Morgunblaðið - 26.10.1978, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.10.1978, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 23 i SVIPMYNDIR ÚR UMFERÐINNI: Fjórtán árekstrar í Reykjavík þrír á slysadeild — Árkestrarnir í dag eru orðnir 12. sagði varðstjóri lögreglunnar í samtali við Mbl. í garkvöldi. og verið er að mæla upp tvo á þessari stundu. þannig að þcir eru 14 eftir daginn, og má e.t.v. segja það sé nokkuð mikið við svo góð skilyrði sem voru í dag. í tveimur tilvikum var um slys að ræða. var þrennt flutt á slysadeild samtals. Varðstjórinn sagði að flestir árekstr- anna hefðu orðið síðdegis eða kringum kl. 17, en aðeins tveir höfðu verið skráðir um hádegisbilið. Hér fylgja nokkrar svipmyndir úr umferðinni í Reykjavík í gær, teknar á ýmsum stöðum af vegfarcndum og gefa þær e.t.v. hugmynd um við hvaða vandamál er að glíma þegar umferðin er mikil og allir virðast vera að flýta sér, næstum þannig að fáir aka á lögboðnum hraða, því að sé ekið á löglegum hraða er það ekki fátítt að aðrir ökumenn hraði ferð sinni framúr og telji hina löghlýðnu svifaseina. Á horni Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar er oft mjög mikil umferð og á gatnamótum sem þessum er ekki ætlast til að tvöföld röð bíla myndist á beygjunni, eins og hér hefur gerzt. ' Gangandi vegfarendur virða oft ekki ljós og hér eru tveir á ferð á rauðu ljósi, en gra'nt kviknaði um það leyti sem ** mm ' komið var yfir götuna. Ljósm. Stórir bílar „svína“ gjarnan. en er það alltaf nauðsynlegt? Kristján. í árekstri sem varð á Reykjanesbraut við Þóroddsstaði var einn fluttur á slysadeild. Magnús Á. Árnason gerði þessa styttu sem er á leiði Sigurbjörns í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum. Siyurbjörns Sveinssonar barnabókahöfundar minnst í Vestmannaeyjum OPNUÐ hefur verið sýning í Vest- mannaeyjum á frumútgáfum Sigur- bjarnar Sveinssonar barnabókahöf- undar og ýmsum persónulegum munum hans, en um þessar mundir eru liðin 100 ár frá fæðingu hans og minntust Vestmannaeyingar þess með Sigurbjarnarkvöldi í barnadeild Bókasafnsins í Eyjum. Að sögn Helga Bernódussonar nýskipaðs bókavarðar sóttu rúmlega 100 manns samkomuna og flutti Haraldur Guðnason fyrrum bóka- vörður erindi um Sigurbjörn, Hlíf Gylfadóttir, nemandi í Barnaskólan- um, og Sveinn Tómasson, forseti bæjarstjórnar, fluttu sögur og kvæði eftir Sigurbjörn og kór Landakirkju söng lög við texta hans undir stjórn Guðmundar Guðjónssonar organ- ista. Þá voru flutt af segulbandi nokkur orð Jóhönnu Herdísar Svein- björnsdóttur, sem bjó lengi í næsta húsi við Sigurbjörn, og minntist hún hans á persónulegan hátt. Sigurbjörn Sveinsson var fæddur 19. október 1878, húnvetningur, og þegar hann var 15 ára hóf hann skósmíðanám í Reykjavík, stundaði iðn sína um tíma á Akureyri, fluttist Opnuð var sýning á frumútgáfum og per- sónulegum munum Sigurbjörns og lýkur henni n.k. sunnudag. Heiðursgestur á samkomunni var Guðríður Guðmundsdóttir, frænka skáldsins. til ísafjarðar og tók hann í kringum aldamótin þátt í starfi Hjálpræðis- hersins. Síðar gerðist hann kennari í Reykjavík og sinnti því starfi sínu meira að skrifa sögur handa börn- um, en hann fluttist til Vestmanna- eyja árið 1919. Þar fékkst hann við kennslu fyrst í stað, síðar einka- kennslu og kenndi m.a. á fiðlu. Sigurbjörn Sveinsson var þekktur textahöfundur, sagði Helgi Bernód- usson, og af helztu bókum hans má nefna Bernskan I og II, Geislar, Æskudraumar, Skeljar og ritsafn hans kom út í tveimur bindum 1948 og aftur 1971, en Sigurbjörn var kjörinn heiðursborgari Vestmanna- eyja 1948. Sigurbjörn kvæntist 1901 Hólmfríði Hermannsdóttur og eign- uðust þau tvær dætur. Hann lézt 1950. Haraldur Guðnason fyrrum bókavörður í Eyjum flutti erindi um Sigurbjörn Sveinsson. Kirkjukór Landakirkju söng undir stjórn Guðmundar Guðjónssonar. Ljósm. Sigurgeir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.