Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 Stefnuræða forsætisráðherra „Fyrst og fremst við- náms- og aðhaldsstjórn” Hér fer á eftir stefnuræða ólafs Jóhannessonar for- sætisráðherra, er hann flutti AlþinRÍ sl. fimmtudags* kvöld. Kaflafyrirsagnir og yfirskrift eru Mbl. Samstarfsyfirlýsing Stefna sú, sem ríkisstjórnin mun fylííja fram á þessu þingi, er í stórum dráttum ákveðin í sam- starfsyfirlýsinnu stjórnarflokk- anna frá 1. september s.l. Þó að sú samstarfsyfirlýsing hafi þegar verið kynnt, þykir mér rétt að birta þingheimi megin- atriði hennar á formlegan hátt og festa hana þar með í þingtíðind- um. Skipta má samstarfsyfirlýsing- unni í tvo meginþáttu. Hin fyrri fjallar um efnahagsmál, en hinn síðari um önnur mál, og kennir þar ýmissa grasa, svo sem eðlilegt er. Auk þess má svo segja, að samstarfsyfirlýsingunni fylgi einskonar eftirmáli eða viðauki, þar sem gert er ráð fyrir endur- skoðun hennar á næsta ári. I þættinum um efnahagsmál er annars vegar fjallað um þau markmið, sem að er stefnt, og hins vegar um leiðir eða aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Þar er í fyrsta lagi lögð áhersla á samráð og samstarf við aðila vinnumark- aðarins og er þar í raun og veru um að ræða eins konar hornsteina, sem samstarfsyfirlýsingin er reist á, og er þar að finna undirstöðu þessa stjórnarsamstarfs. I samstarfsyfirlýsingunni segir svo um markmið þessa stjórnar- samstarfs: „Ríkisstjórnin telur það höfuð- verkefni sitt á næstunni að ráða fram úr þeim mikla vanda, sem við blasir í atvinnu- og efnahags- málum þjóðarinnar. Hún mun því einbeita sér að því að koma efnahagsmálum á traustan grund- völl og tryggja efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar, rekstrargrund- völl atvinnuveganna, fulla atvinnu og treysta kaupmátt launa. Ríkisstjórnin mun leggja áherslu á að draga markvisst úr verðbólgunni með því að lækka verðlag og tilkostnað og draga úr víxlhækkunum verðlags og launa og halda heildarumsvifum í þjóðarbúskapnum innan hæfilegra marka. Hún mun leitast við að koma í veg fyrir auðsöfnun í skjóli verðbólgu. Ríkisstjórnin mun jafnframt vinna að hagræðingu í ríkisrekstri og á sviði atvinnuvega, með sparnaði og hagkvæmri ráðstöfun fjármagns. Ríkisstjórnin mun vinna að félagslegum umbótum. Hún mun leitast við að jafna lífskjör áuka félagslegt réttlæti og upþræta spillingu, misrétti og forréttindi." Hér eru meginatriði stjörnar- samstarfsins dregin saman í hnot- skurn. Síðan er svo gerð grein fyrir því, hvernig ætlunin er að ná þessum markmiðum, og er þá fyrst vikið að sjálfri forsendu stjórnar- samstarfsins, þ.e. samstarfinu við aðila vinnumarkaðarins. Segir um það svo: „Ríkisstjórnin leggur áherslu á að komið verði á traustu samstarfi fulltrúa launþega, atvinnurekenda og ríkisvalds, sem miði m.a. að því að treysta kaupmátt launatekna, jafna lífskjör og tryggja vinnufrið. Unnið verði að gerð þjóðhags- og framkvæmdaáætlunar, sem marki m.a. stefnu í atvinnuþróun, fjár- festingu, tekjuskiptingu og kjara- málum. Jafnframt verði mörkuð stefna um hjöðnun verðbólgu í áföngum og ráðstafanir ákveðnar, sem nauðsynlegar eru í því skyni, m.a. endurskoðun á vísitölu- kerfinu, aðgerðir í skattamálum og ný stefna í fjárfestingar- og lánamálum." Að sjálfsögðu hafa ríkisstjórnir áður haft það á stefnuskrá sinni að leita eftir samstarfi við aðila vinnumarkaðarins og hafa við þá samráð. Samt held ég að segja megi, að hér sé farið inn á nýja braut. I fyrsta iagi er lagður meiri þungi á þetta atriði en nokkru sinni fyrr, þar sem það er beinlínis gert að forsendu stjórnarsam- starfsins. I annan stað hefur stjórnin eigi hér látið sitja við orðin tóm. Hún lét það verða sitt fyrsta verk að koma formlegri skipan á þetta samráð við aðila vinnumarkaðarins, og það var fyrst eftir að slíkt samráð hafði átt sér stað, að sett voru bráða- birgðalögin um kjaramál frá 8. september s.l. Reyndar má segja, að til þessa samráðs hafi verið stofnað þegar áður en stjórnin var mynduð, og þá alveg sérstaklega við helstu launþegasamtökin. Var einmitt með þeim hætti lagður grundvöllur að ýmsum efnis- atriðum stjórnarsáttmálans. Reynslan ein fær úr því skorið hvernig til tekst um þetta samráð, og hvort það ber tilætlaðan árangur. Auðvitað getur ríkis- stjórnin aldrei skotið sér undan neinni ábyrgð með skírskotun til þessa ákvæðis. En hér er í öllu falli um merkilega tilraun að ræða. Fyrstu aögeröir í efnahagsmálum Þessu næst er í yfirlýsingunni fjallað um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum. Segir þar svo: „Til þess að tryggja rekstur atvinnuveganna, atvinnuöryggi og frið á vinnumarkaði og veita svigrúm til þess að hrinda í framkvæmd nýrri stefnu í efna- hagsmálum, mun ríkisstjórnin nú þegar gera eftirgreindar ráð- stafanir: 1) Lög um ráðstafanir í efnahags- málum frá febrúar 1978 og bráðabirgð.alög frá maí 1978 verði felld úr gildi. Laun verði greidd samkvæmt þeim kjara- samningum, sem síðast voru gerðir, þó þahnig að verðbætur á hærri laun verði sama krónu- tala og á laun, sem eru 233.000 kr. á mánuði miðað við dag- vinnu. 2) Verðlag verði lækkað frá því sem ella hefði orðið m.a. með niðurgreiðslum og afnámi sölu- skatts af matvælum, sem sam- svarar 10% í vísitölu verðbóta 1. september og 1. desember 1978, og komið verði í veg fyrir hvers konar verðlagshækkanir eins og unnt reynist. Ríkis- stjórnin mun leggja skatta á atvinnurekstur, eyðslu, eignir og hátekjur og draga úr út- gjöldum ríkissjóðs til þess að standa straum af kostnaði við niðurfærsluna. 3) Til þess að koma í veg fyrir stöðvun atvinnuveganna verði þegar í stað framkvæmd 15% gengislækkun, enda verði áhrif hennar á verðlag greidd niður (sbr. lið 2). 4) Rekstarafkoma útflutningsat- vinnuvega verði bætt um 2—3% af heildartekjum með lækkun vaxta af afurða- og rekstrarlán- um og lækkun annars rekstrar- kostnaðar. 5) Gengishagnaði af sjávarafurð- um verði ráðstafað að hluta í Verðjöfunarsjóð, að hluta til útgerðar vegna gengistaps og loks til hagræðingar í fiskiðn- aði og til þess að leysa sérstök staðbundin vandamál. 6) Verðjöfnunargjald það, sem ákveðið hefur verið af sauðfjárafurðum í ár, verði greitt úr ríkissjóði." Heita má, að nær allar þessar ráðstafanir hafi þegar verið gerðar. Þegar ríkisstjórnin var mynduð, blasti við fjölþættur vandi í efnahags- og atvinnu- málum, sem dregist hafði að leysa, þar sem hér sat stjórn, sem hafði sagt af sér og gat aðeins sinnt Ólafur Jóhannesson. forsætisráð- herra. nauðsynlegum afgreiðslustörfum en ekki markað pólitíska stefnu. Það var því brýn nauðsyn, að núverandi ríkisstjórn hefði snör handtök og gripi þegar í stað til ráðstafana, er tryggt gætu áfram- haldandi rekstur atvinnuvega, atvinnuöryggi og vinnufrið. Þess vegna var strax tekin ákvörðun um nýja gengisskráningu og'gefin út bráðabirgðalög 5. september s.i. um ráðstöfun gengismunarsjóðs o.fl. Og þess vegna voru hinn 8. september s.l. gefin út bráða- birgðalög um kjaramál, en í þeim lögum er einmitt að finna flestar þeirra ráðstafana, sem í sam- starfsyfirlýsingunni eru taldar til hinna fyrstu aðgerða. Þar er t.d. að finna ákvæði um kjara- samninga og um greiðslu verðbóta á laun, og eru þau í samræmi við fyrirheit stjórnarsáttmálans, auk fyrirmæla um bætur almanna- trygginga. I þessum bráðabirgða- lögum eru og ákvæði um niður- færslu vöruverðs og vérðlagseftir- lit, og eru þau einnig í samræmi við samstarfsyfirlýsinguna. Þá eru og fyrirmæli um tekjuöflun og heimildir til lækkunar ríkisút- gjalda til þess að mæta þeim útgjaldaauka og tekjumissi, sem stafar af ráðstöfunum til niður- færslu verðlags. Þar sem Alþingi mun síðar sérstaklega fjalla um þessi bráða- birgðalög, og þ.á.m. um tekju- öflunarákvæði þeirra, skal eigi fjölyrt frekar um þau hér. Af eðlilegum ástæðum er fjárlaga- frumvarp ekki lagt fram í þing- byrjun. Það er að sjálfsögðu bagalegt. En ríkisstjórnin gat ekki vegna ákvarðana, sem hún tók í upphafi ferils síns og snerta fjárhag ríkissjóðs, annað en endurskoðað það fjárlagafrum- varp, sem lá fyrir í drögum, þegar hún var mynduð. Þeirri megin- stefnu verður fylgt af ríkisstjórn- inni, að ríkisbúskapurinn verði hallalaus í árslok 1979. Við það stefnumark verður að standa. Þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin varð að grípa til, svo að segja strax eftir að hún var mynduð, verður fyrst og fremst að líta á sem bráða- birgðaúrræði. Verður að hafa það í huga við mat á þeim. En ég vil sérstaklega leggja áherslu á, að jafnframt því, sem óhjákvæmilegt var að gera þessar ráðstafanir á sviði efnahags- og kjaramála þegar í stað vegna brýns aðsteðj- andi vanda, þá veita þær um leið nauðsynlegt svigrúm til þess að vinna að og koma í framkvæmd nýrri efnahagsstefnu og þeim framtíðarúrræðum, sem samstarfsyfirlýsingin gerir ráð fyrir. Breytt efnahagsstefna I samstarfsyfirlýsingunni er einmitt boðuð ný og breytt efna- hagsstefna. Um hana segir svo: „I því skyni að koma efnahags- lífi þjóðarinnar á traustan grund- völl, leggur ríkisstjórnin áherslu á breytta stefnu í efnahagsmálum. Því mun hún beita sér fyrir eftirgreindum aðgerðum: 1) í samráði við aðila vinnu- markaðarins verði gerð áætlun um hjöðnun verðbólgunnar í ákveðnum áföngum. 2) Skipa skal nefnd fulltrúa launþega, atvinnurekenda og ríkisvalds til endurskoðunar á viðmiðun launa við vísitölu. Lögð verði rik áhersla á að niðurstöður liggi sem fyrst fyrir. 3) Stefnt verði að jöfnun tekju- og eignaskiptingar, m.a. með því að draga úr hækkun hærri launa og með verðbólguskatti. 4) Stefnt verði að jöfnuði í viðskiptum við útlönd á árinu 1979 og dregið úr erlendum lántökum. 5) Mörkuð verði gjörbreytt fjár- festingarstefna. Með sam- ræmdum aðgerðum verði fjár- festingu beint í tæknibúnað, endurskipulagningu og hag- ræðingu í þjóðfélagslega arð- bærum atvinnurekstri. Fjár- festing í landinu verði sett undir stjórn, sem marki heildarstefnu í fjárfestingu og setji samræmdar lánareglur fyrir fjárfestingasjóðina í samráði við ríkisstjórnina. 6) Dregið verði úr fjárfestingu á árinu 1979 og heildarfjár- munamyndun verði ákveðin takmörk sett. 7) Aðhald í ríkisbúskap 'verði stóraukið og áhersla verði lögð á jafnvægi í ríkisfjármálum. 8i '"íkisstjórnin mun leita eftir samkomulagi við samtök launafólks um skipan launa- mála fram til 1. desember 1979 á þeim grundvelli að samningarnir frá 1977 verði framlengdir til þess tíma, án breytinga á grunnkaupi. I því sambandi er ríkisstjórnin reiðubúin til að taka samn- ingsréttarmál opinberra starfsmanna til endurskoðun- ar, þannig að felld verði niður ákvæði um tímalengd samninga og kjaranefd. 9) Dregið veröi úr verðþenslu með því að takmarka útlán og peningamagn í umferð. 10) Niðurgreiðslu og niðurfærslu verðlags verði áfram haldið 1979 með svipuðum hætti og áformað er í fyrstu aðgerðum 1978. 11) Lögð verði áhersla á að halda ströngu verðlagseftirliti og að verðlagsyfirvöld fylgist með verðlagi nauðsynja í viðskipta- löndum til samanburðar. Leit- að verði nýrra leiða til þess að lækka verðlag í landinu. Sér- staklega verði stranglega hamlað gegn verðhækkunum á opinberri þjónustu og slíkum aðilum gert að endurskipu- leggja rekstur sinn með tilliti til þess. Gildistöku 8. gr. nýrrar verðlagslöggjafar verði frestað. Skipulag og rekstur inn- flutningsverlsunarinnar verði tekið til rækilegrar rannsókn- ar. Stefnt verði að sem hag- kvæmustum innflutningi á mikilvægum vörutegundum, m.a. með útboðum. Uttekt verði gerð á rekstri skipa- félaga í því skyni að lækka fiutningskostnað og þar með almennt vöruverð í landinu. Fulltrúum neytendasamtaka og samtaka launafólks verði gert kleift að hafa eftirlit með framkvæmd verðlagsmála og veita upplýsingar um lægsta verð á helstu nauðsynjavörum á hverjum tíma. 12) Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins verði efldur til að vinna gegn sveiflum í sjávarútvegi. 13) Skattaeftirlit verði hert og ströng viðurlög sett gegn skattsvikum. Eldri tekju- skattslögum verði breytt með hliðsjón af álagningu skatta á næsta ári og nýafgreidd tekju- skattslög tekin til endurskoð- unar. Sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að koma í veg fyrir að einkaneysla sé færð á reikning fyrirtækja.“ I þessu sambandi má minna á viljayfirlýsingu, sem er að finna annars staðar í málefnasamningn- um, þ.e.a.s. að gróði af sölu lands, sem ekki stafar af aðgerðum eiganda, skuli skattlagður. Framtíöarverkefni undirbúin Það segir sig sjálft, að á hinum stutta starfstíma sínum hefur ríkisstjórnin ekki getað sinnt þessum framtíðarverkefnum nema að litlu leyti. Þó er þegs. hafið undirbúningsstaií fð fiestu þvi, Framlenging launasamninga án grunnkaupsbreytinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.