Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979
39
Saksóknarinn í Malmö sýnir
fréttamönnum flösku með Fen-
ól-hreingerningarlegi, en 18 ára
starfsmaður á sjúkrahúsi í
Malmö hefur nú viðurkennt að
hafa orðið 17 sjúklingum
sjúkrahússins að bana með pví
að blanda bessu efni í appel-
sínusafa sem sjúklingunum var
ætlaður. Saksóknaranum til
hægri handar situr Lars Karl-
back framkvæmdastjóri sjúkra-
hússins en fjær situr yfirlæknir-
inn Nils Stormby.
Símamynd — AP
Stokkhólmi, 15. janúar,
frá Önnu Bjarnadóttur
ÁTJÁN ára gamall starfsmaður
Östra-sjúkrahússins í Malmey
viðurkenndi s.l. föstudag að hafa
orðið 17 langlegusjúkiingum að
bana á undanförnum þremur
mánuðum. Þetta eru mestu
fjöldamorð í sögu Svíþjóðar, en
árið 1972 myrti fyrrverandi
lögregluþjónn á Skáni níu
manns.
Um helgina kom í ljós, að
Fjöldamorð á sænsku sjúkrahúsi:
Eiturblanda starfsmannsins
varð a.m.k. 17 að aldurtila
fórnardýr starfsmannsins geta
verið flgiri en 17, en hann hefur
nú viðurkennt tvo morð til
viðbótar og er ekki viss um hvort
þrjú dauðsföll voru af hans
völdum eða ekki. Það vekur furðu
manna, að ekki skuli hafa komist
upp um athæfi starfsmannsins
fyrr og búast má við rannsókn á
starfrækslu spítalans.
Sterk fenól-lykt, sem lagði frá
vitum nýlátins 100 ára gamals
sjúklings, vakti grunsemdir á
föstudag. Við yfirheyrslur starfs-
mannanna kom í ljós að hinn 18
ára starfsmaður hafði allt frá því
að hann hóf störf á sjúkrahúsinu í
október, gefið nokkrum sjúkling-
um fenól-hreingerningarlög að
drekka sem varð flestum þeirra
að bana.
Nú er vitað, að nokkrir sjúkl-
ingar hafa kvartað við gesti sína
yfir því að ungi maðurinn hafi
gefið þeim eitthvað svo sterkt að
drekka, að þeir hafi orðið að spýta
því út úr sér. Kvörtunum sjúkl-
inganna var ekki sinnt vegna þess
að þeir eru allir mjög gamlir og
sumir andlega vanheilir og þeim
var því ekki trúað. Ekki er enn
vitað hvort sjúklingarnir hafi
kvartað við starfsmenn spítalans.
29 hafa látizt
Starfsmanninum hefur verið
lýítsem mjög hlédrægum, og ekki
er talið að hann hafi talað við
neinn um eiturbyrlanir sínar.
Hann var aðeins ráðinn til sex
mánaða og átti að hætta störfum
í næsta mánuði. Starfið fékk hann
til bráðabirgða svo að hann gengi
ekki atvinnulaus, en hann hefur
nýlokið grunnskóla. Á sjúkrahús-
inu átti hann að lesa fyrir
sjúklingana og létta undir með
fastráðnu starfsfólki.
Pilturinn starfaði á tveimur
deildum þar sem liggja 56 sjúkl-
ingar. Síðan hann hóf störf hafa
29 látizt á deildunum, en það er
helmingi fleiri en eðlilegt þykir.
Sjúklingarnir eru eins og fyrr
segir mjög aldraðir og áttu sér
ekki batavon, en þó vakti það
furðu starfsmanna á deildunum
strax í nóvember hve andlátin
voru tíð. Þá var talið að baktería
ylli dauðsföllunum eða eitthvert
ofnæmi meðal sjúklinganna.
Fenól-lyktin af líkinu á föstudag
vakti þó grunsemdir starfsmanna
og var kallað á lögregluna. Síðan
kom í ljós, að pilturinn hafði gefið
fjórum öðrum sjúklingum hrein-
gerningarlög þann sama dag, en
þeir lifðu það af en eru brenndir í
munni og hálsi.
Líknarmorð
Sum sænsku blaðanna hafa
leitað skýringar á athæfi piltsins
í umræðu um líknarmorð sem
hefur verið mikil að undanförnu
vegna réttarhalda yfir rithöfund-
inum Berit Hedeby og sjálfsmorðs
læknisins Ragnars Toss í haust. í
júní 1977 útvegaði Toss Berit
Hedeby lyf sem hún gaf blaða-
manninum Sven Erik Handberg.
Handberg hafði þjáðst af hrörn-
unarsjúkdómi og átti einskis bata
von og vildi því fá að deyja.
Hedeby og Toss, sem voru í
félaginu Réttur til að deyja,
uppfylltu ósk Handbergs.
Þegar Toss heyrði að Hedeby
ætlaði að skrifa bók um líknar-
morðið varð hann fyrri til og
sagði frá því í fjölmiðlum. Þau
voru dæmd í átta mánaða fangelsi
fyrir manndráp en áfrýjuðu
dómnum. í haust, er Ragnar Toss
missti læknisleyfið, framdi hann
sjálfsmorð, en mál Berit Hedeby
er enn fyrir dómstólum.
Khikkutbna
bardagi í
Baskaborg
Madrid. 15. janúar. Reuter.
SPÆNSKIR lögreglumenn og
andófsmenn börðust í rúman
klukkutíma í Baskaborginni
San Sebastian á NorðurSpáni
í gær og liðsauki mörg hundr-
uð lögreglumanna var fluttur
til héraðanna eftir árásir
hryðjuverkamanna.
Tveir þjóðvarðliðar biðu
bana í sprengjutilræði og þar
með hafa 10 manns beðið bana
vegna pólitískra ofbeldisverka
á þessu ári.
Tvö þúsund manna aukaliði
lögreglu var skipað að aðstoða
við eftirlitsstörf í borgum og
bæjum í Baskahéruðunum eft-
ir morðin í gær, en talið er að á
bak við þau hafi staðið
aðskilnaðarhreyfing hryðju-
verkamanna Baska, ETA.
í San Sebastian reistu um
1.000 andstæðingar kjarnorku-
vopna götuvígi úr bifreiðum og
byggingarefni til þess að
stöðva lögreglu sem reyndi að
dreifa þeim með gúmmíkúlum
og bareflum. Einn unglingur
særðist í átökunum.
Skattsvik auk-
ast í Noregi
Frá fréttaritara Mbl. í Ósló í itær.
Æ FLEIRI Norðmenn svíkja
undan skatti. það er bjargföst
sannfæring mín, segir ríkisskatt-
stjóri Norðmanna. Eriing Ree
Pedersen, sem er þekktur fyrir að
láta skoðanir sínar óspart í ljós.
Hann telur ekki útilokað að í
Noregi séu fimm milljarðar
norskra króna sviknar undan
skatti, eða sem svarar 2.000
krónum á hvern Norðmann.
Skattaeftirlit hefur verið stórauk-
ið í Noregi og æ fleiri eru teknir
fyrir skattsvik.
Wayne að
braggast
Los Angeles, 15 janúar
Reuter — AP
JOHN Wayne, kvikmynda-
stjarnan góðkunna, er nú á
góðum batavegi eftir að gerð
var á honum erfið aðgerð sem
stóð í níu klukkustundir. (
aðgerðinni, sem framkvæmd
var á föstudag, var magi
Wayne fjarlægður, þar sem
óvenjuleg og illkynja krabba-
meinsbólga hafði gert vart við
sig.
Talsmenn sjúkrahússins sem
Wayne dvelur á, sögðu að
aðgerðin hefði tekist vel, og var
Wayne fær um að setjast upp í
rúminu, og hann gat jafnvel
gengið nokkur skref í dag.
í aðgerðinni var gallblaðra
Wayne ennfremur fjarlægð. Og í
stað maga Wayne var þarma-
poki græddur við meltingarfær-
in í kviðarholi hans.
Wayne er nú 71 árs að aldri og
hefur hann oft dvalið á sjúkra-
húsi af heilsufarsástæðum. Fyr-
ir 14 árum var annað lunga hans
fjarlægt vegna krabbameins og í
apríl sl. var gerð opin aðgerð á
hjarta hans.
Fátækir Kínverjar
krefjast lýðræðis
PekinK. 14. janúar. Reuter.
VOPNAÐIR verðir meinuðu fátæk-
lega klæddum andófsmönnum að
ganga fylktu liði inn í íbúðarhverfi
kínverskra ráðamanna f Peking í
gær þar sem þeir ætluöu að leggja
áherzlu á kröfur sfnar um mat og
rétt til að fá vinnu.
Andófsmennirnir báðu um að fá
að hitta að máli Teng Hsiao-ping
varaforsætisráðherra. Þeir báru
borða sem á stóð: „Við viljum meira
lýðræði og meiri mannréttindi,"
„Við viljum kynna umkvartanir
okkar Teng hinum óspillándi“ og
„Berjið niður baktjaldastuðnings-
menn fjórmenningaklíkunnar sem
enn eru á lífi“.
Einn andófsmannanna sagði, að
20.000 manns hefðu komið til Peking
Glasabarn í Glasgow
London, 15 janúar. Reuter — AP
BREZKA blaðið Daily Mail
skýrði frá því í dag að annað
„glasabarn" hefði fæðst á Bret-
landseyjum á sunnudag, og heils-
aðist móður og syni vel. Blaðið
birti stóra mynd af barninu á
forsíðu, en blaðið keypti einka-
rétt á frásögninni af fæðingunni
og viðtölum við foreldra.
Drengurinn, sem gefið var nafn-
ið Alastair James Lauchlan Mont-
gomery, var getinn í tilraunaglasi
á sama hátt og Louise Brown sem
kom í heiminn 25. júlí síðastliðinn.
Dr. Patrick Steptoe framkvæmdi
aðgerðirnar sem slíkri frjóvgun
eru samfara í báðum tilfellum.
Daily Mail skýrði frá því að
drengurinn hefði fæðst einum
mánuði fyrir tímann. Móðirin sem
er 32 ára matreiðslukennari, ól
drenginn á eðlilegan hátt, en
Louise Brown varð að taka með
keisaraskurði. Alastair James
Lauchlan vó 2,62 kílógrömm. Hann
fæddist á Stobhill sjúkrahúsinu í
Glasgow.
Alastair James Lauchlan er
þriðja glasabarnið sem fæðist.
Louise Brown varð fyrsta glasa-
barnið, en í október var skýrt frá
fæðingu stúlku á Indlandi sem
sögð var getin í glasi.
til þess að kynna umkvartanir sínar
en þeir hefðu ekkert þak yfir
höfuðið. Fólkið býr við harðan kost
og kvartar yfir því að hafa sætt
barsmíðum af hendi lögreglunnar.
Á svokölluðum „lýðræðisvegg" og
á öðrum stöðum þar sem veggspjöld
eru fest upp ber mikið á kvörtunum
Korchnoi
/
í Israel
Tel Aviv, 15. janúar. AP
SKÁKMEISTARINN Viktor
Korchnoi kom til ísraels í gær og
kvaðst bjartsýnni en hann var
fyrir nokkrum mánuðum á mögu-
leikana á því að fá konu sína og
son frá Sovétríkjunum.
Korchnoi, sem tapaði fyrir
Anatoly Karpov í viðureigninni
um heimsmeistaratitilinn í fyrra,
verður í ísrael í 10 daga í boði
þingmannsins Samuel Flatto-
Sharon. Þingmaðurinn sem er
vellauðugur reynir að fá leyfi
sovézkra stjórnvalda til þess að
Bellu konu Korchnois og 19 ára
syni þeirra verði leyft að koma til
Vesturlanda.
Korchnoi flúði frá Sovétríkjun-
um 1976 og var sviptur sovézkum
ríkisborgararétti fyrr í þessum
mánuði.
frá fólki um áreitni, misrétti og
skort á réttlæti þar sem það býr og
starfar.
Margir andófsmannanna sem
komu til Peking til þess að fá
leiðréttingu mála sinna virðast vera
fórnarlömb menningarbyltingarinn-
ar.
Maður nokkur á sjötugsaldri grét
og sagði að hann hefði gengið 1600
km frá Suður-Kína. Annar maður
bar bæklaða konu sína á bakinu.
Mótmælaaðgerðirnar eru í sam-
ræmi við þá stefnu sem hefur verið
greinilega tekin upp í Kína að draga
úr hömlum á pólitísku tjáningar-
frelsi. Stjórnvöld hafa látið viðgang-
ast baráttu fyrir málfrelsi sem
hafin hefur verið og „lýðræðis-
veggurinn" er ■ bezta dæmið um
hana.
Alþýðudagblaðið sagði fyrr í
þessum mánuði: „Látið fólk segja
það sem það vill. Himnarnir hrynja
ekki.“ Blaðið bætti við: „Ef fólki er
refsað fyrir að segja eitthvað rangt
mun enginn segja það sem hann
heldur. Bæling lýðræðisins ber
slæman ávöxt.“
ERLENT