Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur Okkar verð eru ekki tilboð, heldur árangur af hagstæðum innkaupum. Niðursoðnir ávextir á jólaverði: Ananas.......1/1 dós 480. Cocteilávextir .. 1/1 dós 595. Ferskjur skornar . . . 1/1 dós 480. Ferskjur heilar . . . 1/1 dós 439. Perur........1/1 dós 495. Jarðarber.....1/idós 665. Grapefruit ..3/4 dós 225. Mandarínur .... i/3dós 249. Sveppir skornir . . . 1/2 dós 482. Opið á laugardag frá kl. 9.00-18.00 STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 17 Hallgrímur Björnsson lœknir - Minningarorð Fæddur 24. des. 1905 Dáinn 28. nóvember 1978 Entíum kemur það á óvart, þótt aldnir ástvinir deyi. Eins var það um vin minn Hallgrím Björnsson, sem alls ekki hafði gengið heill til skógar síðustu 18 árin. Við vissum þetta vel, vinir hans, en hann auglýsti ekki vanheilsu sína, en leyndinni verður ekki til lengdar haldið, og öll vitum við, að eitt sinn skal hver deyja. Hallgrímur Björnsson var fædd- ur 24. nóvember 1905, ættaður af Suðurnesjum. Hann útskrifaðist úr Læknadeild Háskóla Islands árið 1932, og hóf störf á Akranesi árið 1934. Framhaldsnám stundaði hann í Danmörku, Kanada og Bandaríkjunum. Hallgrímur var mikill lánsmað- ur að flestu leyti. Hann hóf að námi loku samstarf með öldnum öðlingi, einum af þeim bestu í læknastétt, að því er mér er talið, og þeirra samstarf var með miklum ágætum. Þegar ég kom fyrst til starfa á Akranesi árið 1958, var meira en helmingur allra Skagamanna skjólstæðingar Hall- gríms í heilsugæslumálum. Hann hafði þá starfað sem aðstoðar- skurðlæknir við sjúkrahúsið þar frá stofnun þess árið 1952, og þeirri stöðu hélt hann fram um 1966, en eftir það helgaði hann sig eingöngu einkasjúklingum sínum, þar til hann lét endanléga af störfum á miðju ári 1975. Hallgrímur kvæntist Helgu Haraldsdóttur Böðvarssonar frá Akranesi árið 1939. Þeim varð ekki barna auðið, en ólu upp tvo drengi sem sína eigin. Helga andaðist í maí árið 1971. Hallgrímur var einstæður mað- ur að manngöfgi og vinur sjúkra og lítilmagna. Hann hóf störf sín á Akranesi á þeim tímum, sem alþýða þessa lands hefur átt einna ömurlegust kjör á þessari öld. Þá bar hverjum sjúklingi að greiða lækni sínum fyrir öll hans störf, en engin sjúkrasamlög eða al- mannatryggingar greiddu læknis- hjálp né lyf. Því urðu mörg störf Hallgríms honum til lítilla tekna á fyrstu starfsárum hans á Akra- nesi, m.a. vegna þess, að hann var einstaklega lélegur skattheimtu- maður, en hitt veit ég, að ýmislegt var goldið með góðum hugsunum, þegar gull var ekki til staðar. Hallgrímur var ekki fjölþreifinn í félagsmálum, en mér er þó sagt, að hann hafi verið góður félagi í deild Rauða krossins og karlakórs- ins „Svanir", enda hafði hann fallega söngrödd, en hitt er mér vel kunnugt um, hversu góður og tryggur félagi hann var í Lækna- félagi Vesturlands og Stúdenta- félaginu á Akranesi, sem var sérstakt og þarft félag, sem lét margt gott af sér leiða. Hann flíkaði lítt skoðunum sínum, og síst af öllu var, að þann þvingaði sínu sjónarmiði upp á aðra, og t.d. allt til síðustu ára vissu ekki nema örfáir menn um stjórnmálaskoðanir hans, en undr- unarefni mundu þær engum verða, sem þekktu hann vel. Hallgrími Björnssyni var ekki lagin sú list að græða fé, en hann safnaði auði, og það mjög miklum, af elsku í hjörtum meðbræðra sinna, og sá auður varir, meðan þeir lifa, og ef til vill miklu lengur. Bragi Níelsson Að morgni 28. nóv. s.l. andaðist að heimili sínu hér á Akranesi heiðursmaðurinn Hallgrímur Björnsson læknir. A jafn kyrrlátan og mildan hátt hvarf hann burt frá okkur, líkt og hann hafði lifað og starfað. Sjötíu og þriggja ára ævigöngu er lokið meðal okkar og þreyttur líkami lagður til hinstu hvíldar. Eg tel að Hallgrímur hafi verið öðrum fremur ferðbúinn yfir landamæri lifs og dauða. Hann kveið engu, naut stundarinnar, enda sálin fersk og sívakandi þótt við sem þekktum, vissum að hann var oft sárþjáður líkamlega. Störfum sínum sem læknir hafði hann skilað af sér fyrir þremur árum. Yfir 40 ár þjónaði hann Akurnesingum sem læknir á giftu- ríkan hátt, allt hans starf ein- kenndist af yfirvegun, rólegheitum og öryggi kunnáttumannsins. Hann var reiðubúinn til þjónustu hvort sem var á nóttu eða degi, fyrir það hlaut hann elsku og virðingu frá þeim sem nutu lækninga hans. + Þökkum auösýnda samúö og viröingu viö fráfall og útför FRÍÐU Þ. GUDMUNDSDÓTTUR, Sólvallagötu 2, Karólína J. Láruadóttir, Sigurður Guðmundaaon, Lárua Sigurðaaon. Þakka auösýnda samúö viö andlát og jaröarför ÞÓRIS G. JÓNSSONAR, Hringbraut 96, Keflavík. Anna Sveinadóttir. ÍOOI nótt Fö(jur og djarfleg ævintýri úr töfraheimi og furðuveröld austurlanda, sögurnar af Aladin, Sindbað sæfara og Ali Baba, sögur af kalífum og vesírum, soldánum, þrælum og ambáttum. Þriggja binda myndskreytt útgáfa í snilldarþýðingu Steingríms Thorsteinssonar, alls um 2000 bls. Verð á bók kr. 10.080- Allt safnið kr. 30.240- Félagsverö kr. 8.565- Allt safniö kr. 25.695- Þetta er sérstakt tilboðsverð sem gildir aðeins til áramóta. Eftir þann tíma mun safnið kosta kr. 36.000.- MÁL 0G MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.