Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978
33
Frá tvimenninRskeppni Bridgedeildar BreiAfirðingafélaí'sins sem
lauk sl. fimmtudag.
Brldge
Umsjón: ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgefélag
Akureyrar
Akureyrarmótinu í tvímenn-
ingi lauk sl. þriðjudaK meó
sigri Alfreðs Pálssonar ok
Mikhaels Jónssonar. Vermdu
þeir efsta sætið mestan hluta
keppninnar og sijfruðu með
nokkrum yfirburðum. Alfreð
og Mikhael eru meðal eldri ok
reyndari spilurum félaK-sins oj;
hafa margsinnis stýrt sveitum
til sigurs í Akureyrarmótum
fyrri ára.
Röð efstu para: Alfreð Pálsson —
Mikhael Jónsson Magnús Aðajbjörnss. — 556
Gunnl. Guðmundsson Páll Jónsson — 534
Þórarinn B. Jónss. Baldur Árnason — 517
Soffía Guðmundsd. Pétur Guðjónsson — 513
Stefán Ragnarsson Ármann Helgason — 512
Jóhann Helgason Jóhann Gauti — 502
Ingim. Árnason Arnar Daníelsson — 502
Jón Friðriksson Arnald Reykdal — 493
Gylfi Pálsson 490
Friðf. Gíslason —
Júlíus Thorarensen 485
Meðalárangur 468
Næstkomandi þriðjudag hefst
Akureyrarmótið í sveitakeppni.
Skráning er hafin og eru
v'æntanlegir þátttakendur beðn-
ir að láta skrá sig hjá stjórninni
í síðasta lagi á laugardag.
Barðstrendinga-
félagið í Rvík.
Fyrir síðustu umferðina í
tvímenningskeppninni eru efstu
pörin þessi:
stig.
Ari Þórðarson —
Díana Kristjánsd. 508
Eggert Kjartansson —
Ragnar Þorsteinss. 480
Þórður Guðlaugss. —
Þorsteinn Þorsteinss. 455
Sigurður Kristjánss. —
Hermann Ólafsson 453
Þórarinn Arnason —
Finnbogi Finnbogass. 451
Helgi Ehnarsson —
Erla Lorange 450
Hermann Finnbogason —
Hörður Davíðsson 448
Gunnl. Þorsteinss. —
Stefán E.vfjörð 447
Þegar tvímenningskeppninni
lýkur verður spiluð
Ilraðsveitarkeppni 5 kvöld og
hefst hún 6. nóvember. Tilkynn-
ið þátttöku í síma 41806 (Ragn-
ar) eða síma 81904 (Sigurður).
Bridgefé-
lag kvenna
Staða efstu para að 12 um-
ferðum loknum:
Kristjana/Halla 288
Aðalheiður/Kristín 256
Gunnþórunn/Ingunn 217
Ása/Laufey 197
Júlíana/Margrét 162
Kristín/Guðríður 153
Hugborg/Vigdís 146
Gróa/Valgerður 143
Á mánudaginn kemur verða
spilaðar 4 umferðir.
Bridgefélag
Kópavogs
Síðasta fimmtudag hóíst 5
kvölda hraðsveitakeppni hjá
Bridgcfélagi Kópavogs.
Níu sveitir eru skráðar til
leiks.
Árangur efstu sveita varð
þessi: stig
Ármann J. Lárusson 684
Sigurður Sigurjónss. 645
Grímur Thorarensen 614
Böðvar Magnússon 581
Friðjón Margeirsson 572
Meðalskor 576 stig.
Önnur umferð verður spiluð í
kvöld, fimmtudag, og hefst kl.
20.00 í Þinghóli, Hamraborg 11.
Opið bréf til hundaeig-
enda og annarra hundavina
allir mjög fráhverfir alræðis-
hyggju; hafa í meginatriðum sömu
skoðanir á stjórnmálum og
íslenzkir sjálfstæðismenn töldu
sér enga minnkun að í kringum
árið 1930.
Harðsnúinn
keppinautur
Framannefndur Mostapha
Tolba hefir án nokkurs efa gefið
„ríku þjóðunum" ráðleggingar af
heilum hug. Hann virðist taka
verkefni sitt alvarlega og hafa
fullan vilja til að gott eitt leiði af
stofnun sinni þó að henni séu
stjúpmóðurlega skammtaðir fjár-
munir (Arin 1973—1977:
$100.000.000; fjárveiting árin
1978-1981: $150.000.000). Mér er
kunnugt um, að hann hefir gefið
fleirum en þeim góð ráð, þ.á m.
nokkrum, sem ekki hafa haft
þeirra síðri þörf, t.d. Indverjum.
Um ráð hans til Indverja veit ég
því miður ekki nærri nóg, en gizka
á, að hann hljóti m.a. að hafa bent
þeim á, að arðvænlegra yrði að
mjólka kýr en tilbiðja, skynsam-
legra að skjóta nokkrar milljónir
apa en að láta þá eyða skógum og
öðrum gróðri með því að slíta og
kroppa niður í rót, og — last but
not least — beinlínis lífsnauðsyn
að drepa með öllum aðferðum ca.
2—3 milljarða af rottustofni
sínum í stað þess að tigna.
Rottuskarar Indlands eru nefni-
lega ekki neinn smáflokkur; gizkað
er á töluna 4.800.000.000, eða
nálægt 6—8 sinnum hærri en
íbúatala Indlands. Og Indland er
rotturíkasta land heims. Brasilía
er talin koma næst með rösklega
3.000.000.000, að því er brasilíski
líffræðingurinn Antonio
Cavalcante áætlar. Sérfræðingar
telja sig hafa komizt að þeirri
niðurstöðu, að rottumergð heims
éti og eyðileggi árlega matvæli að
verðmæti um $23.000.000.000.
í Indlandi er talið að 6 rottur
torgi árlega matarskammti, sem
nægja myndi fullorðnum Indverja
til viðurværis í eitt ár. Rottur eru
óseðjandi og ekkert, sem
manneskjan þarfnast til næringar,
er óhult fyrir þeim.
Þær éta ekki bara 20% af hveiti-
og hrísgrjónauppskeru heimsins.
Þeim velgir ekki vitund við
sykurreyr. Af sykurreyrsuppskeru
Egypta éta þær 20%, Flórída 11%,
stundum 100% á Java. Ennfremur
háma þær í sig 23% af byggupp-
skeru Kenía, naga upp 50% af
terunnum Indlands, gleypa 11% af
sojabaunum Kóreu, gæða ser
m.a.s. á bómull; 30% af þeirri
egypzku og 57% af hinni ind-
versku.
í Indlandi a.m.k. vofir ekki nein
útrýmingarhætta yfir hinum
dygga fylgifénaði mannsins. „Ef
einhver veikist í fjölskyldunni,“
segir einn hinna stjórnskipuðu
rottubana, „hellir húsmóðirinn úr
skálum reiði sinnar yfir eigin-
manninn og segir ólánið eingöngu
því að kenna, að hann drepi
rottur!"
Og enn fóðra Indverja rottu-
milljarða sína af sömu natni og
jafnan fyrr. í stórborgunum
fleygja þeir sorpi og skarni
samvizkusámlega út um gluggana
og gleðja þannig rotturnar, sem
bíða fyrir neðan þá. „Af þessum
sökum," segir yfirrottubaninn
Deobhankar í Bombay, „leita
20.000 manns læknishjálpar á ári
vegna sára eftir rottubit. Daglega
hreinsum við sorpið burt. Daginn
eftir er allt orðið fullt af skarni á
ný, og í því rotturnar."
Löngum hafa vinstrimenn
smjattað á rógi og níði um
Evrópumenn og „meðferð" þeirra
á nýlenduþjóðum, og talið allan
ósóma, sem þær búa við, þeim að
kenna. Sannleikskorn hafa, oftast
af tilviljun, flækzt með.
Hingað til hafa þeir þó ekki
treyst sér til að halda því fram, að
Evrópumenn hafi komið með
rottupláguna, enda væri slíkt
fulllangt gengið —
— því að rottan er ein af
dætrum Asíu.
Eins og flestum ykkar að
minnsta kosti mun kunnugt, þá er
starfandi félagsskapur er nefnist
Hundavinafélag íslands. Þetta
félag er því miður alltof fámennt
enda stendur mikill fjöldi ykkar
ennþá utan samtakanna. Þetta er
ömurleg staðreynd, sem erfitt er
að skilja eða sætta sig við.
Því aðeins er einhver von til
þess að yfirvöld láti af gerræðis-
legri afstöðu sinni að við höfum
með okkur öflug og þá auðvitað um
leið vel virk samtök, allavega
myndum við þá koma í veg fyrir að
þessir bannpostular næðu umtals-
verðum árangri. Þetta að banna
fólki að hafa hjá sér hund er alveg
forkastanlegt, en stór hluti þjóðar-
innar býr nú við það hlutskipti.
Þessi forheimska þekkist heldur
hvergi annars staðar í víðri veröld,
ekki einu sinni hjá Ugandaforseta
og virðast því þó lítil takmörk sett
hvað þeim manni dettur í hug. Þið,
sem nú búið í bæjarfélögum þar
sem hundahald er ennþá leyft,
ættuð að hugleiða það að þið
gætuð vaknað upp við það ein-
hvern morguninn að slíkt bann
væri komið á, það eru nefnilegá
ekki lengi að skipast veður í lofti
hjá þessari bannglöðu þjóð. Ég vil
svo í leiðinni þakka Hundaræktar-
félaginu fyrir ágæta sýningu hinn
22. október s.l. og sjávarútvegsráð-
herra fyrir að heiðra sýninguna
með nærveru sinni. Vonandi má
túlka komu hans á sýninguna
þannig að hann sé velviljaður
hundahaldi.
Vonandi kemur að því og það
fyrr en seinna að við fáum að sjá
fleiri tegundir hunda eins og t.d.
Grand Danois og St. Bernhards.
Svo að lokum þið sem enn hafið
ekki gengið í félagið, drífið nú í því
strax. Sameinumst í því að tryggja
að maðurinn geti um ókomin ár
notið samvistar við þetta sérstæða
dýr. Upplýsingasími Hundavina-
félagsins er 33431.
Með óskum um góðar undirtekt-
ir og bestu kveðjum.
Guðjón V. Guðmundsson
varaform. Ilundavinafélagsins
Húsgagnavika
20-29 október
GLÆSILEG SYNING
ÍÁG HÚSINU'
ÁRTÚNSHÖFDA
Skoóió nýjungar innlendra framleiðenda:
húsgögn, áklceöi og innre'ttingar.
Opió virka daga kl. 17 — 22
Laugardaga og sunnudaga kl. 14—22
argus