Morgunblaðið - 21.11.1978, Side 45

Morgunblaðið - 21.11.1978, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 45 brugga sér öl þar sem brennivíns- flaskan kostar yfir sex þúsund krónur, en innihald slíkrar flösku kostar kannski um þa bil 400 krónur. Þá sjá nú allir heilvita menn hvers konar reginvitleysa þetta er hjá því opinbera. Þetta þýðir það að almennt er ekkert áfengi keypt og það er það sem allir eiga að koma sér saman um, að kaupa ekkert áfengi, hvorki í útsölunum né á veitingastöðum, láta sér nægja ölið og kaffi. Enda er svo komið að veitingastaðir eru mjög illa sóttir og á það eftir að versna mikið. Tökum okkur saman allir sem einn maður, og kaupum ekkert áfengi. Ríkisútvarpið virðist ekki vera í neinum fjárhagserfiðleikum, bryddar upp á nýjum þáttum á morgnana sem enginn hlustar kannski á, enda fremur ómerkileg- ir og að mínu mati innantómir. Þá hefi ég heldur aldrei skilið þessa morgunleikfimi og allra sízt að hún skuli vera leikin tvisvar, fyrr má nú rota en dauðrota. Eins er það með sönglistina. Ævinlega eru spiluð lög með Guðmundi Jónssyni og Þorsteini Hannessyni, enda vinna báðir hjá útvarpinu. Sjaldnar heyrist í Erlingi Vigfússyni og Árna Jóns- syni, en Erlingur var einu sinni á ferð hér í haust og vildi þá syngja í útvarp eða sjónvarp. Var honum sagt að það væri ekki hægt og finnst mér að svona nokkuð gangi ekki. Mér finnst ekki gætt nógu vel að því að nota alla þá söngkrafta sem til eru í landinu og starfandi erlendis (Islendinga), því af nógu er að taka. Fósturbróðir.“ Varla eiga þeir söngvarar sem starfa hjá útvarpinu að líða fyrir það á þann hátt að rödd þeirra heyrist ekki stöku sinnum, en það má e.t.v. deila á það hversu oft hver og einn kemur fram. Hitt má líka benda á að ekki er alltaf laus tími í ásetnum upptökusölum ríkisfjölmiðlanna, þótt viðkom- andi ráðamenn vilji mjög gjarnan taka upp dagskrár með íslenzkum söngvurum er starfa ytra. Þessir hringdu . . . • Vantraust á Reykvíkinga? Reykvíkinguri — Sem kunnugt er hafa þing- menn einkabílastæði á svæðinu bak við Alþingishúsið hinum megin götunnar þar sem Þórsham- er er. Þegar þeir koma til vinnu sinnar í þinginu hefur mátt sjá menn, stæðisverði, standa þar og taka frá keðju, sem annars lokar bílastæði þeirra af. Er hér um að ræða dyraverði frá Þórshamri að því er mér skilst og hlaupa þeir til þegar þingmenn koma, og opna fyrir þeim og loka aftur unz næsti bíll kemur. Mér finnst þessi varsla hálf Undarleg að því leyti að ég held að varla dytti neinum í hug að nota sér þessi bílastæði, því þau eru það vel merkt og ætluð þingmönnum og e.t.v. öðrum starfsmönnum Alþingis. Mér finnst því oft eins og hér sé Reykvíkingum sýnt þvílíkt van- traust að öruggara sé að loka stæði háttvirta þingmanna frá almennri umferð, sem kostar það að sérstakur maður verður að annast hliðvörslu á meðan. Taka skal fram að stæðið mun opið almenningi um helgar. Mér finnst þetta algjör óþarfi og lýsa van- trausti á okkur. Hvað finnst SKÁK Umsjón: Margeir Pitursson Á skákmóti í Júgóslavíu snemma á þessu ári kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Nemets, sem hafði hvítt ,og átti leik og Janosevics. 27. Df5! - fxcfi 28. RxeG+ - KhG 29. dxe5 — Db8 30. g4 og svartur gafst upp, því að hann á ekkert fullnægjandi svar við hótun hvíts, 31. Dh5+. öðrum Reykvíkingum? Að lokum skal taka það fram að ég er alls ekki að efast um nauðsyn sérstaks bílastæðis fyrir þingmennina, en ég hefði bara haldið að menn létu sérstaklega merkt stæði í friði. • Dýr bílastæði? Þá hefur annar Reykvíkingur velt vöngum yfir málum sem eru svipaðs eðlis: — Lengi hafa starfsmenn nokk- urra ráðuneyta, sem til húsa eru í Arnarhvoli, haft merkt bílastæði bak við Þjóðleikhúsið og Lands- bókasafnið. Eru þessi stæði merkt bílnúmerum viðkomandi eða ráðu- neytum. í haust var hins vegar tekinn upp sá háttur að innakstri á stæðið var lokað og þangað komast menn nú ekki nema gegnum hlið sem í þarf að láta sérstakt spjald. Ekki þarf að taka fram að hér er um dýrari útbúnað að ræða en venjulega merkt bílastæði eins og þau voru fyrrum og því mætti spyrja hversu mikil kjarabót þetta sé fyrir viðkomandi menn og hvort þetta sé ekki nokkuð dýr lausn. Kannski þykir þetta smásmuguleg athugasemd, en verður ekki að huga örlít tið að því hversu langt á að ganga í að þjóna þessum hlutum fyrir starfs- menn ríkisins? HÖGNI HREKKVÍSI /040 ©1978 McNmught Synd., Ine. M KDMPk) Áttræðisafmæli: Gísli Ólafsson bakarameistari 80 ára er í dag Gísli Ólafsson bakarameistari, Bergstaðastræti 48, Reykjavík. Margra ára kunn- ingsskapur og fjölmörg störf hans fyrir bakarastéttina koma mér til að hugsa aftur í tímann og vil ég í fáum orðum minnast þess helsta, sem í hugann kemur við þessa upprifjun. Gísli Ólafsson fæddist að Gamla Hrauni við Eyrarbakka hinn 21. nóvember 1898. Sem drengur vandi hann komur sínar í bakaríið á staðnum, líkt og fleiri drengir gerðu. Oft fengu þeir snarl uppí sig fyrir að veita smá aðstoð. En vafalaust hefur bakaranum líkað vel við aðstoð Gísla, því að Gísli ílentist í bakaríinu og hóf síðar nám í Eyrarbakkabakaríi árið 1915. Bakaríið var þá vel þekkt en á þeim tíma var öll framleiðslan handunnin af hinni gamalkunnu brauðavandvirkni. Tegundirnar voru að vísu ekki margar en þeim mun frekar var krafa gerð til þess, að verkið væri vel af hendi leyst. Frá Eyrarbakka lagði Gísli leið sína til Reykjavíkur, þar sem hann hélt áfram námi hjá Valdemar Petersen, dönskum bakarameist- ara, sem rak brauðgerðarhús að Laugavegi 36. Hinn 24. marz 1920 lauk Gísli námi með ágætiseink- unn og hóf þá störf sem bakara- sveinn í Björnsbakaríi. Á árinu 1923 hóf hann rekstur að Þing- holtsstræti 23 í félagi við Kristin heitinn Magnússon, , Ráku þeir bakarí saman í nokkur ár en 1939 hóf Gísli rekstur eigin bakarís að Bergstaðastræti 48. Þar rak hann brauða- og kökugerð af mikilli vandvirkni fram til ársins 1963, er hann gerðist starfsmaður Lands- banka Islands. Jafnframt tók hann við starfi við hinn nýja bakara- skóla, sem hóf starfsemi um líkt leyti. Bakaraskólinn var nýmæii og vann Gísli þar mikið og verðmætt uppbyggingarstarf, sem bakarastéttin býr nú að. Gísli var meðlimur í Bakara- sveinafélagi Reykjavíkur en gerð- ist stofnfélagi í Bakarameistarafé- lagi Reykjavíkur síðar, eða þegar það var stofnað árið 1923. Kom fljótt í ljós hve traustur félags- maður hann var enda var hann kjörinn í stjórn félagsins. Var hann ritari í alls 9 ár og formaður félagsins var hann í 18 ár. Vann hann framúrskarandi vel að mál- um félagsins enda starfsamur og áhugamikill. I mörg ár var hann fulltrúi B.M.F.R. á iðnþingum. Gísli átti frumkvæði að ýmsu, er varð bakarastéttinni til mikils gagns. Má t.d. nefna, að meðan hann var formaður B.M.F.R. var fenginn til félagsins danskur kökugerðarmaður, Christian Madsen, frá Teknologisk Institut í Kaupmannahöfn. Hélt hann tvö námskeið í iðninni og voru þau fjölsótt bæði af nemum, sveinum og meisturum alls staðar að af landinu. Gísli átti þátt í stofnun ýmissa fyrirtækja, sem unnu fyrir stétt- ina og tók hann einnig þátt í stjórnun þeirra. Hann var í prófnefnd til sveinsprófs. Þá var hann í stjórn Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur í 10 ár og var gerður að heiðursfélaga þess á 100 ára afmæli félagsins árið 1967.1 stjórn Iðnráðs var hann frá árinu 1950 til ársins 1970, þar af formaður í 5 ár. Hinn 27. október 1923 giftist Gísli hinni framúrskarandi og ágætu konu Kristínu Einarsdóttur og eiga þau þrjú börn. Árið 1958 var Landssamband bakarameistara stofnað. Var Gísli meðal stofnfélaga, enda vann hann ötullega að stofnun sambandsins. Hefir hann nú um árabil verið framkvæmdastjóri Landssam- bandsins og nýtur enn í dag fullrar starfsgetu. Gísli hefir kynnst félagsmálum bakara betur en flestir aðrir og unnið gott starf í þeirra þágu. Hann verðskuldar því þakkir okkar allra fremur en nokkur annar. Þær þakkir berum við frafh í dag. Ég vil að lokum þakka Gísla fyrir það góða samstarf, sem við höfum átt, bæði sem félagar svo og í stjórnum beggja félaga bakara- meistara frá því að ég gekk í B.M.F.R. árið 1942. Lifðu heill. Við þökkum þér allir. Sigurður Bergsson — Landssamband bakarameistara. Reyfarakaup Verð frá kr. 72.155- NYJU PRAKTICA- vélarnar loksins komnar. Greiðsluskilmálar. ZéU LJÓSMYNDAVÖRUVERSLUN LAUGAVEGI 178 105 REYKJAVIK SÍMI 85811

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.