Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 Geir Hallgrímsson 1 ræðu á Alþingi í gær: Aðgerðir ríkisstjórnar hafa mistekizt í meginatriðum — þær hafa engan vanda leyst, heldur aukið á hann GEIR Hallgrímsson, íorm. Sj41fst.fl.,- krafðist þess á Alþingi í gær, að viðkomandi þingnefnd athugaði rækilega breytingar og jafnvel niðurfellingu á ákv. frv. um kjaramál (til staðfestingar á bráðabirgðalögum), er fjölluðu um eignaskattsauka og afturvirkan tekjuskatt. Jafnframt mótmælti hann harðlega hækkun tímabund- ins vörugjalds og sjónhverfingum stjórnvalda með kaupgjaldsvísitölu. Taldi hann aðgerðir þessar auka á en ekki leysa aðsteðjandi efnahags- og verðbólguvanda. Þetta kom fram í svari hans við framsögu ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra, er mælti fyrir frv. í neðri deild Alþingis. Gerir vonda stöðu verri Geir IlalÍKrímsson (S) sagði að framkomið frv. og bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar í heild skoðuð væru ekki til þess fallin aö leysa aðsteðjandi vanda, heldur ykju þau á hann og gerðu hann illleysanlegri, þegar til lengri tíma væri litið. Mesta glamuryrði og stærsta kosningaloforð íslenzkra stjórn- mála fyrr og síðar: „Samningarnir í gildi", væri svikið og hefðu þegar komið fram mótmæli frá hags- munahópum og yfirlýsingar um gagnráðstafanir. Vinnufriður, sem væri markmið þessara ráðstafana, væri því engan veginn gefinn. Að því marki sem samningar væru settir í gildi skal það háð því, skv. 3. gr. frv., að grunnlaun og tilhögun verðbóta á laun haldist óbreytt, þ.e. hækki ekki tiltekinn tíma. Að vísu er sagt að þetta ákvæði eigi ekki að skerða samningsrétt. Ástæða er til að spyrja, hvort samhliða þessu frv. gildi óskertur réttur aðila vinnu- markaðar um verkföll og verk- bönn. í Ijósi þeirra takmarkana og vanefnda á fyrirheitinu á samningana i gildi er vert að minna á staðhæfingar fyrrv. stjórnarandstæðinga, þess efnis, að launakostnaður hafi ekki áhrií á rekstrargrundvöll atvinnuvegs eða verðbólguvöxt. Þá var ekk sagt að ef samningar færu í gild yrði grunnkaup að vera óbreytt í heilt ár. Endurskoðun vísitölukerfis Taka má undir þá staðhæfingu sumra stjórnarflokka nú, að nauð- syn beri til að endurskoða gildandi vísitölukerfi. En er samstaða um þá endurskoðun með ríkisstjórnar- flokkunum? Alþýðubandalagið virðist ekki á þeim buxum, þrátt fyrir nokkurra missera yfirlýsingu Lúðvíks Jósepssonar um að kaup- gjald megi ekki æða upp á eftir vísitölu. Framsóknarfl. og Alþýðu- fl. virðast vilja draga úr víxlhækk- unum verðlags og kaups, m.a. með því að kaup fylgi ekki framvegis jafn sjálfkrafa eða jafnfljótt verðlagi og nú er. Sjálfstæðismenn eru fylgjandi Geir Hallgrímsson endurskoðun kaupgjaldsvísitöl- unnar. Þeir vilja stefna að stöðug- leika kaups og kaupgildis krón- unnar og tryggja launþegum eins hátt kaup og þjóðarbúskapurinn og rekstrargrundvöllur atvinnu- veganna frekast þolir, m.a. með viðmiðun við þjóðhagsvísitölu. í dag er vísitalan hið falska hljóð- færi, sem stjórnvöld spila á, með alls konar fikti í vísitölugrundvelli (s.s. niðurgreiðslum vara sem véga þungt í vísitölu en hafa minni áhrif á útgjöld almennings og hækkun vörugjalds á vörum, sem vega létt í vísitölu en þyngra í heimilisútgjöldum, til að halda verðbótum launa niðri. Aldrei er gengið lengra á vísitöluleiknum en þegar Alþýðubandalagið er í stjórn, sbr. reynsluna frá 1973. Niðurgreiðslusjónhverfingin er fólgin í því að velta verðbólgu- vandanum yfir á ríkissjóðinn, eins og forsætisráðfierra hefur orðað það. í þessu sambandi er rétt að ítreka, að bætur almanna trygg- inga þurfa að fylgja launaþróun í landinu. Fyrrverandi ríkisstjórn festi þá reglu í sessi, enda hafa bætur þeirra aldrei hækkað meira en í hennar tíð, hvorki fyrr né síðar á sambærilegu tímabili. Niðurgreiðslur Vissulega getur niðurgreiðsla vöru átt rétt á sér að vissu marki. Þær mega þó ekki færa um of úr lagi eftirspurn, þannig að hafi óeðlileg áhrif á sölumöguleika annarrar framleiðslu. Og þær mega ekki leiða til halla á ríkisbúskapnum (ríkissjóði). Nið- urgreiðslur landbúnaðarafurða mega t.d. ekki fara fram úr því sem nemur dreifarkostnaði bú- vöru. Það eru í senn hagsmunir bænda og neytenda að verðsveiflur á búvöru séu ekki of tíðar. Staðreyndin er nú sú að auknar niðurgreiðslur valda verulegum halla á ríkissjóði í ár. Ráðherrar hafa að vísu fundið „ráð“ við þessum vanda. Þeir lengja viðmið- unartímann eða árið úr 12 mánuð- um í 16. Á þeim tíma á ríkissjóðs- jöfnuður að nást. Eftir er að sjá — í síöbúnu fjárlagafrumvarpi, hve- nær sem það kemur fram, og á afgreiðslu þess — hvern veg ríkisstjórninni tekst að ná upp þessa árs halla á næsta ári, samfara líklegum útgjaldaauka þá. Hér er enn eitt dæmið um það, hvernig vandinn er aukinn áður en reynt er að leysa hann. Það að fella niður söluskatt af tilteknum vörum, s.s. kjöti, hefur oft verið til umræðu á Alþingi, og þá um leið að lækka niðurgreiðslur á þeirri vöru, enda sýnist fljótt á litið það eitt gerast, að sama fjárhæðin er færð út og inn í ríkisbúskapnum. í tíð 3ja fv. ríkisstjórna hefur þetta þó strand- að m.a. á því, að sérfræðingar töldu innheimtu söluskatts þeim mun erfiðari í framkvæmd sem fleiri undantekningar væru frá greiðslu hans. Heilbrigð verð- myndun eða höft Naumast getur talizt eðlilegt að ríkisstjórnir fjalli um verðlags- mál, eins og nú er gert, hvort leyfa skuli þessa vöruverðshækkunina eða hina. Eðlileg verðmyndun hefur fyrir löngu verið tekin upp í öllum okkar viðskipta- og ná- grannalöndum. Eitt af síðustu verkum fyrri ríkisstjórnar var að samþykkja nýja verðlagslöggjöf, þar sem m.a. var gert ráð fyrir frjálsari verðmyndun, þar sem næg samkeppni væri fyrir hendi. í þessu frv. er gert ráð fyrir að fresta þessu ákvæði en halda höftunum áfram, sem engin þjóð önnur viðhefur. I þessu sambandi má minna á yfirlýsingar SIS um hag sam- vinnuverzlunar. Hún sé naumast fær um að gegna hlutverki sínu að óbreyttum verðlagningarákvæð- um. Samfara gengislækkunum, í tvígang á þessu ári, hafa verðlagn- ingarákvæði verið þrengd. í þessu sambandi vildi ég og skjóta inn fyrirspurn til forsætisráðherra, hvort heimild í 5. mgr. 7. gr. um lækkun á verði og þjónustu hafi verið nýtt. Hin síðari skatt- lagning fólks og fyrirtækja Nú er ljóst að eignaskattsauki ríkisstjórnarinnar hefur bitnað mjög illa á fjölmörgum ellilífeyris- þegum. Á sama tíma er ljóst að hann hefur ekki náð til svokall- aðra „verðbólgubraskara", sem kunna lagið á því að skulda sem samsvarar bókfærðu mati eigna. Ellilífeyrisþegi, sem á langri starfsævi hefur eignast skuldlausa eða skuldlitla húseign, en hefur ekki eða litlar tekjur umfram ellilífeyri, hefur hins vegar í mörgum tilfellum fengið lítt við- ráðanlegan aukaskatt. Nauðsyn- legt er að viðkomandi þingnefnd endurskoði þetta ákvæði sérstak- lega, geri þar æskilegar breytingar til að koma í Veg fyrir augljóst ranglæti, og felli helzt eigna- skattsaukann niður. Eignaskattsauki fyrirtækja dregur úr eða rýrir eiginfjárstöðu þeirra, sem aftur eykur á eftir- spurn þeirra eftir lánsfjármagni og fjármagnsspennu, er ekki er heppileg leið í viðnámi gegn verðbólgu. Tekjuskattsaukinn er og rang- látur. Allur þorri fólks hefur gert ráðstafanir í fjármálum eða mun- um sínum, fjárfestingu og annarri eyðslu, miðað við tekjur og gild- andi skattalög. Tekjuskattsauki sem kemur eftir á, á síðasta fjórðungi árs, eftir að fólk og fyrirtæki hefur ráðstafað fjár- munum sínum, í trausti á gildandi lög í landipu, er siðferðilega rangur. Hann er og lagalega vafasamur, og má í því^fni vísa til umsagnar starfandi lagaprófess- ors. Gengislækkun, sem gerð var útflutningsatvinnuvegum til styrktar, er og tekin aftur í skattlagningu, sem á ný skapar þrýsting til frekari gengisfelling- ar. Vörugjaldið hækkað Tímabundið vörugjald er veru- lega hækkað á tiltekna vöruflokka. Fellur það á ýmsa vöruflokka sem hæpið er að draga í dilk sem lúxus, svo sem dæmi eru fram komin um. I fjárlagafrumvarpi, eins og það lá fyrir í drögum frá fyrri stjórn, var gert ráð fyrir lækkun vörugjalds úr 16% í 13%. Núverandi ríkis- stjórn gengur í þveröfuga átt. Með þessu er valfrelsi neytenda minnk- að. Eftirspurn beint í ákveðna farvegi. Þetta þrýstir m.a. á fólk að kaupa frekar vöru erlendis en hér heima, þar sem sköttun hefur fært verðlag svo upp sem raun ber vitni um. Sérstakt, gjald á ferða- gjaldeyri vegur ekki hér á móti, auk þess sem það brýtur i bága við samninga okkar út á við. Með þessum gjörðum er ekki verið að rjúfa vítahring verðbólgu, heldur auka á vandann. Aðgerðirnar hafa misheppnast Fyrir liggur nú að kaupgjalds- vísitala 1. desember n.k. muni hækka um 10 til 12%, þrátt fyrir vísitöluleik og niðurgreiðslur rík- isstjórnarinnar. Aðgerðir stjórn- arinnar hafa því lítinn sem engan árangur borið. Þær hafa mistekizt í meginatriðum. Þær hafa engan vanda leyst, heldur aukið á hann. Eftir er svo að sjá hver samstaða verður um framhaldið í stjórnar- herbúðunum. Þingstörfin í gær: Lífeyrissjóð- ur íslands — Vísitalan, smjörlíkið og gosdrykkirnir Guðmundur H. Garð- arsson (S) mælti í gær, í efri deild Alþingis, fyrir frv. til laga um Lífeyris- sjóði íslands, sem skýrt var efnislega frá á bak- síðu Mbl. í gær. Frum- varp þetta, sem er tví- mælalaust eitt af stærri málum er þingið hefur fengið til meðferðar, er mjög vel úr garði gert og því fylgir mjög ítarleg greinargerð. Framsögn GHG verða gerð nánar skil á þingsíðu Mbl. síðar. Eyjólfur Konráð Jónsson (S) mælti og í efri deild fyrir frv. til laga um happdrættislán vegna framkvæmda við Norðurveg og Austurveg. Kaflar úr framsögu hans eru birtir hér á þingsíðu Mbl. í dag. í neðri deild mælti Tómas Árnason fjármálaráðherra fyr- ir frumv. um tímabundið vöru- gjald. Er þar um að ræða frv. til staðfestingar á bráðabirgðalög- um um hækkun vörugjalds á tilteknum vöruflokkum. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um kjaramál, sem einnig er til staðfestingar á bráðabr.lögum um sama efni. Flutti ráðherra langa og yfirgripsmikla ræðu en Geir Ilallgrimsson, form. Sjálf- stæðisfl., talaði af hálfu stjórn- arandstöðunnar og eru efnisatr- iði úr ræðu hans rakin á þingsíðu í dag. Þá talaði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra fyrir frv. um verðlag, þ.e. frestun ákvæðis í nýjum verðlagslögum, sem gerir ráð fyrir frjálsri verðmyndum, þar sem samkeppni er næg. Ilalldór Blöndal (S) gagn- rýndi efnisatriði þessa frum- varps. Vakti hann athygli á því ástandi, sem nú væri að skapast, m.a. lokun smjörlíkisgerðá og gosdrykkjaverksmiðja. Spurði hann, hvort það samræmdist íslenzkri stjórnarskrá að banna mönnum að framleiða vöru á Guðmundur H. Garðarsson. sannanlegu kostnaðarverði. Hér væri vegið að rekstrargrundvelli iðnaðarfyrirtækja. Spurði hann ráðherra, hvort verið væri að bíða eftir því með eðlilegar hækkanir, að þær næðu ekki inn í kaupgjaldsvísitölu, sem miðuð yrði við 1. nóv. en gilti síðan fram í tímann. Fulltrúar verka- iýðsfélaga í verðlagsnefnd, hefðu fallist á þessa hækkun tímanléga, með það í huga, að hún kæmi inn í vísitöluna. Spurði hann og, hvort verð innfluttrar vöru af þessu tagi yrði tekið í vísitölu, þar sem sú innlenda væri upp urin. Ráðherra svaraði því til að mál þessi yrðu rædd í ríkis- stjórn á morgun eða nk. þriðju- dag. Utreikningur vísitölu væri ekki verk viðskiptaráðuneytis heldur kaupgjaldsnefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.