Morgunblaðið - 21.11.1978, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978
15
Sr. Bolli Gústavsson blaðar I bók sinni.
Það má heita, að það sé hún, sem
fyrst hefir áhrif á hann og knýr
hann til þess að yrkja.
— Nú, þar stóðu þeir framarlega
í fylkingu föðurbræður hans,
Erlingur og Halldór Friðjónssynir.
— Já, þeir gerðu það, og hann er
þá auðvitað í tengslum við Erling.
— Báðir eru þeir skáldasynir,
Heiðrekur og Bragi.
— Alveg rétt. En það kemur
greinilega fram í bókinni, hve þeir
hafa verið ólíkir menn, bræðurnir
Guðmundur og Sigurjón Friðjóns-
synir, ákaflega ólíkir.
— Nú eru þeir af sömu kynslóð,
Bragi, Heiðrekur og Kristján, en
Hjörtur miklu yngri, gæti verið
sonur þeirra. Verðurðu var við
mjög ólík viðhorf hjá þessum
tveimur kynslóðum til samtíðar-
innar eða til skáldskaparviðfangs-
efna sinna?
— Það læt ég allt vera. Mér
finnst t.a.m. hugur Hjartar vera
ákaflega bundinn við bernskuna,
og hann ver mjög miklum hluta
viðtalsins, sem í bókinni birtist, í
þau ár og þau sterku áhrif, sem
hann verður fyrir austur í
Fnjóskadal og síðar hér á Akur-
eyri.
— Verðurðu var við, að atvinna
eða dagleg viðfangsefni þessara
manna hafi veruleg áhrif á
skáldskapariðkanirnar?
— Nei, alls ekki. Það eru alveg
tveir heimar, og mér finnst þeir
yfirleitt leita hvíldar og svölunar
frá daglegu amstri í veröld skáld-
skaparins, en báðir heimarnir lifa
sjálfstæðu lífi. Það kemur ekki síst
mjög skýrt fram í viðtali við Braga
Sigurjónsson, sem hefur verið
ákaflega starfsamur maður og
gegnt mörgum störfum og
embættum um ævina og átt fyrir
stórri fjölskyldu að sjá, að hann
hefir algerlega útilokað sig frá
daglegri önn, þegar hann yrkir.
Hann sækir einkum yrkisefni sín
til landsins og náttúrunnar. Hann
ferðast og nýtur þess, og það hefur
sterkust áhrif á hann til skáld-
skapar. Hann tekur það einmitt
fram, að hann óttist, að skáld-
skapur sinn verði of einhæfur
vegna þess, hve hann sé bundinn
af þessu. — Heiðrekur snýr sér
aftur meira að sálarlífi mannsins.
Ef til vill má segja, að þar geti
hann notað aðstöðu sína í starfi og
daglegum samskiptum við fólk, en
hann hefur starfað sem verslunar-
maður og nú hin síðari ár sem
skrifstofumaður og haft mikil
samskipti við fólk, og þaðan safnar
hann áreiðanlega áhrifum, og hans
ljóð hníga meir að rannsókn-á
manninum, án þess að hann taki
nokkra sérstaka fyrir.
— Þykir þér ekki Kristján vera
næmur á hvorttveggja, náttúru og
menn?
— Eg er nú hræddur um það.
Einn kaflinn í viðtalinu við hann
heitir „Hveragerði og baráttan um
barnssálina". Þar segir frá vist
hans í Hveragerði, þar sem hann
var samtíða einum 14 eða 15
listamönnum og miklum pólitíkus-
um. Þar var sr. Gunnar Benedikts-
son foringinn mikli, var formaður
Sameiningarflokks alþýðu þar. Og
þarna voru haldnir sellufundir
reglulega og tekin fyrir vandamál
af ýmsu tagi, bæði íslensk og ekki
síður austan úr álfu. Og Kristján
virðist oft hafa verið erfiður á
þessum fundum og átti eiginlega
ekki samleið með þessum flokks-
bræðrum sínum, enda sneri hann
við þeim bakinu síðar. En þarna í
Hveragerði bjó hann á milli þeirra
sr. Gunnars og Kristmanns Guð-
mundssonar og hafði mikil sam-
skipti við þá báða. Hann segir afar
skemmtilega frá þeim samskipt-
um.
— Þessi bók ber þess vitni, að
víðar hafa v.erið skáldanýlendur en
í Hveragerði, þar sem þú ræðir í
senn við fjögur skáld, sem eru eða
hafa verið hér á Akureyri, og er þó
lýðum ljóst, að hér eru til enn
fleiri slík.
— Það kemur á daginn í viðtöl-
unum öllum, að það hefur verið
ákaflega góður félagsskapur með
skáldum hér á Akureyri, mér
skilst andstætt því, sem tíðkast
víða annars staðar. Með þeim er
gott samneyti, og þessir menn
hafa stutt hver annan. Ég held, að
þeir hafi margir hist nokkuð
reglulega um skeið og blandað geði
þó að þeir hefðu ekki beinlínis með
sér félag, sérstaklega Heiðrekur og
Kristján og þeir Rósberg G.
Snædal og Einar Kristjánsson frá
Hermundarfelli. Bragi hefur
kannski ekki verið eins mikið með
í þessu, en þó allmikið, einnig
Guðmundur Frímann. Þó sagði nú
Kristján, að Guðmundur hefði
verið alvarlegri heldur en þeir
hinir og ekki alltaf kunnað að
meta allt það glens, sem þarna
flaug um bekki. En mér er ljóst,
m.a. af þessum samtölum mínum
við skáldin, að þau virða hvert
annað mjög mikils og eru tengd
vináttuböndum og sum frænd-
semisböndum, þó að þau séu fyrst
og síðast sjálfstæðir einstaklingar
með persónulegum sérkennum,
viðhorfum og tökum á viðfangs-
efnum sínum.
Sv.P.
Starfsmannafélag
Ríkisútvarpsins:
Hvetur ríkis-
stjómarflokk-
ana til þess
að standa við
fyrirheitin
Aðalfundur Starfsmannafélags
Ríkisútvarpsins hvetur félags-
menn sína og skorar jafnframt á
önnur aðildarfélög BSRB að hvika
hvergi frá samningi um fullar
verðlagsvísitölubætur á laun.
Jafnframt minnir fundurinn á
málflutning þeirra er gengu til
kosninga undir kjörorðinu: Samn-
ingana í gildi. Þeir hinir sömu eiga
nú aðild að ríkisstjórn og væntir
fundurinn þess að þeir standi nú
við fyrirheit sín. (Fréttatilkynn-
ing).
Páfagaukum
stolið
BROTIZT var inn í Gull-
fiskabúðina í Fischersundi
aöfararnótt s.l. föstudag og
þaðan stolið tveimur páfa-
gaukum. Einnig var stolið
40—50 þúsund krónum í
peningum.
Málið er í rannsókn.
Sjömeistarasagan
eftir Halldór Laxness
JólaMkin 1978
Heillandi skáldverk, unniö úr minningabrot-
um Nóbelsskáldsins.
Himinfagur skáldskapur.
Minnst er í bókinni af hlýhug margra
æskuvina skáldsins.
Gefiö vinum yöar minn-
ingabækur skáldsins.
í túninu heima.
Úngur ég var.
Sjömeistarasagan.
Helgafell