Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 244. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaösins. Ráð Carters reynast ónóg Londoh. 25. október. AP. DOLLARINN seldist á lægra vcrði en nokkru sinni í dag þrátt fyrir ráðstafanir Carters forseta gegn verðbólgunni. í kauphöllum er sagt að fyrir- a>tlanir Carters um að takmarka kaup- og vcrðhækkanir nægi engan veginn til að rétta við gengi dollarans sem hefur verið á niðurleið í 18 mánuði. „Við áttum ekki von á miklu. en við áttum ckki von á svona litlu," sagði svissneskur kaiipsýslumaður. Talsmaður Bonn-stjórnarinnar, Klaus Bölling, kvað þó aðgerðina enn eina sönnun þess að Carter væri staðráðinn í að ráða niðurlög- um verðbólgunnar og enn einn lið í efndum loforða sem voru gefin á fundi æðstu manna um efnahags- mál í Bonn í sumar. Hagfræðingur í Briissel sagði að allar ráðstafanir til að hefta verðbólguna hefðu jákvæð áhrif og að ráðstafanir Carters mundu hafa áhrif langt fram í tímann. Brezki prófessorinn George Avelof kvaðst ekkert skilja í því að dollarinn stæði svona illa og kvaö alla hagfræðinga telja það ráðgátu. Sjá tillögur Carters ... bls. 22. Eanes útnef nir óháðan leiðtoga Lissabon. 25. október — AP ANTONIO Ramalho Eanes for- seti valdi í dag Carlos da Mota Pinto. 42 ára gamlan prófessor í lögum, forsætisráðherra í Portír gal, hinn yngsta í Evrópu, og íól honum að koma til leiðar jafn vægi í portúgölskum stjórnmál um næstu tvö ár. Forsetinn sagði í yfirlýsingu að hann hefði beðið Mota Pinto að hafa á hendi forystu í ríkisstjórn „þar sem komizt hefði verið að þeirri niðurstöðu að enginn grundvöllur væri fyrir samkomu- lagi milli stjórnmálaflokkanna." Mota Pinto er óháður í stjórnmál- um en sammála umbótahugmynd- um sósíalista og sósfaldemókrata. flokks hægrimiðjumanna. Eanes mun fresta formlegri tilnefningu Mota Pintos þar til ljóst verður hvort hann getur myndað ríkisstjórn. Mario Soares, leiðtogi sósíalista, hrósaði í kvöld vali Eanesar og hét hinum nýja forsætisráðherra stuðningi. Flokkar sósíaldemó- krata og íhaldsmanna virðast einnig reiðubúnir að styðja Mota Pinto. Kommúnistar segjast vilja sjá ráðherralista hans áður en þeir taki afstöðu. Mota Pinto er fyrrverandi verzlunarráðherra og stjórnlaga- sérfræðingur og sagður handgeng- inn Eanes. Ekki er gert ráð fyrir því að hann muni leiða Portúgali inn í Efnahagsbandalagið og til nánari samvinnu við NATO. Hann mun eiga nóg með að ráða við innanlandsástandið. Sparnaðar- ráðstafanir og verkföll eru í uppsiglingu. Eanes forseti Israel samþykkir drög samningsins Jerúsalem, 25. október. Reuter. ÍSRAELSKA ríkisstjórnin samþykkti í dag endurskoðaða útgáfu á drögum að friðarsamningi við Egypta með breytingum sem Menachem Begin forsætisráðherra gerði tillögur um. Endurskoðuðu drögin voru samþykkt að loknum umræðum sem hafa staðið í 17 tíma á þremur dögum með atkvæðum 15 ráðherra. Enginn greiddi atkvæði á móti og tveir sátu hjá. Eliezer Shostak heilbrigðis- málaráðherra skýrði frá því að breytingatillögurnar vörðuðu til- raunir Bandaríkjamanna og Egypta til að tengja fyrirhugaðan friðarsamning deilunni um land- námið á Gaza-svæðinu og vestur- bakka Jórdanár. Moshe Dayan utanríkisráðherra og Ezer Weizman landvarnaráð- herra hafa ísraelsku breytingartil- Brezk hergögn handa Zambíu London. 25. október. Reuter. AP. BRETAR tilkynntu í dag að þeir væru reiðubúnir að útvcga Zam- bíumönnum hergögn, en ein- göngu til landvama, aðallega loftvarna. David Owen utanríkisráðherra skýrði frá þessu í boði með fréttamönnum sem skrifa um utanríkismál og sagði einnig að ekki kæmi til greina að senda brezkar hersveitir eða flugvélar til Zambfu eða hergögn sem mætti beita í einhverjum öðrum tilgangi en þeim að verja Zambíu. Tilkynning Owens fylgir í kjöl- far árásar rhódesískra flugvéla á búðir skæruliða blökkumanna nálægt Lusaka og þeirrar viður- kenningar Kenneth Kaunda for- seta að Zambíumenn hafi ekki bolmagn til hefndaraðgerða. Kaunda sagði í dag að 31 Zambíu- maður hefði fallið í árásinni og bað landsmenn að búa sig undir langa styrjöld. Kaunda bað fyrst um hergögn á fundi sínum með James Callaghan, forsætisráðherra Breta, í Kano í Nígeríu í síðasta mánuði. Owen utanríkisráðherra sagði að einnig væru í athugun tillögur um að hjálpa Zambíumönnum að ráða fram úr gjaldeyriserfiðleikum sínum. Owen kvað lítil líkindi til þess að brezkt herlið drægist inn í Rhódesíudeiluna nema til alþjóða- aðgerða kæmi og sagði að takmörk væru fyrir því valdi sem Bretar gætu beitt í Rhódesíu. Hann kvað það ábyrgðarleysi ef Bretar sendu einir herlið á vettvang og sagði að það væri óviturlegt að láta til skarar skríða án loforðs um stuðning Bandaríkjanna og Af- ríkuríkja. í Lusaka herma fréttir að leiðtogar blökkumannaríkjanna umhverfis Rhódesíu hafi áhuga á að halda fund í Dar Es Salaam um helgina, hinn fyrsta eftir árásina á Zambíu, þótt zambískir talsmenn neiti að staðfesta þetta. lögurnar meðferðis þegar þeir koma til Washington á morgun til nýrra viðræðna við Egypta í Blair House. Shmuel Tamir dómsmálaráð- herra, sem var talinn óánægður með samningsdrögin sagði frétta- mönnum að hann væri ánægður með endurskoðuðu útgáfuna. Hann sagði að breytingatillögurn- ar hefðu eytt efasemdum nokkurra ráðherra. Hann kvað þær ekki jafngilda harðnandi afstöðu ísra- elsmanna og taldi að Egyptar gætu samþykkt þær. Þeir tveir ráðherrar sem sátu hjá'voru Yitsak Modai orkumála- ráðherra og Shostak. Nokkrir ráðherrar sem sagt var að mundu leggjast gegn drögunum studdu Begin að lokum. Begin sagði í viðtali við blaðið Maariv í dag að viðræðurnar við Egypta gætu tekið alls tvo til þrjá mánuði. Hann gerir því ekki ráð fyrir því að hægt verði að undir- rita friðarsamning 19. nóvember, einu ári eftir Jerúsalemferð An- wars Sadats forseta. Sadat sagði í dag á þingflokks- fundi að Egyptar væru staðráðnir í að semja frið við ísraelsmenn og vongóðir uni að það t^ekist en krafðist vissra breytinga á samn- ingsdrögunum. Hann fjölyrti ekki um það en sagði að drögin væru aðgengileg að öðru leyti. Blaðafulltrúi hans vildi ekki staðfesta hvort hér væri um að ræða kröfu um að samningurinn yrði tengdur framtíð Gaza og vesturbakkans. Hann gaf í skyn að fulltrúar Egypta mundu krefjast þessara breytinga í framhaldsvið- ræðunum í Washington. I Jerúsalem var haft eftir heimildum í stjórninni að Begin hefði til athugunar að flytja skrifstofur sínar og utanríkisráðu- neytisins til austurhluta borgar- innar. í Bagdad hélt Hafez Al-Assad, forseti Sýrlands, áfram viðræðum við leiðtoga íraksstjórnar. Sér- fræðingar telja að viðræðurnar geti leitt til eðlilegs sambands ríkjanna. Samsœri í Kaíró Kairó. 26. október. Reuter. EGYPZKA öryggisþjónustan hefur brotið á bak aftur samsæri kommúnista um að kollvarpa Anwar Sadat for- seta og taka völdin að sb'gn blaðsins Al Abram. scm cr hálfopinbert. Blaðið segir, að 16 samsæris- menn úr leynifélagi kommún- ista hafi verið teknir höndum og leiddir fyrir rétt. Félagið kallaðist „Samtök egypzka kommúnistaflokksins — 8. janúar." Blaðið gefur í skyn, að tekizt hafi að bera kennsl á 42 félaga, en getur þess ekki hvort þeir hafa allir verið handteknir. í hópnum eru læknar, verkfræð- ingar, lögfræðingur og tvær konur að sögn blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.