Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978___31
„Jákvœðar umsagnir um Sinfóníu-
hljómsveitina mega líka hegrast”
MORGUNBLAÐIÐ hefur leitaö
til nokkurra tónskálda og spurt
pá, hvaö peir vildu segja um pá
gagnrýni, sem Vladimir
Askhenazy lét frá sér fara í
viðtali við „Gramophone“ og
pau blaðaskrif, sem orðið hafa
vegna ummæla píanósnillings-
ins.
Fara hér á eftir svör peirra
Atla Heimis Sveinssonar,
Fjölnis Stefánssonar og Þor-
kelS SÍgUrbjÖmSSOnar. Atll Heimir Fjölnir Þorkell
Sveinsson Stefánsson Sigurbjörnsson
Þorkell Sigurbjörnsson:
B jóðum Vladimir heim
úr útlegðinni í Sviss
Vladimir Ashkenazy hefur
margoft sýnt, að hann ber
tónlistarlíf hér fyrir brjósti,
bæði í orðum og gerðum, á sinn
hátt. Við höfum gagnrýnt hann,
og hann okkur, í von um
umbætur. íslendingar eru
þekktari aö öðru en agasemi, og
stofnanir okkar eru sjálfsagt
sama marki brenndar. Það er
bæði kostur og galli að láta illa
að stjórn.
Mér finnst full mikið veður
gert út af þessum ummælum
Vladimirs í útlöndum, — hef að
vísu ekki séð þau á frummálinu.
Ekki er t.d. við hann að sakast,
þótt Sinfóníuhljómsveitin sé
„semi-proffesional“ — sem þýð-
ir EKKI, að menn séu amatörar,
heldur það eitt, að hljómsveit-
armenn lifa ekki eingöngu á
starfi sínu í hljómsveitinni. Ef
reynsla hans af hljómsveitinni
væri ekki umtalsverð, þá hefði
verið meiri ástæða að ergjast.
Jákvæðar umsagnir um Sin-
fóníuhljómsveitina mega líka
heyrast. Sjálfur hef ég reynslu
af samanburði á flutningi eigin
verka af erlendum atvinnu-
hljómsveitum (þar sem menn
eru þrefalt hærra launaðir en
hér). Sá samanburður hefur oft
verið okkar hljómsveit í hag —
eins og t.d. fyrir skömmu, þegar
115 manna hljómsveit sullaðist í
gegn um verk, sem Sinfóníu-
hljómsveit íslands frumflutti
vel á sínum tíma við erfiðar
aðstæður, þá hugsaði ég með
hlýhug heim til hennar — og ég
gæti kallað til vitnis nokkur
önnur tónskáld, innlend og
erlend, sem hafa svipaða sögu
að segja.
Við getum líka tekið mark á
því hrósi og gert það umtalsvert
í blöðum — rétt eins og
gagnrýni Vladimirs. Við skulum
bara bjóða honum sem fyrst
heim frá útlegð í Sviss, og
jafnframt halda áfram að efla
Sinfóníuhljómsveitina sem mest
við megum.
Fjölnir Stefánsson:
Ég hef ekki séð viðtalið sem
hið víðlesna tímarit
Gramophone átti við Vladimir
Ashkenazy, en eins og það
birtist í Morgunblaðinu þá kem
ég ekki auga á tilganginn með
þessum neikvæða tón í yfir-
lýsingum hans um Sinfóníu-
hljómsveit íslands.
í viðtalinu segir m.a.:
„Stundum verður leikur þeirra
áhugaverður, en tæknilega séð
eru þeir ekki mjög færir“. Sem
fagmaður er eðlilegt að hann
láti frá sér fara slíkar athuga-
semdir.
Einnig segir um hljóðfæra-
leikarana: „Það þarf að fara að
Kennsla tónlistarmanna
ómissandi þáttur tónlistarlifs
þeim eins og börnum, og gæta
þess að ósiðir komist ekki upp í
vana“. Þetta eru hinsvegar
niðrandi ummæli og órökstudd
og fagmanni ekki sæmandi.
Ennfremur segir V.A.: „Þegar
ég byrjaði var ég vægast sagt
ömurlegur". Ekki veit ég til að
hljóðfæraleikararnir hafi þá
kvartað undan honum sem
stjórnanda á opinberum vett-
vangi. Þar með sýndu þeir V.A.
meira umburðarlyndi en hann
sýnir þeim nú.
Tónlistarmenn á Islandi búa
við margháttaða sérstöðu. I
viðtali blaðamanns Morgun-
blaðsins við V.A. kemur fram
eftirfarandi: „Hljóðfæra-
leikararnir gera ýmislegt annað
en að einbeita sér að hljómsveit-
inni sem ekki kann góðri lukku
að stýra“. Hér hlýtur að vera átt
við það að hljóðfæraleikararnir
stunda einnig kennslustörf
margir hverjir. Eins og málum
er háttað er þetta framlag
meðlima hljómsveitarinnar
ómissandi þáttur í uppbyggingu
tónlistarlífs hér á landi Sú
staðreynd að hér í okkar
fámenna þjóðfélagi er starfandi
sinfóníuhljómsveit eru hreint
ekki svo lítil tíðindi út af fyrir
sig. Einnig sá fjöldi tónleika
sem haldnir eru á hennar vegum
og hin góða aðsókn að þeim. Á
þetta ber fyrst og fremst að
leggja þunga áherzlu gagnvart
umheiminum.
Atli Heimir Sveinsson:
„Það má alltaf
gera betur í listinni”
Blaðamaður Morgunblaðsins
hringdi til mín, og bað mig að
segja álit mitt á viðtali Ashken-
azys í tímaritinu Grammaphone
sem mjög, hefur verið til um-
ræðu í blöðum undanfarið. Ég
náði í tímaritið og las viðtalið.
Þrjár staðhæfingar, sem þar
koma fram virðast fara í
taugarnar á mönnum hér heima:
að Sinfóníuhljómsveitin sé hálf-
gerð áhugamannahljómsveit, að
Ashkenazy þurfi að umgangast
hljóðfæraleikarana eins og börn
og að hljómsveitin sé ekki mjög
góð tæknilega.
Um fyrstu tvær fullyrð-
ingarnar hef ég þetta að segja:
ómerkilegur þvættingur.
Sinfóníuhljómsveitin er góð
hljómsveit atvinnumanna, og
spilararnir eru skarpir, prýði-
lega agaðir og áhugasamir. Um
þriðju staðhæfinguna er þetta
að segja: það má alltaf gera
betur í listinni, og þar gera
menn aldrei nógar kröfur,
hvorkrtil sjálfra sín né annarra.
I því Ijósi er rétt að hljómsveitin
verður að vera tæknilega betri.
Sinfóníuhljómsveitin á við ýmis
vandamál að stríða eins og allar
aðrar hljómsveitir. Ég hef bent
á þau vandamál og ýmsir fleiri,
án þess að blöð hafi rokið upp til
handa og fóta. Fremur ósmekk-
legt viðtal í erlendu tímariti
virðist þurfa til að menn grípi
við sér hér heima. Ashkenazy er
mikill píanóleikari, en hann er
hjálparlaus hljómsveitarstjóri.
Sinfóníuhljómsveitin hefur gef-
ið honum meira en hann henni.
Og verði Ashkenazy einhvern
tíma góður hljómsveitarstjóri er
það ekki Sinfóníuhljómsveitinni
síst að þakka. Hann hefur
fengið einstakt tækifæri að æfa
sig á henni og læra fagið. Og þá
var hún nógu góð handa honum.
Ég vona að áhugi blaðanna á
Sinfóníuhljómsveitinni og tón-
list á íslandi sé varanlegur, en
ekki tímabundið tilhaf ómerki-
legu tilefni.