Morgunblaðið - 21.11.1978, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 21.11.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 13 Þangað til vona ég að það verði smámál samanborið við erfiðleikana sem við hefðum átt við að stríða í þinginu án samsteypustjórnar. Með því að komast fyrst að samkomulagi innan stjórnarinnar getum við nú ráðið ferðinni þegar við leggjum frumvörp okkar fram í þinginu. Maður verður að hafa hugfast þegar maður talar um danska pólitík að það sitja 12 flokkar á þingi. Samsetning atkvæðanna er síbreytileg og leiðirnar sem hægt er að fara eru jafnmargar og spurningarnar $em þarf að svara. Stjórnin er ekki meiri- hlutastjórn en hún er stjórn sem verður mjög erfitt að fá meiri hluta á móti.“ „Við höium ekki jafnað okkur eftir efnahagskreppuna ...“ Efnahagsvandamál Dan- merkur ættu kannski ekki að vera svo mikil? Fyrirtækja- rekstur gengur vel. bezt á Norðurliindum. Þó eru 180.000 atvinnulausir. „Við höfum ekki jafnað okkur eftir efnahagskreppuna sem herjaði alls staðar í heiminum. Ekki fremur en nokkuð hinna Norðurlandanna. Við höfðum ekkert atvinnuleysi 1973 en tíðin hefur ekki verið góð síðan þá. Hvergi í heiminum. Samhliða þessu hefur mann- aflinn aukizt mjög í landinu — ekki sízt vegna þess að konum fjölgar stöðugt á vinnumark- aðnum — Það er þróun sem á sér stað á öllum Norðurlöndum. Þetta kemur fram í atvinnuleys- istölunum." Atvinnuleysi meðal danskra ungmenna er mikið. allt að 30.000 eru atvinnulausir. „Samkvæmt tölum OECD er atvinnuleysi minnst meðal danskra ungmenna. Ég nefni þetta því tölúrnar eru til. Mér finnsta talan sannarlega allt of há og áhyggjuefni fyrir sam- félagið. Eldra fólk sem er á leið af vinnumarkaðnum veldur einnig áhyggjum. Síðast liðið haust tókum við upp nýja stefnu sem er fólgin í því að greiða fólki yfir 60 ára 907/ af launum þess þangað til það kemst á ellilíf- eyri. Þetta hjálpar ungmennum að finna laus störf.“ Munu Norðuriönd eiga við erfiðleika að stríða í fram- tíðinni? „Ég er á þeirri skoðun að þau vandamál sem við eigum við að stríða nú (eða þróun ef maður getur tekið þannig til orða) verði ekki leyst á næstu árum. Til að vandinn verði leystur þurfa margar breytingar að eiga sér stað í þjóðfélaginu. Atvinna verður að skiptast á jafnari og réttlátari hátt. Framleiðslu og verzlun verður að endurskipu- leggja svo við stöndum betur að vígi í alheimsviðskiptum en nú. Gamlir markaðir hverfa stöðugt og nýir koma í staðinn því að þarfir fólksins breytast.“ Anker Jörgensen var áður fyrr mjög róttækur. Er hann nú orðinn raunsærri og hlynnt- ari hefðbundnum leiðum en djörfum hugsjónum og stefn- um? „Ég hef aldrei verið mjög róttækur — en ég er róttækur og verð það alltaf. Ég fylgi raunsærri jafnaðarstefnu hægt og bítandi. En allir ábyrgir stjórnmálamenn gera sér grein fyrir að ekki er hægt að styðjast við hugmyndir einar saman. Efnahagsvandamál koma í veg fyrir að maður lifi í skýja- borgum. Erfiðleikarnir eru staðreyndir sem krefjast mikils tíma. En hugsjónin má ekki gleymast! Og það hefur hún heldur ekki gert í samkomulag- inu sem við komumst að við Vinstri flokkinn. Ég hef þegar nefnt stefnu okkar í ellilifeyrismálum. Við reynum að skapa vinnumarkað fyrir ungmennin. A tímum þegar viðskiptalífið krefst minni fjárútláta hins opinbera drögum við saman seglin en hlutverk rikisins heldur þó áfram að vaxa. í félags- og menningar- málum er hlutverk hins opin- bera stórt. Þegar stjórnin ákveður að veita menntastyrki er einnig um stefnu jafnaðar- manna að ræða.“ Margir andstæðingar yðar segja yður valdafíkinn. „Sjálfs mín vegna er ég það ekki. Hér er um baráttu fyrir völdum flokksins að ræða svo að réttri stefnu verði fylgt — ef það er valdafíkn, þá viðurkenni ég sekt mína með góðri sam- vizku!" ab Útgeröarmenn skipstjórar! Höfum nú fengiö einkaumboö á íslandi fyrir hina þekktu norsku átaksmæla og víralengdarmæla frá Promaco a.s. Leggjum áherslu á góöa viðgeröar- og varahlutaþjónustu. RAT Med leiguf lugi til LONDON 27. nóv. og 3. des. LONDON býður upp á flest allt sem hugurinn girnist Hótel Þú getur valióúr 3hótelum,sem ölleru staósett viö OXFORDSTREET, fræg- ustu verslunargötu í London. Skoóunarferðir Skipulagóar skoöunarferóir i báóum feróum-íslensk fararstjórn. Knattspyrna Af hverju ekki aó bregóa sérá völlinn og sjá knattspyrnu eins og hún gerist best? «» Fyrri feró: * Chelsea — Bristol City Tottenham—Arsenal Síóari feró: Chelsea — Aston Villa Tottenham — Ipswich Skemmtanir í London er skemmtanalífió ótrúlega fjöl- breytt og allir sem þangaó koma ættu aó skreppa í leikhús. Landbúnaðarsýning Hin heimsfræga SMITHFIELD land- búnaöarsýning stendur þeimtil boóa sem velja síóari feróina. ISamvinnufendir AUSTURSTRÆTI 12 - SIMI 27077 9 LANDSYN AUSTURSTRÆTI 12-SIMI 27077

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.