Morgunblaðið - 21.11.1978, Page 39

Morgunblaðið - 21.11.1978, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 39 óslitið á vígstöðvunum, unz stríð- inu lauk, — á þriðja ár. Eftir styrjöldina minnkaði um atvinnu. Hvað átti, að gera við heimkomna hermenn, sem sviptir höfðu verið fyrri störfum? Lög voru samin um styrki til jarða- og búvélakaupa þeim til handa, sem vildu búa. Þórður hvarf að því ráði, enda bústörfum vanur. Festi hann þá kaup (1919) á bújörð skammt fyrir norðan lítið þorp, sem kallast Mozart, í austanverðu Saskatchewan-fylki. Þar hófu Is- lendingar landnám stuttu eftir aldamót. Kallast Vatnabyggð eða Wynyard-byggð. Tekur yfir um 100 km beggjamegin járnbrautar, sem liggur um 500 km vestur frá Winnipeg, hallandi til norðurs. W.vnyard er þar helztur bær af 7, næst vestan við Mozart. (Þess má geta, að í Vatnabyggð var ég prestur frjálslyndra safnaða frá jólum 1921 til miðsumars 1930). H. 22. nóv. 1920 kvæntist Þórður mjög elskulegri konu, Önnu Guðrúnu (f. 6/2. 1895), dóttur hjónanna Tímótheusar Guðmundssonar frá Litla-Holti, Dalas., og Þorbjargar Hallgríms- dóttur. (Sjá Hkr. 7/2. 1945). Þau bjuggu í Vatnabyggð. Anna var heitin eftir móður Tímótheusar, föðurhálfsystur dr. Brands Brandssonar, hins víðkunna og mikilsvirta læknis í Winnipeg. í ársbyrjun 1922 gerðu menn sér aimennt grein fyrir því, að um vaxandi kreppu væri að ræða, er vara mundi lengi — þó ekki eins lengi og raun varð á! Hveitið féll og féll. Gripir gerðu ekki fyrir fóðri sínu. Ymsir þeir, er lán höfðu tekið til að flýta fyrir bættum lífskjörum, létu lönd og óðul. Þórður var hygginn maður — eins og langafi hans frá Dag- verðará forðum. Smámsaman full- ræktaði hann bújörð sína, mest með handafli og hestöflum. Hann var garpur til vinnu. En full- snemma byrjaði gigtin að ónáða hann og löngum síðan. Hann þraukaði af kreppuna, hélt búi sínu og hagur hans batnaði. Er frá leið, bætti hann við sig leigulönd- um til beitar og kornræktar. Annars veit ég ekki um efnahag hans annað en það, að hann kostaði allar sínár ágætu dætur til háskólanáms. Þórður og Anna eignuðust 3 dætur: I. Ólína Þorbjörg Struther, f. 14/11. 1925. Hún andaðist síðast- liðinn 18. febrúar. Hafði kennt einhverrar vanheilsu um skeið undanfarið, en sagt fátt um. Fráfall hennar var sviplegt og mikið sorgarefni. Hið enska nafn hennar var „01ene“. Þó ritar Regina-dagblað (The Leader-Post) hið íslenzka (fyrra) nafn hennar í yfirskrift minningargreinar. Ólína lauk BA- prófi í pólitískri hægfræði við Manitóbaháskóla. Tók síðan sæti í faglegri rannsóknarnefnd á vegum Saskatchewan-fylkis. Lét af því starfi síðar og giftist James Alfred Carlyle Struth'ers, er tekið hafði BA-próf við Winnipegháskóla og veitti forstöðu Lögbirtingadeild Sask.-fylkis fram á síðustu ár. ,Á nú sitt eigið útgáfufyrirtæki. Einkasonur þeirra er: James Ásgeir Thor Struthers (20). Hefir lesið lög í 2 ár við Sask.-háskóla. Ólína var mjög listræn og listunnandi kona. Það var hugsjón hennar að kynna fagrar listir og örva listasmekk. Helgaði hún sig því verkefni í meira en 20 ár, einkum vegna hinna ungu. Til þess hafði hún líka góða aðstöðu. Hún átti sæti í listamálanefnd fylkis- ins. Var forstjóri leikhúss, er kallast „Litla leikhúsið". Vann mjög mikið í þágu borgarlista- safnsins og stuðlaði að því, að ungt fólk gæti notið þess. Hún lét og önnur málefni til sín taka. Var t.d. sóknarnefndarformaður Únitara- kirkjunnar, formaður félags háskólamenntaðra kvenna og með- stjórnandi sjúkrahúss fyrir Suð- ur-Sask. Og eitt fofustuhlutverkið enn: Hún var formaður íslend- ingafélagsins í Regina. Því átti ég ekki von á, þegar ég varð þess áskynja 1975. Hvers- vegna ekki? Þórður hafði misst móður sína nokkrum mánuðum áður en ég kom vestur. Ég vissi að hann hafði unnað henni mjög. Varð ég þess þegar var, að hann vildi sem minnst ræða um framtíðarsam- skipti íslendinga austan hafs og vestan. (Var þó Þjóðræknisfélagið þá nýstofnað vestra af miklum áhuga, sem virtist hafinn yfir deilur um trúmál og stjórnmál). Auðvitað hlaut svo hlýr og góður maður sem Þórður að sakna sinnar stóru fjölskyldu „heima“, svo og æskustöðva sinna, einkum Eyja- hrepps, þar sem vagga hans hafði staðið. En vel gat ég skilið, að móðurmissirinn gerði honum örðugt um að hugsa til Islands. Hinsvegar reyndist skoðun hans á þjóðernismálstaðnum þegar mót- uð. Vestra mundu menn senn týna íslenzkri tungu. Fyrir því væri ekki eftir neinu að bíða. Þótt landneminn gæti ef til vill aldrei slitið hina „römmu taug“ úr brjósti sér, gæti hann alið upp börn sín án alls slíks aðvífandi saknaðar og gengið á hönd nýrri fösturjörð og þjóðerni af lífi og sál! Og þetta gerði Þórður, svo sem raun ber vitni. Framan af var þó heimili Önnu og Þórðar alíslenzkt, hvað sem seinna varð. Bæði hjónin töluðu ensku eða íslenzku, eftir vild og þörfum. Að vísu blanda allir Vestur-íslendingar saman málun- um eftir geðþótta, hversu vel sem þeir tala íslenzku. Þeim er sama hvort þeir segja „kótið“ eða „kápan“. En lúti málið íslenzkum föllum og tíðbeygingum, þá er töluð íslenzka, svo að ekki verður um villst. Það hygg ég, að í frumbernsku hafi dæturnar náð nokkrum tökum á íslenzku. Hins- vegar hefir langskólamenntun þeirra og hjónabönd gert þeim örðugt um varðveizlu hennar. Og fyrir 20 árum, er ég kynntist þeim öllum, þá giftúm konum í Regina, minnist ég þess ekki, að áhugi á íslenzkum efnum bærist í tal. Fimmtudag, 24. júlí 1975, komu að kvöldi til 300 A.-íslendingar til Calgary í Alberta-fylki, eftir 2 daga ökuferð frá Kyrrahfi yfir Klettafjöll. Stóðu þar við í 4 nætur pg 3 daga. Þá nk. laugardag tók íslendingafélag borgarinnar á móti þeim í veglegum salarkynn- um með kvöldverði og ræðuhöld- um, söng og dansleik. Hvílíkar viðtökur af hálfu fólks, sem í fæstum tilfellum veit nokkur deili á gestum sínum, en geymir draum- kenndar minningar um sameigin- legan ættstofn í fjarlægu landi! Ritari félagsins var Þórdís Þórðar- dóttir. Nk. mánudagskvöld var þetta íslenzka fjölmenni komið til Regina. Þar var tæpara um tímann. Eldnsemma að morgni skyldi halda austur til Winnipeg. Gimli-hátíðin var í nánd. Eigi að síður hafði Islendingafélagið í Regina fyrirbúið Frónbúunum kvöldfagnað í geysimiklum hótel- sal. Ræður fluttu m.a. fulltrúi borgarstjórnar og formaður félagsins, Ólína Þórðardóttir. Ljóst er, að á síðari árum hefir ath.vgli systranna beinzt að ætt- fólki sínu á Islandi og „arfinum að heiman“. Sá arfur hefir orðið Islendingum vestra að brautar- gengi, hver sem hann er. Eftir- tektavert er í þessu sambandi, að Kanadaþjóðin hefir tekið upp nýja „margmenningarlega" (multicultural) stefnu í Þjóðernis- málum. Er nú litið á það með velþóknun, að landnemar varðveiti menningartengsl við „gömlu lönd- in“. Er þar um mjög breytt viöhorf að ræða. Við hjónin vorum í þessari 300 manna hópferð, en gistum aðeins eina nótt í Calgary. Því daginn eftir var þar komin vinkona okkar með góðan bíl frú Laufey Parry frá Lethbridge (fermingardóttir frá 1922) og þeysti með okkur austur í Vatnabyggð, 800 km leið. Vinir okkar þar héldu okkur samsæti og leystu okkur út með gjöfum. Wynyard-bær er nokkurnveginn beint norður af Regina, tæpl. 200 krn. Þangað komurn við síðdegis nokkrum klst. áður en rútan kom frá Calgary. Enn ók Laufe.v. Við flýttum okkur að heimsækja Þórð Ásgeirsson. Hann hafði (eins og síðar getur) dvaiizt í Regina um alllangt árabil. Var nú hálfníræð- ur og nýlega kominn á elliheimili, sem mér virtist afar vistlegt, og undi hann sér þar vel. Þótt ekki væri hann laus við gigtina, var hann mjög ern, fullur áhugamála, trúandi á mannlífið og framfar- irnar. Hann endurtók það, að hann hlakkaði til að verða „centenarian" 100 ára. Frá Ásgeiri bróður hans færðum við honum minnispening íslenzku 1100 hundruð ára hátíðar- innar. Mun hann þykja mætur ættargripur vestur þar, hver sem hann hlýtur. Um kvöldið sóttum við Laufey Islendingamótið, en kona mín var boðin til frændfólks. Mér hló hpgur við, að heyra Ólínu (klædda hvítum möttli) fl.vtja ræðu uni þjóðmenningarlegt sam- starf Islands og Kanada. Við gistum hjá Struthers-hjónunum. Ræddum við Ólína lengi. Lét hún á sér skilja, að sér hefði verið kærara, að faðir hennar hefði ekki verið svo fámáll um æsku sína og ættland. Næsta sumar, (1976) dvaldist Struthers-fjölskyldan nokkrar yikur á Islandi: Um haustið ritaði Ólína mér alllangt bréf um það, er tekið hafði hug hennar „þar heima": Viðtökur föðursystkin- anna, opinber söfn í Reykjavík og ferðalög, þ.á m. ferð í sólskini um Snæfellsnes, með viðkomu á ýms- um minningarstöðvum ættarinn- ar. Hún gat líka komið orðum að hugsunum sínum. Ef ég má um það dæma, ritaði hún afburða- fagra ensku. 2. Anna Asrún Pearce, f. 4/5. 1927. Hún lauk BA-prófi í sálar- fræði við Sask.-háskóla, ásamt félagsfræði og heimspeki sem aukafögum. Maður hennar, Lorne Andrew Pearce, las og lög við þann skóla og stundaði um langt skeið lögfræðistörf í Regina. Fyrir fáum árum gerðist hann dómari í Penticton-héraði í British Columbia-fylki. Situr jafnframt í undirrétti fylkisins. Börn þeirra eru 4: Lorna Ingrid (26), Mark Andrew Thor (22), Erik Stefan (20) og Lorne Cameron (16). 3. Þórdís Aðalheiður Gutnik. (Thordis). F. 12/12. 1929. Hún lauk BA-prófi í líffræði og félagsfræði við Sask.-háskóla, síðan meistara- prófi (MSW) í félagsfr. við Calgaryháskóla. Var þá kennari í nokkur ár. Maður hennar er Nelson Gutnik, prófessor við Calgaryháskóla í félagsfr. Lauk hann BA- og meistaraprófi í þeirri fræðigrein við háskólana báða í Winnipeg. Hafði síðan í allmörg ár eftirlit eða umsjón með málefnum Indíána í norðvestanverðum Kanada. Hann er Gyðingur að ætterni. (Þótti mér hann vitur maður og hreinskilinn, er ég átti við hann langt samtal, 1957). Síðan hjónin settust að í Calgary (og e.t.v. áður) hefir Þórdís unnið á félagslegum vettvangi, einkum að þjóðfélagslegri endurhæfingu sakamanna. Börn þeirra eru 4: David Ingvar (21), Reve Signý (20), Tannis Elízabeth (17) og Ánna Lisa (16). Síðsumars 1976 dvöldust hér á iandi 6 ungmenni frá vesturfylkj- um Kanada, öll íslenzk í aðra ættina skiptinemar á vegum kirkjunnar. Tannis var eitt þeirra. Þórður og Anna bjuggu í Mozartbyggð í 43 ár, allt til 1962. Þá um haustið lamaðist Anna af heilablóðfalli og var þegar-flutt á hjúkrunarhæli í Regina. Leigði hann þá út jörð sína (þó ekki hús sitt né heimagarð), fékk sér leiguíbúð í Regina, skammt frá hælinu, og sat sem oftast við sjúkrabeðin. Þórður og Anna voru ástvinir. Það gat mér ekki dulizt þau ár, sem ég átti samleið með þeim í Vatnabyggð. Anna lézt á hælinu 9. des. 1968, þvínær 74 ára. Á annan áratug bjó Þórður einn, unz hann fluttist á elliheimiliö. Líf hans var þó enganveginn einmana- legt. Hann var allvel heilsugóður og las mikið. Dætur hans unnu honum mjög og litu upp til hans. Hann hafði í ríkum mæli mótað hugsunarhátt þeirra. (Sbr. val námsefnis). Ungviðinu, sem var að tánast upp í kringum hann þótti hann skemmtilegur „afi“ og sótti það til hans. („Amma“ og „afi“ voru tekin upp í enskuna). Tengda- synir hans, allir háskólamenntaðir menn, virtu gáfur hans og hug- sjónaeðli og vildu gjarnan við hann ræða. Osjaldan kom það fyrir — þótt fremur sé það óvenjulegt, er einbúi á í hlut — að Þórður bauð fjölskyldum dætra sinna, einni eða fleirum, í kvöldmat. Þetta fannst öllum fjarska gaman, auk þess að það sparaði stundum annríkum húsfreyjum fyrirhöfn. Það sýndi sig fljótt, að einbúinn var snjall matreiðslumaður. — En kærasta yndi hans var að fara með fólki sínu norður til Mozart, reika þar um land sitt og teyga hreina loftið. Gamla heimilið var þá sumarbú- staður. Að vori var sáð til garðávaxta og uppskeran sótt að hausti, ásamt margskonar berja- feng. Fundum okkar Þórðar bar sam- an í Vatnab.vggð alls óvænt (1921). Við Ásgeir bróðir hans, síðar skrifstofustjóri vegamála, vorum að vísu talsvert samrýmdir á námsárunum. En Vesturheimur var okkur svo fjarlægur þá, að hvorugur vissi mikið um líf og farnað ættingja okkar þar, þótt nákomnir væru. Þórður lét mig þegar njóta fyrri kynna okkar og vináttu mæðra okkar. Hann gerðist meira að segja safnaðarmaður minn, — þó ekki fyrir mín orð, en áreiðanlega mín vegna — til að létta undir þær ógnarbyrðar, sem kreppan lagði á öll félagssamtök. Hann var hreint ekki kirkjulega sinnaður. Gat hinsvegar átt samleið með frjáls- lyndum mönnum, er töldu nauð- s.vnlegt að breyta dálítið til um kennimáta bókstafstrúaðrar kirkju. Hann var fyrst og fremst raunhyggjumaður, — skarp- greindur, heimtaði rök, í hverju máli með nokkrum vandlætingar- þótta vegna sannleikans — sterk- mótaður af þeirri aldamótabjart- sýni, að menntun og þekking mundi leysa allan vanda mannlífs- ins. Um þetta var ég honum að rniklu leyti sammála. Aðeins taldi ég, að hagfræði Meistarans yrði að koma fyrst. („Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis", Mt. 6,33.) Ella mundi menningin grotna niður þrátt fyrir vísindin. Styrjöldin hafði vakið Þórð viðbjóð og lostið hann djúpu sári. Hann hafði verið tafinn og þrælk- aður af kreppu, sem hann taldi tilefnislausa í allsnægtalandi. Hann hófst handa í sínu umhverfi um það, að reita burt ýmislegt illgresi, sem hann sá að meingaði mannlífsakurinn. Gerðist þá um- svifamikill félagsmálafrömuður. Snemma í kreppunni var hann stofnfélagi í sjálfstæðu hveitisam- félagi bænda í Saskatchewan, sem senn gaf góða raun. Hann beitti sér fyrir samvinnuverzlun og átti mikinn þátt í því, að sameina til átaka ýmsa sundurleita þjóðernis- hópa, sem stóðu illa að vígi með félagsmál sín. Hann var og áhugamaður um stjórnmál. Lét sig á sínum tíma mjög varða „lána- sambandið" (Credit Union), sem varð sigursælt stefnumál í fylkis- kosningum í Saskatchewan. Síðan fylgdi hann að málum stjórnmála- flokki, er nú kallast Nýi lýðræðis- flokkurinn (The New Democratie Party). Hann var athafnasamur og hagsýnn í sínum verkahring. Tókst honum, að minnsta kosti er frá leið, að láta sér og sínum líða vel. Hann var grandvarlega hrein- skiptinn. Á engu og engum vildi Þórður níðast. Frá upphafi vega var hann húmanisti að hugsjón — „mannhyggjumaður“. Það vermdi hug hans, að sjá fólki farnast vel. Umfram allt gladdi það hann, er ungt fólk („framtíðin", er hann trúði á) leitaði þekkingar og bjó í haginn fyrir sig. Hann var virðu- legur maður í framgöngu. Bar jafnframt virðingu fyrir öðrum mönnum án uppgerðar. Ég segi það ekki, að hann væri alls ókíminn í garð manna, andlegrar eða verslegrar stéttar, er héldu sér fram, en áttu að hans dómi að vita betur og stjórna betur. Það kom reyndar fyrir, að hlegið var í „koti karls“, einkum eftir að dæturnar uxu upp og fóru að fylgjast með málum. Eigi að síður dylst það ekki, að mannlundin, drengskap- urinn, var ríkasti þátturinn í lunderni þessa manns — eðlis- arfurinn frá Þorkötlu Torfadóttur, afa hans á Rauðkollsstöðum og þeirra líkum. Ég hefi oft um það hugsað og segi það eins og það er: Þótt Þórður ynni hörðum höndum lengst af ævinnar, sá ég alltaf í honum aðalsmanninn — göfugan mann. Hann andaðist í Regina 2. nóv. 1977. Æviárin urðu sem næst 88. Heilsa hans virtist enn góð, en faraldslasleiki og lungnabólga urðu honum að aldurtila. Börn dætranna, sveinar og meyjar, báru kistu hans. Blessum sé minning þessara horfnu vina minna. Ilúsavik. í ágústmán. Friðrik A. Friðriksson. 5VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég er þjónn í næturklúbbi. Á hverju kvöldi sjáum við allt þetta. sem er svo spennandi og skemmtilegt. Samt förum við margir heim með vonleysi og tómleika í hjarta. Hvers vegna? Vegna þess að hvorki sönn von né gleði er í þessum skemmtunum, sem yður þykja svo spennandi og þér talið um. í raun réttri sjáið þér fólk, sem er að reyna að flýja sjálft sig, veruleika þessa lífs og þess, sem er í vændum. Mér hefur gefizt tækifæri til að tala við fjölda fólks, sem lifir eins og þér lýsið, og það hefur tjáð mér, hversu vesælt það sé í raun og veru. En sumt hefur viljað leyfa Jesú að komast að í lífi sínu. Það hefur beðið hann að taka stjórntaumana í sínar hendur og veita því sanna hamingju og raunverulega von. Og svo mikil hefur breytingin orðið, að það er ekkert annað en kraftaverk. Ég dreg þá ályktun af bréfi yðar, að yður finnist, að þér þarfnist einhvers, sem þér farið á mis við. Ég vil hvetja yður til að krjúpa á kné og biðja Krist að setjast að völdum í lífi yðar. Snúið yður til hans, eins og þegar lítið barn snýr sér til föður síns. Biðjið hann að fyrirgefa yður syndir yðar og verða frelsari yðar og heitið að treysta honum og lifa eftir handleiðslu hans. Ég get lofað yður því, með skírskotun til sjálfs orðs Guðs, að þér munuð finna sanna hamingju, frið og von. Þér farið að lifa lífinu í raun og veru. í Biblíunni segir: „Kunnan gjörir þú mér veg lífsins; gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu". (Sálm. 16,11).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.