Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 Ólafur Jónsson: Um sérkennilega bókmenntakynningu Mig langar til að þakka með fáeinum orðum Jóni Björnssyni rithöfundi fyrir grein hans „Sér- kennileg bókmenntakynning" í Morgunblaðinu 21. október. Þar vekur Jón athygli á nýlegri bók, Ny litteratur í Norden 1974 —1976. og grein eftir undir- ritaðan í bókinni um íslénskar bókmenntir þessi ár. Bók þessi er gefin út í Stokk- hólmi af Föreningarna Nodens Förbund. kom út snemma á þessu ári og er hin tíunda í sinni röð. I ritröð þessari hefur sem sé mátt á þriggja ára fresti fá yfirlit yfir nýútkomnar norrænar bókmenntir undanfarin 30 ár. Greinarnar sem í bókum þessum birtast eru upphaflega samdar handa Nordisk tidskriít. tímariti sem gefið er út af Letterstedtska föreningen í Svíþjóð í samvinnu við norrænu félögin, og birtast þær fyrst í ritinu en eru síðan endurprentaðar í þessum litlu bókum. Það er nú efalaust að áhugafólk um norrænar bók- menntir getur haft ýmislegt gagn af bókum þessum og yfirlitinu sem þar birtist. En hræddur er ég um að fáir hafi þekkt eða ndtað bækur þessar hér á landi og hef aldrei orðið var við að þeim væri neinn gaumur gefinn. Því finnst mér framtak Jóns Björnssonar þakkar- vert, en hann mun raunar áður hafa reynt að vekja eftirtekt á bókum úr þessum flokki með greinum í Morgunblaðinu. Hitt undrast ég ekki að okkur Jóni greini á um ýms bókmennta- leg efni og þar með ýms efnisatriði í fyrrnefndri grein minni, og ætla ekki að deila við hann um það. Aftur á móti kemst ég ekki hjá að vekja athygli á óhappi sem varð við útgáfu þessarar síðustu bókar í umbroti í prentsmiðju. Með ein- hverju móti hefur sátrið að grein Ólafur Jónsson minni ruglast þannig að niðurlag greinarinnar kemur inni í miðju máli, og gerir þetta greinina óneitanlega býsna ruglingslega fyrir aðgæslulausan lesanda. Ef einhver skyldu nú taka sig til og lesa hana, og bókina, vegna greinar Jóns Björnssonar hér í Mbl., langar mig til að reyna að leiðrétta þetta. Kafli sem hefst á miðri bls. 66 í bókinni, með umræðu um Jóhann Hjálmarsson og bók hans Myndin af langafa. en lýkur efst á bls. 71 með Tryggva Emilssyni og Fátæku fólki. á sem sé að koma aftast. Það sem segir um Thor Vilhjálmsson og hans síðustu bækur á bls. 71 og áfram kemur í beinu framhaldi af umræðu um Guðberg Bergsson á bls. 65—66, en kafli um Halldór Laxness og Tryggva Emilsson lýkur greininni. En það finnst mér að vísu slysalegt og skrýtið að áhugasam- ur lesandi eins og Jón Björnsson skuli ekki hafa tekið eftir þessum misfellum — einkanlega jíar sem hann leggur heilmikið upp úr því í hvaða röð höfundar og bækur þeirra eru nefndar í greininni. Annars ætla ég ekki að ræða mikið meir um grein Jóns Björns- sonar, enda svarar hún sér að mestu leyti sjálf. I yfirliti af þessu tagi er vitaskuld útilokað að nefna alla þá höfunda sem gefa út bækur, en hver greinarhöfundur verður að velja úr efninu eftir sínum smekk og skilningi. En af því að við Jón skrifum báðir í Mbl. og ein aðfinnsla hans er að Matthíasar Jóhannessen ritstjóra sé að engu getið í greininni langar mig samt til að segja eitt orð enn. I fyrri grein í sömu ritröð, um íslenskar bókmenntir 1971 —1973, ræddi ég sem sé allýtarlega um 21 Matthías og bók hans Mörg eru dags augu (1972) og fannst í fyrra að ég hefði litlu við að bæta það sem þar segir út af þeirri bók Matthíasar sem þá var ný, Dagur ei nieir. (1975). En fjarri fer því að ég „vilji ekki kannast við“ Matthías eins og Jón segir í grein sinni, og veit raunar ekki hvernig ég ætti að fara að því þótt ég vildi það. Að lokum má geta þess að Nordisk tidskrift hefur nú breytt um form á þessari „bókmennta- kynningu" sinni sem Jón Björns- son nefnir svo. Hér eftir á yfirlit um nýjar bókmenntir á Norður- löndum að koma árlega í ritinu, og birtast fyrstu greinarnar með þessum hætti í nýútkomnu hefti, nr. 4 1978, en ekki er mér kunnugt um hvort útgáfa þeirra í bókar- formi fellur niður við svo búið. í þessu hefti skrifa ég stutt yfirlit yfir bókmenntir ársins 1977. Það vona ég af hjarta að Jón Björnsson sé enn á vaktinni og taki þetta greinarkorn brátt til rækilegrar rannsóknar. En það get ég sagt honum fyrirfram að þar er ekki getið allra þeirra höfunda sem gáfu út skáldskap árið 1977. Og vafalaust er þar lýst ýmsum skoðunum á bókum og höfundum sem Jóni eru ekki geðþekkar. Nýtt fiskverkun- arhús í Grímsey — Aflabrögð hafa verið ágæt, en tíðarfarið ekki eins gott og undanfarin sumur, en þá var einmuna- tíð, sagði Bjarni Magnús- son hreppstjóri í Grímsey í viðtali við Mbl. fyrir skömmu. Bátar hafa ekki getað sótt eins mikið út á Stóragrunn og út á Kol- beinsey, en þar fæst yfir- leitt stór og góður fiskur. — Héðan eru gerðir út 14 bátar, þar af fjórir dekkbátar, ellefu tonn hver. Á sumrin eru þeir gerðir út á handfæri, en á veturna eru flestar trill- urnar settar á land og þá fara trillusjómennirnir yfir á stærri bátana, sem eru ýmist með línu eða net. — Fiskurinn er allur verkaður í salt og hefur það háð fiskverkuninni að húsakynni hafa verið lítil og þröng. En nú er nýtt 300 fermetra saltfiskverkunar- hús komið undir þak og bætir það alla aðstöðu í landi. Lítill fiskur hefur verið fluttur út á árinu, en nú er verið að meta hann allan og hann fer fljótlega. — Fuglinn hefur frekar aukizt í eynni og síga menn eftir eggjum á vorin handa sjálfum sér og til að gefa kunningjunum. Fuglaveið- ar eru lítið stundaðar, en þó ofurlítið háfaður lundi. — í sumar hefur ofurlít- ið verið unnið við dýpkun hafnarinnar og viðgerðir hafa farið fram á steyptu plani á hafnargarðinum og fyrir framan fiskverkunar- húsin. Auk þess hefur nokkurt viðhald farið fram á hafnarmannvirkjum. — Flugfélag Norður- lands flýgur til Grímseyjar tvisvar í viku allt árið, en yfir sumarmánuðina er flogið þó nokkuð meira með ferðamenn. í haust voru sett ljós á flugvöllinn. Þetta var mjög þörf fram- kvæmd, því að í skammdeg- inu mátti ekki fljúga á Rœtt við Bjarna Magnússon hreppstjóra flugvöllinn nema þrjár eða fjórar klukkustundir, þannig að veruleg röskun varð á áætlunarflugi af þeim sökum. Yfir vetrar- mánuðina kemur Drangur tvisvar í mánuði, en á sumrin tvisvar í viku og er önnur ferðin meira hugsuð fyrir ferðamenn, svokölluð miðnætursólarferð. — Læknir kemur til eyj- arinnar einu sinni í mánuði og hefur flugvél beðið eftir honum í þrjá eða fjóra tíma, en nú er sú skipan að komast á, að hann hafi sólarhrings viðdvöl á eyj- unni og er það mjög til bóta. — íbúar í Grímsey eru tæplega 100 og hefur fjölg- að á undanförnum árum. Þannig hafa 8 íbúðarhús verið byggð sl. þrjú ár og byrjað verður á nýju í vor. - H.Bl. SAMBANDIÐ BYGGINGAVORUR SUDURLANDSBRAUT 32- EINNIG INNAKSTUR FRAARMULA29 polyvlies . ÓD.ÝR GOLFDUKUR Verö pr. ferm.: 2.160 - 2.248 - 2.824

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.