðar. d. Útbúa þyrfti gúmbátana radarsvörum. 2. Náuðsynlega þarf að endur- skoða gerð rekankera. Enn fremur þarf að styrkja línu þeirra og festingar. 3. Koma þarf fyrir góðum báru- fleygum í gúmbátum, svo sem ætíð hefur verið skylda að hafa í lífbátum. 4. Óhjákvæmilegt virðist að inn- kalla og taka úr umferð alla gömlu bómullarbátana og jafn- framt athugað, hvort ekki sé rétt að setja reglur um há- marksaldur gúmbáta. 5. Stöðugt þarf að fylgjast með endurbótum og nýjungum varð- andi gúmbáta og jafnframt að huga að öðrum samsvarandi bjargtækjum. 6. Haft verði stöðugt og vakandi eftirlit með þeim ýmsu gerðum gýmbáta, sem fluttir eru til landsins, áður en sala þeirra er leyfð. Björgunarbít hvolfir eftir aö rekankeriö alitnar. Veðurhæð 9 vindstig. 7. Niðurstöður þessar um rek og hegðan gúmbáta í sjó verði rækilega kynntar sjófarendum og öðrum hlutaðeigandi aðilum. 8. Leiðbeiningaspjöld til sjófar- enda um gúmbáta og notkun þeirra virðist í sumum meginat- riðum röng eða ófullnægjandi miðað við niðurstöður tilraun- anna, t.d. um stöðugleika bát- anna og notkun rekankeris. Þetta þarf að leiðrétta án tafar. skakknr stafur gerir ekki svo mikid til, ef þú notar kúluritvél med leidréttingarbiinadi Leiprétt ^ tKsrís' .uSJÉÉHÉBi -LL ... ^rétt Sé ritarfur skakkur stafur------ er sleginn þ.t.g. leidréttingar- lykill. Ritkúlan færist yfir skakka stafinn sem er sleginn a ný, og sogast þö of blaéinu svo leiáréttingin sést ekki Réttur stafur er sleginn.. og haldið öfram þar sem frö var horfirf aukin afköst — minna erfidi SKRIFSTOFUVELAR H.F. e/A Yfirbreiðsla björgunarbéta rifin um boga, an rannsóknirnar sýndu aó yfirbreiöslurnar slóöust ekki sltem veður. ^ÉLK^ Hverfisgötu 33 Sími 20560 tijja.iiljiU iu^-É.i V.UJ .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.