Morgunblaðið - 21.11.1978, Síða 14

Morgunblaðið - 21.11.1978, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 m þessar mundir er að koma út hjá Skjaldborg nýstárleg bók eftir sr. Bolla Gústavsson í Laufási, en þar birtast viðtöl hans við fjögur skáld, þá Braga Sigurjónsson, Heiðrek Guðmundsson, Hjört Pálsson og Kristján frá Djúpalæk. Þar að auki eru í bókinni yfir 20 teikningar eftir sr. Bolla, en hann hefir ráðið útliti og gerð bókarinnar að öllu leyti. Þá eru í bókinni birt nýort ljóð eftir öll skáldin, rituð með eigin hendi þeirra. ar til þess, að þeir urðu skáld, eru býsna misjafnar. — Nú má segja, að þeir séu að nokkru leyti sprottnir úr sömu mold eða eigi að minnsta kosti rætur að rekja til hennar, þar sem þeir eru annaðhvort Þingeyingar eða ættaðir úr Þingeyjarsýslu. Hefurðu orðið var við eitthvað vetri. Þrír þeirra eiga heima á Akureyri, hinn fjórði að vísu í Reykjavík, en á alltaf sterkar taugar hingað norður. — Telur þú, að uppruni þeirra í sveit og hinni gróandi náttúru hafi glætt með þeim löngun til þess að fást við skáldskap? — Það er enginn efi á því. Þegar þeir koma hingað, eru þeir allir Fjögur skáld í för með presti Rætt við sr. Bolla Gtístafsson íLaufási um nýja bók Fréttamaður Mbl. ræddi hér á dögunum við höfundinn um bók- ina, og fer það samtal hér á eftir. — Hvernig kynntist þú þessum mönnum, sr. Bolli? — Tveir þeirra eru nú frændur mínir, Bragi og Heiðrekur, og þá hef ég náttúrlega þekkt frá því að ég var barn. Kristjáni hefi ég kynnst hér á Akuteyri, og ekki síst af því að hann var veiðivörður við Fnjóská og kom stundum við heima í Laufási, þegar hann átti leið fram hjá.Ástæðan til þess, að kynni okkar tókust, voru þau, að hann gaf út ljóðabók, sem heitir „Sólin ög ég“, kom eitt sinn að máli við mig og bað mig að myndskreyta þá bók. Upp úr því varð svo nokkur samvinna. Vegna útkomu bókarinnar átti ég við hann viðtal um svipað leyti, og það birtist í Lesbók Morgunblaðsins. Nú, Hjört Pálsson hef ég þekkt síðan við vorum hér í skóla, þó að ég sé nú svolítið eldri en hann. Leiðir okkar lágu saman hér á Akureyri, eftir að hann fluttist hingað, og síðan hefur sá kunningsskapur haldist. Þetta eru allt skemmtilegir menn, og ritun bókarinnar hefur verið skemmti- legt viðfangsefni. Brugðið er upp myndum af mönnum og umhverfi, sérstaklega hér á Akureyri, nema hvað Kristján talar allmikið um Hveragerði og dvöl sína í skálda- nýlendunni þar. — Um hvað spjallarðu helst við skáldin? — Yfirleitt rekja þeir helst bernskuminningar nema helst Heiðrekur, hann ræðir þær lítið.Þeir segja frá samferðafólki. Ég reyni að grafast fyrir um það, hvað olli því, að þeir hófu að yrkja. Mikill hluti samtalanna er um þeirra eigin skáldskap, þau áhrif sem þeir hafa orðið fyrir af mönnum og náttúru. — Eru þeir ekki að mörgu leyti ólíkir menn? — Jú, þeir eru það yfirleitt, og það kemur á daginn, að ástæðurn- sameiginlegt með þeim, ef til vill vegna þess arna? — Já, það er áreiðanlegt. Þeir eiga það sammerkt að alast upp við svipaðar aðstæður. Þeir eru allir fæddir í sveit og eiga bernsku sína í sveit. Þeir eiga það líka sameiginlegt, að leið þeirra liggur hingað til Akureyrar, og þeir, sem halda eitthvað áfram í skólum, þeir stunda nám hér. Tveir þeirra ljúka stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri, Bragi og Hjörtur. Kristján er hér í skóla einn vetur, og hann eyðir tölu- verðu máli í að skýra frá þeim mótaðir af bernskuslóðum sínum, og þangað er rótanna að leita. Þetta eru menn, sem yfirleitt yrkja á hefðbundinn hátt og hafa strax í bernsku kynnst hinum forna arfi í skáldskap okkar Islendinga. — En svo hafa þeir allir orðið fyrir áhrifum af nýjum hug- mynda- og hugsjónastraumum frá samtíðinni og bera þess menjar líka. — Já, já. Ég legg yfirleitt þá spurningu fyrir þá einhvern tíma í viðtölunum, hvað hafi helst haft áhrif á þá og hvenær árs þeir yrkja helst. Ég fæ svolítið misjöfn svör við því. Ef við tökum þá hvern um sig, má segja, að náttúra landsins hafi mest áhrif á þá Braga og Hjört, samskipti við menn hafi mest áhrif á Heiðrek, miklu fremur en náttúran, en Kristján hefir orðið fyrir áhrifum úr ýmsum stað, er jafnvel ekki endilega bundinn við þennan heim. Þó að þarna sé einn stjórnmála- maður, þá ræðir hann ekki mikið um stjórnmál, þ.e.a.s. Bragi. Hins vegar talar Kristján miklu meira um þau og er opinskár um það uppgjör, sem átt hefur sér stað í lífi hans á sviði stjórnmála. Það er býsna forvitnilegt að kynnast því, af því að hann hefur ekkert hikað við að skipta um skoðun, þegar honum hefur sýnst ástæða til þess. Hann hlýðir kalli samvizkunnar, og er alveg óhræddur við það. — Væntanlega gera þeir þetta allir, lifa, hugsa og yrkja í samræmi við hugsjón sína og sannfæringu, hafa kannski öðlast sannfæringuna misjafnlega snemma á ævinni. — Já. Það er til dæmis mjög merkilegt að kynnast reynslu Heiðreks, vegna þess að hann elst upp undir handarjaðri foreldra sinna og faðir hans er þjóðfrægt skáld og áberandi maður. Heiðrek- ur leið fyrir það að því leyti til, að hann gerði sér þær hugmyndir, að börn slíkra manna ættu sér enga framtíð sem listamenn á sama sviði. Hann stóð í skugga föður síns, sem hafði mjög sterk mótunaráhrif á skoðanir barna sinna. Þegar Heiðrekur kom t hingað til Akureyrar, kynntist hann ákveðnum hliðum lífsins, sem hann hafði alls ekki vitað af fyrr, svo sem verkalýðsbaráttunni. Vísitölunefndinni kemur 1. des. vandinn ekkert við — sagði Ragnar Arnalds á flokksráðsfundi x41þýðubandalagsins á föstudag Ragnar Arnalds mennta- málaráðherra gerði vísi- tölunefndina sérstaklega að umræðuefni í ræðu sinni á flokksráðsfundi Alþýðu- bandalagsins á föstudags- kvöld. Sagði hann að nefndin væri nú hyrjuð störf og væri þegar búin að hugsa mikið og djúpt ef að líkum léti. „bað er kapítuli útaf fyrir sig,“ sagði Ragnar. Síðan sagði Ragnari „Pln ég vil leggja áherslu á það, að hún kemur ekki þessu 1. desembermáli við. Það var aldrei reiknað með, að þessi nefnd legði fram tillögur, sem skiptu ein- hverju máli í sambandi við vanda 1. desember. Þessari nefnd er ætlað að fjalla um framtíðartil- högun verðbóta á laun, og er þegar komin á bólakaf í djúpspakar hugleiðingar, en tillögur hennar geta aldrei orðið afturvirkar. Verðlagsþróunin eftir 1. desember er viðfangsefni ríkisstjórnarinnar. Ef við lítum á þessa 14% launa- hækkun, sem á að eiga sér stað, það fer því fjarri, að hún ein valdi miklum vanda. Vandinn felst fyrst og fremst í því, að í kjölfar hennar, ef hún verður þessi, mun vafalaust eiga sér stað 15 til 20% hækkun fiskverðs. En fiskverðið, og þar með afkoma frystihúsa, er einmitt stærsti vandi efnahagskerfisins eins og málin standa í dag. 15 til 20% hækkun fiskverðs, m.vndi alveg vafalaust valda því, að frvstihúsin myndu reyna á knýja fram gengisbreytingu, eða hóta stöðvun ella. Ég held að það sé nokkuð ljóst, að ef þessi þróun á sér stað, þá eru ekki miklar líkur á því, að ríkisstjórnin nái því markmiði sínu að ná verðbólgunni niður í 30% á næsta ári eins og stefnt er að. Ég held að það sé nokkuð ljóst, að þá hjökkum við enn um sinn í 50 til 60%. farinu. Ég held nú líka, að ef þetta gerist, þá geti ekki liöiö á löngu þar til grundvöllur stjórnarsamstarfsins er brostinn. Ég held að það sé nokkuð Ijóst, að það er aðeins tvennt til í þessu máli. Annað hvort gefumst við upp á næstu vikum og pökkum saman, og afhendum völdin í heldur hægri öflunum, eða finnum leið, er verkalýðshreyfingin gæti sætt sig við, til þess að hindra það, að þessi kollsteypa eigi sér stað. — Þessari síðari leið, sagði Ragnar, hlýtur óhjákvæmilega að kosta íhlutun ríkisvaldsins í vísitölumálinu, með löggjöf. Sagði Ragnar, að þarna yrði að vera um að ræða heild- stæðar tillögur, þar sem vísitölu- málið væri aðeins einn hluti af mörgum. „Þessar aðgerðir þurfa að snerta, í fyrsta lagi fjárfestingar- málin á þann hátt að þar sé ákveðin stefna mörkuð, ekki aðeins í fjárlagafrumvarpinu, um að samdráttur verði í opinberum framkvæmdum um allt að 12%, heldur einnig hitt, að samdráttur verði í fjarfestingu einkaaðila að sama skapi. Ég held, að menn séu sammála um, að tök á fjárfesting- unni og nokkur samdráttur á því sviði, sé forsenda þess að vel geti tekist til. í öðru lagi þurfa þessar aðgerðir að snerta skattamálin á þann hátt, hugsanlega, að lagður sé á fjárfestingarskattur, sem notaður yrði sem efnahagslegt stjórntæki. Lagt yrði veltugjald á atvinnurekstur, og hugsanlega skyldusparnaður á háar tekjur og tekjur fyrirtækja. Hins vegar að um yrði að ræða lækkun þeirra skatta sem leggjast þungt á lágar tekjur eða meðaltekjur, til dæmis lækkun á sjúkratryggingagjaldi. í þriðja lagi þyrftu þessar aðgerðir að snerta landbúnaðar- vöruverð, þannig að ljóst væri að bændur ættu nokkurn hlut að þessu máli. í fjórða lagi þyrftu þær að snerta vaxtamálfn og þá í samræmi við þá yfirlýsingu sem fram kemur í samstarfssamningi stjórnarflokkanna að vextir á afurðar- og rekstrarlánum verði verulega lækkaðir og í fimmta lagi verða þessar aðgerðir að snerta meðferð verðlagsmála, væntanlega á þann hátt að menn setji sér að ekki verði leyfðar verðhækkanir á hverju þriggja mánaða tímabili hjá einstökum fyrirtækjum eða einkaaðila eða hinu opinbera nema að einhverju ákveðnu vissu marki, til dæmis um 8 til 10% “. „Markmið þessara aðgerða,“ sagði Ragnar, „þarf að vera það, að launahækkunin sem kemur til frámkvæmda hinn 1. des. yrði 6 til 7%. Og þá er það megin atriði, að það sem á vantar, til greiðslu fullra verðbóta, sé jafnað á sem flesta aðila efnahagslífsins. Að ríkið leggi þar nokkuð af mörkum, með þvj meðal annars að auka niðurgreiðslur og hugsanlega lækka skatta á meðaltekjur og lágar tekjur. Atvinnurekendur leggi þar nokkuð af mörkum, með því að taka á sig aukna skatta, og með því að þeim verði á lagt, að hleypa ekki launahækkununum, nema að talmörkuðu leyti út í verðlag. Sjómenn og bændur hljóta að koma þar inn í myndina, í gegnum fiskverð og landbúnaðar- verð, og bankakerfið í gegnum vexti. Hlutdeild launamanna í þessum samtvinnuðu aðgerðum, verður hins vegar að vera það, að meta ákveðnar aðgerðir í félags- málum eða í öðrum hagsmuna- og réttindamálum verkalýðshreyfing- arinnar, til jafns við ákveðna prósentuhækkun í launum. Þetta er leið sem dregur verulega úr Vandanum, og séu menn á því, að þessi leið sé fær og hana beri að fara, þá þurfum við að ræða hana nánar í einstökum atriðum hér á þessum fundi. Réttinda- og hagsmunamál verkalýðshreyfingarinnar, sem einkum ber að skoða í þessu samhengi, gæti verið af ýmsu tagi. Ég nefni þar fátt eitt: Stórauknar félagslegar húsbyggingar, veru- lega aukin framlög til byggingar dagvistunarstofnana, fæðingar- orlof fyrir allar þær konur er á þurfa að halda, bættur aðbúnaður á vinnustöðum, lögfesting og stóraukinn stuðningur við Félags- málaskóla alþýðu, efling full- orðinsfræðslu, og endurmenntun starfsfólks, auknar slysatrygg- ingar og fjölgun veikindadaga, verðtrygging orlofsfjár. í umræð- um um hagsmuni launamanna og verkalýðshreyfingar, má það ekki gleymast, að kjör almennings mótast ekki einungis af kaup- mætti borgaðra launa. Kjörin mótast af möguleikum til einka- neyslu og félagslegrar neyslu. Það er mikil kjaraskerðing þegar annað hjóna getur ekki unnið úti vegna þess að pláss fyrirfinnst ekki á leikskóla." Þá ræddi Ragnar einnig um húsnæðismálin, og jafnframt sagði hann, að Alþýðu- bandalagið neyddist til þess að láta verklegar framkvæmdir hins opinbera minnka um allt að 12%. Þá sagði Ragnar: Kjör vinnandi fólks verða ekki bætt með vísitölu- útreikningi, rætur þess liggja miklu dýpra, það ræðst öðru fremur af stefnumótun ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum almennt. Þá sagði hann ennfremur, að brúttóskatturinn sem á var lagður í upphafi valdaferils þessarar ríkisstjórnar, hefði verið spor í rétta átt, en miklu lengra þyrfti þó að ganga á þeirri braut. „Það vantar róttæka atlögu á þeim frumskógi ívilnunarreglna, sem enn eru í lögum," sagði Ragnar. Síðar ræddi Ragnar um skatt- lagningu á fyrirtæki, sem hann sagði að kæmust upp með að greiða litla eða enga skatta: „Sé þessi ríkisstjórn ekki reiðu- búin að sýna þessum aðilum í tvo heimana, á hún engan tilverurétt til frambúðar, enda ræður hún þá aldrei við það viðfangsefni sitt að tryggja kjör hins vinnandi manns. En á þetta verður að reyna, ef íhaldsöflunum og Morgunhlaðinu tekst að hræða samstarfsflokka okkar frá skynsamlegum og rót- tækum aðgerðum, með endalausu fjasi um ofsköttun og eignaupp- töku, þá er að taka því. En það þarf að vera Ijóst hverjir vera ábyrgðina."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.