Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 Hafa náð tökum á vél- Flutningaskipið Karlsey, sem notað er til að flytja þangið í land meðan það er unnið, en siðan gert að þaraöflunarskipi. Verksmiðjan á Reykhólum. Panf'skurAi cr um þaA bil aA Ijúka á þcssu sumri hjá lúirungaverksmiAjunni á Reyk- hólum ofí aA heljast nýr þáttur í starfseminni. þaravinnsla. Er þaranum náA upp meA sér- stakri þarakló úr skipi. UanuskurAarmenn hafa nú náA tiikum á vélskurAi. þanniií aA þeir stunda í sumar þan«- sláttinn meA pramma einfjiinKu oK hafa vaktaskipti. Skila þeir nú 25—30 tonnum á dag aA meAaltali eAa rúmletía þaA. sem upphafleKa var gert ráA fvrir í áa’tlunum um verksmiAjuna. og einstaka gensi hafa fariA upp í 50—60 tonn á dají. I*aA hefur orAiA til þess aA þetta verAur aA likindum fvrsta áriA. sem reksturshajínaAur verAur af verksmiAjunni. — Þetta eru auðvitaó Kjör- hreytt viðhorf, sögðu þeir Vil- hjálmur Lúðvíksson, stjórnar- formaður Þörungavinnslunnar, o>; Omar Hannesson, fram- kvæmdastjóri, er fréttamaður ræddi við þá uni þennan árang- ur. Þeir kváðust vonast til þess að framleiðsluverðmæti þessa árs’ yrði um 300 milljónir króna og fengjust þá í fvrsta skipti upp í afborganir og vexti um 100 milljónir. Vaxta- og afborgana- byrðin er, vegna erfiðleikanna, orðin um 160 niillj. kr., en á árinu sem er að líða náðist enn ekki nema hluti af afkastaget- Þaravinnsla til viðbótar Til viðbótar kemur svo þara- vinnslan, sem nú er verið að leita markaða fyrir. Tilraunir hafa verið gerðar með öflunar- tækni þarans og búið að smíða nýja þarakló, sem getur aflað þess er verksmiðjan þarf á dag. En þarans er aflað jafnóðum á 15—20 m dýpi. Reiknað er með að 8 tonn þurfi í hvert þurrtonn og verksmiðjan vinni 80 tonn á dag, að því er Ómar sagði. Er flutningaskip Þörungavinnsl- unnar notað til jjaraöflunar. Fyrstu tilraunir til þaratöku á árinu 1976 gengu erfiðlega vegna þess að mikið Krjót kom upp með þaranum. Með betri útbúnaði og nýrri kló hefur tekist að ráða bót á því og auka afköstin. Það litla grjót, sem nú kemur upp, er skorið í sjóinn aftur við skipshlið. Er gert ráð fyrir að unnið verði að þara- vinnslu fram að jólum, ef veður verða skapleg. Og vonast til að (íeta byrjað aftur í febrúar, en það fer eftir ísalögum. Kemur þaravinnslan þá til viðbótar þangvinnslunni. Er nú unnið að markaðskönnun víða um lönd og verið gerður kynn- ingarbæklinKur. — Við erum að leita að mörkuðum, sem geta greitt okkur hærra verð en er á almenna markaðinum fyrir þaramjöl, á grundvelli þess að Þarinn er tekinn upp með sérstakri kló af 15—20 metra dýpi og kemur beint um borð í Karlsey, flutningaskip þörungavinnslunnar. Handsláttur. Meðan vélslátturinn gekk sem verst, var þangið handskorið og prammarnir tóku svo við því og pokuðu. skurðinum á Reykhólum Þaravinnsla að hefjast unni. En við sjáum nú fram á að það muni takast, sögðu þeir. Vinnslan komin í 3000 tonn Þörungavinnslan mun nú komin yfir byrjunarerfiðleik- ana, sem voru fólgnir í þang- öfluninni og því að heitt vatn skorti. Við borun á sl. vori fékkst nauðsyniegt vatnsmagn fyrir verksmiðjuna er heit æð opnaðist í borholunni á 936 m dýpi, þegar aðeins voru eftir tvær borstangir. Nú, þegar búið er að ná þeirri áætlun um jrangskurð, sem miðað var við, er verksmiðjan var byggð, hefur hvort tveggja verið leyst. Er þangframleiðsla komin upp í 3000 tonn og reiknað með að hún fari í 4500—5000 tonn á næsta ári eða næstu árum, sem er það magn sem samningurinn við Skota segir til um, en það eru tryggð kaup á ákveðnu verðtryggðu verði. Þangvinnsla. Pramminn að poka þangið. við teljum okkur vera með mjög gott efni vegna jarðhita- þurrkunarinnar, útskýrði Vi 1 - hjálmur. Til dæmis er sumt af jraranum okkar mjög auðugt af joði. Við erum að reyna að koma því inn á manneldismarkað sem hráéfni í þarapillur og þaramjöl og blandað í súpúefni og búð- inga. Við höfum ekki áhuga á að keppa á markaði, þar sem þaramjölið er notað til dýraeldis eða jafnvel til áburðar, því á því sviði er mikið af ódýrum efnum á markaðinum. Við vorum t.d. að senda 6 tonn í prufusendingu til Bandaríkjanna, ætluð í fóðurblöndur fyrir veðhlaupa- hesta. Svo sem kunnugt er, gekk þangskurðurinn erfiðlega í upp- hafi, en nú hafa orðið á alger umskipti, svo sem fyrr er sagt. Fyrstu þrjú árin eða á árunum 1973—76 var árangurinn af skurðinum alltaf að versna. En fyrirtækið byggði á reynslu af vélskurði erlendis frá, og vél- tækní í þangöflun. Tilraunir frá Kanada sýndu staðfestan árang- ur á árinu 1973. En handskurður var talinn óvænlegur til að standa undir svo stóru fyrir- tæki. Var gert ráð fvrir að vinna mætti 23,5 tonn af þangi á dag að meðaltali. Þangskurðurinn þróaðist Meðan verksmiðjan var í byggingu var hafinn þangskurð- ur með einum pramma til reynslu og fór árangur versn- andi, allt niður í 13,5 tonn, þrátt fyrir lengri vinnudag. Um haustið var prömmunum vegna þessa fjölgað og samið við, Skotana um hækkað verð fyrir afurðir til að standa undir þessu. 1975 og 1976 gerðist það furðulega, að því er Vilhjálmur sagði, að með meiri reynslu og lengri vinnudegi fór afkastaget- an minnkandi, úr 13,5 tonnum á dag niður í 8,5 tonn 1976. Þá um haustið var byrjað á hand- skurði, þó þannig að prammi var notaður til að taka við og flytja um borð í flutningaskipið. Reynslan af því var viðunandi og gerði stjórnin á þeim grund- velli tiliögu um áframhaldandi rekstur. Með þessari aðferð skiluðu skurðarmenn 3 tonnum á dag, á móti 1,5 tonnurn, sem reynsla var fyrir áður, þegar ein^öngu var handskorið. Arið 1977 var þangskurðurinn unninn með þessari aðferð á vegum heimamanna og var árangurinn kominn upp í 4,5 tonn á mann eftir sumarið. Þáttur prammans kom þarna inn í, en hann var nýttur til að skera, auk þess sem hann var látinn poka það þang, sem handskurðarmennirnir skáru og voru 3—4 menn um prammann. í apríl í vor, þegar þang- skurðurinn hófst, var sami háttur hafður á. En um miðjan maí voru menn farnir að ná fullum árangri með pramman- um. Hafa þeir náð tökum á verkinu að farið er að stunda þangslátt með prammanum ein- göngu og á vaktaskiptum. Kom- ið hefur í Ijós að allir þeir þættir, sem í upphafi unnu á móti árangri vegna séraðstæðna á íslandi, nýtast nú betur, og má þar nefna aðfall og útfall, fjöruna og veðuraðstæður. Hef- ur pramminn því skilað 25—30 tonnum á dag að meðaltali í sumar og einstök gengi farið upp í 50—60 tonn. Heimamenn vinna verkið sem fyrr. í upphafi voru þeir á kaupi hjá verksmiðj- unni, en nú er þangið keypt af þeim. Búist var við að síðustu þangskurðarmenn hættu nú um helgina. Þrír flokkar voru enn að í sl. viku. Flestir voru flokkarnir í sumar 8 talsins. Og þá tekur þaravinnslan við. Svo nú nær starfsemi Þangvinnsl- unnar á Reykhólum yfir nær allt árið. - E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.