Morgunblaðið - 21.11.1978, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.11.1978, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 Ellert B. Schram: Landshlutaútvarp Aukin ábyrgð og áhrif til fólksins Ellort B. Schram mælti nýlega fyrir frumvarpi til breytinga á útvarpslöfjum, sem gerir ráð fyrir útvarpsstöðvum á vegum lands- hlutasamtaka eða sveitarfélaga, undir yfirstjórn ríkisútvarpsins. Hann minnti á frumvarp, sem Guðmundur H. Garðarsson (S) flutti á síðasta þingi, sem gerði ráð fyrir að afnumin yrði einokun ríkisútvarpsins og leyfður frjáls útvarpsrekstur. Eg er fylgjandi þeirri stefnu, sem fram kom í því frumvarpi, sagði Ellert, en mér virðist rétt að sækja að því marki í áföngum. Því legg ég til að þessi leið verði farin: sjálfstæðar út- varpsstöðvar undir stjórn ábyrgra aðila og yfirstjórn ríkisútvarpsins, sem áfram hafi einkarétt á þessum vettvangi. Eg trúi því að slíkt fyrirkomulag muni stuðla að aukinni valddreif- ingu í þjóðfélaginu, færa fólkinu í landinu aukin áhrif og ábyrgð, hvetja fleira fólki til að setja saman dagskrár, menningarlegar, listrænar og skemmtidagskrár. I slíkum staðbundnum stöðvum væri hægt að flytja fréttir úr heimabyggðum, sem fyrst og fremst eiga erindi til heimaaðila, auglýsa staðbundna þjónustu og fleira af því tagi. Það skiptir heldur ekki litlu máli að hér yrði tvímælalaust á ferðinni ákveðin samkeppni og aðhald fyrir ríkisút- varpið ekki síður en hugsaðar landshlutastöðvar. Hugmyndin góð og athugunarverð Eiður Guðnason (A) sagði hér hreyft góðu og þörfu máli. í raun gegnir furðu að ekki skuli fyrir löngu vera búið að gera áætlun um' uppbyggingu slíks landshlutaút- varps. Hins vegar er rétt að kanna, hvort þessi sérstaka leið, þ.e.a.s. að landshlutasamtök og einstök sveit- arfélög fái þessa heimild, sé sú bezta. Ég hygg skynsamlegra, til að byrja með, að þetta gerist í samvinnu )>essara aðila og ríkisút- varpsins. I jafnsérhæfðum rekstri kæmi miðlun á þekkingu og reynslu ríkisútvarpsins að góðu gagni. Eiður vék og í máli sínu að hugsanlegri kennslu í fjölmiðlum við Háskóla íslands, sem e.t.v. gæti tengst slíkum útvarpsrekstri. Þá fjallaði Eiður um frjálsan útvarpsrekstur, sem hefði bæði kosti og galla, en sá væri munur á prentmiðlum og ljósvakamiðlum, að því er varðar hljóðvarp og sjónvarp, að það væri ekki nema ákveðið sendirými fyrir hendi. Áhugi á Akureyri Ingvar Gislason (F) tók og jákvætt i frunlvarp Ellerts B. Schram. Hann hefði áður tjáð sig fylgjandi staðbundnum útvarps- stöðvum á vegum ríkisútvarpsins. Ég styð það að mál þetta fái verðuga skoðun í nefnd. Ingvar vakti athygli á því að þetta mál hefði lengi haft hljómgrunn á Akureyri. Hefðu þar m.a. komið fram tillögur í bæjarstjórn það varðandi. Hann sagði ríkisút- varpið hafa verið svifaseint og ekki laust við vanrækslusyndir við sumar endurvarpsstöðvar, og nefndi sem dæmi endurvarpsstöð- ina í Skjaldarvík, norðar Akureyr- ar. Markús Öm Antonsson: Skjót lausn umferðarmála í Breiðholti nauðsynleg Þingmenn Reykjavíkur hugi að framkvæmdum við Reykjanesbraut Umferðarmál í Breiðholti voru rædd nokkuð á fundi borgarstjórn- ar 16. nóv. Tilefnið var fyrirspurn frá Markúsi Erni Antonssyni (S)> „Nýlega hefur bæjarstjórn Garða- bæjar sent frá sér ályktun um, að framkvæmdir við lagningu Reykjanesbrautar milli Breiðholts og Keflavíkurvegar hefjist strax í vetur. Af þessu tilefni er spurt: 1. Hvaða framkvæmdir eru nauðsyn- legar á Reykjanesbraut, þar sem nú liggur milli Breiðholts og Kópavogs að Vesturlandsvegi, vegna aukins umferðarþunga, sem fyrirhuguð lagning til suðurs mun valda? 2. Er fyrir hendi áætlun um framkvæmdahraða og kostnað?" Egiii Skúli Ingibcrgsson svaraði fyrirspurninni og sagði að á vegum Þróunarstofnunar og umferðar- deildar hefði verið gerð umferðar- talning á þeim vegum, sem upp í Breiðholt liggja, og sömuleiðis um allt svæðið sunnan Reykjavíkur og umferð þaðan til borgarinnar. Af niðurstöðum þessarar talningar má draga vissar ályktanir út frá reiknimódelum um það, hvernig umferð muni verða og hvernig hún muni skiptast á umferðaræðar. Um þetta hefa Þróunarstofnun og umferðardeild gert ákveðna spá. Niðurstaða þessarar spár er, að núverandi vegur upp í Breið- holtshverfið, vegur sá, sem Reykjanesbraut yrði framhald af, getur flutt við núverandi aðstæður um þrjú þúsund og mest um átta þúsund bíla til viðbótar flutning- um upp í Breiðholt úr Reykjavík, sem er um þrjátíu og eitt þúsund bílar á sólarhring. Setja þarf upp ljós á helztu krossgötum eða afleggjara t.d. á Smiðjuveg út í Kópavog og svo á gatnamótin upp í Breiðholt. Verði Hafnarfjarðarvegurinn látinn vera í óbreyttu ástandi má búast við því, að umferð um Reykjanesbrautina, þ.e.a.s. upp í Breiðholt og um Reykjanesbraut til suðurs, verði strax í hámarki flutningsgetu, 8000 bílar á sólar- hring. Það myndi þýða að ráðast þarf í verulegar framkvæmdir á Breiðholtsgatnamótum og Smiðju- vegargatnamótum til þess að hægt verði að anna slíkri umferð. Forsenda þess sem sagt, að ekki þurfi að ráðast í stórfelldar aðgerðir á Reykjanesbraut, er, að Hafnarfjarðarvegur verði a.m.k. í jafngóðu ástandi og Reykjanes- brautinni er ætlað að verða og eins og sú gata, sem nú liggur upp í Breiðholt. Ekki verður því sagt um það hvað gera á á næstu árum, fyrr en fyrir liggur hvaða stefna ofan á verður um Hafnarfjarðarveginn. Ræða má, hver bera eigi kostnað af nauðsynlegri mannvirkjagerð ef allri umferðinni til suðurs er beint á Reykjanesbrautina, en augljóst Egill Skúli Ingibergsson. er, að Reykjavíkurborg ein getur ekki tekið þann kostnað á sig. Síðari hluta fyrirspurnar Mark- úsar Arnar, hvort fyrir hendi sé áætlun um framkvæmdahraða og kostnað, hefur verið að nokkru svarað nú þegar. Það eru ekki fyrir hendi áætlanir um kostnað né framkvæmdir né framkvæmda- hraða af framangreindum ástæð- um þ.e. án fullrar vitneskju um það, hvaða stefna tekin verður upp við Hafnarfjarðarveg og hvernig ríkið ætlar að bregðast við kostn- aðarskiptingu vegna þessarar tengingar ef hún verður ofan á. En ágizkunartala gæti verið um þrjú hundruð milljónir, en Egill Skúli tók fram, að hér væri aðeins um ágizkun að ræða. Markús Örn Antonsson þakkaði svörin og sagði, að bent hefði verið á, að umferðarþungi muni færast á Reykjanesbraut þegar hún verður fullgerð milli Breiðholts og Kefla- víkurvegar. Markús Örn sagði, að æskilegt væri, að borgarfulltrúar væru vel á verði ekki sízt ef umferð þungaflutningabíla safn- aðist þarna. Fram hefði komið, að ráðast þurfi í mannvirkjagerð á umræddum kafla ef taka eigi við auknu umferðarálagi. Markús Örn sagði, að fyrst bæjarstjórn Garða- bæjar hefði sent frá sér ályktun þar sem fram kæmi, að lagning Reykjanesbrautar þyrfti helzt að hefjast í vetur og viss lausn væri það fyrir þá, mætti vænta þess að fleiri slíkar áskoranir myndu fylgja í kjölfar þeirrar sem komin er. Borgarfulltrúar þyrftu því að vera viðbúnir að taka ákvörðun Davíð Oddsson (S) óskaði eftir þvi á siðasta fundi borgarstjórnar, að meirihlutinn gerði grein fyrir þeim fjárhagsvandræðum og af- leiðingum þeirra, sem orðið hafa í útibúi Félagsmálastofnunar í Breiðholti. Guðrún Helgadóttir (Abl) svaraði og sagði, aö í sumar hefði fjárveiting verið skorin niður um fimmtíuþúsund á dag. Félags- málaráð hafi síðan reynt að fá fjármagn þetta engu að síður. Fengist hefði ein milljón og viðurkenning fyrir 1,9 milljónum. Vitað hafi verið um þessa milljón þann dag sem starfsmenn útibús- ins gripu til þeirra ráða að greiöa skjólstæðingum stofnunarinnar ekki. Guðrún sagði, að bak við allt málið væru miklir erfiðleikar. Starfsmönnum fyndist starf sitt vera of mikið fólgið í að borga út peninga en ekki til þess að styðja skjólstæðingana til sjálfshjálpar. Hún kvaðst skilja, að óþolandi væri að standa með samþykktir félagsmálaráðs í höndunum en þurfa síðan að velja og hafna hvað greiða skuli. Borgarfulltrúar hlytu að gera sér grein fyrir, að frumþarfir yrðu að ganga fyrir öðru. Guðrún kvaðst vilja leggja áherzlu á að endurskipuleggja þurfi Félagsmálastofnunina svo hún geti unnið á breiðari grund- varðandi þá hlið málsins, sem að Reykjavík sneri. Um fjárhagshliðina væri það að segja, að óréttmætt væri ef Reykjavíkurborg ein ætti að greiða allan kostnað við fram- kvæmdirnar, sem næmi ef til vill hundruðum milljóna króna. Líkleg túlkun á umræddu mann- virki væri þjóðvegur í þéttbýli. Markús Örn sagði mál þetta þannig vaxið, að borgarfulltrúar yrðu að kanna allar leiðir til að fá ríkið til að taka þátt í kostnaðin- um. Full ástæða væri því fyrir velli. Aðgerðir starfsmanna bæri að harma og Davíð Oddssyni kvaðst hún vilja benda á, aað fullur hugur væri á að finna lausn málsins. Markús Örn Antonsson (S) sagðist vilja kalla aðgerðir starfs- mannanna frumhlaup. Hinn 9. nóv. hefði engum af okkur verið kunnugt, að daginn áður höfðu starfsmennirnir í Breiðholti ekki greitt út. Það hafi hins vegar verið tilkynnt yfirmönnum Félagsmála- stofnunar. Markús Örn vitnaði síðan í bréf starfsmanna. Hann sagði, að hinn 8. nóv. þegar ekki var greitt út hefðu starfsmennirn- ir afhent skjólstæðingum dreifi- bréf. I umræddu bréfi hafi verið listi yfir nöfn manna sem átt hefði að hringja í vegna málsins. Þetta athæfi væri vítavert því viðkom- andi aðilar hafi ekki verið inni í málinu þó að félagsmálaráðsmenn hafi vitað svolítið um málið og þegar reynt að leysa það. Mjög ámælisvert væri að blanda skól- stæðingum Félagsmálastofnunar- innar inn í innri deilur. I umræddu tilfellum í Breiðholti hefðu verið einstæðar mæður, sem höfðu ekki einu sinni peninga til að kaupa mjólk handa börnum sínum og hafi þær gert ýmsar ráðstafanir til að finna bráðabirgðalausn. þingmenn Reykjavíkur að huga sérstaklega að þessu máli. Markús Örn Antonsson sagði, að nú væri ástandið í umferðarmál- um á mótum Reykjanesbrautar og gatnamóta við tengigötur í Breið- holtshverfi alvarlegt því á mestu álagstímum væru 3—400 metra langar biðraðir bíla á Álfabakka inn í hverfið Breiðholt I. Á þessu máli þyrfti að taka með festu og finna lausn. Fyrsta lausn gæti verið að ná samkomulagi við umferðardeild lögreglunnar um að hafa lögreglumenn á mestu álags- tímunum á staðnum til þess að stjórna umferðinni. Hugsanleg lausn sé að endur- bæta gamla Blesugrófarveginn til að leysa einhvern vanda, en nú sé vegurinn svo holóttur, að hann sé eiginlega ófær venjulegum bílum a.m.k. leggi bílaeigendur ekki bíla sína á þann veg vegna hættu á skemmdum. En umfram allt væri skjót lausn nauðsynleg og einfald- asta lausnin eins og fyrr sagði að fá lögreglumenn til að stjórna umferðinni þarna. Þennan dag hafi verið nokkur fjárhæð til ráðstöfunar í útibúinu en jafnvel sú fjárhæð hafi ekki verið greidd út. Það væri því vítavert framferði hjá starfsmönnum útibúsins að greiða ekki út. Ekki væri annað að sjá af aðgerðum starfsmanna en þeir teldu sig óháða ákvörðun félags- málaráðs. Markús Örn varpaði síðan fram þeirri spurningu hvort borgaryfirvöld ætli að láta óátalið, að starfsmannahópar grípi til svona aðgerða? Egill Skúli Ingibergsson borg- arstjóri sagði, að aðgerðirnar hjá starfsmönnnum í Breiðholti væru vítaverðar. Hann kvaðst hafa leitað skýr- inga hjá starfsmönnunum á um- ræddum aðgerðum en ekki ætla að rekja þær hér. Starfsmennirnir hefðu fengið sína aðvörun og komi til annars slíks verði tekið á málum í samræmi við það. Davíð Oddsson sagði, að sér hefði fundist upplýsingar Guðrúnar Helgadótt- ur ekki nægar, þó efaðist hann ekki um, að góður vilji væri fyrir hendi. Hann fór síðan fram á, að Björgvin Guðmundsson skýrði frá með hvaða hætti málið yrði leyst. Björgvin Guðmundsson (A) sagði málið hafa verið rætt á fundi borgarráðs og bórgarstjóra og borgarritara verið falið að skila umsögn um lausn vandans. Félagsmálastofnun í Breióholti: „Aðgerðir starfs- manna vftaverðar” —segir borgarstjóri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.