Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 37 fannst mér að hann hefði ekki þá sérmenntun til að bera, sem byggingaeftirlitsmaður þyrfti. Eg talaði síðan aftur við ráðherra og lýsti skoðun minni á þessari ráðningu og þegar engan bilbug var á honum að finna, kallaði ég á Bjarna og sagði honum að ég væri á móti þessari ráðstöfun ráðherra. Bjarni svaraði þá, og það svar man ég alltaf: „Eg skil þig v&L Guðmundur miggt;e»í'“i§g" skal reyna^^géfí mitt besta hér á ^-“d’éiTdinni." - Ákvörðun ráðherra varð til þess að ég var í fyrstu í daufara lagi við Bjarna og leið hann e.t.v. fyrir það. Eins og ég sagði skildi Bjarni mig og afstöðu mína, og þegar tímar liðu skildi ég Bjarna. Það var sama hvað ég bað hann um, — allt gerði Bjarni sem ég bað um, — allt var sjálfsagt og allt gerði hann glaður. Áðurgreind afstaða mín varð e.t.v. til þess að þau störf sem ég fól honum voru, í byrjun, ekki verkefni á sviði byggingaeftirlits. Síðar komst ég að raun um að Bjarni var hagleiksmaður á mörg- um sviðum og átti ég eftir að njóta þess í ríkum mæli. Bjarni var ekki aðeins hagleiksmaður á mörg efni, heldur hagyrðingur góður og hafði létt skap, sem oft kom sér vel fyrir starfsfólk deildarinnar, oft í leiðindaer'indagerðum. Já, það geislaði af Bjarna Andréssyni, — gleðin skein úr augum hans og þegar verst stóð á fyrir mér, þá brosti Bjarni, gekk út og kom með rjúkandi kaffibolla. Breyting varð síðan á verkefn- um b.vggingadeildar ráðuneytisins og flutti Bjarni þá með öðrum eftirlitsmönnum, sem hjá mér unnu, til framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins. Þar fékk Bjarni góðan-yfirmánn, góðan félagsska'p, hæði gamlan og -nýja'n. Þegar vinur minn, frændi og nafni féll fró, gerði Bjarni mér þann greiða að setja saman ljóð, sem ég síðan notaði í minningar- grein um nafna minn. Ég sagði við Bjarna að þessi öðlingsmaður hefði dáið við laxveiðar og ég hefði grun um það, að við þá íþrótt hefði hann helst viljað deyja, — með góðum vinum og í því umhverfi sem hann dáði mest. Bjarni unni útivist og slíkum íþróttum. Þannig held ég einnig að Bjarni hafi helst kosið að deyja. Ég veit það að hann hlakkaði til þess dags sem rjúpnaveiðar yrðu leyfðar á þessu hausti. Um fjölskyldu Bjarna, ættir og annað, veit ég lítið, enda ætla ég að aðrir, mér fróðari, verði til þess að skrifa nánar um það. Við, sem þekktum Bjarna, sjáum á eftir góðum manni, félaga og vini. Blessuð sé minning hans. Fjölskyldu hans votta ég innilega samúð. Guðm. Þór Pálsson. Stjórn SÍA. f.v.i Gunnar Gunnarsson, Ólafur Stephensen (form.) Halldór Guðmundsson. Auglýsingastofur bindast samtökum SAMBAND íslenzkra aug- lýsingastofa, SÍA, var stofnað nýlega. Stofnend- ur þessa sambands eru sjö eftirtalin fyrirtækii Arg- ur, Auglýsingastofan h.f., Auglýsingaþjónustan Gylmir, Auglýsingastofa Kristínar h.f., Myndamót og Örkin. Framm kemur einnig í tilkynningunni, að tilgang- urinn með stofnun sam- bandsins sé meðal annars sá að kynna starfsemi auglýsingastofnana út á við. Einnig koma fram fyrir hönd aðildarfyrir- tækja sinna gagnvart opin- berum aðilum, hagsmuna- samtökum og hliðstæðum samtökum erlendis. Viss skilyrði þarf að uppfylla til að fyrirtæki geti orðið aðili að samband- inu. Verður það meðal annars að starfa óháð hvers konar auglýsinga- miðlun og vera fjárhags- lega óháð viðskiptavinum sínum. Fyrirtækin verða einnig að geta sinnt allri faglegri vinnu varðandi almenna auglýsingaþjón- ustu skv. sérstakri reglu- gerð og í fullu samræmi við siðareglur alþjóða verzlunarráðsins og al- þjóðasambands auglýs- ingastofa. Formaður SÍA er Ólafur Stephensen, en aðrir í stjórn eru Halldór Guðmundsson og Gunnar Gunnarsson. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu ÖNNU PÁLSDÓTTUR, Vesturgötu 19. Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarfólki Borgarspítalans á lyflækningadeild A6 fyrir umhyggjusama hjúkrun og hlýju henni sýnda í veikindum hennar. Anna Garöars, Marinó Þorateinsson, Hreinn Þ. Garöars, Helga Friðfinnsdóttir, Rannveig M. Garöars, Bjarni Steingrímsson, Hilmar Garóars, Þorgeröur Jörundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ný kennslubók: Straumar o g stefn- ur í íslenskum bók- menntum frá 1550 IIJÁ BÓKAÚTGÁFUNNI Iðunni or komin út konnslubók í bók- monntasöfíu oftir Iioimi Pálsson, konroktor, on nofnist hún STRAUMAR OG STEFNUR í ÍSLENSKUM BÓKMENNTUM FRÁ 1550. Á síðasta áratug hefur orðið umtalsverð breyting á bókmennta- kennslu við íslenska menntaskóla, og má gera ráð fyrir að svo haldi áfram í framhaldsskólum lands- ins. Hér er fyrst og fremst um að ræða áhersluflutning: í stað þess að leggja alla áherslu á fornbók- menntir og nítjándú öldina, er-lestrarefni nú í auknum mæli sótt til samtíma okkar. Varð fljótlega ljóst, að þessi breyting kallaði á nýjar handbækur og stuðningsrit við bókmennta- kennslu. í Straumum og stefnum í íslonskum bókmenntum frá 1550 leitast höfundur við að rekja þróunarsögu íslenskra bókmennta á þessu tímabili allt fram á þennan dag. Mikil áhersla er lögð á tengsl bókmennta við menning- arsögu og þjóðfélagsþróun á hverri tíð en minna fengist við að segja höfundasögu eða skáldaævir. I inngangi að hverjum meginkafla bókarinnar er drepið á þróun erlendra bókmennta, og reynt að vekja athygli á því sem líkt er og ólíkt erlendis og hérlendis. I formála að verki sínu segir Heimir Pálsson m.a.: „Sú bók- menntasöguritun sem mest hefur verið stunduð hérlendis er ævi- söguritun. Saga skáldsagnagerðar og ljóðlistar hefur þannig orðið þroskasaga einstakra höfunda: „fjarri sé mér að neita þætti einstaklingsins í verki hans. Eh til skilnings á verkinu hvgg ég þó að jafnan sé vænlegra að þekkja dálítið til almennrar samtíðar höfundarins en persónulegra örð- ugleika hans. Mín vegna getur t.d. vel verið að Hallgrímur Pétursson hefði aldrei ort Passíusálmana ef ekki hefði komið til sjúkdómur hans (eða hjónabandserjur). En hitt er ég viss um: Hefði hinn lútherski píetismi ekki komið til, hefðu Passíusálmarnir aldrei orðið eins og þeir urðu. Þeir hefðu orðið allt annað verk, því þeir eru ómur samtíðarinnar og hugsana hennar. — Ástarraunir Bjarna og Jónasar hafa líka ugglaust oröið þeim efni til margra Ijóða. En það var rómantíkin sem gaf þeim viðhorf- in og búninginn. Það var hún sem réð-því að þeir ortu einmitt svona, ekki á einhvern annan veg. Þetta hygg ég skipti miklu máli, eigi að greiða götu nemenda að bók- menntum þjóðarinnar. Tengsl skáldverka við almenna þjóðfé- lagsþróun og menningarsögu eru þess vegna frumatriði málsins... fyrst þegar þeim hafa yerið gerð skil er tímabært að skyggnast dýpra í tilurðasögu verkanna, athuga ævisögu höfundar og sér- kenni hans.„ Straumar og stefnur er samin til að nota við kennslu, og reynt að gera ráð fyrir að að þar fylli hver kennari — og nemandi — í skörð sögunnar eftir því hvaða bók- menntir hann er að fást við. Myndirnar í bókina hefur Jón Reykdal myndlistarmaður valið. Við val mynda hefur verið leitast við að f.vlgja listsögulegri þróun í stórum dráttuni'Og láta myndirnar jafnframt fylgja tímaröð textans. Þá hefur einnig verið reynt að tengja myndirnar því sem um er fjallað á þeim og ' þeim stað. Islensk nútímalist og alþýðulist fyrri alda er hér fléttuð við erlenda myndlist til þess að gefa gleggri hugmynd um samtíð bók- HEIMIR PAISSON STRAUMAR OG STEFNUR í ISLENSKUM BÓKMENNTUM FRÁ 1550 menntanna og tengsl listgrein- anna, þar sem þær fást við svipuð viðfangsefni eða tjá líkar hug- myndir. Jón Reykdal hefur einnig brotið um bókina með aðstoð Þrastar Magnússonar, auglýsinga- teiknara, sem teiknaði kápuna. Bókin er 204 bls. að stærð. Setningu, prentun og bókband annaðist Prentsmiðjan Oddi hf. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ I MORGUNBLAÐENU Vörumarkaðurinnhf. Gerið góð kaup Leyft verð Pillsbury Best hveiti 5. Ibs ............^390. Ritz saltkex 1. pk....................... Libby‘s tómatsósa 340 gr. flaska ........ Unghænur 1. kg...........................1590. Emmess ís 1 lítri ávaxta-, marsipan-, appelsínu ..................... ^20. Libby‘s bakaöar baunir 1/2dós ........... Okkar verð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.