Morgunblaðið - 21.11.1978, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978
Forseti Sameinaðs þings:
Þingskapariög end-
urskoðuð í heild
Gils Guðmundsson, forseti Sameinaðs þings, kunngerði í umræðum
á Alþingi í gær, að forsetar þingsins og formenn þingflokka hefðu
komið sér saman um kosningu nefndar, er endurskoðaði þingskapar-
lög í heild. Meðal mála, sem inn í þá athugun félli, væri starfssvið
nefnda, hvaða reglur ættu að gilda um umræður utan dagskrár og um
samskipti Alþingis við ríkisf jölmiðla, hljóðvarp og sjónvarp.
„Þingnefnd er skylt
aö fylgjast meö
framkvæmd laga“
Framhaldsumræður fóru fram
um frumvarp_ Vilmundar Gylfa-
sonar (A) og Árna Gunnarssonar
(A) um breytingu á lögum um
þingsköp Alþingis.
• — Vilmundur Gylfason (A)
ítrekaði, að meginefni frumvarps-
ins væri að þingnefndir hefðu
frumkvæðisrétt til að taka mál til
athugunar og rannsóknar. Megin-
tilgangur með slíku frumkvæði
væri sá að kanna hvort og þá
hvern veg rétt væri að breyta
gildandi lögum. Þetta ætti að
framkvæma á þann hátt að
stjórnkerfið yrði opnara.
• — Lúðvík Jósepsson (Abl)
sagði þingnefndir þegar hafa rétt
til að fjalla um mál að eigin
frumkvæði. Þingnefndir hafi oft
undirbúið og flutt mál, sem ekki
hafi sérstaklega verið vísað til
þeirra. Að skylda þingnefnd til
athugunar og rannsóknar á fram-
kvæmd laga, t.d. framkvæmd
umferðarlaga eða áfengislaga —
svo dæmi væru nefnd —, væri of
mikið af því góða, ekki sízt ef gera
ætti það fyrir opnum tjöldum, eins
og látið væri að liggja, í opnum
yfirheyrslusölum, og skila síðan
hverju rannsóknarefni til umræðu
í þingdeildum. Hætt væri við að
Alþingi sinnti þá ekki öðrum
verkefnum en rannsóknarstörfum.
Rannsóknar- og dómsstörf heyrðu
og til öðrum aðilum í stjórnsýslu-
kerfinu. Þá sagði LJó að skv. 39.
gr. stjórnarskárinnar hefði þing-
deild ótvíræða heimild til að láta
fara fram rannsókn á máli, sem
hún teldi sérstaka ástæðu til að
fara ofan í saumana á, þar þyrfti
enga lagabreytingu til. Minnti
hann á svonefnda okurnefnd sem
dæmi um beitingu þeirrar laga-
greinar.
• — Lárus Jónsson (S) minnti á
starfssvið fjárveitinganefndar —
og undirnefndar hennar — varð-
andi könnun á og eftirlit með
ríkisfjármálum. E.t.v. mætti kveða
nánar á um þetta efni, sér í lagi
tilvist og verksvið undirnefndar,
er starfaði milli þinga og skipuð
væri 1 þingmanni frá hverjum
þingflokki.
• — Gils Guðmundsson, forseti
Sameinaðs þings, greindi síðan frá
samkomulagi forseta þingsins og
formanna þingflokka, sem um er
getið í inngangi þessarar frétta-
frásagnar.
Efri deild Alþingis:
Félagsmála-
skóli alþýðu
Bif r eiðar til f atlaðr a
KARL Steinar Guðnason (A) mælti fyrir frumvarpi um félagsmála-
skóla alþýðu, sem hann flytur ásamt Helga F. Seljan (Abl), Guðmundi
H. Garðarssyni (S), Jóni Helgasyni (F), Braga Sigurjónssyni (A),
Braga Níelssyni (A) og Ágúst Einarssyni (A). Stofna skal slíkan skóla
á vegum félagsmálaráðuneytis, er veiti fræðslu um sögu, starf og
stjórnun stéttarfélaga, baráttu þeirra fyrir bættum lífskjörum o.fl.
Skólinn starfi í 6 mánuði á ári. Allur kostnaður, bæði stofn- og
rekstrarkostnaður, greiðist úr ríkissjóði. Stjórn skólans skal vera í
höndum 3ja manna. Eins samkvæmt tilnefningu Menningar- og
fræðslusambandi alþýðu, annars skv. tilnefningu Alþýðusambands
íslands og hins þriðja sem félagsmálaráðuneyti tilnefni.
Fordæmi frá
Noröurlöndum
Karl Steinar Guðnason (A)
rakti í ítarlegu máli þróun verka-
lýðsskóla á Norðurlöndum: í Dan-
mörku, Svíþjóð og Noregi, þar sem
þeir nytu ríflegra fjárframlaga frá
viðkomandi ríkjum. Þættu þessir
skólar þarfaþing í þessum löndum
og koma að gagni vinnustéttum og
viðkomandi þjóðfélögum í heild.
Félagsmálaskóii alþýðu hefði
verið stofnaður hér á landi 1971 en
átt við fjárþröng að búa. Fyrrver-
andi ríkisstjórn hefði þó veitt
skólanum 3ja m. kr. framlag á
fjárlögum 1978. Hefði skólinn
starfað í %-mánaða önnum — og
þrjár annir verið ætlaðar hverjum
nemanda. Fjárhagserfiðleikar
stæðu skólanum fyrir þrifum og
því væri frumvarp þetta fram
komið, með hliðsjón af aðstæðum
og þörfum hér á landi og hliðstæð-
um hjá þeim þjóðum, sem okkur
stæðu næst.
Jón G. Sólnes (S) gerði nokkrar
athugasemdir fyrir frumvarpið,
sem hann sagði túlka sínar
persónulegu skoðanir, ekki afstöðu
Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði
frumvarp þetta laust í reipum og
þurfa að fá góða athugun í nefnd.
Stofn- og rekstrarkostnaður ætti
að vera alfarið ríkisins — skv.
frumvarpinu — en stjórn skólans
að meirihluta tilnefnd af ASI.
Eðlilegra væri að sá aðili, ríkið,
sem bæri alfarið fjármálalega
ábyrgð á skólanum, hefði sterkari
stjórnunaraðstöðu, og einnig
þyrfti að athuga, hvort ekki færi
vel á því, að báðir aðilar
vinnumarkaðarins ættu hlutdeild
að stjórn skólans. Jón sagði allan
almenning hafa greiðari aðgang að
menntun nú til dags, í gegn um hið
almenna skólakerfi en verið hefði
áður — í árdaga verkalýðshreyf-
ingar. Tryggja yrði að ekki ætti
sér stað pólitísk misbeiting í
slíkum skóla, ef stofnaður yrði, en
ekki væri hægt að horfa fram hjá
slíkri misbeitingu, a.m.k. sums
staðar og á sumum tímum, í
launþegafélögum innan ASÍ.
Fatlaö fólk og bifreiöar
Framhaldsumræður urðu í efri
deild um frumvarp þriggja
Framsóknarmanna, Álexanders
Stefánssonar, Vilhjálms
Hjálmarssonar og Hilmars
Rósmundssonar, um lækkun
gjalda eða niðurfellingu á 500
bifreiðum árlega fyrir bæklað fólk
eða lamað, eða fólk með lugnasjúk-
dóma eða aðra hliðstæða sjúk-
dóma. Heildarlækkun verði ekki
minni en sem svarar 1 m. kr. Þá
felur frv. í sér algjöra niðurfell-
ingu gjalda á 25 bifreiðum árlega,
er gangi til fólks, er mikið er
fatlað, en getur þó ekið sérstaklega
útbúnum bifreiðum.
Stefán Jónsson (Abl), Helgi F.
Seljan (Abl) og Álexander
Stefánsson (F) tóku allir til máls í
þessari framhaldsumræðu og
gerðu í ítarlegu máli grein fyrir
þörfum þeim, sem fyrir hendi
væru á þessum vettvangi og
nauðsyn úrbóta. Nefndu þeir
fjölmörg dæmi máli sínu til
stuðnings.
V ar aþingmenn
• — Jón Baldvin Hannibalsson,
fyrsti varaþingmaður Alþýðuflokks-
ins í Vestfjarðakjördæmi, hefur
tekið sæti á Alþingi í fjarveru
Sighvats Björgvinssonar sem er
eriendis — í opinberum erindagjörð-
um.
• — Þá hefur Steinþór Gestsson,
fyrsti varaþingmaður landskjörinna
þingmanna Sjálfstæðisflokksins,
tekið sæti á Alþingi í fjarveru Ólafs
G. Einarssonar sem er erlendis — í
opinberum erindagjörðum. Steinþór
hefur setið undanfarið á þingi í
fjarveru Eggerts Haukdals, sem nú
er mættur til þings.
Svipmynd frá Alþingii í þungum þönkum.
Hér má líta Kjartan Ólafsson, fv. ritstjóra Þjóðviljans, nú þingmann
Alþýðubandalags, í þungum þönkum, enda margt ágreiningsefnið,
sem ber á góma í þinginu. Til hægri á myndinni er Jón Helgason,
þingmaður Framsóknarflokks, að baki Pálmi Jónsson, þingmaður
Sj álf stæðisf lokks.
Frumvarp:
Kjaradómur ákvarði
laun þingmanna
Vilmundur Gylfason (A) mælti í gær fyrir frumvarpi, er hann flytur
ásamt Árna Gunnarssyni (A), þess efnis, að Kjaradómur skuli kveða á
um launakjör alþingismanna. Tók hann fram, að hér væri um að ræða
endurflutning á frumvarpi, sem Gylfi Þ. Gíslason (A) og Ellert B.
Schram (S) hefðu áður flutt en þá ekki náð fram að ganga.
• — Halldór E. Sigurðsson (F)
tjáði sig samþykkan meginkjarna
frumvarpsins, að Kjaradómur
kvæði á um laun þingmanna. Hins
vegar væri e.t.v. rétt að þingfarar-
kaupsnefnd ákvæði, hvað af tilfall-
andi kostnaði þingmanna við að
rækja þingstörf, kæmi til
ákvörðunar eða mats dómsins.
• — Lúðvfk Jósepsson (Abl)
tjáði sig andvígan tilvist Kjara-
dóms. Hann ætti að leggja niður.
Alþingi á að hafa þrek til að
ákvarða, hér eftir sem hingað til,
um launakjör þingmanna, og gjöra
það á þann veg, að þoli al-
menningsdóm. Hliðargreiðslur
þingmanna, þ.e. húsaleiga fyrir
strjálbýlisþingmenn, ferða-
kostnaður, símakostnaður o.þ.h.,
væri fram talið á skattskýrslum
þingmanna. Lög í landinu kvæðu
hins vegar svo á, að hluti þessara
hliðargreiðslna væri undanþeginn
skatti, enda væri hér ekki um laun
að ræða, heldur endurgreiðslu á
útlögðum kostnaði vegna starfs.
Þrátt fyrir þessa staðreynd væri
sú skröksaga sífellt endursögð, að
þingmenn svikju undan skatti.
— Umræðu var frestað.
• — Friðjón Þórðarson (S)
mælti fyrir frumvarpi um að
Grundarfjörður verði sérstök toll-
höfn. Frumvörp um félagsheimili,
dagvistunarheimili, umferðarlög
og landshlutaútvarp var vísað til
2. umræðu og nefnda.
Ný þingmál — ný þingmál — ný þingmál
Fuglaveiðar
og fuglafriðun
Frumvarp til laga um
fuglaveiðar og fuglafriðun
Endurflutt hefur verið stjórnar-
frumvarp um ofanskráð efni, sem
lagt var fram til kynningar á
síðasta þingi. Frumvarpið er í 6
köflum: 1) Um veiðirétt og stjórn
friðunar- og veiðimála, 2) um
friðunarákvæði og veiðitíma, 3)
um fuglaveiðisamþykktir, 4) um
veiðitæki og veiðiaðferðir, 5) um
inn- og útflutning, kaup og sölu
fugla, og 6) um refsiákvæði og
réttarfar.
Frumvarpið er samið af nefnd,
sem fv. menntamálaráðherra
skipaði í janúar 1977: Ásgeir
Bjarnason, fv. alþingisforseti,
form. Búnaðarfélags íslands, dr.
Arnór Garðarsson prófessor, form.
fuglafriðunarnefndar, og Runólfur
Þórarinsson stjórnarráðsfulltrúi,
sem jafnframt var form.
nefndarinnar.
Ferðastyrkur til
Psoriasissjúklinga
Jóhanna Sigurðardóttir (A),
Einar Ágústsson (F), Garðar
Sigurðsson (Abl), Jósep H.
Þorgeirsson (S) og Skúli
Alexandersson (Abl). flytja
frumvarp til laga um greiðslu á
ferðastyrk til psoriasissjúklinga,
sem nauðsynlega þurfa, að mati
sérfræðinga, að njóta loftlagsmeð-
ferðar, sem komi í stað sjúkravist-
ar. Frv. þetta er flutt sem
breytingartillaga við almanna-
tryggingalög- og skal trygginga-
ráðið setja nánari reglur um
úthlutun styrkjanna.
Biðlaun alþingismanna
Garðar Sigurðsson (Abl), Sverr-
ir Hermannsson (S), Eiður Guðna-
son (A), Ingvar Gíslason (F),
Friðjón Þórðarson (S) og Árni
Gunnarsson (A) flytja frumvarp
til laga um biðlaun alþingismanna.
Alþingismaður, sem setið hefur á
þingi eitt kjörtímabil eða lengur, á
rétt á biðlaunum, er hann hættir
þingmennsku. Biðlaun skal greiða
í 3 mánuði eftir eins kjörtímabils
þingsetu en í sex mánuði eftir 10
ár eða lengur. í greinargerð er
vitnað til uppsagnarfrests opin-
berra starfsmanna, ákvæði um
biðlaun ráðherra og frumvarpið
sagt réttlætismál.
Dagvistunarheimili og
húsnæðislán
Jóhanna Sigurðardóttir, Eiðui
Guðnason, Vilmundur Gylfason og
Finnur Torfi Stefánsson, þing-
menn Alþýðuflokks, flytja frum-
varp til laga, þess efnis, að
húsnæðismálastjórn hafi einnig
heimrild til að veita lán til
byggingar dagvistunarheimila í
eigu sveitarfélaga, launþegasam-
taka og annarra félagslegra aðila,
sbr. 3. gr. laga nr. 112/ 1976.