Morgunblaðið - 21.11.1978, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978
Fyrirspurn um rekstur Landakots:
Sjálfseignarstofnun um rekstur
Landakotsspítala var ekkert áhorfsmál
— segir Matthías Bjarnason fyrrv. heilbrigðisráðherra
Á FUNDI sameinaðs þings sl. fimmtudag svaraði
Magnús Magnússon heilbrigðisráðherra fyrirspurnum
frá Sighvati Björgvinssyni varðandi Landakotsspítala.
Við umræðurnar lagði Matthías Bjarnason áherzlu á, að
það væri ekkert áhorfsmál, að það hefði verið rétt
ákvörðun að stofna til sjálfseignarstofnunar um rekstur
Landakotsspítala, sem hefði sparað ríkissjóði 200 millj.
kr. á verðlagi ársins 1975, enda væri stjórn þess spítala
ódýr. En á hinn bóginn tók hann undir, að það þyrfti
meiri og betri samræmingu á starfsemi sítalanna á
höfðuborgarsvæðinu, en að því hefði verið unnið á
undanförnum árum og væri enn unnið.
Spítalinn
hef ur hag af
fyrirkomulaginu
Magnús Magnússon heilbrigðis-
ráðherra sagði m.a. í svörum
sínum við fyrirspurnum Sighvats
Björgvinssonar (A)i
Til að afla svara við þessum
spurningum ritaði heilbrigðis-
ráðherra og tryggingaráðuneytið
bréf til Tryggingastofnunar ríkis-
ins og til St. Jósefsspítala, Landa-
koti, til að fá upplýsingar. Þau
svör sem hér eru gefin, byggjast á
þeim upplýsingum, sem bárust frá
þessum aðilum, þ.e.a.s. Gunnari J.
Möller, settum forstjóra
Tryggingastofnunar ríkisins, og
Loga Guðbrandssyni, fram-
kvæmdastjóra Landakotsspítala.
1. liður spurningarinnar er þannig
með leyfi forseta:
„Hve háum fjárhæðum námu
hæstu greiðslur frá Trygginga-
stofnun ríkisins til lækna við
Landakotsspítala á s.l. ári? Hvaða
læknar fengu þessar greiðslur og
hve mikið guldu þeir hver og einn
til Landakotsspítala, þar af í leigu
fyrir starfsaðstöðu, tækjabúnað,
aðstoðarfólk og þess háttar?"
A árinu 1977 námu hæstu
greiðslur til einstaks læknis á
Landakotsspítala kr. 63 millj. 550
þús., þar af frá Sjúkrasamlagi
Reykjavíkur kr. 45 millj. 935 þús.
og frá Tryggingastofnum ríkisins
vegna annarra sjúkrasamlaga kr.
17 millj. 615 þús. Þessar greiðslur
voru inntar af hendi til Jóhanns
Lárusar Jónassonar yfirlæknis
rannsóknarstofu spítalans. Þessar
greiðslur eru inntar af hendi
samkv. samningi um sérfræði-
læknishjálp. Samkv. upplýsingum
Landakotsspítala greiddi yfir-
læknirinn til rannsókardeildar
spítalans 69% af þessum
greiðslum á árinu 1977 og fram-
kvæmdastjóri spítalans gerir ráð
fyrir að hlutfall greiðslna á þessu
ári verði 74%. Þær upplýsingar
komu frá spítalanum, að á árinu
1977 hefðu verið gerðar 256.852
rannsóknir, þar af 105.994 á
utan-spítalasjúklingum eða
41.26%. Þær tekjur sem spítalinn
hafði af þessum hluta rannsókn-
anna nægðu til að greiða 70.8% af
heildarkostnaði rannsóknar-
deildarinnar. Framkvæmda-
stjórinn telur því að spítalinn hafi
haft verulegan hag af þessu
fyrirkomulagi.
Lágur rekstrar-
kostnaður
Þá upplýsir spítalinn að
brúttórekstrarkostnaður deildar-
innar sé lágur eða kr. 449 af hverri
rannsókn. Til samanburðar er þess
getið í skýrslu spítalans, að
sambærileg tala fyrir Borgar-
spítalann sé kr. 721 af hverri
rannsókn. Þá er þess getið, að
Tryggingastofnun ríkisins greiði
6% lægra gjald fyrir þær
rannsóknir, sem fara fram inni á
s'pítalanum, heldur en þær, sem
fara fram á rannsóknarstofum
utan hans. Spítalinn upplýsir, að á
árinu 1977 hafi heildargreiðslur
lækna fyrir aðstöðu fyrir utan
spítalasjúklinga numið kr. 58
millj. 691 þús. eða 4.46% af
heildarrekstrarkostnaði spítalans.
Sundurliðun greiðslna til lækna
frá Tryggingastofnun ríkisins
annarra en rannsóknalæknis hef-
ur ekki verið framkvæmd.
Fulltrúaráð
Landakotsspítala
2. liður spurningarinnar með
leyfi forseta: „Hverjir skipa full-
trúaráð Landakotsspítala, hvernig
voru þeir valdir, hvert er kjör-
tímabil þeirra, hvernig fer fram
endurnýjun á umboði þeirra til
setu í fulltrúaráðinu og hvert er
verksvið fulltrúaráðsins?"
I fulltrúaráði sjálfseignarstofn-
unar St. Jósefsspítala eru eftir-
taldir menn: Bjarni Jónsson, Björn
Önundarson, Erlendur Einarsson,
Geirþrúður Hildur Bernhöft,
Gunnar J. Friðriksson, Hallgrímur
Sigurðsson, Höskuldur Ólafsson,
Ingibjörg R. Magnúsdóttir,
Jóhannes Nordal, Jón Ingimars-
son, Jón Kjartansson, Katrín
Hjaltested, Logi Guðbrandsson,
Ólafur Örn Arnarson, Ólafur
Jóhannesson, Óttar Möller,
Sigurður Helgason, systir Hilde-
gardis, Valur Valsson, Unnur
Agústsdóttir. Akvæði um skipun
fulltrúaráðsins eru í 6. gr. skipu-
lagsskrár fyrir sjálfseignarstofn-
un St. Jósefsspítala og þar segir
þannig með leyfi forseta:
„Sjálfseignarstofnuninni stjórn-
ar fulltrúaráð skipað 21 fulltrúa,
sem heilbrigðisráðherra tilnefnir.
Falli einhver fulltrúaráðsmanna
frá eða hverfi úr ráðinu af öðrum
ástæðum skal heilbrigðisráðherra
skipa fulltrúa í hans stað, að
fengnum till. fulltrúaráðsins."
Kjörtíminn er ákveðinn eftir
ákvæðum 6. gr., er óákveðinn eða
æfilangt og er því ekki um að ræða
reglur um endurnýjun á umboði til
setu í fulltrúaráðinu. í 6. gr.
skipulagsskrárinnar segir enn
fremur um verksvið fulltrúa-
ráðsins með leyfi forseta:
„Fulltrúaráðið skal koma saman
til fundar eigi sjaldnar en þrisvar
sinnum á ári. Fyrir ráðið skal
leggja til staðfestingar fjárhags-
áætlun sjúkrahússins og árs-
reikninga hverju sinni. Fulltrúa-
ráðið gerir tillögu til ráðherra um
skipan þriggja manna í stjórn
spítalans sbr. 32. gr. 1. nr. 56 frá
1973. Fulltrúaráðið skal setja sér
starfsreglur sem ráðherra
staðfestir."
Auk þess segir svo i starfsregl-
um fulltrúaráðsins, 1. gr.: „Fyrir
fulltrúaráðsfundi skal ennfremur
leggja allar þær meiri háttar
ákvarðanir um rekstur spítalans,
sem yfirstjórn telur nauðsynlegt
að bera undir ráðið eða a.m.k. 7
fulltrúaráðsmenn óska skriflega
eftir, að tekið sé fyrir á ráðsfundi."
2. gr. starfsreglnanna hljóðar svo:
„A fundi fulltrúaráðsins skal kjósa
úr hópi fulltrúa til fjögurra ára í
senn 3 menn í framkvæmdastjórn,
sem ráðið á að gera tillögu um til
ráðherra samkv. 6. gr. 3. mgr.
skipulagsskrárinnar."
Fulltrúaráðsmenn þiggja ekki
laun eða þóknun fyrir setu í
fulltrúaráðinu.
Stjórn Landa-
kotsspitala
3. liður fyrirspurnar hljóðar
þannig með leyfi forseta: „Hverjir
sitja í stjórn spítalans, hvernig eru
þeir kjörnir, til hve langs tíma,
hvért er verksvið stjórnarinnar og
hvað fær hún fyrir störf sín ef
nokkuð?"
í 7. gr. skipulagsskrár St.
Jósefsspítala, Landakoti, segir svo,
með leyfi forseta: „Úr hópi
fulltrúaráðsmanna skal velja yfir-
stjórn sjálfseignarstofnunar St.
Jósefsspítala og skal hún skipuð 7
mönnum. í fyrsta sinn skulu
stjórnarmenn skipaðir til 5 ára af
heilbrigðisráðherra að fengnu
samþykki St. Jósefsreglunnar og
aðrir 4 skipaðir til 10 ára með
sömu skilyrðum. Hvenær sem
stjórnarmenn ganga úr yfirstjórn-
inni skal fulltrúaráðið kjósa menn
í þeirra stað. Leita skal
staðfestingar heilbrigðisráðherra
á kosningunni. Endurkjósa má
stjórnarmenn." Tilvitnun lýkur.
yfirstjórninni eru nú Óttar
Möller forniaður, Jón Ingimarsson
ritari, Björn Önundarson,
Erlendur Einarsson, Logi
Guðbrandsson, Ólafur Örn Arnar-
son, Valur Yalsson. í starfsreglum
er eftirfarandi ákvæði um starfs-
svið yfirstjórnar með leyfi forseta:
„Yfirstjórn sjálfseignarstofnun-
arinnar St. Jósefsspítala, sem
skipuð er eða kosin samkv. 7. gr.
skiðulagsskrár, framkvæmir fyrir-
mæli fulltrúaráðsins milli funda
þess, m.a. með hliðsjón af 8. gr.
skipulagsskrár en þar segir svo:
„Stofnunin 1 skai reka St. Jósefs-
spítala í því formi, sem hann nú er
rekinn í, sérstaklega hvað snertir
læknisþjónustu. Stjórn Stofnunar-
innar skal sjá um, að spítalinn sé
rekinn í samræmi við kröfur
heilbrigðisyfirvalda til slíks
reksturs. 7. gr. Ákvarðanir . í
eftirfarandi málaflokkum skal
framkvæmdastjórn ætíð leggja
fyrir yfirstjórn til samþykktar. 1.
Rekstraráætlun. 2. Ársreikninga.
3. Meiri háttar fjárfestingar. 4.
Staðfesting kjarasamninga. 5.
Tryggingamál, þar með talin kaup
vátrygginga. 6. Veitingu prókúr. 7.
Ráðningu starfsmanna í eftirtald-
ar stöðuí: a) framkvæmdastjóra,
b) skrikstofustjóra, c) innkaupa-
stjóra, d) hjúkrunarforstjóra sbr.
33. gr. 1. nr. 56 frá 1973. 8. Hvers
konar samninga um störf yfir-
lækna og sérfræðinga við spítal-
ann, enda liggi þá einnig fyrir
umsögn læknaráðs spítalans. 8. gr.
Yfirstjórnin getur að eigin frum-
kvæði eða eftir fyrirmælum full-
trúaráðsins tekið til umræðu og
ákvörðunar málefni, sem varða
spítalann og óskað upplýsinga frá
framkvæmdastjórn.
9. gr. Yfirstjórn ræður löggiltan
endurskoðanda til að endurskoða
reikninga spítalans." Tilvísun
lýkur.
Yfirstjórnarmenn þiggja hvorki
laun né þóknun fyrir störf sin í
yfirstjórninni, d. framkvæmda-
stjórn. Samkv. 1. um heilbrigðis-
þjónustu nú nr. 57 frá 1978, 30. gr.,
skal einkasjúkrahúsum eða
sjálfseignarstofnunum stjórnað af
5 manna stjórn, sem er þannig
skipuð, að starfsmannaráð kýs
einn stjórnarmann, viðkomandi
sveitarstjórn 1, en eigendur 3.
Fulltrúar eigenda í framkvæmda-
stjórn eru Höskuldur Ólafsson
formaður, Ólafur Örn Arnarson
varaformaður, Hallgrímur
Sigurðsson ritari. Fulltrúi starfs-
mannaráðs er Sverrir Ormsson og
fulltrúi Reykjavíkurborgar er
Björn Guðbrandsson. Verksviði
framkvæmdastjórnar er lýst í 6.
gr. starfsreglna, sem hljóðar svo
með leyfi forseta:
„Framkvæmdastjórn ásamt
framkvæmdastjóra og hjúkrunar-
forstjóra annast daglegan rekstur
spítalans og stjórn hans milli
funda yfirstjórnar. Samkv.
ríkjandi hefð, verkaskiptingu eða
eftir nánari ákvörðun yfirstjórn-
ar.“ Tilvísun lýkur.
Framkvæmdastjórnarmenn
þiggja hvorki laun eða þóknun
fyrir störf sín í framkvæmda-
stjórn.
Síðasti liður fyrirspurnar er
þannig með leyfi forseta:
200 millj. spöruðust
„Telur heilbrigðisráðherra að
það fyrirkomulag, sem viðhaft er í
rekstri Landakotsspítala, þ.e.a.s.
að spítalinn veiti læknum starfs-
aðstöðu gegn umsömdu gjaldi, en
læknarnir fái beinar greiðslur til
sín fyrir unnið verk samkv.
gjaldskrá, hafi gefið góða raun og
þá einnig þegar tekið er tillit til
kostnaðar við spítalarekstur, svo
og til kostnaðar við heilsugæslu og
heilsuvernd."
Þegar Landakotsspítali var
keyptur í árslok 1976 var frá
upphafi samningsumleitana gert
ljóst af hálfu St. Jósefsreglu, að
boðið væri upp á mismun á kjörum
eftir því hvort um væri að ræða
hrein kaup eða hvort sett yrði á fót
sjálfseignarstofnun sem ræki
spítalann. Þegar endanlega var
gengið frá samningnum var ljóst,
að mismunur á þessum kauptil-
boðum nam 200 millj. kr. á
verðlagi ársins 1975. Fyrrverandi
ríkisstjórn valdi þá leið, sem gaf
lægra verðið, og valdi það að setja
á stofn sjálfseignarstofnun, sem
spítalinn var afhentur til rekstrar
næstu 20 árin.
Samanburður
er erfiður
Eg tel engan vafa leika á því að
þeir sem um þessi mál fjölluðu þá
hafa talið það hagkvæmt að fara
þessa leið og hafa viljað halda uppi
tvenns konar fyrirkomulagi um
spítalarekstur hér í borginni.
Samanburður á rekstri milli ein-
stakra spítala er afskaplega
erfiður vegna þess hve mismun-
andi verkefni spítalarnir hafa. Ég
ætla mér að láta kanna rekstur
sjúkrahúsanna í Reykjavík sér-
staklega og á Tandinu öllu með
tilliti til kostnaðarþátta og hag-
kvæmni og væri til að byrja með
falið Davíð Gunnarssyni aðstoðar-
framkvæmdastjóra ríkisspítal-
anna að annast þessa könnun.
Þegar henni er lokið ætti að liggja
fyrir, hvort eitt rekstrarform
sjúkrahúsa er öðru hagkvæmara
og sé svo, í hverju slík hagkvæmni
sé fólgin.
Á þessu stigi vil ég ekki leggja
neinn dóm á það, sem um er spurt í
fyrirspurn hvort það fyrirkomulag
sem nú er á Landakotsspítala hafi
gefið góða raun, þegar tekið er
tillit til kostnaðar við spítala-
reksturinn og að sjálfsögðu hefur
það ekki gefið neina raun, þegar
tekið er tillit til kostnaðar við
heilsugæslu og heilsuvernd, því að
spítalinn annast engin störf á því
sviði. Engin heilsugæsla er rekin á
spítalanum enda þótt uppi hafi
verið hugmyndir um, að heilsu-
gæslustöð yrði byggð í tengslum
við hann.
Niðurstaða mín verður því sú, að
ég vil bíða með að svara þessari
fyrirspurn þar til frekari gögn
liggja fyrir af þeirri könnun, sem
nú er í gangi.
Betri
læknisþjónusta
Vegna ummæla hv. fyrirspyrj-
anda um, að útgjöld fari vaxandi í
sjúkratryggingakerfinu, þá er það
vissulega rétt. Þetta er vandamál
alls staðar í heiminum og á því eru
ýmsar skýringar, t.d. þær, að nú