Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979
Meirihluti Færeyinga vill
halda sambandinu við Dani
UM ÞESSAR mundir standa
yfir í Færeyjum tilraunir til
myndunar stjórnar og í spjalli
við Morgunblaðið sagði Atli
Dam lögmaður Færeyinga, að
stjórnmálaástandið heima fyrir
væri í nokkurri óvissu af þeirri
ástæðu og erfitt væri að gera
sér grein fyrir framvindu mála
á næstunni.
— Sambandsflokkurinn
reyndi stjórnarmyndun en tókst
ekki, sagði Atli Dam, og síðan
mun ég reyna stjórnarmyndun
og veit ekki hvort mér tekst það
og á ég dálítið erfitt með að
segja nokkuð um hver fram-
vinda mála verður. Ef Jafnaðar-
flokknum tekst ekki undir minni
stjórn að koma saman stjórn er
ekki gott að segja til um hvert
næsta skref verður.
— Flokkarnir í Færeyjum
hafa mjög ólíka stefnuskrá í,
málum sínum og á það bæði við
um innanríkis- og utanríkismál,
en þó fara stefnur sumra þeirra
saman í utanríkismálum og
annarra fara saman í innan-
landsmálefnum, þannig að fólk
getur átt dálítið erfitt með að
velja og hafna í færeyskum
stjórnmálum.
I framhaldi af þessu var Atli
Dam spurður um efnahags-
ástandið í Færeyjum:
— Það er svipaða sögu að
segja um efnahagsástand og
stjórnmálaástand, nokkuð mikil
óvissa ríkir í þeim efnum. Þó er
staðreynd að útflutningur árið
1978 var um 100 milljón kr.
minni en árið áður og uxu
Rætt við
Atla Dam
Atli Dam lögmaður Færeyinga.
Ljósm. Emih'a
skuldir okkar erlendis um þá
upphæð. Við teljum brýnt að
reyna að ráða bót á þessari
þróun og snúa henni við. í
framhaldi af því má nefna að
Færeyingar byggja næstum
100% atvinnu sína á fiskveiðum
og teljum við því mjög mikil-
vægt að náðst skyldi hafa þessi
samningur við íslendinga. Fær-
eyingar eiga nú orðið undir högg
að sækja með mikinn aflahluta
sinn, aflinn er minnkandi á
heimamiðum og við verðum að
sækja lengra og lengra eftir
aflanum. Þess vegna höfum við
orðið að semja um veiðiheimild-
ir við Kanada, Rússland auk
íslendinga og Norðmanna og um
veiðiheimildir í Norðursjónum
og það er því beinlínis lífsnauð-
synlegt fyrir okkur að þessar
veiðiheimildir fáist áfram.
Hvernig er með samband
ykkar við Danmörku, er áhugi á
það slíta því að fullu?
— Ég held mér sé óhætt að
segja að meirihluti landsmanna
vilji halda óbreyttu sambandi
við Dani og byggi ég þá skoðun á
hinum mikla sigri Sambands-
flokksins, í lögþingskosningun-
um og á nýlegri könnun Gallups
sem leiddi í ljós, að um 70%
vilja áframhaldandi heima-
stjórn, en mikill minnihluti eða
20—25% vill eindregið slíta
sambandinu við Danmörku.
Nokkur hluti landsmanna virð-
ist óákveðinn í þessu máli. Ef til
þess á að koma, að sambandi við
Dani verði slitið þá þurfa
allmiklar breytingar að verða á
stjórnmálaflokkunum í Færeyj-
um að mínu viti þar sem stefnur
þeirra eru ólíkar í því máli og
skoðanir manna eru allskiptar
þrátt fyrir að meirihlutinn vilji
hafa ástandið óbreytt.
— Það hefur annars verið
margt um stórmál til afgreiðslu
í Færeyjum að undanförnu og
til umræðu, t.d. í menntamálum,
bankamálum og atvinnumálum
svo eitthvað sé nefnt, sagði Atli
Dam að lokum og með því var
botn sleginn í samtalið enda
hann á leið á flugvöllinn og um
borð í vél áleiðis til Færeyja.
Guðbergur sýnir:
Sirkus í Suðurgötu 7
Guðbergur Auðunsson, hst-
málari, opnar í dag, laugardag,
óvenjulega sýningu í Gallerí
Suðurgata 7. Sýningin er óvenju-
leg að því leyti, að Guðbergur
sýnir þarna myndverk, sem gerð
eru með ljósmyndum af venju-
legum og óvenjulegum hlutum úr
daglega lífinu.
Guðbergur nefnir sýninguna
Sirkus. En með því á hann við
hið fjölbreytilega umhverfi, sem
hann byggir myndir sínar á.
Umhverfi hversdagsleikans, sem
má líta á sem einhvers konar
sirkus — fjölleikahús, ef vel er
að gáð.
Þetta er fjórða einkasýning
Guðbergs, en hann hefur áður
sýnt m.a. á Kjarvalsstöðum. Á
sýningunni sýnir Guðbergur 30
myndir, sem allar eru til sölu
fyrir „viðráðanlegt verð“ einsppg
listamaðurinn komst að orði í
samtali við blaðamenn.
í sýningarskrá ritar Ólafur
Haukur Símonarson formálsorð
m.a. um þann eiginleika Guð-
bergs að geta séð skemmtilega
hluti úr hversdagslegum um-
hverfishlutum — sér og öðrum
til ánægju.
Sirkusinn verður opinn al-
menningi daglega kl. 2—10 um
helgar og 4—10 hversdagslega.
Þetta er fyrsta sýningin í Gallerí
Suðurgata 7 á þessu ári.
Landhelgisgæzlan:
Kemur til
greina ad
selja eldri
Fokkerínn
og kaupa
þyrlu
„ÞAÐ GÆTI komið til greina að
selja eldri Fokker-vélina ef ákveð-
ið verður að kaupa Sikorsky-þyrl-
una fyrir Landhelgisgæzluna,“
sagði Steingrímur Hermannsson
dómsmálaráðherra f samtali við
Mbl.
„Það er rétt,“ sagði Steingrímur,
„að Flugleiðir hafa sent ráðuneyt-
inu ósk um að fá eldri Fokkervél-
ina keypta eða leigða. Ráðuneytið
hefur svarað því einu til að
flugmál Landhelgizgæzlunnar séu
í endurskoðun og ekki verði hægt
að svara erindinu fyrr en að þeirri
endurskoðun lokinni."
Steingrímur sagði, að talið væri
nauðsynlegt fyrir Landhelgisgæzl-
una að hafa yfir tveimur flugvél-
um að ráða og einnig væri talið
mjög heppilegt fyrir stofnunina að
hafa góða þyrlu. Væri því vel
hugsanlegt að ákveða kaup- á
þyrlunni, sem nú er í smíðum í
Baridaríkjunum, og selja eldri
Fokkervélina í staðinn. Talið er að
þyrlan muni kosta fullbúin rúmar
tl,4 luilljórifr dollara eða sem næst
450 milljónum króna og söluverð
Fokkervélarinnar mun vera svip-
2ja herb.
íbúð á jaröhæö í tvíbýlishúsi viö
Framnesveg. Útborgun 6—6.5
millj.
Austurberg
Höfum í einkasölu 2ja herb.
íbúö á 4. hæö. Verð 11 mlllj.
Útborgun 8 millj.
2ja herb.
Mjög góö íbúö á 4. hæö viö
Blikahóla um 65 fm. Verö 11.5
millj. Útb. 9 millj.
Hamraborg
3ja herb. íbúö á 1. hæö um 90
fm. íbúðinni fylgir bílskýli. Góö
eign. Útb. 11 — 12 millj.
3ja herb.
íbúð á 4. hæö viö Asparfell um
90 fm. Góö eign. Útborgun
10.5—11 millj.
Hraunbær
3ja herb. íbúð á 2. hæð. Góöar
innréttingar. Útborgun 10.5
millj.
Álftamýri
3ja herb. íbúð ca. 90 fm.
Útborgun 13 millj.
Hraunbær — bílskúr
3ja herb. íbúö á 3. hæö. Ca. 90
fm. Útborgun 11.5—12 millj.
Austurberg
4ra herb. vönduð íbúð á 2. hæð
um 110 fm. Útborgun 12 millj.
Barmahlíð
4ra herb. góð risíbúö ca. 100
fm að mestu öll nýstandsett.
Tvöfalt gler. Útborgun 9 milj.
Vesturberg
3ja herb. góð íbúð á 3. hæð í
háhýsi. Utborgun 10—10.5
millj.
Gaukshólar
5—6 herb. íbúö á 4. hæö í
háhýsi um 115 fm. Útborgun 13
millj.
Hraunbær
4ra herb. íbúö á 3. hæö 110
ferm. Vönduö eign. Útb. 13
millj.
Hagamelur
3ja herb. góð kjallaraíbúö viö
Hagamel um 85 fm sér hiti, sér
inngangur. Laus samkomulag.
Verö 14—14.5, útb. 10 millj.
Háaleitisbraut
5 herb. íbúö á 2. hæö um 120
fm, sér hiti. Góö eign. Verö 21
millj., útb. 15 millj.
iflSTIlGNIE
AUSTURSTRÆTI 10 A 5 HÆÐ
Slmi 24850 og 21970.
Heimasími 38157.
I
usaval
FLÓKAGÖTU 1
SÍMI21155
Einbýlishús
6 herb. í vesturbænum í Kópa-
vogi. Stór bifreiöaskúr upphit-
aöur og raflýstur. Ræktuð lóö.
12 millj.
Hef kaupanda aö 3ja eöa 4ra
herb. íbúö. Útborgun við samn-
ing 12 millj. Losnun eftir
samkomulagi.
Byggingalóðir
Hef kaupendur aö byggingar-
lóöum í Kópavogi,
Helgi Ólafsson,
löggiltur fasteignasali
kvöldsími 21155.
'ÞURF/Ð þer h/byli
★ Vesturberg
3ja herb. íbúö á 3. hæö.
★ 3ja herb. íbúö
Nýleg 3ja herb. íbúö á 3. hæð,
íbúðin er tvær stofur, eitt
svefnherb., eldhús, bað. Fallegt
útsýni.
★ Mosfellssveit
Einbýlishús ca. 130 ferm. bíl-
skúr 60 ferm. Húsið er tvær
stofur, sjónvarpsherb., 3 svefn-
herb., eldhús, baö, þvottahús,
geymsla. Fallegar innréttingar.
★ Æsufell
4ra herb. íbúö. Fallegt útsýni.
★ Raöhús
í smíðum með innbyggöum
bílskúrum í Breiöholti og
Garöabæ.
★ Seláshverfi
Fokhelt raöhús meö bílskúr.
Húsiö verður fullfrágengiö aö
utan með gleri og öllum
útihurðum.
★ Höfum kaupendur
aö 3ja herb. íbúðum. Útb. 7 til 9
millj.
★ Höfum kaupendur
að 3ja herb. íbúöum. Útb. 9 til
11 millj.
★ Höfum kaupendur
aö 4ra til 5 herb. íbúðum. Útb.
11 til 14 millj.
★ Höfum kaupendur
að sér hæöum. Útb. 15 til 18
millj.
★ Höfum kaupendur
að raöhúsum o<7 einbýlishús-
um. Útb. 18 til 20 millj.
★ Höfum kaupendur
að kjallara og risíbúðum. Góö-
ar útb.
★ Seljendur
Verðleggjum íbúðir samdæg-
urs yður að kostnaðarlausu.
HÍBÝLI & SKIP
Garöastræti 38. Sími 26277
Gísli Qlafsson 20178
Máíflutningsskrifstofa
Jón Ólafsson hrl. Skúli Pálsson hrl.
Isafjörður
Atvinnuhúsnæöi til leigu
■ Hafnarstræti 12, 1. hæö og kjallari er til leigu.
Húsnæöiö er hentugt sem: samkomuhúsnæöi,
verzlun, kaffihús eöa sem iðnaöarhúsnæöi. Allar
upplýsingar gefa Guömundur Marinósson í síma
94-3107 og Ulfar Ágústsson í síma 94-3166 milli
kl. 17 og 19 næstu daga.