Morgunblaðið - 21.11.1978, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.11.1978, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 Úlgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstrætí 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2200.00 kr. á mðnuöi innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakíö. Flugslysið á Sri Lanka Oft er á orði haft um okkur íslendinga að við gætum rúmast við eitt breiðstræti í stórborg eða unnið hjá einu stóru fyrirtæki erlendis. Slíkt er fámenni okkar, en kemur þó ekki í veg fyrir, að við erum oft svo sundurþykk og sundurleit að furðu gegnir, jafnvel þótt við finnum sjálf, að þjóðheill krefjist samstöðu og afls okkar allra. Á hinn bóginn sannast það á sorgarstundum, að við eigum eina sál, þegar á reynir. Þá eykst samlyndi og styrkur eflist. Flugslysið á Sri Lanka olli þjóðarsorg hér á landi og í Indónesíu. Morgunblaðið vottar aðstandendum öllum, starfsfólki og stjórnend- um Flugleiða dýpstu samúð vegna þessa hörmulega slyss. Á örlagastundu sem þessari er vonandi að menn minnist þess, við hversu litlu við megum sem þjóð, hve lítið þarf út af að bregða til þess að það verði tilfinnanlegt og jafnvel óbætanlegt. Að þessu leyti eru Flugleiðir og íslenzka þjóðin á einum og sama báti. V erkalýðshr eyfingin er að átta sig Menn, sem eru villtir, fara í hring. Það er þess vegna sem þeim er ekki við bjargandi. Hins vegar vaknar vonin, þegar þeir gera sér þetta ljóst og greina kennileitin, sem varða veginn út úr hringnum. Morgunblaðið dregur ekki í efa, að hin nýju viðhorf verkalýðshreyfingarinnar nú og þá alveg sérstaklega verkalýðsleið- toga Álþýðubandalagsins, séu af heilum huga og að vandlega íhuguðu máli. Þessir menn hafa gert sér það ljóst, að það þarf raunhæfar aðgerðir til þess að kveða niður verðbólgudrauginn, aðgerðir, sem þrengja kosti manna í bili, en skapa grundvöll til bættra lífskjara til lengri tíma litið. Það er af þeim sökum, sem þeir eru nú til viðræðu um enn frekari skerðingu verðlagsuppbóta en fólst í efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar. Þetta er ekki sagt verkalýðshreyfingunni til hnjóðs, heldur ber að fagna því og þakka, þegar menn viðurkenna villu síns vegar, ekki sízt þegar þeir gegna hinum þýðingarmestu ábyrgðarstöðum. Það hefur ekki verið átakalaust að hverfa frá fyrirheitinu um samningana í gildi. Á hinn bóginn verða stjórnvöld að gera sér ljóst, að atvinnureksturinn er ekki undir það búinn að taka á sig auknar álögur. Einungis með því að þjóðin öll færi fórnir verður fullnaðarsigur unninn á verðbólgunni. Morgunblaðið hefur lagt á það áherzlu, að nauðsynlegt sé að draga úr heildarfjárfestingu í landinu og metur það, að stjórnvöld skuli hafa gert sér það ljóst. Á hinn bóginn hlýtur Morgunblaðið að vara mjög alvarlega við því, að stefnt skuli að því að koma á opinberu eftirliti með allri fjárfestingu í landinu og að lögbinda eigi sérstakan fasteignaskatt. Með því er horfið 18 ár aftur í tímann og tekin upp úrelt vinnubrögð, sem illa reyndust. Það vekur líka tortryggni um alvöruna í þessari stefnumótun um að draga úr fjárfestingunni, að samtímis skuli eiga að stórauka húsbyggingar á vegum hins opinbera og gera stórátak í byggingu dagvistunarstofnana. Það er ekki bæði hægt að hreppa og sleppa. Um leið og dregið er úr fjárfestingunni er að sjálfsögðu nauðsynlegt að beina henni inn á arðvænlegar brautir. Það verður ekki gert nema á einn veg eða með því að taka upp raunhæfa vexti og draga úr ríkisframlögum til fjárfestingarlánasjóða. Þegar svo er komið hlýtur sjónarmiðið um verðbólguhagnað í sambandi við húsbyggingar samtímis að hverfa. Það vekur athygli, að í sambandi við skerðingu vísitölunnar skuli svokallaðar „félagslegar umbætur" metnar til fjár launþegum til tekna. Bættur aðbúnaður á vinnustöðum er góðra gjalda verður, en gerist ekki á svipstundu, enda engin rök fyrir því að blanda því sérstaka máli inn í efnahagsvandann nú 1. desember. Hið sama er að segja um aukna fullorðinsfræðslu. Ef sú aukning á að verða í einhverjum mæli, hlýtur hún að kalla á stóraukin rekstrarútgjöld ríkissjóðs, sem aftur kallar á aukna skattheimtu eins og raunar fyrirheitin um stórauknar húsbyggingar hins opinbera og nýtt átak í byggingu dagvistunarstofnana. Kjarni málsins er sá, að verkalýðsforingjar eru reiðubúnir til þess að gefa eftir hluta af verðbótunum nú 1. desember. En launþegar vilja, að það sé gengið hreint til verks. Og um fram allt munu þeir ekki sætta sig við, að eftir á verði komið í bakið á þeim með óbærilegum skattaálögum á næsta ári. Að því leyti eru verkalýðsforingjar Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins enn á villigötum, að þeir eru ekki búnir að átta sig á þessu. / / Utgöngubannið í Iran: Umsvífalaust skotn- ir ef þeir sjást á ferli Jerúsalem, 20. nóv. frá Jóhönnu Kristjónsdóttur blm. Mbl. ÞEGAR ég fór írá Teheran í gær var allt kyrrt á ytra borði, en mönnum ber saman um, að ólgan undir niðri sé mikil. Útgöngubannið virðist vera virt, enda er eins gott að menn séu komnir til sfns heima fyrir kl. 9 á kvöldin. Sjáist einhver á ferli eftir það er hann hrein- lega skotinn umsvifalaust. Stór svæði af Teheran eru algerlega lokuð allri umferð og þótt ég grátbæði leigubílstjórann minn að fara niður í bazarsvæðið og lofaði honum gulli fyrir, þver- neitaði hann og sagði, að þangað færi ekki nokkur mað- ur með viti. f Teheran kom nú engin blöð út og erlend^ blöð berast seint og stopult til írans. Þegar ég reyndi að spyrja fólk, hvort til einhverra óeirða hefði komið þann daginn, hristu menn höfuðið. Sumir höfðu að vísu heyrt sitt af hverju, en það vissi enginn neitt fyrir víst. Morguninn sem ég kom til Teheran ók endalaus röð herbíla troðfullir hermönnum og vopnaðir lögreglumenn á bif- hjólum um göturnar, en við nánari athugun reyndist ekkert sérstakt vera á döfinni annað en að herinn mun hafa verið að halda upp á afmælið sitt. Útlendingar eru með eindæmum illa þokkaðir í Teheran og aðsúgur iðulega að þeim gerður á götum úti. Skammt frá hótelinu sem ég dvaldi á er stór grænmetismarkaður og þar var þennan morgun ráðizt að bíl brezkra hjóna, þau hrakin út úr bílnum og kveikt í honum og síðan áttu hjónin fótum sínum fjör að launa. Aðallega hafa menn þó lagt eld í bankabygg- ingar, og hvarvetiia í miðborg- inni blasti við eyðilegging. Nokkrir útlendingar sem ég hitti sögðust hafa sent fjöl- skyldur sínar á braut í septem- ber, en þeir færu ekki að sinni vegna samnings við fyrirtæki sín. Þeir sögðust vera mjög óttaslegnir og hver dagur væri þeim hin mesta raun. En ef keisarinn fer, brýzt út blóðug borgarastyrjöld og þá verður íran annað Líbanon, sögðu þeir. Þetta sögðu fleiri í mín eyru og mönnum bar saman um, að þrátt fyrir allt nyti keisarinn umtalsverðs stuðnings og menn gerðu sér margir hverjir grein fyrir, að allt færi úr böndunum nyti hans ekki við. Keisarinn hefur að þeirra dómi, sem ég talaði við, sýnt mikla kænsku í stjórnun sinni bæði hvað snertir samskipti við þjóðir á alþjóðavettvangi og sömuleiðis hefur hann reynt að færa þjóð sína til nútímans. En veldi prestanna er ótrúlega sterkt, einkum úti á landsbyggð- Lýsing blaðamaiuis Morgunblaðsins á astandinu í Teheran inni. Og svo sem margsinnis hefur komið fram þykir mörg- um sem keisarinn hafi farið of geyst í sakirnar. Eins og einn Irani orðaði það: „Það er ekki hyggilegt þegar maður ætlar að reisa 20 hæða blokk að byrja á þeirri efstu, því að þegar neðar dregur er sú tuttugasta löngu hrunin...“ Eftir skamma dvöl í þessu landi er auðvitað ógerningur að spá hvað gerist, en af ýmsu má marka, að keisarinn muni nú leggja meira kapp á að hafa ráðherra sína undir eftirliti og það þykir sömuleiðis jákvætt, að hann hefur tekið af skarið með að draga úr áhrifum keisarafjöl- skyldunnar, þ.e. ógrynni prinsa og prinsipissa sem mörgum hefur fundizt sem færu sínu fram um of. Við akstur og göngu um Teheran virðist velmegun þar ótvíræð, en úti á landinu er lífskjaramunur meiri og „við getum ekki talað um lýðræði í landi, þar sem sjötíu prósent eru ólæs“. Og á göngu minni um miðborgina meðan bílstjórinn beið fúll og argur í bílnum og sagði för mína á eigin ábyrgð, sneru sér margir að mér og spurðu, hvort ég væri Ameríkani eða Breti. Voru sumir, og konur í svörtum skikkjum, illúðlegar á svip, en þegar ég sagðist vera frá Skandinavíu og brosti út að eyrum breyttist viðmót fólks, og ein kona tók mig undir arminn og sagði mér ævisögu sína, sem ég skildi því miður ekki. Annars fannst mér það einkenni á Teheran við fyrstu sýn, hversu lítil umferð gangandi fólks var þar, en því fleiri bílar, sem allir óku eftir sinni eigin tilfinningu. En skorður hafa einnig verið settar við því að of margir gangi saman um götur og af því að hlýðnast því ekki hefur fengizt bitur reynsla og þar af leiðir að menn virða reglur um það, að minnsta kosti í bili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.