Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979 3 Fjórar sölur í Bretlandi rVÖ íslenzk fiskiskip löndtiðu ifla sínum í Bretlandi í gær irátt fyrir verkfall vörubif- reiðastjóra þar. Erlingur ældi 106 tonn í Grimsby fyrir 13 milljónir króna, meðalverð 106 krónur á kíló. Runólfur seldi 105.5 tonn í Fleetwood Eyrir 40 milljónir króna, meðalverð 380 krónur á kíló. Að sögn Þórleifs Olafssonar í Grimsby verða tvær sölur í dag, Gullberg frá Seyðisfirði selur í Grimsby og Björgólfur frá Dalvík selur í Fleetwood, en þessar sölur eru mögulegar vegna þess að t.d. í Grimsby eru 230-240 fiskkaup- menn og reyna þeir að sjá sjálfir um flutning aflans á eigin bílum á markað. Þórleifur kvað verðið nokkru lægra en ella vegna verkfallsins og ekki kvað hann unnt að segja til um hver fram- vindan í samningamálum yrði. Símamynd AP Benedikt Gröndal utanríkisráðherra er staddur í opinberri heimsókn í Svíþjóð og var þessi mynd tekin af honum í Stokkhólmi ásamt Hans Blix utanríkisráðherra Svíþjóðar. Svavar sagðist ekki hafa rætt málið í ríkisstjórninni, en kvaðst búast við því að hann tæki það upp á þeim vettvangi „einhvern tíman á næstunni.“ „Ég lít svo á að það sé ekkert samkomulag ríkisstjórnarflokk- anna til um þetta mál ennþá,“ sagði Steingrímur Hermannsson dómsmálaráðherra, er Mbl. spurði hann í gær um afstöðu Fram- sóknarflokksins til nýskipunar olíumála. „Það var gerð úttekt á olíu- málunum á árunum 1971 til ‘74,“ sagði Steingrímur. „Og þá kom í ljós að það var afar lítill sparnaður af því að sameina þetta, innflutninginn eða olíusöluna í heild. Ég held að Framsóknar- fiokkurinn hljóti að vera því andvígur að setja upp eitthvert ríkisbákn, sem ekki yrði til sparnaðar.“ „Þessi mál hafa ekki verið rædd hjá okkur eftir ríkisstjórnar- 12 staurar brotnuðu BILANIR urðu í rafmagni á Austurlandi aðfararnótt mánu- dags og fram eftir degi í illvirði er gekk yfir um nóttina. Brotn- uðu 12 staurar í Vallarhreppi og Fljótsdal og urðu 40—50 bæir rafmagnslausir fram á mánudag, en fljótlega tókst að gera við bilunina að sögn Erlings Garðars Jónassonar rafveitustjóra. Þó höfðu ekki allir bæir fengið straum að nýju en vonast var til að það yrði með kvöldinu. Þá varð bilun í Breiðdal og á Reyðarfirði og var talið að eldingu hefði lostið í línur, en nokkuð var um eldingar með illviðrinu, og slógu orkuverin út í þrjú skipti af þeim sökum. myndunina," sagði Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra er Mbl. spurði hann um afstöðu Alþýðuflokksins í þessu máli. „Persónulega sé ég ekki annað en að samningar varðandi inn- flutninginn séu í höndum ríkisins og verðákvarðanir einnig, þannig að ástæðulaust sé að setja á fót einhverja sérstaka stofnun vegna innflutningsins eins. Ég vildi hins vegar sjálfur láta leita leiða til hagkvæmari dreifingar, ef vera kynni að þar á væru einhverjir möguleikar, því að mér sýnist núverandi dreifingar- kerfi olíufélaganna þriggja dálítið ankannalegt. Ég varpa því svona fram, hvort hugsanleg væri ein- hver skipting milli félaganna, þannig að hvert um sig fengi ákveðin sölusvæði, en þau væru ekki öll að berjast um hituna á öllum stöðum." Sambandinu gert að endurgreiða bílakaupendunum Verðlagsskrifstofan hefur gert véladeild Sambandsins að endur- greiða. kaupendum nýrra bfla hluta þess verðs. sem þeir borg- Frumvarp viðskiptaráðherra: Olíuheildsala ríkisins annist innflutninginn Andvígir ríkisbákni vegna innflutningsins eins, segja Steingrímur Hermannsson og Magnús H. Magnússon „ÞAÐ STENDUR í samstarísyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að það skuli eitthvað tekið á þessum olíumálum og það er einmitt það sem ég er að láta gera með þessu lagafrumvarpi,1* sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra, er Mbl. spurði hann í gær um frumvarp það til laga um Olíuheildsölu ríkisins, sem hann er að láta vinna. „betta frumvarp gengur út á það að innflutningurinn yrði í höndum þessarar stofnunar, sem síðan framseldi réttinn til þeirra aðila, sem dreifa henni," sagði Svavar. „Það má segja að þetta sé það fyrirkomulag sem ég tel líklegt að samkomulag tækist um. en vilji menn ganga lengra, þá er ég til í það." Svavar sagði að jafnframt þessu væri nú unnið að úttekt á verðmyndunarþáttum olíunnar. Persónulegir minnispunktar en ekki opin- ber skýrsla „ÉG SÁ, þegar ég athugaði þetta plagg í morgun að þetta eru bara persónulegir minnispunkt- ar þessara manna sjálfra, en ekki nein skýrsla í nafni Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins þannig að þetta getur ekki heitið opinbert plagg. Ég tel því ekki rétt að gera þessa minnispunkta opinbera, en hins vegar er unnin skýrsla í nafni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsmál, þar sem meðal annars er fjallað um Island. Mér er sagt að slíkar skýrslur komi venjulega á útmánuðum og þær eru opinber plögg,“ sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra, er Mbl. óskaði eftir því að fá „skýrslu“ þá sem starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sendu stjórnvöldum eftir komu hingað í nóvember sl. „Skýrslu" þessa bar á góma, er Svavar Gestsson svaraði spurn- ingum í útvarpsþættinum „Bein lína“ á sunnudagskvöldið og lét ráðherrann þá svo ummælt að það væri á hans valdi að gera skýrsluna opinbera og að hann sæi ekkert á móti því að hann gerði það. uðu fyrir bfla sína, þar sem verðið var ofreiknað af hálfu véladeildarinnar. Jón Þór Jóhannsson framkvæmdastjóri véladeildarinnar sagði í samtali við Mbl. í gær. að þeir væru búnir að endurgreiða milli 20 og 30 manns. Jóhann vildi ekki gefa upp fjárha-ðir, en sagði að ekki va'ri um mikla upphæð að ræða í hverju tilviki. Samkvæmt upplýs- ingum Mbl. er um mismunandi háar fjárhæðir að ræða, en hlaðinu er kunnugt um tilvik. þar sem endurgreiðslan nemur um 150 þúsund krónum. „Þessi mistök stafa af fljótfærni og misskilningi," sagði Jón Þór. „Strax og okkur var bent á mistökin höfðum við samband við verðlagsskrifstofuna og við vinn- um að leiðréttingum í fullu samráði við embætti verðlags- stjóra." Friðbjörn Bergs hjá verðlags- skrifstofunni sagði, að skekkjan í útreikningum véladeildarinnar hefði fundizt við reglubundið eftirlit starfsmanna verðlagsskrif- stofunnar. Sagði Friðbjörn þetta mál auðvelt úrlausnar, þar sem véladeildin hefði skrá yfir kaupendurna og gæti því leiðrétt hvert einstakt tilvik við viðskipta- vininn sjálfan. „Við fáum síðan send uppgjörsgögnin fyrir hvert tilvik og munum yfirfara þau,“ sagði Friðbjörn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. fékk í gær stafar skekkjan af því að notaðir voru rangir taxtar á „standsetningar- gjöldum" svokölluðum. Veiting Tryggingastofnunarembættis; Þremur boðin staða aðstoðarforstjóra EINS OG SAGT hefur verið frá í fréttum hefur heilbrigðisráðherra, Magnús Magnússon, skipað Eggert G. Þorsteinsson sem forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins. Morgunblaðinu er kunnugt um það að þremur öðrum umsækjendum um starfið var boðin staða aðstoðarforstjóra Tryggingastofnunarinnar, en þeir höfnuðu allir. Staða aðstoðarforstjóra er reyndar ekki til ennþá. Morgunblaðið náði sambandi við fjóra af umsækjendum, þá Magnús Kjartansson, Davíð Gunnarsson, Jón Sæmund Sigurjónsson og Pétur Blöndal og innti þá álits á Bergþór Olafsson, sem missti bíl sinn fram af veginum í Vatnsskarði á föstudaginn: „...ogþá sá ég að það var ekki um annað að rœða en henda mér út” „ÉG var að keyra niður Vatns- skarðið og ætlaði að skipta niður. Þá heyrði ég bara smell og þegar ég kúpíaði saman, gerðist ekki neitt. Ég steig þá á hemlana, en ekkert gerðist heldur. Ég greip þá til þess ráðs að beygja bflnum út af og upp í hlíðina, en það var svo mikið harðfenni að bfllinn fór yfir skaflinn og þá sá ég að það var ekki um annað að ræða en að henda mér út,“ sagði Berg- þór Ólafsson vöruflutningabfl- stjóri er Mhl. spurði hann í gær um þann athurð, er bfll hans steyptist fram af veginum í Vatnsskarði á föstudags -morgun. „Ég henti mér svo út og síðan sá ég á eftir bílnum niður hlíðina, þar til hann hvarf mér fram af barði," hélt Bergþór áfram frásögninni. „Ég labbaði þá á eftir honum og þá var hann kominn ofan í gilið þarna, en hann hefur farið eina 400 metra." Bergþór sagði að bíllinn sem er Ford C 8000 árgerð 1974, væri líklegast ónýtur. „Mér brá heldur ónotalega, þegar allt fór svona úr sambandi," sagði Bergþór. „En þó flaug mér strax í hug að beygja út af og reyna að stoppa í skaflinum. Það hefði sennilegast tekizt ef snjórinn hefði látið undan, en harðfennið gerði það að verkum að bíllinn stöðvaðist ekki, heldur fór í gegn og fram af. Ég get eiginlega ekki lýst því hvernig það var að horfa á eftir bílnum þarna niður hlíðina. Ef til vill hef ég beðið eftir því að hann stöðvaðist en svo hrökk ég upp við það að hann hvarf fram af barðinu. Og heldur þótti mér aðkoman í gilinu ömurleg." Bergþór sagðist vera rifinn á höndum og fótum eftir að hann kastaði sér út úr bílnum. „Ég kann enga aðra skýringu á þessu en þá að.eitthvað hafi brotnað í bílnum og þá dettur mér drif- skaftið í hug.“ Bergþór kvaðst hafa verið á leið með ölumbúðir frá verzlun- um á Austurlandi til Reykja- víkur. „Ég hef nú farið þessa leið einum til tvisvar sinnum í viku að undanförnu og ekkert hent mig sem í frásögu er færandi, fyrr en þetta kemur fyrir.“ embættisveitingunni, en ekki náð- ist í Erlend Lárusson og Konráð Sigurðsson. „Ég hef ekkert að segja um þessa veitingu," sagði Davíð Gunn- arsson, „ég held að verkin verði að tala fyrir menn þar.“ „Ég vöna að hinir vitru í tryggingaráði hafi gert allt rétt og gott,“ sagði Jón Sæmundur Sigur- jónsson. Pétur Blöndal kvað það ekki liggja ljóst fyrir hvaða kröfur tr.vggingaráð eða ráðherra ættu að gera til þessarar stöðu. „Sérfræð- ingur á ekki endilega að fá hana af því að hann er sérfræðingur, en það ætti ekki að koma að sök,“ sagði Pétur, „en einnig hlýtur að koma til reynsla af stjórnun og félagsmálum. Ég vil þó taka fram að ég er ekki í neinni fýlu vegna niðurstöðunnar." Magnús Kjartansson kvaðst ætla að senda grein um málið til Morgunblaðsins, en hann kvaðst óska Eggert allra heilla í starfinu og þeim sem ættu eftir að eiga viðskipti við hann heilla á móti. Magnús kvaðst aðspurður ekki hafa fengið boð um að verða aðstoðarforstj óri Tryggi ngastofn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.