Morgunblaðið - 07.01.1979, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1979
33
Sumum konum verður hætt við blóð-
tappa etþær taka pilluna og magnast sú
hætta mjög efþær reykja líka
(sjá: Tóbak)
Flug
Yfir Ermar-
sund fyrir
200,000 dali
Lengi hefur menn dreymt um
það að læra að fljúga af
eigin kröftum og ekki eru þeir
búnir að gefa upp vonina enn.
Það verða seint taldar allar þær
tilraunir sem' gerðar hafa verið í
þessu skyni ellegar þær „flugvél-
ar“ sem smíðaðar hafa verið og
jafnvel tekizt að koma á loft. En
þá fyrst æstist leikurinn er farið
var að lofa peningum þeim er
fyndi upp flugvél sem flogið gæti
fyrir mannafli. Eru hugvitsmenn
síðan búnir að eyða margföldum
verðlaunaupphæðum en árangur-
inn ekki eftir því. Þó hefur tekizt
að smíða flugdreka, fótstigna eða
handknúna, sem haldizt hafa á
lofti skamman veg og má vel vera
að fyrr eða síðar verði smíðaður
dreki sem maður getur knúið
samfellt langan veg.
Fyrir tuttugu árum hét brezkur
kaupsýslumaður, Kramer að nafni,
hverjum þeim jafnvirði 100.000
bandaríkjadala sem knúið gæti
flugdreka eigin afli hálfan annan
kílómetra. Reyndar mátti ekki
fljúga beina leið heldur varð að
fylgja braut sem var í laginu eins
og talan átta. Það var ekki fyrr en
í ágúst 1977 að þetta tókst. Það var
Bandaríkjamaður nokkur, Paul
MacCready að nafni, sem vann til
verðlaunanna.
Kramer bætti þá um betur og
hét nú jafnvirði 200.000 dollara
þeim er flogið gæti af eigin
kröftum yfir þvert Ermarsund,
það er nærri 30 kílómetra leið.
Þetta hefur freistað margra sem
vonlegt er. Munu hundruð manna
vera að smíða keppnisdreka, og
einir 250 búnir að tilkynna þátt-
töku. Láta þeir það ekki letja sig
þótt engum hafi tekizt fram að
þessu að knýja flugdreka eigin afli
lengra en tvo kílómetra og þó
tæplega það.
LÍKAN af loítskrúfu Lconardos
da Vinci. Listamanninn vantaði
vissulega ekki hugvitið. en
mannsaflið eitt saman dugði samt
ekki til þess að uppfinning hans
kæmi að notum.
Vinningsmöguleikarnir eru all-
misjafnir ef að líkum lætur og
sennilega óhætt að fullyrða að
ekki muni allir flugdrekarnir
komast á loft hvað þá lengra.
Ýmsir hafa verið taldir líklegir,
þ.á.m. D.G. Cook nokkur frá
Suffolk í Bretlandi: hann vann sér
það nefnilega til frægðar í ágúst
síðast liðnum að hann komst fyrir
Ermarsund á svifdreka knúnum
átta hestafla sláttuvélarmótor.
Var það glæfraför mikil að sögn
Cooks og þakkaði hann sínum sæla
að komast yfir lifandi. „Ég flaug í
h.u.b. 100 metra hæð,“ segir hann,
„og samt lá hvað eftir annað við
borð að illa færi þegar ég flaug
yfir risaolíuskip. Þau eru geisihá í
sjó og loftið mjög órólegt yfir
þeim. Ég neyddist til að fljúga yfir
þó nokkur. Það er engin leið að
sneiða hjá þessum skrímslum".
En hann ætlar sem sé að leggja í
þau aftur og í þetta skiptið
vélarlaus.
- JEROME BURNE.
Þetta nýstárlega
veggspjald sá dags-
ins ljós í fyrra þegar
bresk stjórnvöld
byrjuðu að impra á
því hvort ekkiværi
þjóðráð á þessum
erfiðu tímum að
kref jast aðgangseyr
is af gestum í minja-
og listasöfnum.
Hressingarleikfimi
fyrir konur
Kennsla hefst aftur mánudaginn 8. janúar í leikfimisal
Laugarnesskóla. Fjölbreyttar æfingar — músik — slökun.
Innritun og upplýsingar í síma 33290.
Ástbjörg S. Gunnarsdóttir íþróttakennari.
Bifreióaeigendur
takið eftir
Frumryðvörn og endurryðvörn spara ekki einungis peninga,
heldur eykur öryggi yðar í umferöinni. Endurryövörn á
bifreiðina viöheldur verögildi hennar. Eigi bifreiðin að
endast, er endurryðvörn nauösynleg.
Látið ryðverja á 1—2ja ára fresti.
Látið ryðverja að innan á 3ja ára fresti.
Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu.
BÍLARYÐVÖRNhf
Skeifunni 17
a 81390
Það er margt
sem þér likar vel
iþeim
nýju amerísku
Sparneytin 3.8 lítra 6 cyl. vél.
Sjálfskipting
Vbkvastýri
Styrkt gormafjöðrun að aftan og framan
Transistorkveikja
Aflhemlar
Urval lita, innanogutan
Og f leira og f leira
Chevrolet Malibu 4dr. Sedan kr. 5.200.000.
Þetta er það sem þeir nyju
frá General Motors snúast allir um
Malibu Classic 4dr. frá kr. 6.100.000.- Innif. 5litraMS véi.
by General Motors
CHEVROLET PONTIAC aOSMOÖHE GM
BUICK CACHLAC L j
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykiavik Simi 38900