Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 MORÖdKí-.V KAFFINU (ll :f.:i_____ 'P A— M Nei. svefnpillur höfum við ekki núna, en ég gct komið í kvöld og lesið fallega kvöldsögu! Ég er hræddastur við, að þcgar það kemur í Ijós að fyrirtækið fer ekki á hausinn, þó ég mæti ckki. verði það til þess að ég fái pokann minn! Þér verðið að hækka grind- verkið, frú. ef þér ætlið að stunda sólböð kviknakin! BRIDGE COSPER Hrein borg — hundlaus borg „Ekki get ég látið hjá líða Velvakandi góður að skrifa þér fáeinar línur vegna dæmalausrar framkomu hundaeigenda. — Að venju gekk ég niður á pósthúsið í Pósthússtræti í morgun, sunnu- daginn 22. október, til að sækja bréf í pósthólf mitt. Þegar ég gekk inn að pósthólfinu til að opna það, rann ég allt í einu illa til á gólfinu. Þegar ég hugaði nánar að hverju þetta sætti kom í ljós að ég hafði stigið ofan í allvæna hundapentu, af því stafaði hálkan. Aðrir virtust hafa lent í því sama á undan mér, því hundasaurinn hafði sporast nokkuð út um gólfið. Greinilegt var að hér hafði allstór hundur verið á ferð og eigandi hans látið hundgreyið gera stykki sín þarna inni í pósthólfaherberginu. Síðan hefur eigandinn hvorki haft hugs- un eða þrifnaðarkennd til þess að þrífa eftir hund sinn. Heldur fannst mér ógeðfellt að sjá gólfið þarna í aðalpósthúsinu útsporað í hundaskít og sendi í huganum þessum eiganda óblíðar kveðjur. Þetta atvik er lítið dæmi um tillitsleysi margra hinna svo- nefndu „hundavina" gagnvart samborgurunum. — Hvenær ætla yfirvöld borgarinnar að taka á sig rögg og framfylgja gildandi regl- um um bann við hundahaldi í Reykjavík? Hvað gerir hinn ungi borgarstjóri í málinu? I tíð þeirra borgarstjóranna Bjarna Benediktssonar, Gunnars Thoroddsen og Geirs Hallgríms- sonar var reglum um bann við hundahaldi framfylgt, svo varla sást hundur í borginni. Síðan hefur sigið á ógæfuhlið í þessum málum. Óskammfeilnir og sjálfs- elskir hundaeigendur spranga um götur og torg með þessi „lifandi leikföng" sín, flest illa vanin og öguð, og því öðrum til ama og leiðinda. Þar gjalda hundaaum- ingjarnir fávísi og leti eigenda sinna. Illu heilli hafa nokkur bæjarfé- lög heimilað hundahald undanfar- in ár, en hvergi hefur tekist að láta hundaeigendur hlýða settum regl- um. I öllum þessum bæjum er töluverður fjöldi óskráðra og eftirlitslausra hunda svo sem vænta mátti, og iðrast þess nú margir að hundahald skyldi leyft á ný. Margir útlendingar öfunda Reykvíkinga af því að búa í borg Umsjón: Páll Bergsson Fyrsta útspil getur sagt meir en liggur í augum uppi. Meðal reyndari spilara segir það alltal sína sögu og hjálpar sóknar spilaranum oft við staðsetningu annarra spila. Til dæmis var sagnhafi viss um hver ætti trompkónginn í spilinu hér að neðan. Suður gaf, austur-vestur á hættu. Norður S. ÁKD6 H. ÁKD7 T. KG L. Á52 Austur S. 10954 H. 10952 T. 875 L. G3 Suður S. - H. G6 T. D10943 L. D109874 Sagnirnar gengu þannig, að suður opnaði á þrem laufum og norður hækkaði strax í sex lauf. Ekki beint vísindalega að arið en varla gat norður sagt minna á spilin. Vestur spilaði út tígulás. Strax og spil norðurs voru lögð upp var sagnhafi nokkuð viss um hver ætti trompkónginn. Bjóst við, að vestur hefði ætlað að tryggja bókina og bíða síðan rólegur. Eðlilega varð vestur fyrir von- brigðum þegar hann sá blindan. En hann spilaði aftur tígli, sem sagnhafi tók á hendinni, hafði látið kónginn í ásinn. „Skyldann" alltaf spila út ásn- um sínum í slemmum, hugsaði suður um leið og hann spilaði laufdrottningunni í næsta slag. Vestur lét lágt eins eðlilega og honum var unnt. Hann vonaði bara, að sagnhafa snerist hugur og reyndi að taka kónginn blankan. Nei — svínað — og unnið spil. Eflaust hefðu margir látið lágt, eins og vestur gerði, þegar sagn- hafi spilaði drottningunni. En útspilið, tígulásinn, var alveg rétt. Án þess vinnst spilið alltaf. Sagnhafi tekur þá spaðaslagina þrjá og fjórða á hjarta. Af hendinni lætur hann tíglana sína og trompi þá vestur kemur kóngurinn í laufásinn. Vestur S. G8732 H. 843 T. Á62 L. K6 JOL MAIGRETS Framhaldssaga eftir Georges Simenon. Jóhanna Knstjónsdóttir islenzkaói. 20 3. kafli — Mér þætti fróðlcgt að vita hvort telpan er hamingjusöm, andvarpaði frú Maigret þegar hún reis upp frá borðum til að fara og ná í kaffi t eldhúsinu. Ilún veitti því vitanlega athygli að hann hlustaði ekki á hana. Ilann hafði rennt stóln um frá borðinu og tróð í pípu sína og horfðu hugsandi inn t arininn. — Svo hélt hún áfram eins og hún væri að tala við sjálfa sigi — Ég held það geti ekki verið ekki hjá þessari konu. Hann brosti eins og hann gerði gjarnan þegar hann vissi ekki gjörla hvað hún hafði sagt og svo teygði hann fram hönd- ina og skaraði í eldinum. Hann þóttist vita að á tugum annarra heimila væru heimilismenn nú að horfa Inn í eldinn. sætu við matborðið. skröfuðu um ailt og ekkert eða þegðu. Og úti fyrir grár dagurinn. sóiarlaus og þungur. og birtan hranaleg. Það var kannski þetta sem hafði villt honum sýn um morguninn án þess hann gcrði sér grein fyrir því. í níu skipti af hverjum tíu fannst honum eðlilegt að flytja sig nánast f nýtt umhvcrfi í huganum þegar hann fór að velta máli fyrir sér. Þá reyndi hann umfram annað að setja sig inn í allar lífsvenjur þeirra sem í hlut áttu. skilja viðbrögð þeirra og taka þátt f hvunn- dagshugsunum þeirra. En þetta var allt öðruvísi. Kannski var það eðlilegt vegna þess að atburðir voru að gerast í veriild sem liktist hans eigin heimi. í húsi sem hefði getað verið hans hús. Martin-fjiilskyldan hefði sem hægast getað búið á sama stigagangi og hann í stað þess að húa í húsinu á móti og þá hefði það áreiðanlega verið frú Maigret sem hefði tekið að sér að gæta Colette þegar fóstur móðir hennar brá sér frá. Auk þess bjó á næstu hæð giimul frauka sem var sams konar manngerð og fröken Doncoeur, eini munurinn var sá að grann- kona þeirra var rjóðari og gildari. Hann var ekki viss um hvort þetta torveldaði honum málið eður ei. Kannski þurfti hann jafnan að hafa meiri fjarlægð til að geta horft á mál hlutlaus- ari augum en hér var um að ræða. Meðan þau snæddu gómsæt- an hádegisverðinn hafði hann sagt írú Maigret frá viðhurð- unum og hún hafði allan tímann einblfnt út um glugg- ann. — Og húsvörðurinn er viss um að enginn hafi komizt inn í húsið án þess hann hefði orðið þess var. — Nci. húsvörðurlnn er nefnilega ekki viss. Það voru gestir hjá henni til klukkan hálf eitt og síðan fór hún að sofa. Hún segir það hafi verið straumur fólks sem kom og fór eins og jafnan á hclgum dög- um. — Ileldurðu að eitthvað ger ist frekar í þessu máli? Það var honum ekki ljóst þótt innst inni fyndist honum trúlegast að atburðir yrðu. Fyrst og fremst truflaði hann þó sú vissa og vakti upp heilabrot hjá honum að frú Martin hafði ekki Ieitað til hans aí fúsum og frjálsum vilja heldur hafði frökin Doncoeur nánast neytt hana til þess. Ef hún hefði farið fyrr á fætur hefði hún væntanlega orðið fyrri til að frétta af brúðunni og aðrir hefðu ekki heyrt um jólasveininn og alit það — oga-tli hún hefði þó ekki látið málið kyrrt liggja og líklega hefði hún brýnt fyrir telpunni að segja ekkert. Það hefði hún senniiega gert. það fann Maigret á sér. en hann vissi en ekki hvers vegna. En því var hann líka viss um að eitthvað a>tti frekar eftir að gerast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.