Morgunblaðið - 21.11.1978, Side 33

Morgunblaðið - 21.11.1978, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 33 eru læknaðir sjúkdómar, sem ekki var reynt að lækna áður. Ég vil nefna einn sjúkdóm og það eru börn, sem fæðast með klofinn hrygg. Fyrir 10 árum og allt fram að þeim tíma dóu þessi börn öll strax. Nú eru þau öll læknuð. Þetta þýðir það, að nú verða þau meira eða minna alla sína ævi á stofnunum. Vitanlega kostar þetta peninga. Sama má segja um ýmsa aðra sjúkdóma, sem nú eru læknaðir og þá oftast nær með ærnum tilkostnaði og þetta er sú þróun, sem alls staðar á sér stað. En ég er eins og ég sagði áðan með í gangi rannsókn á því eða könnun á því hvað mætti verða til að gera rekstur sjúkrahúsanna hag- kvæmari og ég vona, að við náum þar einhverjum verulegum árangri. Eins og á fundi hjá frímúrurum Sighvatur Björgvinsson (A) sagði m.a., að svör ráðherra gæfu til kynna, að læknar, sem ynnu við ambúlantþjónustu, fengju greitt fyrir verknaðinn hvort sem þeir væru viðstaddir eða ekki. Einn læknir hefði fengið 20 millj. kr. á árinu 1977 í beinar launagreiðslur, en í fjárlagafrumvarpi væri gett ráð fyrir um 67% hækkun launa- kostnaðar milli ára, svo aö það léti nærri, að þetta samsvaraði 35 millj. kr. á árinu 1978. Þingmaðurinn sagðist ekki hafa neina skoðun á því, hvort þetta væri æskilegt kerfi eða ekki. En hitt þætti sér gaman að heyra, að fyrrv. heilbrigðisráðherra hefði valið vel í fulltrúaráðið. Þar væri valinn maður í hverju rúmi og minnti helzt á kappalið Óðins í Valhöll, En menn gætu alveg eins verið staddir á fundi í frímúrara- reglunni í Reykjavík, — og sagðist hann þó efast um að nokkur frímúrararegla hefði jafn miklu mannvali á að skipa og fulltrúaráð Landakotsspítala. Rekstur fyrirtækis en ekki laun. Bragi Níelsson (A) sagði, að út úr svörum ráðherra sæist fyrst og fremst það eitt, hversu mikill óskapnaður stjórnun spítala á Islandi væri. Hann sagði, að tölurnar um yfirlækninn væru villandi, þar sem raunværulega væri verið að tala um rekstur fyrirtækis. Til að byrja með hefði rannsóknarstofan verið spítalans, en með aukinni rannsóknar- þjónustu fyrir almenning utan sjúkrahúsa hefði farið svo, að praktíserandi læknar hefðu ekki haft aðgang að neinni rannsóknar- stofu nema þessari, enda væri meginhluti „ambulant“-rannsókn- anna kominn þangað. Þessi til- tekni yfirlæknir stjórnaði þessu fyrirtæki eins og hverju öðru rekstrarfyrirtæki. En upplýsingar lægju fyrir um, að meðal- rannsóknir væru ódýrari þarna en annars staðar. Alþingismaðurinn benti á, að þessi tiltekni læknir ætti sjálfur verulegan hluta af þeim tækjum, sem notuð væru, og hann kostaði einnig vinnuna við þessa stofu. Þá taldi hann algera nauðsyn að betri heildarstjórn yrði komið á sjúra- húsrekstur hér á landi. Matthías Bjarnason (S) sagði í upphafi máls síns, að sumar af fyrirspurnunum væru ákaflega undarlegar, því að svarið við þeim lægi Ijóst fyrir, bæði um skipan fulltrúaráðs Landakotsspítala, stjórn og annað, enda virtist fyrirspyrjandi hafa orðið fyrir vonbrigðum, þegar enginn þessara manna hefði tekið laun. — Enda hvarf hann af fundi rétt á eftir, sagði þingmaðurinn. Það var svo lítið að smjatta á, en hann smjattaði aðeins á yfirmanni rannsóknardeildar spítalans og hann var ekki lengi að reikna laun hans út til verðlags í dag, en hann sleppti alveg því, sem síðasti ræðumaður skýrði réttilega, að hér er í raun og veru ekki um laun eins læknis að ræða eða eins starfsmanns, heldur rekstur á sérstakri deild, þar sem viðkomandi læknir á meginhluta af tækjunum og þess vegna er það rangt, villandi og bein fölsun að tala í þessu sambandi um laun eins manns. Vegna ummæla Sighv. Björg. um að margir frímúrar hefðu valizt í fulltrúaráð Landakotsspít- ala af fyrrv. heilbrigðisráðherra sagði Matthías Bjarnason m.a.: — Mér láðist alveg að hafa til hliðsjónar meðlimaskrá frímúr- arareglunnar og get ekkert sagt um, hverjir eru frímúrarar og hverjir ekki, því að ég er allsendis ókunnugur þeim félagsskap. Það hafði komið til tals að breyta þessu sjúkrahúsi í sjálfseignar- stofnun óg fyrri eigendur, St. Jósefssystur, voru búnar að ræða við ákveðna menn, sem áttu að vera aðilar að henni. Við í heilbrigðisráðuneytinu töldum eðlilegt að vera við óskum seljenda í þeim efnum, en síðar var nokkrum öðrum mönnum bætt við fulltrúaráðið, aðallega frá hendi ríkisvaldsins, frá ráðuneytinu, Tryggingastofnun ríkisins og nokkrum öðrum til þess að hafa víðari sjóndeildarhring varðandi þessa sjálfseignarstofnun. Ég tel, að það sé ekkert áhorfsmál, að það hafi verið rétt, sem gert var að minni tillögu, að stofna til þessa,r- ar sjálfseignarstofnunar og spara ríkissjóði 200 millj. kr. á verðlagi ársins 1975. Furðulegur málflutningur Einar Agústsson (F) lýsti furðu sinni á fyrirspurnunum og þeim Fjörugar umræður urðu á þingi sl. miðviku- dag, í neðri deild, um frumvarp Gunnlaugs Stefánssonar (A) þess efnis, að þingmenn megi ekki þiggja önnur laun samtímis þingstörfum. Frumvarpið er flutt sem breyting á stjórnskipun- arlögum og getur því ekki orðið að veruleika nema samhliða stjórnar- skrárbreytingu. Starfskraftar þingmanna nýtist á þinginu Frv. gerir ráð fyrir því að þingmenn, sem ekki eru ráð- herrar, megi ekki hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana, einkaat- vinnufyrirtækja eða fyrir ein- staklinga meðan Alþingi stend- ur. GSt sagði, að með tilliti til þess að stjórnkerfið yrði æ flóknara væri út í hött, að menn hefðu þingmennsku sem auka- starf. Starfskraftar þingmanna, þyrftu að nýtast við þingstörfin. Það myndi og auka virkni þingsins. Þá vitnaði GSt til 9. gr. stjórnarskrárinnar um forseta- embættið, þar sem fram væri tekið að forseti Islands mætti ekki hafa launuð störf með höndum í þágu opinberra stofn- ana eða einkaatvinnufyrirtækja. Skrítnast af öllu skrítilegu EUert B. Sehram (S) sagði að margt hefði skrítilegt fram komið á þessu þingi — en þetta svörum, sem veitt hefðu verið. Verið sé að gera því skóna, að tiltekinn læknir hafi haft óeðlilega miklar tekjur af tiltekinni starf- semi og ráðherra svari spurning- unni þannig, að þannig hafi málið raunverulega legið fyrir. — Veit ekki heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið það, sem hér hefur verið upplýst, að þessi læknir á eftir þeim upplýsingum, sem hér hafa komið fram, stóran hluta af þeim tækjum, sem notuð eru? spurði þingmaðurinn. Veit ekki ráðuneytið, að þessi læknir leggur til mannskap til þess að vinna að þessu starfi eða er þetta ósatt, sem BN upplýsti hér? Mér finnst ástæða til þess að þetta komi fram, hvort það er virkilega þannig, að ráðuneytið viti ekki þetta og gefur þá upplýsingar samkvæmt beztu vitund eða hvort þessu er vísvitandi haldið leyndu og þá í hvaða tilgangi. Þá lýsti þingmaðurinn undrun sinni yfir því, að það skyldi haft í flimtingum, hverjir sætu í full- trúaráði Landakotsspítala. Aðal- atriðið væri, hvernig þeir hefðu unnið störf sín. Ef þeir hefðu unnið þau vel, samvizkusamlega og með hagsmuni stofnunarinnar fyrir augum ætti að þakka þeim en ekki gera gys að kosningu þeirra eða tilnefningu. Meiri samræmingu Magnús Magnússon heilbrigðisráðherra sagði að laun- væri það vitlausasta. Hér er verið að banna þingmönnum að taka þátt í atvinnulífi eða atvinnurekstri, hvort heldur sem er til sjós eða lands. Hann minnti á þau viðhorf Bjarna heitins Benediktssonar, að þing- menn þyrftu að vera í sem nánastri snertingu við atvinnu- lífið — því þyrfti að sækjast eftir því, að menn veldust á þing úr sem flestum greinum at- vinnulífsins og sem víðast af landinu. Þann veg vænþað bezt tryggt að þingið byggi að lífrænum tengslum og þekkingu á því, sem mestu máli skipti í þjóðfélaginu. Þingmenn gætu og sinnt þingmannsstarfi vel, sagði Ellert, þótt jafnframt séu þátt- takendur í atvinnulífi, ef ekki, þá er það kjósenda að kveða á um breytingu. Ef þetta frv. yrði að lögum myndi það frekar hindra góða menn í því að gefa kost á sér til þingstarfa en hvetja. Ekki yki slíkt á virkni þess. Vinnuafköst þingmanna Finnur T. Stefánsson (A) sagði hér einfaldlega um það að ræða hvort Alþingi vildi tryggja sér vinnuafköst þingmanna. Það væri aðalatriði málsins. Ekki vildi ég ráða mann til starfa hjá mér sem ynni öðrum. Hitt er annað mál að hugsanlegt er að ná þessu marki eftir öðrum leiðum en frv. felur í sér. Það þarf að kanna í nefnd. Þetta frumvarp háir þingmönnum ekki í því að starfa í atvinnulíf- inu. Þeir geta einfaldlega hætt störfum hér og farið út í atvinnulífið. Og það er hægt að afla sér þekkingar á atvinnulíf- inu án þess að vera endilega in til yfir.læknisins væru brúttó- greiðslur, hann greiddi 69% til baka, sem rynni til starfsfólksins, en á hinn bóginn var honum ókunnugt um, hvort læknirinn eða sjúkrahúsið ætti tækin. Þá ítrekaði hann, að meiri og betri samræming væri nauðsynleg hjá stóru sjúkrahúsunum þremur. Þau hefðu að hluta svipaðan rekstur, t.d. væru þau öll með skurðstofur, sem væru mannaðar allan sólarhringinn. Meiri hagkvæmni í sjúkrahúsrekstri Sverrir Ilermannsson (S) tók undir ummæli Einars Ágústssonar og sagði, að ef fyrirspurnin hefði átt að beinast að því að fá upplýsingar um laun rannsóknar- starfsmanna, væru menn litlu fróðari, því að hér væri um rekstur á sérfyrirtæki að tefla, þar sem þessi umgetnu laun gengju til rekstrar stofnunar, afskrifta tækja og launa starfsmanna. Hann kvaðst hafa átt ómerki- legt erindi á Borgarspítalann einu þátttakandi þar. Skapar það t.a.m. þekkingu á sjávarútvegi sem atvinnugrein að vera háseti á togara? „Sá, sem ætlar að spjara sig hér í þinginu, verður að kunna þetta allt, ekki bara einn atvinnuveg. Hann verður að þekkja iðnað, landbúnað og þetta allt saman, þannig að þessi gamla lumma um þekking- arþörf á atvinnulífinu eigi að ráða um utanþingsstörf á ekki við rök að styðjast." Flutt á röngum tíma Einar Ágústsson (F) sagði þetta mál flutt á röngum tíma. Það væri vinnusparnaður ef þingmenn Alþ.fl. flyttu öll sín stjórnskipunarmál á einu bretti (en þau eru fjögur), sem hvort eð er yrðu ekki afgreidd nema í einu lagi, samhliða stjórnar- skrárbreytingu, þegar þar að kemur, en þingflokkarnir hafi komið sér saman um tímamörk í því efni. Það myndi auka á virkni Alþingis og vera vinnu- sparnaður, sem og, ef menn styttu mál sitt í stað hróka- ræðna í öllum dagskráratriðum. Ég dreg í efa að hæfir menn fengjust til starfa í þessari stofnun, ef sú breyting kæmist á, sem hér er lögð til. Þing- mennska er óvisst starf. Og sumir hverjir hafa gefið kost á sér til þessara starfa fyrir tilmæli fólks. Ekkert er athuga- vert við það að þessir menn vilji hafa að einhverju að hverfa, ef og þegar þingmennsku lýkur. „Að leggjast í kvennafar eða íþróttir“ Við eigum að vera vandir að virðingu okkar, þingmenn, sagði I’áll Pétursson (F). en við eigum að kunna okkur hóf í því efni. Ég a.m.k. tel mig ekki sinni og sér hefði ofboðið starfs- mannafjöldinn, sem þar vann heilan og hálfan daginn og fjöldi læknanna, en ólastanlega hefði verið hlúð að sjúklingunum. — En ég hef síðan og af ýmsum öðrum ástæðum kynnt mér rekstur sjúra- húsa, sagði þingmaðurinn. Og ég er þess fullviss, að þar fer margt öðru vísi en skyldi og þyrfti að takast til rækilegrar athugunar. Mér er nær að halda að rekstur þessara stórfyrirtækja sé ekki eins og hann ætti að vera, þar ráði læknar, sem hafa í allt öðru að snúast en að athuga um hag- kvæman rekstur, ferðinni og og nánast allri ferð um fjárhagslega afkomu þessara stofnana. Hann kvaðst sérstaklega hafa kynnt sér innkaup á lyfjum. Mörg gervilyf séu jafngóð frumlyfjum, en kosti kannski aðeins hluta, jafnvel 1/20 af frumframleiðslulyfjunum. Samt sé gersamlega eftirlitslaust, hvort læknir tekur ákvörðun um að panta sér til handa frumlyfin eða gervilyfin. Hér þurfi sérmenntaðir rekstrarhagfræðingar að koma til og hafa framkvæmdastjórn með höndum. forseta landsins, eða jafnoka hans, eins og skilja mátti á líkingu framsögumanns á störf- um þingmanns við forseta. Hins vegar er það ekki rétt hjá Ellert Schram að þetta sé vitlausasta mál, sem hér hefur verið fram borið. Við þingmenn erum sem sé ýmsu vanir. En að sjálfsögðu er misjafn sauður í mörgu fé — og eins gildir um málafjöldann í möppu háttvirts framsögu- manns. Auðvitað er ekki gott að þingmenn séu of störfum hlaðn- ir, en hins vegar er það höfuð- nauðsyn, að þeir slitni ekki úr tengslum við það líf, sem lifað er í landinu. Finnur Torfi mætti t.a.m. kynna sér mannlíf í Norðurlandi vestra oftar en í sumarfríum. En svo er á það að líta, að sumir þingmenn hafa meiri starfsorku en aðrir, eins og gengur og gerist um aðra menn, og ef þeim væri nú bannað að hyggja að öðrum störfum en innan veggja Al- þingis — „gætu þeir lagst í kvennafar, íþróttir, eða ein- hverja vitleysu!" Að mínu mati skiptir máli að þingmenn séu „efnalega sjálf- stæðir“ og óháðir. Sumir verða þingmenn vegna eindreginna óska umbjóðenda, aðrir fyrir einskæra tilviljun, jafnvel röð af tilviljunum. Ég er sjálfur máske í þeim hópi. Við erum ekki tryggir til æviloka í þingstarfi. Jafnvel ekki til 12 ára. Þá er betra að hafa að einhverjum störfum að hverfa, t.d. að eiga bakhjarl í fáeinum kindum fyrir norðan. Meiningin í þessu frv. er sjálfsagt góð. F'ormið er hins- vegar óheppilegt. Ef þingmenn gegna ekki starfi sínu með sóma, vegna annarra starfa, er það kjósenda að sjá um, að þeir verði ekki mosagrónir á Alþingi. Gunnlaugur Stefánsson og Ellert B. Schram töluðu tvívegis í umræðunni. niÞinci Páll Pétursson: „Bakhjarl í fáeinum kindum betri en ekki’ ’ Þingmenn og þjóðlífið Lu ^fc-anÍTíýle tijint HÚb.M.wr ,M->4 fbtrett'T :Et tiírcI ilvsl 6»(T! ii3fnotK=,TfN;órfg rra o<iij(í» t; »V .Tieýlíjqij nnilstiqE fcasii

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.