Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins: Breytingatillögumarþyngja stjómun hjáveitustomunum BORGARFULLTRÚAR deildu nokkud um samþykkt fyrir stjórnarnefnd veitustofnana á síðasta fundi borgarstjórnar. Það sem aðallega var deilt um var 1. gr., 2. gr. og 5. gr. í 1. gr. segir m.a. -Stjórn veitustofnana Reykjavíkurborgar fer í umboði borgarstjómar með málefni HR, RR og VR ...“. 1 2. gr. segir m.a. „... Einnig kjósa starfsmenn hverrar stofnunar tvo fulltrúa úr sínum hópi. Starfsmannafulltrúar hverrar stofnunar sitja aðeins þá fundi sem fjalla sérstaklega um þá stofnun sem þeir starfa hjá og hafa málfrelsi og tillögurétt. „Það var Adda Bára Sigfúsdóttir, sem hafði framsögu af hálfu meirihlutans og lagði til, að tillögurnar yrðu samþykktar. Birgir ísleifur Gunnarsson (S) las síðan bókun sjálfstæðismanna en þar segir m.a. „Vegna þeirrar tillögu að nýrri samþykkt fyrir stjórn veitustofnana Reykjavíkur sem hér er til afgreiðslu viljum við taka fram eftirfarandi varðandi tillögurnar í heild. Við teljum fram komnar breyt- ingatillögur óþarfar og einungis til þess fallnar að gera stjórn veitustofnana þyngri í vöfum. Kjarni tillagnanna virðist í því fólginn að flytja skuli fram- kvæmdastjórn veitnanna úr höndum borgarráðs í hendur sérstakrar stjórnar sem heyri beint undir borgarstjórn. Engu að síður á stjórnin eins og stjórn- arnefndin áður að vera ráðgef-’ andi hlutverki í veigamestu málum gagnvart borgarráði þ.e. gera tillögur um framkvæmdir, fjármál og gjaldskrárbreytingar. Raunveruleg breyting á hlutverki og stöðu stjórnar samanborið við stjórnarnefndar áður virðist því í orði en ekki á borði. Með skírskot- un til þessarar bókunar greiðum H16688 Miklabraut 3ja herb. 76 fm góð kjallara- íbúö. Laus fijótlega. Hringbraut 2ja herb. góö íbúð með bílskúr. Kelduland 3ja herb. mjög sérstök íbúö á jarðhæö. Sérhannaðar innrétt- ingar í stofu og svefnherb. Holtsgata tilb. u. trév. 3ja herb. 90 fm íbúð á tveimur hæöum. íbúöin er rúmlega tilb. undir tréverk. Hrauntunga 3ja herb. 90 fm góð narðhæð. Allar innréttingar nýjar. Kópavogsbraut 3ja herb. 70 fm risíbúð í forsköluðu timburhúsi. Nökkvavogur 4ra herb. 110 fm góð kjallara- íbúð í tvíbýlishúsi. Vesturberg 5 herb. 110 fm skemmtileg íbúð á jarðhæð. Sér garður. Tilb. undir trév. Vorum að fá í sölu 2ja og 3ja herb. íbúðir í miðbæ Kópavogs. Ibúðirnar afhendast í okt. 1979. Greiðslutími 20 mán. Fast verð. Traustir byggingaaöilar. Bílskýli fylgja íbúðunum. Til sölu lóð í Arnarnesi. EIGMdV umBODiDin LAUGAVEGI 87, S: 13837 //CiCjPjP Heimir Lárusson s. 10399 'Vl/WO Ingileifur Einarsson s. 31361 Ingoífur Hiartarson hdl Asgeir Thoroddssen hdl við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins atkvæði á móti tillögunum. Varðandi 2. grein viljum við gera svofellda bókun: Meirihluti borgarstjórnar hefur nú tekið frumkvæði í að borgarstjórn ákveði einhliða, að starfsmenn taki sæti í stjórn borgarstofnana með tillögurétti og málfrelsi. I því sambandi vakna ýmsar spurning- ar. Hefur verið haft samráð við Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar? Hvers vegna eiga slíkir fulltrúar ekki að fá réttindi sem fullgildir stjórnamenn? Hvers vegna skulu þeir vera 2 í veitu- stofnunum, en 1 í SVR? Hvað um upplýsingaskyldu þessara full- trúa gagnvart starfsmönnum, sem þeir hafa kjörið? Eiga þeir ófrávíkjanlega að hafa rétt til fundarsetu undir öllum kringum- stæðum? Hafa aðrar leiðir til áhrifa starfsmanna á stjórn og rekstur borgarfyrirtækja verið athugaðar t.d. samstarfsnefndir. Þessi atriði hefur meirihluti borgarstjórnar ekki viljað ræða á málefnalegan hátt, heldur knúið fram ákvörðun varðandi stjórnir Borgarbókasafns og stjórn SVR og nú varðandi stjórn veitustofn- ana. Við hefðum kosið annað sam- starfsform og hefðum talið það vænlegra til árangurs að stofna samstarfsnefndir í hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum. En fyrst þetta starfsform er valið teljum við eðlilegra, að fulltrúar starfsfólks sitji i stjórnunum með fullum réttindum. Meirihluti borgarstjórnar hefur þegar hafn- að þeirri stefnu í borgarstjórn. Sjáum við ekki ástæðu til að flytja sérstaka tillögu um það hér og sitjum hjá í atkvæðagreiðslu um þessa grein.“ Nokkrar frekari umræður urðu en við atkvæða- greiðslu samþykkti meirihlutinn sínar tillögur. Jón Ólafsson, efnafræðingur, lengst til vinstri, nýkominn um borð í hafrannsóknarskipið Bjarna Sæmundsson eftir að hafa tekið sýni af kræklingunum f Hvalfirði. (ljósm. óskar Sæmundsson). Kanna áhrif meng- unar á sjávarlífið AF HÁLFU Hafrannsóknarstofn- unarinnar hefur frá því í vor verið unnið að tilraunum, sem miða að því að afla gagna um þungmálma í sjó í Hvalfirði. Eru þessar tilraunir hluti af umhverfisrannsóknum sem Næstkomandi iaugardag þann 28. okt. kl. 4, verður opnuð sýning Bjarna II. Þórarinssonar í Gallerí Suðurgötu 7. Ennfremur opnar Bjarni sýningu í „Galleryi“, en það er sérsmíðuð taska. Ilafa nú þegar nokkrir sýnt verk þar. Verk þau er Bjarni sýnir eru all fjölbreytt að gerð. og höfða mjög til umhverfis (environment). Unnið er beint í náttúruna og ásamt henni. Bjarni stundaði nám við Mynd- lista- og handiðaskóla íslands í fjögur ár, útskrifaðist þaðan vorið 1977. Þetta er fyrsta einkasvning höfundar, en hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Er hann einn af stofnendum Gallerís Suðurgötu 7. Sýningin er opin frá 4 — 10 virka daga en um helgar 2—10. Sýning- in stendur til 12. nóv. verið er að gera í Hvalfirði vegna tilkomu Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Þaö er Jón Ólafs- son, sjóefnafræðingur hjá Ilafrann- sóknastofnuninni, sem hefur með þessar tilraunir að gera. Kræklingur er ræktaður á baujum úti í Firðinum á um 25 metra botndýpi, en kræklingurinn er 4—5 metra undir sjávarmáli á flóði. Hann er athugaður með vissu millibili og fylgst með þeim breytingum sem verða á kræklingnum og sjónum í kring. Kræklingurinn er hafður á þremur stöðum í nánd við verksmiðj- una og þær upplýsingar sem fengist hafa í ár verða notaðuar til viðmið- unar síðar eftir að verksmiðjan hefur tekið til starfa. Slíkar tilraunir hafa ekki verið gerðar hér á landi áður, en að sögn Jóns er víða erlendis unnið að svipuðum rannsóknum á skeldýrum til að kanna hver áhrif mengun hefur á sjávarlíf. Lýsa yfir stuðn- ingi við stundakennara Almennur fundur í Samfélaginu, félagi þjóðfélagsfræðinema í Há- skóla Islands, var haldinn 16. október s.l., segir í frétt félagsins. Þá segir að samþykkt hafi verið sam- hljóða að lýsa yfir fullum stuðningi við baráttu stundakennara við HÍ fyrir bættum kjörum og atvinnu- öryggi. Fundurinn ályktaði að .kom i til aðgerða stundakennara í baráttu þeirra, þ.e. verkfalls, muni félagar í Samfélaginu í einu og öllu styðja þær. Verslunarhusnæði ca. 200 fm. til sölu í verslanasamstæöu viö Hagamel. Upplýsingar gefur Agnar Gústafsson hrl. Hafnar- stræti 11, símar 12600 og 21750. Ágæt skemmt- un í Garðinum Garði 25. okt. í GÆRKVÖLDI fór fram í sam- komuhúsinu kynning á verkum Jóhanns Jónssonar. Sér Litla leikfélagið um kynninguna sem er tekin saman í tilefni þess, að Jóhann varð sextugur 27. sept, sl. Var dagskrá mjög fjölþætt og hófst með því að Bergmann Þorleifsson kynnti höfundinn. Síðan var leikþáttur sem ber nafnið Allt fyrir knattspyrnuna sem Jóhannes Steinsson leikstýrði. Leikendur voru fjórir, Magnús Eyjólfsson, Ðagný Hildisdóttir, Herbert Guðmundsson og Bragi Andrésson, og skiluðu þau hlut- verkum sínum með ágætum. Þá var lesinn upp mikill fjöldi ljóða og þess á milli söng tríóið Bót texta eftir höfundinn. Um ljóða- lesturinn sáu fjórar ungar konur, Guðný Helga Jóhannsdóttir, Sig- ríður Halldórsdóttir, Kristbjörg Hallsdóttir og Guðrún Steinþórs- dóttir. Tríóið Bót er skipað þremur ungum mönnum úr Garðinum, Torfa Steinssyni, Ómari Jóhanns- syni og Hólmberg Magnússyni. í lokin kom svo höfundurinn fram, las ferskeytlur og ljóð og söng síðan gamanvísur við góðar undirtektir. Að lokinni sýningu voru Jóhanni Jóhann Jónsson og konu hans, Ónnu Björnsdóttur, færð blóm svo og leikstjóra leikþáttarins Jóhannesi Steins- syni. Sýningin verður endurtekin fimmtudagskvöld. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.