Morgunblaðið - 21.11.1978, Side 2

Morgunblaðið - 21.11.1978, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 Hluti aí áhöfn Dagfinns Stefánssonar flugstjóra við brottförina frá flugstöðinni í Colombo en önnur frá hægri er Katrín Fjeldsted læknir, sem fór á vegum Flugleiða til Sri Lanka til að annast um hina slösuðu úr áhöfn vélarinnar sem fórst og fjórða frá hægri er Kristín Kristleifsdóttir flugfreyja sem slapp ómeidd úr slysinu og fékk að fara heim með áhöfninni. Ljósm. mw. Ámi johnsen. Sker ríkisstjórnin tvö núll aftan af krónunni? ákvörðun á þessu ári ef taka hina nýju mynt í notkun mögulegt ætti að vera að í byrjun árs 1980. Eimskip hækkaði flutningsgjöldin aftur: Viðræður hafnar við Bifröst um gagnkvæm hlutabréfakaup Þung færðá vegum MIKIL snjókoma var á Suöurlandi í gærkvöldi og var færð víða farin að spillast. Hellisheiðin var orðin mjög þungfær og sömuleiðis var þungfært orðið á Keflavíkurvegin- um og þar var mikil hálka. Snjóþungt hefur verið víða um land að undanförnu og er víða algerlega ófært orðið að sögn vegaeftirlitsins. Rannsóknar- nefndin hefur byrjað störf Colombo, 20. nóvember. Frá Árna Johnsen, blaóamanni Mbl. UNNIÐ er af krafti að hreinsun á slysstaðnum þar scm Flugleiða- vélin fórst. Rannsóknarnelndin hefur þegar byrjað störf sín, en margar vikur munu liða þar til niðurstaða liggur fyrir. Lík eru ennþá að finnast, og fundust til að mynda þrjú í gær og tvö í dag, en á morgun stendur til að lyfta flakinu. Nú hafa alls 173 lík verið send til Indónesíu. Fyrir liggur að 36 manns sluppu ómeiddir en 39 hafa verið í sjúkrahúsum til meðferðar eða á hótelum svo að enn er nokkurra saknað. Hér var flaggað í hálfa stöng á opinberum byggingum fjóra fyrstu dagana frá slysinu, og forsætisráð- herra Sri Lanka hefur heimsótt sjúkrahúsið þar sem flestir hinna slösuðu liggja. NOKKRIR jarðskjáiftar urðu á Suðurlandi um hclgina og er þetta snarpasta hrina sem þar hefur orðið í 9 ár, að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Fyrsta skjálftans varð vart um hálftólfleytið á laugardagskvöldið og annar kippur kom klukkan 6.50 á sunnudagsmorguninn. Báðir þessir skjálftar voru um 3 stig á Richterkvarða. Klukkan 7.25 kom ÞEIM dagvistunarstofnunum í Reykjavík, sem átti að opna eða byrja á í haust, hefur öllum verið seinkað utan dagheimilinu við Suðurhóla. sem verður fullbúið um næstu mánaðamót. En félags- málaráð gekk í málið, þegar því hafði líka verið seinkað. Dag- heimili við Ilagamel og skóladag- heimili við Völvufell hefur verið seinkað fram í aprfl á næsta ári. Og tvær stofnanir sem átti að bjóða út í haust, dagheimili og leikskóli við Iðufell og önnur samstæða við Fálkabakka verða ekki boðnar út á þessu ári. Þetta kom fram i greinargerð um framkvæmdir á árinu, sem borg- VIÐRÆÐUR hafa farið fram milli ríkisstjórnarinn- ar og Seðlabankans um hugmyndir þær sem banka- stjórnin kynnti s.l. vor um snarpasti kippurinn og mældist hann 4.2 stig. Annar 3 stiga skjálfti mældist klukkan 5.30 í gærmorgun og inn á milli hafa mælst smærri skjálftar. Upptök skjálftanna virðast hafa verið skammt vestur af Arnesi í Þjórsá. Varð þeirra vart í ná- grenninu og snarpasti skjálftinn fannst frá Landi yfir á Skeið og eitthvað niður í Flóa, að sögn Ragnars. arstjóri lagði fram á borgar stjórnarfundi í síðustu viku. Markús Örn Antonsson borgar- fulltrúi sagði í umræðum, að þessi skýrsla staðfesti að forysta meiri- hlutans hefði gjörsamlega gengið á bak orða sinna, en hún hefði í kosningabaráttunni sagst ætla að láta dagvistunarstofnanir hafa forgang umfram annað í borginni. Sagði Markús Örn, að þegar sjálfstæðismenn voru í meirihluta hefði verið unnið markvisst að því að taka þrjár dagvistunarstofnan- irnar í notkun á þessu ári, við Suðurhóla í haust og við Hagamel og Völvufell fyrir áramót. Nú væri í greinargerðinni gert ráð fyrir að að skera tvö núll aftan af krónunni. „Við reiknum með því að ríkisstjórn taki einhverja ákvörðun um þetta um næstu mánaðamót," sagði Jóhannes Nordal seðlabankastjóri í samtali við Mbl. í gær. Viðræður hafa farið fram um málið milli bankastjórnar og viðskiptaráðherra en ríkis- stjórnin mun síðan taka um það ákvörðun hvort af þess- ari breytingu verður eða ekki. í tillögum Seðlabankans var ráð fyrir því gert að gjaldmiðilsbreytingin tæki gildi um áramótin 1979/1980, ef samþykkt yrði, þar sem hún þarf töluvert mikinn undirbúning. Sagði í tillögum bankans að taka þyrfti Hagamelsheimilið kæmist í notk- un í apríl og Völvufellsheimilið um mánaðamót marz og apríl. Þá hefði verið ákveðið að tvær nýjar stofnanir við Iðufell og Fálka- bakka, dagheimili og leikskóli á hvorum stað, væru boðnar út í haust, enda samþykktar teikning- ar í lok síðasta kjörtímabils og áætlaðar 46 millj. fyrir byrjunar- framkvæmdum á þessu ári. Nú væri sagt að þau yrðu boðin út um áramót, en þar sem byggingartími væri reiknaður 12—14 mánuðir og varla byrjað fyrr en í vór, yrði sérstakt lán ef hægt yrði að ljúka framkvæmdum fyrir ársbyrjun 1980. VIÐRÆÐUM milli forráðamanna Eimskipafélagsins og Skipa- félagsins Bifrastar um einhvers konar skipti á eignarhlutdeild verður fram haldið síðar í þessari viku, en fyrir helgina fóru fram viðræður um þetta efni í kjölfar yfirlýsingar Eimskipafélagsins að það hefði hækkað flutnings- gjöld sín á varningi fyrir varnar liðið á nýjan leik og til jafns við samsvarandi gjöld Bifrastar. í sameiginlegri tilkynningu frá skipafélögunum kemur fram að þessar viðræður eru á algjöru byrjunarstigi. Forsvarsmaður Eimskipafélags- ins, Óttarr Möller forstjóri, kvaðst ekkert vilja frekar um málið segja annað en það sem fram kæmi í fréttatilkynningunum. Morgun- blaðið spurði hins vegar Þóri Jónsson, formann stjórnar Bif- rastar, að hvors frumkvæði — Eimskipafélagsins eða Bifrastar — þessar viðræður hefðu verið hafnar en hann svaraði því til að farið hefðu fram milli þessara aðila viðræður um flutningsgjöld- in, og þá hefði brátt fléttast inn í þær viðræður ýmis atriði varðandi hvernig ná mætti sáttum í far- gjaldadeilu félaganna. Þórir hvað algjörlega enn ómótað með hvaða hætti hugsanleg eignaraðild yrði, ef af yrði. Þórir var að því spurður hvort þetta táknaði, að Eimskipafélagið væri að gleypa Bifröst en hann kvaðst ekki geta séð að þetta væri neitt í þá áttina. Að minnsta kosti teldu forráðamenn Bifrastar svo ekki vera — „og það er þá að okkar eigin ósk ef svo er.“ í fréttatilkynningum félagana kemur fram að Eimskipafélagið hefur hækkað flutningsgjald sitt fyrir 20 feta gám úr 1312.50 dollurum í 1750 dollara, sem er síðasta skráða gjald Bifrastar á varnarliðsflutningunum. Þá segir í tilkynningunni um viðræðurnar, að í þeim „hafa m.a. lauslega verið nefndir möguleikar á að félögin og / eða einstaklingar innan þeirra keyptu hlutabréf í hvoru félaginu um sig. Metsala hjá Karls- efniíHuIl TOGARINN Karlseíni seidi 117,5 tonn af íiski í IIull í gærmorgun og fékk fyrir afl- ann 85.904 sterlingspund cða rúmar 52 milljónir íslenzkra króna. Meðalverðið er 443,80 krónur fyrir hvert kfló og er þetta hæsta mcðalverð, sem íslenzkur togari hefur fengið í Bretlandi. Uppistaðan í afla Karlsefnis var þorskur, um 50 tonn, 23 tonn var grálúða og 16 tonn ýsa. Annað var karfi, steinbítur og ufsi. Sterlingspundið hefur lækkað um rúm 5% gagnvart íslenzku krónunni síðan í byrjun nóvem- ber s.l. Þá var gengi sterlings- pundsins 642 krónur en var komið í 607,25 krónur í gær. Ef fyrrnefnda gengisskráningin hefði verið í gildi í gær hefði Karlsefni fengið rúmar 55 millj- ónir fyrir aflann og meðalverð verið 469,40 krónur fyrir kílóið. J arðsk j álftahrina á Suðurlandi Fyrirhuguðum dagheimil- um í Reykjavík seinkað Forysta meirihlutans hefur brugðist, segir Markús Örn Antonsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.