Morgunblaðið - 21.11.1978, Side 19

Morgunblaðið - 21.11.1978, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 19 Frá minningarathöfninni í Fossvogskapellu. Sr. Olafur Skúlason dómprófastur flytur hugvekju og bæn. „Látinn skal líka lifa” Hugvekja séra Ólafs Skúlasonar dómprófasts við minningarathöfn íFossvogskapellu á sunnudagskvöld AÐ LOKINNI móttökuathöfn á Reykjavíkurflug- velli voru jarðneskar leifar sjö íslendinga fluttar í Fossvogskapellu, en þar fór fram minningarathöfn sem nánustu vinir og ættingjar voru viðstaddir. Séra ólafur Skúlason dómprófastur flutti hugvekju og bæn við minningarathöfnina, og fer hugvekjan hér á eftir« Tvisvarár hvert flytur kirkjan okkur í boðskap messunnar þetta fyrirheiti: „Að kvöldi dags skuluð þér vita, að Drottinn kemur." Sú er bæn mín núna, þá ég á heitasta og hreinasta, að þetta hið þriðja skiptið megi kirkjan flytja þennan sama boðskap og hann nái til ykkar. í kvöld kemur Drottinn. í kvöld kemur hann til ykkar. I kyrrð helgidómsins með þungan hramm sorgarinnar yfir hverju hjarta, berst engu að síður röddin hans, sem sagði: Eg lifi og þér munuð lifa. Fylgir því bæn minni um það að Drottinn komi til ykkar, framhald henn- ar, sem orðin ná þó ekki fyllilega að túlka: Að kjarni kristinnar trúar, sem lá um krossinn og tóma gröf, verði ykkur grundvöllur til að byggja á framtíð ykkar, þrátt fyrir þau miklu þáttaskipti, sem orðið hafa. Við vorum farin að venjast því, að aðeins væri eitt yfir- bragð móttökuathafnar þeirra sem loftið hafa gert að starfs- sviði. Við ppphaf hvers nýs þáttar þeirrar sögu voru fánar á lofti og hamingjuóskirnar ómuðu. Fullorðinn maður sagði í mín eyru um daginn, að það væri merkilegt að verða fullorð- inn eða gamall og sjá öll ævintýri þau, sem hann lærði sem barn, verða að raunveru- leika. Mennirnir fljúga sem fuglar himinsins, ganga um botn hafsins og skilja jafnvel eftir skóför sín á áður ósnortnu yfírborði tunglsins. Fátt er það nú, sem ævintýrin geta geymt fyrir okkur þeirra hluta, sem við sjáum ekki í raunveruleikanum. En þá erum við minnt á það, að við erum engu að síður aðeins menn. Og sem slíkir hljótum við að lúta þeim lögmálum, sem frá örófi hafa verið í gildi. Þau enda þess vegna ekki öll ævintýrin á þann veg, sem þau gerðu í bernsku okkar, þegar fjarlægðin lagði til dul sína. Einu sinni var, í upphafi, verður: allt í einu, núna. Þess vegna eru fánarnir ekki að húni, og handtak lýsir öllu öðru en hamingju. Þó er í móti þeim tekið, sem sigra hafa unnið. Og lagt þar við líf sitt, þótt ekki vissum við, að þess yrði krafizt. Við komum því saman í kirkju eftir að skammdegismyrkrið hjúpar allt. Hugur er tengdur fjarlægu landi og þeim stað, þar sem áður var aðeins nafn, sem engan hér snerti, en er nú orðið að hluta þess mynsturs, sem lífið vefur. Enn horfum við upp, ekki í bið eftir þeim, sem loftið sigruðu, heldur í orðvana bæn til hans, sem við felum þá, er kvatt hafa. Skýringar kunnum við engar. Það er ekki þess vegna, sem við göngum í kirkju. En samfara orðvana ákalli er hin heitasta bæn ástvina fyrir þeim, sem fyrr gerðu lífið gott. Og ég stend ekki hér, fulltrúi kirkjunnar okkar, til þess eins að votta samúð. Ég stend hér til þess að biðja með ykkur og minna á það, að sorgin svarta er rofin af þeim geisla, sem Drott- inn lífsins lætur um hana leika. Þetta eru ekki aðeins orð. Þetta er ekki aðeins von. Þetta er ekki aðeins ævintýri. Þetta er raunveruleikinn. Drottinn kirkj- unnar er hér hjá okkur, af því að hann lifir. Og eingöngu fyrir lífsmátt hans er kirkjan þess umkomin að rétta í átt til ykkar fyrirheiti hans um það, að látinn skuli lika lifa. Þau lifa. Þau lifa. Forðum var sagt í hryggð, að hefði Jesús þar verið, sem helstríðið var háð, hefði sigur unnizt. En hann var þar. Hann var þar líka, sem ástvinir ykkar mættu sínum örlögum. Var þar til að taka í móti þeim. Þess vegna lifa þau. Þess vegna hugsum við ekki um þau sem horfin væru þau, nei, frekar eins og þið hafið svo oft gert áður, að þau séu í langri ferð. Þess vegna biðjum við fyrir þeim eins og þið hafið svo oft gert. Og við sjáum í bænagjörð okkar ástvini ykkar í landi lifenda hjá Guði. Þau lifa. Þau lifa. Öll ævintýri rætast ekki að þeim hætti, sem við hefðum viljað, en raunveruleiki lífsins, Jesús Kristur opinberar hann í sigri sínum, sem við erum aðilar að. Þau lifa, og þannig hugsum við um þau. Ásgeir Pétursson. Erna Har- aldsdóttir. Guðjón Rúnar Guðjónsson. Haukur Hervins- son. Ólafur Axelsson. Ragnar Þorkelsson. Sigurbjörg Sveins- dóttir. Kisturnar þeirra eru komnar og bera nöfn þeirra. En andi þeirra, þau sjálf, þau lifa. Og eitt er það nafn enn nefnt, þar sem er Þórarinn Jónsson, þótt ekki sé kistu hans komið hér enn í kór. Bænir okkar eiga þau. Bænirnar eigið þið: Kirkjunnar okkar. I öllum guðsþjónustum í dag var beðið, beðið fyrir ykkur og fyrir þeim. Og í kirkjunum var einnig þetta lesið um allt land: „Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðn- ir, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, þvi að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá skuluð þér finna sálum yðar hvíld: því að mitt ok er indælt og byrði mín létt.“ Að kvöldi dags skuluð þér vita, að Drottinn kemur, já, hann er hér, og að morgni varðar hann veginn. Þess vegna biðjum við saman, þessi stóra fjölskylda, sem meira á sam- eiginlegt er hryggðina eina, já, líka lífið, ástvini sem lifa. Heiðursvörður við útför 173 Indónesíumanna Banjarmasin, Indónesíu, 20. nóvember. Reuter. EITT hundrað sjötíu og þrír Indónesar sem fórust með DC-8 þotu Loftleiða á Sri Lanka í fyrri viku voru jarðsettir á Borneo á laugardag í tveimur fjöldagröfum við grafreit þjóðhetja landsins. Sex hundruð hermenn og 400 lögreglumenn stóðu sérstakan heiðursvörð og þúsundir innfæddra voru viðstaddir jarðarförina. Jarðneskar leifar hinna látnu voru jarðsettar í tveimur fjöldagröfum. Kirkjuráðherra Indónesíu, Alamsyah Ratu Prawiranegara hershöfð- ingi, sagði að greftrun með þeim hætti hefði verið nauðsynleg þar sem ógjör- legt hefði reynst að bera kennsl á nema 38 lík af 173. Hann sagði að jarðnesk- um leifum hinna 173 Indónesíumanna hefði verið komið fyrir í um 150 kist- um, þar sem líkin hefðu verið illa farin. Þúsundir vina og ættingja biðu komu líkkist- anna á flugvellinum við Banjarmasin. Það var sorg- leg stund þegar‘kisturnar voru teknar út úr flutninga- vélum hersins. Ættingjar tárfelldu og sumir féllu í yfirlið. Þriggja daga þjóðar- sorg var lýst í Indónesíu og voru fánar hvarvetna í hálfa stöng í landinu. SriLanka: öryggisreglum ekki framfglgt? Sri Lanka, 20. nóvember. AP. CEYLON Observer, dag- blað stjórnarinnar í Sri Lanka, skýrir frá því í gær, að þarlend flugmála- yfirvöld hafi tilkynnt indónesískum flugmála- yfirvöldum nýlega, að DC-8 þota ein, sem notuð hefði verið til að flytja pílagríma til Mekka, hefði alls ekki staðist lágmarkskröfur um öryggi samkvæmt alþjóða- samþykktum. Ekki er getið í fréttinni hver eigandi vélarinnar sé, en talsmaður flugmála- stjórnarinnar í Sri Lanka sagði fréttamanni AP-fréttastofunnar, að um- rædd vél væri ekki í eigu Loftleiða. Ennfremur segir í frétt- inni, að indónesísk flug- málayfirvöld hafi þakkað starfsbræðrum sínum í Sri Lanka fyrir að kanna öryggi flugvéla þeirra er flyttu pílagríma. Þá mun flug- málayfirvöldum í Banda- ríkjunum hafa verið til- kynnt um umrætt atvik þar sem vélin er smíðuð þar í landi og er skráð þar. Þetta vekur athygli þar sem flugmálastjórinn í Sri Lanka gaf ekkert svar við spurningu, sem beint var til hans á fréttamannafundi sem haldinn var eftir flug- slysið á miðvikudag, þar sem hann var inntur eftir því hvort flugvélar, sem flyttu pílagríma, væru skoð- aðar sérstaklega við kom- una til Sri Lanka. Margir sem lifðu eru komnir heim Colombo, Sri Lanka, 20. nóv. AP ÞRJÁTÍU og sex Indónesar sem komust aí í flugslysinu á Sri Lanka á miðvikudagskvöld héldu heimleiðis frá Colombo með flugvél Garuda flugfélagsins á laugardag. Skömmu áður fluttu flutningaflugvélar indóneska hersins jarðneskar leifar 173 Indónesa sem fórust. Nokkrir þeirra sem komust af í slysinu urðu eftir á Sri Lanka og er búizt við að þeir haldi heimleiðis með DC-8 flugvél sem nú er á leiðinni til Sri Lanka frá Sviss á vegum Rauða kross- íns. Dafatha Athulathmudali, flugmálastjóri Sri Lanka, skýrði frá því á laugardag að fleiri lík hefðu fundist við flak Loftleiðavélarinnar sem fórst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.