Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTOBER 1978
35
sem þar er nefnt. Þannig hefur t.d.
svokölluð vísitölunefnd verið sett á
fót, sbr. 2. tölulið þessara kafla, og
hún hefur þegar hafið störf.
Ríkisstjórnin leggur áherslu á, að
nefnd þessi skili fyrsta áliti um
endurskoðun viðmiðunar launa við
vísitölu fyrir 20. nóvember n.k., því
mikið er í húfi að samkomulag
takist um leiðir til þess að draga
úr víxlhækkun verðlags og launa
og til þess að treysta raunveruleg-
an kaupmátt launa. Endurskoðun
vísitölunnar á að vera fyrsta
skrefið í þeirri áætlun um hjöðnun
verðbólgu í ákveðnum áföngum,
sem ríkisstjórnin vill vinna að í
samráði við samtök launþega og
vinnuveitenda.
Stefnt er að því að ná allsherjar
samkomulagi um skipan launa-
mála fram til nóvemberloka 1979
án grunnkaupsbreytinga á því
tímabili. Verkefnið er að draga úr
verðbólgu og það tekst, ef sam-
staða næst. Sérstakri ráðherra-
nefnd hefur verið falið að annast
hið nána samráð við aðila vinnu-
markaðarins um hjöðnun verð-
bólgu og mótun launamálastefnu,
nefnd hefur verið skipuð til
endurskoðunar skattamála, sbr.
13. tölulið, og fleira mætti hér
sérstaklega tíunda, en því verður
sleppt og aðeins endurtekið, að
undirbúningur er hafinn að fram-
kvæmd flestra þessara fyrirheita.
En reynslan verður að skera úr
því, hversu skjótt sækist róðurinn
og hver eftirtekjan verður. Ég vil
ekki vera þar fyrirfram með
neinar skrumyfirlýsingar.
Ég vil heldur ekki draga neina
dul á það, að fyrstu ráðstafanir
ríkisstjórnarinnar í kjaramálum
fela í sér mikinn fjárhagsvanda
fyrir ríkissjóð. Ríkisstjórnin telur
að þann vanda verði að leysa, ef
tilraunin til þess að rjúfa víta-
hring verðbólgunnar á að heppn-
ast. Þetta verður mikilvægasta
verkefnið á verkefnaskrá þingsins
á þessu hausti, því fjárlög fyrir
næsta ár verður að afgreiða með
greiðsluafgangi til þess að jafna
upp þann halla, sem ætla má að
verði á þessu ári, og til þess að
hamla gegn verðbólgu.
Næsta verkefni á sviði efna-
hagsmála er undirbúningur þjóð-
hags- og framkvæmdaáætlunar til
nokkurra næstu ára. Tilgangur
þessarar áætlunar verður að
marka stefnuna fyrir almennar
framfarir í landinu á næstu árum.
Hún á að vera umgjörð áætlana á
hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins,
um nýtingu landgæða og fisk-
stofna, um þróun iðnaðar og
orkumála, um opinberar fram-
kvæmdir og þjónustu, um lífeyris-
mál og húsnæðismál, svo nokkur
mikilvæg svið séu nefnd. Öll áform
um æskilegar framkvæmdir og
aðgerðir á einstökum sviðum
verður að meta í heildarsamhengi
og takmarkast af framleiðslugetu
þjóðarbúsins. Þetta varðar ekki
síst stefnumótun af opinbérri
hálfu í fjárfestingarmálum, Þar
sem öll áhersla verður lögð á að
tryggja í senn hæfileg heildarum-
svif og beina fjármagninu til
framleiðniaukandi fjárfestingar.
Málefni atvinnuveganna
í öðrum meginþætti samstarfs-
yfirlýsingar er eins og fyrr segir
fjallað um málefni atvinnuveg-
anna, byggðamál, utanríkismál og
aðra málaflokka. Þar eru ákveðin
stefnumörk sett í mörgum og
margvíslegum málefnaflokkum.
Yrði of langt mál að rekja þau öll
og brjóta til mergjar í þessári
stefnuræðu. Ég vitna því aðeins
nákvæmlega til nokkurra þeirra
en stikla lauslega á öðrum.
Fyrst er vikið að atvinnumálum.
Um landbúnað segir:
„Stefnt verði að sem hag-
kvæmustu rekstrarformi og
rekstrarstærð búa og að fram-
leiðsla landbúnaðarvara miðist
fyrst og fremst við innanlands-
markað.
Skipuð vérði samstarfsnefnd
bænda og neytenda, sem stuðli að
aukinni fjölbreytni í búvöru fram-
leiðslu og til samræmingar óskum
neytenda með aukna innanlands-
neyslu að marki.
Endurskoðað verði styrkja- og
útflutningsbótakerfi landbúnaðar-
ins með það að marki að greiðslur
komi bændum að betri notum en
nú er.
Lögunum um Franileiðsluráð
landbúnaðarins verði breytt, m.a.
á þann hátt að teknir verði upp
beinir samningar fulltrúa bænda
og ríkisvaldsins um verðlags-,
framleiðslu- og önnur hagsmuna-
mál landbúnaðarins. Jafnframt
verði Framleiðsluráði veitt
heimild til að hafa með verð-
lagningu áhrif á búvörufram-
leiðslu í samræmi við markaðs-
aðstæður.
Rekstrar- og afurðalánum verði
breytt þannig að bændur geti
fengið laun sín greidd og óhjá-
kvæmilegan rekstrarkostnað
svipað og aðrir aðilar fá nú.“
Um fiskveiðar og fiskvinnslu
segir:
„Stjórnun fiskveiða og fisk-
vinnslu verði endurskoðuð og gerð
áætlun um sjávarútvpg og fiskiðn-
að. Miðist hún við hagkvæma og
arðsama nýtingu fiskistofna án
þess að þeim verði stefnt í hættu.
Staðbundin vandamál verði tekin
til sérstakrar meðferðar og le.yst
markvisst og skipulega. Ut-
flutningsverðmæti verði aukin
með betri nýtingu, aukinni
viunslutækni, meiri fjölbreytni í
afla, afurðum og öflugri sölustarf-
semi.
Gerð verði úttekt á rekstri
útflutningssamtaka í fiskiðnaði,
fyrirkomulagi hans og hag-
kvæmni."
Um iðnað og orkumál segir:
Unnið verði að áætlun um
íslenska iðnþróun og skipulegri
rannsókn á nýrri framleiðslu, sem
hentar hérlendis. Samkeppnisað-
staða íslensks iðnaðar verði tekin
til endurskoðunar og spornað með
opinberum aðgerðum gegn óeðli-
legri samkeppni erlends iðnaðar,
m.a. með frestun tollalækkana.
Islenskum iðnaði verði veitt aukin
tækniaðstoð til hagræðingar og
framleiðniaukningar og skipuleg
markaðsleit og sölustarfsemi efld.
Mörkuð verði ný stefna í orku-
málum með það að markmiði að
tryggja öllum landsmönnum næga
og örugga raforku á sambærilegu
verði.
Komið verði á fót einu landsfyr-
irtæki, er annist meginraforku-
framleiðslu og raforkuflutning um
landið eftir aðalstofnlínum. Fyrir-
tæki þetta verði í b.vrjun myndað
með samruna Landsvirkjunar,
Laxárvirkjunar og orkuöflunar-
hluta Rafmagnsveitna ríkisins.
Það fyrirtæki yfirtaki allar
virkjanir í eigu ríkisins og stofn-
línur.
Gerð verði áætlun um raforku-
þörf og raforkuöflun til næstu
5—10 ára. I því sambandi verði
endurskoðuð framkvæmdaáætlun
um Hrauneyjafossvirkjun, málefni
Kröfluvirkjunar verði tekin ' til
endurmats og tryggt viðunandi
öryggi Vestfjarða og Austurlands í
orkumálum.
Viðræðunefnd við erlenda aðila
um orkufrekan iðnað verður lögð
niður, enda hefur ríkisstjórnin
engin áform um að heimila
innstre.vmi erlends áhættufjár-
magns í stóriðjufyrirtæki.“
Hér við mætti bæta því ákvæði,
sem er á öðrum stað í yfirlýsing-
unni, að tilteknar orkulindir,
þ.e.a.s. djúphiti í jörð og
virkjunarréttur fallvatna skuli
vera þjóðareign.
Þegar hefur verið skipuð iðn-
þróunarnefnd, svo og nefnd, til að
gera tillögur um framkvæmd á
fyrirheitum í orkumálum.
Um Byggðamál og
samgöngur
Um byggðamál og samgöngur
segir:
„B.vggðastefnu verði fram haldið
með svipuðum þunga og verið
hefur. Ahersla verði lögð á hag-
ræðingu og endurskipulagningu
atvinnugreina um land allt og
lausn staðbundinna vandamála,
þar sem atvinnavegir eiga í
sérstökum erfiðleikum eða búseta
er í hættu.
Skipulag og starfshættir Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins og
fleiri opinberra aðila verði endur-
skoðuð til að tryggja sem best
þessa sefnu.
Haldið verði áfram að flytja
þjónustuþætti hins opinbera út á
land og efla þar ýmsa aðra
starfsemi í tengslum við það.
Gerðar verði samgönguáætlanir
fyrir landið í heild og einstaka
landshluta, þar sem samræmdir
verði flutningar á landi, sjó og í
lofti. Sérstakt átak verði gert til
að leggja bundið slitlag á aðalvegi,
og til endurbóta á vegum í
strjálbýli. Ahersla verði lögð á að
ieysa samgönguerfiðleika staða,
sem eiga af þeim sökum við vanda
að glíma í framleiðslu, svo og í
félagslegum samskiptum."
Þá eru í samstarfsyfirlýsing-
unni ákvæði um tryggingamál,
dómsmál, menntamál, húsnæðis-
tnál, umhverfismál, atvinnulýð-
ræði, verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga og starfshætti
Alþingis, og um hagræðingu á
sviði opinbers reksturs, svo sem í
bankamálum. Þessi mál geri ég
ékki sérstaklega að umtalsefni,
ekki af því að þau teljist til minni
háttar mála. Þau eru þvert á móti
flest mjög mikilvæg. En mér
sýnist að þar sé í mörgum
tilfellum um að ræða framhald
fyrri stefnu, sem enn hefur ekki
náð í áfangastað. Þó er þar einnig
um ýmis nýmæli að ræða, en flest
eru þau þannig vaxin, að ég býst
ekki við, að um þau sé eða verði
mikill ágreiningur að stefnu til.
Auðvitað getur annað orðið uppi á
teningnum, þegar til nánari út-
færslu kemur.
Óbreytt grundvallar-
stefna í öryggismálum
Um utanríkismál er stutt yfir-
lýsing en mikilvæg. Hún er
svohljóðandi:
„Þar eð ríkisstjórnarflokkarnir
hafa ekki samið um stefnuna í
utanríkismálum, verður í þeim
efnum fylgt áfram óbreyttri
grundvallarstefnu og verður þar á
eigi gerð breyting nema samþykki
allra ríkisstjórnarflokkanna komi
til. Það skal þó tekið fram, að
Alþýðubandalagið er andvígt aðild
íslands að Atlantshafsbandalag-
inu og dvöl hersins í landinu. Ekki
verða heimilaðar nýjar meiri
háttar framkvæmdir á yfirráða-
svæði varnarliðsins."
Þessi yfirlýsing skýrir sig sjálf.
Um endurskoðun stjórnarskrár-
innar er ákvæði, sem ekki ætti að
verða ágreiningur um. Þar segir:
„Ríkisstjórnin mun beita sér
fyrir því, að nefnd sú, sem stofna
ber til þess að fjalla um endur-
skoðun stjórnarskrár samkvæmt
samþykkt Alþingis og samkomu-
lagi þingflokka þar um, ljúki því
verki á tilsettum tíma. Jafnhliða
fari fram endurskoðun á lögum
um kosningar til Alþingis og á
lögum um kosningar til sveitar-
stjórna.“
Þá er í samstarfsyfirlýsingunni
ákvæði um skipan nefndar til
athugunar á öryggismálum. Þar er
um að ræða algert nýmæli og má
vera, að sumum þyki það all
nýstárlegt. En þar er að mínum
dómi á margan hátt um merkilegt
mál að tefla. Það ákvæði er
svohljóðandi:
„Ríkisstjórnin mun beita sér
fyrir því að sett verði upp nefnd,
þar sem allir þingflokkar eigi
fulltrúa og verði verkefni nefndar-
innar að afla gagna og eiga
viðræður við innlenda og erlenda
aðila til undirbúnings álitsgerðum
um öryggismál íslenska lýðveldis-
ins. Nefndin geri ítarlega úttekt á
öryggismálum þjóðarinnar, stöðu
landsins í heimsátökum, valkost-
um um öryggisstefnu, núverandi
skipan öryggismála og áhrif á
íslenskt þjóðlíf svo og framtíð
herstöðvanna eftir að herlið fer og
varnir gegn hópum hryðjuverka-
manna. Nefndin fjalli einnig um
hugmyndir um friðlýsingu, friðar-
gæzlu og eftirlit á Norður-Atlants-
hafi og láti semja yfirlit yfir
skipan öryggismála smáríkja í
heiminum, einkum eyríkja sem
eiga svipaðra hagsmuna að gæta
og íslendingar. Nefndin fái starfs-
krafta og fé til að sinna verkefnum
sínum og til að gefa út álitsgerðir
og greinargerðir um afmarkaða
þætti í því skyni að stuðla að
almennri umræðu."
í mörgum löndum starfa sjálf-
stæðar stofnanir, sem fjalla á
hlutlægan hátt um utanríkis- og
öryggismál. Slík stofnun er okkur
íslendingum ofviða. En ég vil líta á
þessa könnunarnefnd í öryggis-
málum sem vísi að hliðstæðri
starfsemi hér.
Stjórnarmyndun
á elleftu stundu
Þá er að lokum, eins og áður er
sagt, eins konar eftirmáli eða
viðauki við samstarfsyfirlýsing-
una, þar sem segir, að stjórnar-
flokkarnir séu sammála um aö
taka samstarfsyfirlýsinguna til
endurskoðunar á árinu 1979.
Slíkt ákvæði er óvenjulegt í
stjórnarsamningi. En þegar allar
aðstæður eru virtar tel ég það
eðlilegt og skynsamlegt.
Stjórnarmyndunartilraunir
stóðu að vísu lengi yfir og nokkrar
tilraunir voru gerðar til að mynda
samstjórn þeirra flokka, sem
standa að núverandi ríkisstjórn. í
hverri stjórnarmyndunartilraun
var unnið starf, sem að gagni kom.
Eigi að síður er það staðreynd, að
núverandi ríkisstjótn var mynduð
á elleftu stundu, ef svo má segja,
og vegna tímaskorts var þess
enginn kostur að huga svo vel að
ýmsum málefnum, sem æskilegt
hefði verið. Menn urðu að hrökkva
eða stökkva, án þess að ráðrúm
gæfist til þeirrar íhugunar og
skoðunar, sem ýmsir hefðu kosið,
og til að binda ýmsa enda, sem við
stjörnarmyndun varð að skilja við
ófesta. Ég tel það því í alla staði
eðlilegt og raunsætt, að ýmsar
viljayfirlýsingar stefnuskrárinnar
séu teknar til endurskoðunar að
fenginni nokkurri reynslu og með
hliðsjón af þeim viðhorfum sem þá
eru í sjónmáli.
Með þessari stefnuræðu hefur
verið útbýtt skrá yfir þau stjórn-
arfrumvörp, þ.e.a.s. lagafrumvörp,
sem einstakir ráðherrar hyggjast
flytja á þessu þingi. Ég vísa til
þeirrar skrár og sé ekki ástæðu til
að lengja stefnuræðu þessa með
lestri hennar.
Ég býst við því, að flestir
stuðningsmenn þeirra flokka, sem
að stjórn þessari standa, ætlist til
þess, að ríkisstjórn þessara flokka
sé umfram allt framfarastjórn. Og
vissulega vill þessi ríkisstjórn vera
framfarastjórn, svo sem mörg
ákvæði stefnuskrárinnar bera
vitni. Hlutverk þessarar stjórnar
verður þó fyrst í stað, að mínum
dómi, fyrst og fremst það að vera
viðnáms- og aðhaldsstjórn. En ég
held ég geti sagt, án þess að það
séu innantóm orð, að við viljum
stjórna fyrir fólkið og með fólkinu.
Gengi þessarar stjórnar er því
ekki hvað síst undir því komið, að
henni takist að fylgja þessari
leiðarstjörnu. Og menn geta spurt
sjálfa sig: Ef þessari stjórn tekst
það ekki — hvað þá?
Það segir sig sjálft, að þessi
ríkisstjórn, eins og raunar aðrar,
hefur störf sín með þeim ásetningi
að koma góðu til leiðar. En þrátt
fyrir að ýmsu leyti hagstæðar ytri
aðstæður og þrátt fyrir það, að við
ættum að standa sæmilega að vígi,
þó að eitthvað kunni að blása á
móti þá er því ekki að neita, að við
ýmis vandamál er að fást, sum
sprottin upp í heimahögum, en
önnur utanaðkomandi og síður á
okkar valdi. Á bak við margt leiti
bíður óvissa. Það er því ekki á
mínu færi að spá um framtíðina.
Þess vegna fer best á því við
upphaf ferðar að stilla öllum
fullyrðingum í hóf.
Þessi ríkisstjórn ætlar sér ekki
þá dul að gera alla ánægða.
Ákvarðanir ríkisstjórnar b.vggjast
á samanburði og mati á hagsmun-
um og valkostum, að sjálfsögðu
innan ramma laganna. Þessi ríkis-
stjórn vill öðru framar líta á
hagsmuni heildarinnar án þess þó
að setja frjálsræði einstaklingsins
og athafnaþörf skorður fram yfir
það, sem þjóðarhagur krefst.
Auðna hlýtur oft að ráða, hversu
til tekst í framkvæmd og að hve
miklu leyti góð áform verða að
veruleika. En að sjálfsögðu er það
von ríkisstjórnarinnar að geta
stuðlað að því að bæta samfélagið
og lífsskilyrði innan þess á ýmsa
lund, þannig að íslenskt þjóðfélag
megi verða öðrum til fyrirmyndar
á sem flestum sviðum. Þess vegna
vill ríkisstjórnin treysta á skilning
og velvilja þingmanna og þjóðar-
innar.
Helgi Trvggvason
Helgi Tryggvason:
Óþörf
deila um
upprisu
holdsins
Af þeim ástæðum, sem nú skal
greina, hef ég undrast þann tíða
skoðanaágreining um orðalagið
„upprisa holdsins" og „upprisa
dauðra". Þessi rólegheit hjá mér
eru Páli vini mínum postula að
þakka, eins og fleira gott. Og ég
veit ekki annað en að kirkja vor
hafi sótt í rit hans langflesta af
pistlum þeim, sem fluttir eru frá
altari í guðsþjónustunni; svo
viðamikið og verðmikið er framlag
hans til kristinnar uppbyggingar
og fræðslu, enda hef ég drepið
allmjög á það í ritum mínum.
í fyrra bréfi Páls til safnaðar*
barna sinna í Korintuborg á
Grikklandi tekur hann þetta mál
fyrir í 15. kap. (Undirstrikanir eru
frá greinarhöf.) „En nú kynni
einhver að segja: Hvernig rísa
dauðir upp? Og með hvaða líkama
koma þeir? Þú óvitri maður! Það
sem þú sáir, verður ekki iífgað
nema það deyi.“ Og litlu seinna:
„En Guð gefur því líkama. eftir
vild sinni. og hverri sæðistegund
sinn líkama." Síðan varpar hann
enn bjartara ljósi á málið, þ.e.
vitnar til þess, sem viðtakendur
bréfsins hafa allstaðar fyrir
augunum: „Ekki er allt hold sama
hold: heldur er mannsins eitt og
hold kvikfjárins annað, eitt er hold
fuglanna og annað fiskanna." Með
þessum orðum bendir hann til
máttar skapara hinna mörgu
tegunda, sem hver hefur sín
sérkenni, innst sem yst. Því naést:
„Og til eru himneskir líkamir og
jarðneskir líkamir. En reyndar er
vegsemd hinna himnesku eitt og
hinna jarðnesku annað.“ Þetta
síðasta, sem hann nefnir hér í
sömu andrá, getur bæði' vísað til
þess, sem hann er búinn að segja,
og ekki síður þess, sem kemur
næst. „Þvi að nú lítur Páll
skyndiiega hátt til himintungl-
anna og sér þar ntismunandi efni:
„Eitt er ljónti sólarinnar og annað
ljómi tunglsins og annað ljómi
stjarnanna, því að stjarna ber af
stjörnu í ljóma. Þannig er og varið
upprisu dauðra," segir hann.
Því næst koma þessi alkunnu
orð, sem oft eru höfð um hönd við
jarðarfarir: „Sáð er náttúrlcgum
líkama. en upprís andlegur
líkami." Og Páll bætir við: Ef
náttúrlegur líkami er til, þá er og
til andlegur líkami."
Á þennan hátt leggur frægasti
og áhrifamesti postuli kristninnar
málið fyrir í mjög merku skjali,
sem talinn er fyrsti skráður
vitnisburður urn upprisu Jesú, sem
við vitum um, þe. eitthvað eldri en
guðspjöllin. Hann ra>ðir hér unt
margs konar hold jarðneskra vera,
manna, ferfættra dýra, fugla
loftsins og fiska sjávar. Tilbreytni
et' mikil „fyrir skikkan skapar-
ans.“ Einnig virðir Páll fyrir sér
mismunandi blik hinna ýnisu
stjarna, mismunandi skæran
ljóma þeirra, og virðist mér hann
benda á, að ekki séu líkamir þeirra
allra sama hold. Það vottast af
mismunandi litgeislum frá þeini!
Lifið heil.