Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 og Thann Kaþólskir þjóðverjar efna á hverju ári til landsmóts sem þeir nefna á sínu máli „Katholikentaf;". Svo var og }jert á þessu sumri. Var það mót hið 85. í röðinni og haldið í Freibur>; í Breisf;au, suður við landamæri Sviss of; Frakk- iands, dagana 13.—17. september. Því er þessa móts getið hér á landi að „Bonifatiuswerk der deutsehen Katholiken" í Paderborn gekkst fyrir því að á mótinu yrði dagskrá til kynningar á starfsemi .og aðstæðum kaþólsku kirkjunnar á Norðuriöndum. „Bonifatiuswerk" er samtök kaþólskra Þjóðverja til stuðnings við kirkjuna, þar sem hún er í minnihluta og á ekki hægt um vik fjárhagslega, eins og t.d. er í Evrópu norðanverðri. Bonifatiuswerk bauð til mótsins einum fulltrúa frá hverju Norður- landanna og auk þess tíu manna hópi tónlistarfólks frá Svíþjóð, sem lék á milli atriða Norður- landadagskrárinnar, svo og við mörg önnur tækifæri á mótinu. Svo talaðist til að ég færi á mót þetta af hálfu kirkjunnar á Islandi og segði einkum frá því hvernig kirkjan kynnti sig og málefni sín hér á landi, í bókum og fjölmiðl- um. Ég kom til Freiburg á fimmtu- dagskvöld og var þá mótið í fullum gangi. Búist hafði verið við 50—60.000 gestum, aðallega Þjóð- verjum, en reyndin varð sú að þangað komu um 130.000 manns og var öllu til skila haldið að hægt væri að sinna svo miklum fjölda manna, því að Freiburg er ekki stór borg, um það bil hálfu mannfleiri en Reykjavík. Geta menn ímyndað sér hvert átak það væri fyrir okkur að taka á móti 70—80.000 mótsgestum í einu og sjá þeim fyrir húsnæði, fæði og öðru því sem menn geta ekki án verið. í dagblaði einu, sem ég sá í Freiburg, var sagt að Freiburgbú- ar væru ekki beinlínis frægir fyrir dugnað en í þetta sinn hefðu þeir rekið af sér slyðruorðið og það svo um munaði. Allt hafði verið lagfært, sem færst hafði úr skorðum að undanförnu, og íbúar borgarinnar höfðu brugðist af- burða vel við þeim tilmælum að hýsa gesti. Segja mátti að þeir opnuðu heimili sín upp á gátt fyrir gestunum og var ég einn þeirra sem þess nutu. Læknir einn, dr. Köhler að nafni, og kona hans buðu mér gistingu og fæði, léðu mér lykil að húsinu og óku mér hvert sem ég þurfti að fara, þegar ég var staddur heima hjá þeim. Þau hjónin höfðu áður búið í þeim hluta landsins sem nú heitir Þýska alþýðulýðveldið, en þar sem þau treystu sér ekki til að búa við þá stjórnarhætti sem þar tíðkast, fluttu þau eins langt þaðan og breidd landsins leyfði. Ljúf- mennska þessara hjóna verður mér minnisstæð. Freiburg er undurfögur borg. Nokkur hluti hennar liggur milli skógivaxinna hæða og síðan breið- ist hún út á sléttlendið í vesturátt. I hinum gamla hluta borgarinnar er margt ævafornra og fagurra húsa, og á þessum slóðum telja menn hús ekki gömul nema þau séu frá miðöldum. Víða. er akbraut eftir Torfa Ólafsson Stytta heilags Thóbaldusar í krikjunni. og gangstétt aðskilin með læk sem rennur í steinstokki. Þessir lækir renna aftur og fram um borgina á fjölmörgum stöðum og eru stolt hennar, ásamt öðru fögru, og svo vel hirða borgarbúar um þessa læki sína, að hvergi sést í þeim svo mikið sem kusk og var mér sagt að víða væri vatnið nógu hreint til að drekka það. Snyrtimennska og fegurðarskyn íbúanna birtist hvarvetna og glaðlegra og elsku- legra fólk getur ekki. Þessa daga í Freiburg mátti heita að aldrei drægi ský fyrir sólu og hitinn um miðjan daginn komst upp í 30 stig. Kvöldin voru hlý og notaleg enda var gestafjöldinn á sífelldum erli um göturnar fram á nótt. Þar voru víða sýningarbásar ýmissa stofnana með upplýsinga- bæklingum og hingað og þangað stóðu smáhópar ungs fólks og sungu og léku undir á gítara og fleiri hljóðfæri. Þetta fólk var ekki að safna peningum né heldur að berjast fyrir neinu málefni, það kom bara niður í bæ með hljóðfær- in sín af því að veðrið var blítt og það langaði til að deila lífsgleði sinni með öðrum. Og vegfarendur söfnuðust í kringum söngvarana og tóku undir ef þeir kunnu lögin og textana. Þegar þetta unga fólk hafði um stund gert sitt til að gera indæla borg ennþá indælli, hélt það aftur heimleiðis og áheyrend- ur leituðu gjarnan uppi næsta hóp. Skammt frá aðalgötu borgarinn- ar, Stræti Jósefs keisara, stendur dómkirkjan, byggð úr rauðum sandsteini með turn svo fagran að svissneskur rithöfundur sagði að hann væri fegursti kirkjuturninn í kristindóminum. Bygging þessa fagra guðshúss hófst á 12. öld og næstu þrjú hundruð árin bættust hlutar í heildina og aðrir voru endurnýjaðir síðar uns það lista- verk var fullgert, sem við okkur blasir nú. Sprengjur féllu allt í kringum kirkjuna í síðari heims- styrjöldinni en hulin hönd bjarg- aði henni frá skemmdum. Aðfaranótt 27. nóvember 1944 rigndi bókstaflega sprengjum úr lofti umhverfis kirkjuna svo að mikill hluti miðborgarinnar var ein rjúkandi rúst um morguninn, en jafnvel turninn stóðst titring- inn og loftþrýstinginn sem þessu djöfulæði fylgdi. Nóttina þar áður, aðfaranótt 26. nóvember, hélt önd ein vöku fyrir borgarbúum, þeim sem í miðborginni bjuggu. Hún gargaði alla nóttina af svo miklum ofstopa að fólki stóð ekki á sama og töldu margir að fyrirgangur hennar boðaði ili tíðindi. Daginn eftir flutti fjöldi fólks burt úr miðborginni, vegna þessa illa fyrirboða, og varð það því til lífs. Eftir stríðið var gerð stytta af öndinni og henni valinn staður úti í tjörn í skemmtigarði borgarinn- ar. Öðrumegin við dómkirkjuna er rúmgott torg og er þar markaður og mannfjöldi mikill á ferli. Þar sátu á kvöldin hópar ungs fólks í hring og sungu og stundum brá þetta lolk á leik, sló hring um kirkjuna og dansaði og söng. Þar voru líka haldnir útifundir á vegum mótsins. Of langt yrði upp að telja öll þau atriði sem fram fóru á mótinu. Þar þinguðu ýmis konar samtök ka- þólskra, æskulýðsfélög, hjálpar- stofnanir ýmisskonar, samtök landflótta manna austan að, kven- félög verkalýðsfélög, stúdentafé- lög, trúboðsfélög og friðarsamtök, og karismatiska hreyfingin lét sig ekki vanta í hópinn. Þá gátu menn valið um tónleika, guðsþjónustur og bænahöld allan daginn, og þar sem svo geysimörg dagskráratriði fóru fram, varð auðvitað að tímasetja þau mörg samtímis, svo að þegar mest var um að vera, voru þess dæmi að fjörutíu atriði færu fram á einum og sama klukkutíma í þeim kirkjum og Kirkjan í Freiburg. — Umhverfis hana rigndi sprengjum. samkomuhúsum sem borgin hafði upp á að bjóða. Margt stórmerkra kirkjuleið- toga lét til sín heyra á mótinu, kardinálar, biskupar, prestar og rithöfundar en þó mun vart neinn þeirra hafa vakið aðra eins athygli og haft jafn djúp áhrif og Móðir Teresa frá Kalkútta, sem talaði í dómkirkjunni á laugardagskvöld (sbr. Morgunblaðið 26. september, s.l.) Klukkan tíu á laugardagsmorg- un fór Norðurlandakynningin fram í heldur litlum sal, énda var hann þéttsetinn fólki. Biskuparnir Schwenzer frá Noregi og Branden- burg frá Svíþjóð, Kaspar Kailan frá Danmörku, séra Taimu Sippu frá Finnlandi og höfundur þessa pistils, sögðu frá aðstæðum og starfi kirkjunnar í heimalöndum sínum. Síðdegis á laugardag var svo- nefnd Evrópukynning á Messu- torginu, sem er geysistórt torg með upphækkuðum ræðupalli. Þar Teóbaldus kirkjan — við rætur Vogesafjaila í Thann. var komið fyrir bekkjum handa rúmlega 100.000 manns og voru þeir flestir skipaðir. Þar var rætt um framtíð Evrópu og kanslari Þýskalands, Helmut Schmidt, flutti ávarp. Allmargt manna útbýtti þar blöðum allskonar, upplýsingum um margvíslega ka- þólska starfsemi og hvatningum til manna að taka þátt í einu og öðru. Umhverfisverndarmenn gengu um og buðu litla strigapoká til kaups, hvar á stóð hvatning um að nota ekki plastpoka. Aftast á torginu stóðu nokkrir ungir kommúnistar og höfðu ekki hátt um sig en réttu að mönnum blöð með fróðleik um þeirra málstað. Voru þeir látnir afskiptalausir þótt ekki hefði verið gert ráð fyrir þátttöku þeirra í hátíðahöldunum. A sunnudagsmorgun var sungin messa á torgi þessu þar sem Jósef Höffner kardináli frá Köln prédik- aði. Þá var glaða sólskin og hiti og var talið að um 130.000 manns hefðu tekið þátt í þeirri messu. Síðdegis fór þar einnig fram lokaþáttur mótsins. Ekki get ég skilist svo við þennan ferðaþátt að ég minnist ekki á bókakafla hans, sem var heimsókn mín til Thann í Elsass. Rúmlega tvítugur maður þaðan, Jacques Rolland að nafni, er nú við guðfræðinám í Freiburg og hyggst þjóna sem prestur hér á landi að námi loknu. Hann tók á móti mér þegar ég kom til Freiburg og greiddi götu mína í hvívetna, sá mér fyrir gistingu fyrstu nóttina og það var hann sem kom til leiðar fundi mínum við Móður Teresú frá Kalkútta. Hafði hann boðið mér að heimsækja fjölskyldu sína í Thann og var mér ljúft að þiggja það boð. Thann er lítil borg við rætur Vogesafjalla. íbúatalan er um 10.000 og þar er gömul og fögur kirkja sem á sér sína sögu. Á 12. öld var í þjónustu Teóbaldusar biskups í Gubbio á Ítalíu maður frá Elsass. Þegar biskupinn lá banaleguna, bað hann Elsassbú- ann að þiggja af sér biskupshring sinn að sér látnum og skyldi hann draga hringinn af fingrinum þegar hann væri skilinn við. Hringinn bar hann á þumalfingri. Nú kveður biskup þennan heim og Elsass- búinn hyggst draga hringinn af fingri hans, en þá vill svo til að með hringnum fylgir fremsti ar í Freiburg Síðsumardag-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.