Morgunblaðið - 07.01.1979, Síða 20

Morgunblaðið - 07.01.1979, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979 Bragi r Asgeirsson: Hér verður lítillejía jjreint frá sérstæðum manni ojí áhrifavaldi á vettvanfji kaupsýslu, stjórnmála og lista, — bóndasyninum Amos Anderson frá litla þorpinu Brok- árr í Kimitohéraði í Suður-Finn- landi. Athafnamanninum, er hlaut kenninefnið Amos frá Brokárr og varð einn auðugasti og áhrifamesti maður Finnlands um sína daga. Þegar sá er þetta ritar kom aftur tii Helsingfors frá Leningrad á sl. hausti rakst hann á mikla ritsmíð um þennan mann í Hufv- udstadsbladed í tilefni hundrað ára afmælis hans. Lífsferill hans var þar umbúðalaust og skilmerki- lega rakinn. Ég kannaðist vel við nafnið Amos Anderson, en þó lengi einungis sem heiti á mynd- listarsafni í Helsingfors. Um þennan mann hefur margt verið ritað, bækur skrifaðar og brugðið upp tvíræðri mynd af honum í kvikmyndum, því að Amos var umdeildur um sína daga og er enn — um hann léku stormar og hann átti sér ekki síður svarna andstæð- inga en ötula fylgismenn. Amos Anderson <>k Uhro Kekkonen lorseti. sóknarvert. Gáfaður sveitapiltur með einfalt alþýðuskólanám að baki gat valið um tvennt, að verða kennari eða forsöngvari. Fyrir hreina tilviljun hafnaði Amos í verzlunarskóla í Abo og var það næsta óvenjuleg menntabraut fyrir bóndason á þeim tíma. Hann útskrifaðist úr skólanum árið 1898, og sama haust fékk hann vinnu hjá sjóvátryggingafélaginu Triton í Abo. Þar tók yfirmaður- inn, hinn nafnkenndi August Ramsey, fljótlega eftir óvenjuleg- um hæfileikum og dugnaði hjá hinum unga manni, og er Ramsey var nokkrum árum seinna falið að skipuleggja Brunabótadeild í Hels- ingfors, bauð hann piltinum strax starfs sem tryggingasérfræðingi. Þegar hér var komið sögu, hafði Amos að baki eitt námsár í tryggingavísindum og þjóðhag- fræði við háskólann í Göttingen ásamt eins árs vinnuþjálfun í London. Hann hafði kynnst efn- aðri eldri konu, sem hreifst svo af gáfum hans og hjálpsemi, að hún hafði boðið honum vaxtalaust námslán, sem gerði framhaldsnám hans að veruleika. Hún aðstoðaði hann einnig seinna, er hann hóf að starfa sjálfstætt. Námið í Götting- en hafði veitt honum réttindi til að starfa sem tryggingafræðingur og auk þess hafði hann brennandi áhuga á nýjungum á sviðinu. Amos frá Brokárr Við Yrjönkatu 27 (Georgsgötu) í miðri Helsingforsborg er safnhús á mörgum hæðum, en sem lætur lítið yfir sér. Á jarðhæð eru sýningarsalir og þar fara stöðugt fram myndlistarsýningar, sem mjög er vandað til. Á tveim efstu hæðum hússins eru aðallega niyndir eftir finnska myndlistar- menn, en á þakhæð er lítil kapella. Inngangurinn í safn Amosar Anderson er í litlu frábrugðinn slíkum í önnur hús við þessa götu, enda mun hann augljóslega hafa búið hér, svo bera húsgögn, Ijósmyndir og einn mikill flygill vott um. Af ljósmyndunum að dæma virðist Amos frá Brokárr hafa verið mikill heimsmaður og haft mikla ánægju af að umgang- ast frægt fólk. Tileinkanir þessa fólks á sumum myndanna bera einnig Ijósan vott um, að það hefur metið þennan mann mikils. — Meginástæða þess, að ég greini hér frá Amos Anderson, er að lífsferill hans var ekki einasta einstæður og merkilegur, heldur telst það í hæsta máta óvenjulegt, er slíkur stóreignamaður gerir listasamband þjóðar sinnar að Auöjiiturinn <>x listhöfdinxinn Amos Anderson. einkaerfingja eigna sinna. Hann hafði með öðrum stofnað Lista- sambandið (Konstsamfundet) árið 1942 og afhenti því allar eigur Hufvudstadsbladets árið 1945. Allt laust og fast. Hann átti og þátt í, að Listahöll Helsingforsborgar var byggð. Styrkti háskólann í Ábo með ríflegum fjárframlögum, átti þátt í algjörri endurbyggingu Sænska leikhússins í Helsingfors. Án hans hefði finnska stofnunin í Róm aldrei orðið að veruleika, sú stofnun, sem hefur með klassískar rannsóknir ásamt list fornaldar að gera, er eina vísindastofnun Finn- Iands erlendis. Hann átti þátt í endurnýjun gamalla kirkjubygginga og gaf út glæsilega bók um kirkjubygginga- list í Finniandi á miðöldum, — þá hafði hann mikinn áhuga á safnfræði — taldi að svarið við mannlegum athöfnum og við- brögðum væri að finna í sögurann- sóknum. Nú er það vitað, að ríkir menn gera stundum mikið fyrir menn- ingu og listir og framlag þeirra til uppbyggingar þeirra máttarstoða hvers þjóðfélags er í mörgum tilvikum stórurn meira pg merki- legra en hins opinbera. Á Norður- löndum er hlutur auðugra velunn- ara lista allnokkur, en ég veit þó engin dæmi þess, að éinn maður hafi ánafnað listasamtökum þjóð- ar sinnar slik auðæfi. Það má með réttu álykta, að það væri ekki síður annar svipur yfir finnsku listalífi ef Amosar Andersonar hefði ekki notið við en hinu íslenzka án Ragnars Jónssonar í Smára. Það vill svo til, að finnskir og íslenzkir ráðamenn virðast hafa mjög áþekka afstöðu til lista. Því er haldið fram, að ferill þessa manns væri óhugsandi á vorum dögum, því að slíkir at- hafna- og fjármálamenn séu naumast lengur til og þá vísað til þess, að þeir voru uppi við önnur skilyrði og ólík. Á tímum þeirra var nútíma skrifstofuveldi nær óþekkt svo og skefjalaus skatt- heimta ríkisvaldsins og einni ofnotkun hugtaka svo sem félags- hyggju og samneyzlu. Þetta hefur gert það að verkum, að nútíma auðmenn eru þeir, sem reynast slyngastir í viðskiptum sínum við „kerfið", sem verður stöðugt þyngra í vöfum og torskildara jafnframt því sem fyrrnefnd hugtök eru gróflega misnotuð. — Því má ekki heldur gleyma, að það var um leið öllu sjaldgæfara, að menn af hans þjóðfélagsþrepi ynnu sig upp til slíkra metorða. - O - — Menn hafa greint í skapgerð Amosar, hæfileikum hans og áhugamálum ýmsa skýra drætti frá foreldrunum. Faðir hans var strangur, kaldlyndur og sparsam- ur, en jafnframt hygginn og átti til vissa kímni. Móðirin var hógvær, dre.vmin og hafði ríka fegurðartil- finningu og ást á litum. Sonurinn erfði sitthvað frá báðum, auk þess sem hann hafði frá náttúrunnar hendi hlotið yfirburöagáfur. Æskuheimili Amosar var naum- ast uppörvandi og þorpið ekki heldur — menn lifðu enn á tímum tólgarlampans, og allt vár þar á hlutfallslega frumstæðu stigi. Greniskógurinn í kringum þorpið var dimmur og drungalegur og vísast fullur af yfirnáttúrulegum verum, aðallega þó illum árum. Arfur Amosar frá heimabyggðinni var því einkum tilfinning fyrir hinu dularfulla og yfirskilvitlega ásamt myrkfælni og einmana- kennd. Andstæða heimabyggðarinnar var kirkjustaðurinn, sem var eina mílu í burtu, þangað var ekið á hverjum sunnudegi og hér reynd- ist kirkjan sjálf hafa mest áhrif á drenginn, sem hreifst af orgeltón- listinni og sálmasöngnum. Þar formaðist smám saman hin djúpa, einlæga trúarlega kennd hans og hrifning á helgitónlist sem varaði ævilangt. Sem næstelsti sonur foreldra sinna hafði hann litla möguleika á að erfa býlið og því síður löngun til þess. Það hlutskipti yngri bónda- sona á Kimito að gerast húskarl, sjómaður, smiður eða eitthvað ámóta þótti honum og ekki eftir- Utanlandsferðir urðu hér eftir það mikilvægur liður á þroska- og framabraut Amosar, hann aflaði sér reynslu og fékk hugmyndir, er hann svo virkjaði heima fyrir. Þrátt fyrir mikla velgengni og öruggan frama innan fyrirtækis- ins hafði hann engan áhuga á að vinna lífið út öðrum háður, hann þráði að vinna sjálfstætt, og hann hafði svo sannarlega forsendurn- ar, sem voru óþrjótandi fram- kvæmdaþörf og hugmyndaauðgi. Hann var meistari í að áætla og skipuleggja fram í tímann og greina kjarnann í hverju máli og gekk hér hreint og óhikað til verks á yngri árum. Seinna, er hann hafði grundvallað fjármálaveldi sitt gat það hins vegar hent, að hann greip hik og efi. Mikilvægast var þó, að Amos var gæddur ríkri eðlisávísun, var fæddur fésýslu- maður og honum virtist það einnig meðfætt að eignast vini og velunn- ara. Hann þótti traustvekjandi, þægilegur félagi og samkvæmis- Amos Anderson á merkisdegi í lífi sfnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.