Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.10.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 15 Sævar Bjarnason skákmeistari TR IIAUSTMÓTI Taflfélags Reykjavíkur 1978 er nú lokið. SÍBurveKari á mótinu varð unKur ok efnilexur skákmaður. Sævar Bjarnason. Sævar hlaut 9‘/> vinnins? af 11 mögulegum. sem er glæsilegur árangur og hæsta vinningshlutfall sem fengist hefur síðan byrjað var að tefla Ilaustmótið og Skák- þing Reykjavíkur árið 1974. Sævar tók forystu í mótinu strax í upphafi og greinilegt var að eini hættulegi keppi- nautur hans var Björn Þor- steinsson. fyrrverandi íslands- meistari. Svo skemmtilega vildi til að þeir Sævar og Björn mættust innbyris í síðustu umferð mótsins og varð það hrein úrslitaskák. því að Sævar hafði 8‘/> v. en Björn 8 v. Sævar vann skákina sannfærandi og Björn varð því að láta sér nægja annað sætið. Sigur Sævars á mótinu kemur vafalaust mörgum á óvart, því að hann hefur mjög lítið teflt að undanförnu. I sumar var hann þó með í tveim mótum í Bandaríkjunum og stóð sig mjög vel á því síðara. I þeirri ferð hefur hann greinilega öðlast hagnýta reynslu, því að á haustmótinu tefldi hann mjög sannfærandi og lenti aldrei í taphættu. Af öðrum þátttakendum er það að segja að Björn Þorsteins- son tefldi hvasst að vanda, jafnvel þó að honum hafi brugðist bogalistin í síðustu umferð gegn Sævari. Frammi- staða „gömlu mannanna", þeirra Jóns Þorsteinssonar og Guð- mundar Agústssonar, var von- um framar. Þeir eru eins og gefur að skilja ekki vel heima í nýjustu teóríum, en bæta það ríflega upp meö harðfylgni í mið- og endatöflum. Frammi- staða Guðmundar var einnig mjögathyglisverð að því leyti að hann lét sér ekki nægja að taka þátt í Haustmótinu, heldur sótti hann einnig æfingar á þriðju- dögum og fimmtudögum af miklum krafti. Ef ýmsir af ungu skákmönnunum okkar hefðu slíkan áhuga væri ekki vafi á því að þeir næðu langt. Frammi- staða stigahæstu þátttakend- anna í flokknum, þeirra Asgeirs Þ. Árnasonar og Jóhanns Hjart- arsonar, veldur vonbrigðum, því að þeir hafa oft gert betur. Heildarúrslit í A-flokki urðu annars þessi: 1. Sævar Bjarnason V. 9>/2 2. Björn Þorst.son 8 ‘Á 3.-4. Ásgeir Þ. Árnas, 6‘/2 3.-4. Jón Þorsteinss. 6'/2 5.-6. Guðm. Ágústss. 6 5.-6. Jóhann Hjartars. 6 7. Júlíus Friðj.ss. 5'/2 8. Björn Halldórss. og ein ótefld skák. 4>/2 9.-10. Benedikt Jónasson 4 9.-10. Þórir Olafsson 4 11. Leifur Jósteinss. 2 v% 12. Stefán Þormar og ein ótefld skák. 2 í B-flokki stóð baráttan á milli nokkurra kornungra og efnilegra skákmanna. Hin ör- uggi sigurvegari arð þó Jó- hannes Gísli Jónsson (Þor- steinssonar), hann vann níu skákir og gerði aðeins tvö jafntefli. B-flokkuri 1. Jóhannes G. Jónss. 10 v. 2. Elvar Guðmundsson 8V2 v. 3. Torfi Stefánsson 8 v. 4. Karl Þorsteins 7‘/2 v. Cflokkuri 1. Árni Á. Árnason 9(4 v. 2. Ágúst Karlsson 8 v. 3. Björn Karlsson 7 Vi v. 4. Gísli Stefánsson 6 v. D-flokkuri 1. Ragnr Magnússon 10 v. 2. Róbert Harðarson 8 v. 3. Skúli Magnússon 7 v. 4. Jón Magnússon 6xk E-flokkuri 1. Páll Þórhallsson 8V2 v. 2. Matthías Þorvaldss. 8 v. og ein ótefld skák. 3.-4. Jóhann Helgason 8 v. 3.-4. Birgir Ö. Steingrímss. 8 v. Unglingaflokkurt 1. Karl Þorsteins 9 v. af 9 mögulegum. 2. Arnór Björnsson 7 v. 3.—5. Lárus Jóhanness. 6 v. 3.-5. Hrafn Loftsson 6 v. 3.-5. Páll Þórhallsson 6 y.' Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON Að iokum skulum við líta á úrslitaskákina á milli þeirra Sævars og Björns úr síðustu umferð: Ilvítti Björn Þorsteinsson Svarti Sævar Bjarnason Frönsk vörn 1. e l — efi. 2. dl - d5.3. Rc3 - Bhl. 4. e5 - Re7. 5. a3 - Bxc3+. G. bxc3 — c5. 7. Rf3 - Rbcfi. 8. a l - Da5. 9. Bd2 - Bd7. 10. g3í? - 0-0-0. 11. Bh3 - hfi! (I skák þeirra Guðmundar Sigurjónssonar og Watsons í New York í fyrra lék sá síðarnefndi hér 11. ... Hdf8, en fékk verri stöðu eftir 12. 0-0 — Dc7, 13. De2 - Rg6, 14. Bcl - f6,15. Ba3!) 12. 0-0 - c l. 13. De2 - Kb8. 14. Ilfbl - Rc8. 15. Hb5 - Dc7. lfi. Ilahl - Ra5. 17. H5b4 - Rbfi 18. Del (18. Bcl kom hér ekki síður tii greina) Ka8 19. Ilal - Rc6. 20. IIb2? (Eftir þennan leik nær svartur smám saman undir- tökunum. Betra var 20. a5! — Rc8, 21. Hb5 — a6, 22. Hc5 og staðan er í jafnvægi) Ra5 21. Dbl - Hb8 22. IIb4 IIbe8 23. Bcl - Í5 24. exf6 (framhjáhlaup) gxf6 25. Bf l — e5. 2fi. Bxd7 - Rxd7. 27. dxe5 - Íxe5 28. Be3 - Hhf8. 29. Ddl - Rcfi. 30. IIb5 - Rf6. 31. Ilabl - bfi. 32. Bxhfi?! - Hh8. 33. Bg5 - Re4. 34. Bd2 - Df7. 35. Bel - IIhf8. 36. Kg2 - IId8. 37. De2 - Ildfi 38. Rgl? (Hvítur varð að reyna 38. Hdl) Hffi 39. f3 - Rdfi! (Einfaldara en 39. ... Rg5, 40. Hdl) ' 40. II5b2 - e4. 41. Í4 - d4! (Biðleikur svarts) 42. cxdl — Rxd l 43. DQE/ - Dd5. 44. c3 - R6d5, 45. Dcl - Rb3.46. IIxb3 - cxb3.47. c4 - Dd3. 48. IIb2 - Re3+, 49. Khl — Rxcl og hér féll hvítur á tíma, en staða hans er að sjálfsögðu vonlaus. LÆRIÐ AD PRJÓNA Á SINGER PRJÓNAVÉLAR Singer prjónavél 2100. Prjónar fínt og gróft garn, með jafnri og fallegri áferð (einnig lopa). Margvísleg munsturprjón og litaprjón. Hringprjón og klukkuprjón. Prjónar sokka, heila í hæl og tá. Hefur tvö nála- borð úr málmi með 360 nálum alls. Hefur einnig tvöfaldan bandleiðir. Singer prjónavél 2200. Hefur alia þá eiginleika sem 2100 prjónavélin hefur, að auki sjálfvirkt munsturprjón sem stýrist af munstur- banka (memo martik), sem tengdur er vélinni. Og jafnframt fylgir vélinni gata- sleði og hægt er að setja rafmótor við báðar vélarnar. 6 tíma kennsla fylgfr vél- unum. Sýnikennsla verður í Ármúla 3 fimmtudaginn 26. október frá kl. 2—5 e.h. /s Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 Unimetric 1080 VHF bátatalstöðvar • 108 rása. • Uppiýst rásaletur- • 25 wött. borö. • Tölvulykilborð. • Fjöldi annarra eigin- • Innbyggt kallkerfi, leika. • Sérbyggt simtæki. Unimetric Sandpiper 2500 VHF bátatalstöð • 14 rásir • 25 wött. • Innbyggt kallkerfi. • Greinilegt rásaleturborð. • Fjöldi annarra eiginleika. Unimetric Sea Hawk VHF bátatalstöð • 12 rásir. • 25 wött. • Upplýst rásaleturborð. • Fjöldi annarra eiginieika. Mest seldu talstöövar á íslandi Til notkunar í báta, bíla og á heimitum. Allir tytgihlutar ávallt fyrirlíggjandi. Beriö saman verö og Frábær reynsla og bandarísk gæðaframleiðsla tryggir góð kaup. Sérlega hagstætt verö. Heildsala — smásala TÝSGÖTU 1 SÍMI-10450 PÓSTHÓLF-1071 REYKJAVÍK - ICELAND AUGLÝSINGASTOFA SAMBANDSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.