Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979 Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi: Opið bréf til dr. Arnþórs Garðarssonar prófessors Sæll og blessaður Arnþór minn. Það er engin ný bóla þótt okkur íslendinga greini á um margt, því sínum augum lítur hver a silfrið. Okkur er líka annað betur lagið en láta í minni pokann, fyrr en í fulla hnefana, jafnvel þó við finnum svona innan rifja að andstæðing- urinn hafi á réttu að standa. Það er hvorki af ímyndun né oflátungshætti, að gamlar refa- skyttur, sem vakað hafa á grenjum vorlangar nætur, og einnig verið á ferli á stjörnubjörtum skammdeg- isnóttum, státi af því að hafa séð og heyrt ýmislegt, sem þeir hefðu annars farið á mis við í rúmi sínu. Greini maður ekki eitt og eitt orð í bók náttúrunnar, á einverustund- um, fjarri mannabyggðum, ja, þá veit ég ekki hvenær það tekst. Þessum nátthröfnum er því varla láandi, þótt þeir hrökkvi við, og það jafnvel þótt þeir séu að stauta hátt á áttunda áratugnum, þegar þeir heyra að haldið er fram kenningum, er stangast á við þeirra eigin reynslu. Þá vaknar þrjóskan og rýkur upp með andfælum og handapati, ef verða mætti til þess að vara við að trúa þessum villukenningum að hennar mati. Það er af góðum hug gert, eða því trúir hún, í öllu falli sjálf. Af þeim ástæðum er henni svo mikið niðri fyrir, að hún fær ekki orða bundist. Það deilumál, sem nú hefur komið blóðinu til að hitna og renna örar í æðum, er óvenjulegt vegna þess, að friðarspillirinn er friðsamasti þegn landsins — fjallrjúpan. Og þar sem bæði hálfblindum og heyrnarsljóum gamalmennum leynast ekki þær örvar, sem nú fljúga á milli manna og valda svipuðum orðaskiptum og oft á sér stað á uppboðum, þegar girnilegir munir freista fésælla gesta, þá grípur suma glímu- skjálfti, eins og í gamla daga. Og þó með ólíkindum sé, þá verð ég enn var við þennan seiðmagnaða titring, sem verður svo áleitinn, að mig langar hálft í hvoru í eina bröndótta við þig, Arnþór minn. Það er þó ekki skrokkurinn, sem þar á að mæta á hólmi, því hann lægi flatur við þitt fyrsta bragð, heldur er það ætlun mín að leiða saman þær andstæður, sem deil- unni valda, okkar á milli, og biðja svo lesanda minn einan að ákveða hvað hann velur og hverju hann hafnar. Og þar sem þú ert herforinginn fyrir þeirri fylking- unni, sem ég hef kosið að vera í andstöðu við, finnst mér það fjandi hart að ég liggi á liði mínu, þó lélegt sé. Mér verður þá varla borið á brýn, að ég ráðist á þann garðinn, sem lægstur er, hvernig, sem glíman endar. Og það er þó alltaf nokkurs virði. Okkar fyrstu kynni Ég gleymi því aldrei hve giaður ég varð og hreykinn, er við hittumst fyrst, fyrir nálega tutt- ugu árum. Þá fórum við saman í kynnisför, heim í Bjarmaland, til bernskustöðva minna. Við lituð- umst þar um, í logni og undir heiðum himni, seint í júní. Þá varst þú farinn að kynna þér lifnaðarhætti rjúpunnar og hafðir þá meðal annars, veitt því eftir- tekt, hve karlfuglarnir voru und- arlega slakir að tína í sarpinn, því segja mátti að hann væri næstum tómur, allan sólarhringinn. Sú gáta var þó fljótt ráðin, því að á þeím tíma var alltaf bjart, svo þeir gátu hámað í sig þær kræsingar, sem móðir náttúra bar á borð fyrir þá, hvert sem litið var og hvenær sem þeir vildu. Það var ólíku saman að jafna og á veturna, þegar þeir þurftu oft að hafa sig alla við að tína í sarpinn, í blindhríðum, björtu stundina, svo að entist óralangar og myrkar miðsvetrarnætur. Við spjölluðum margt og áður en yfir lauk er mér nær að halda, að ég hafi engum sagt eins mikið og þér frá kynnum mínum af rjúpunni, sem ég hafði þá hokrað með í heiðakyrrðinni næstum hálfa öld, og varð hún mér bæði einlægur vinur og athyglisverður fræðari. Það var tvennt, sem ég dáðist mest að þennan sólskinsdag, þótt sundurleitt væri. Það fyrra var það hvaða listaskytta þú varst. Það sá ég nú með eigin augum og sannfærðist um, að ekki væru það ýkjur, sem mér sagt um það áður. Hið síðara var áhugi þinn og kapp til að kynna þér sem best lifnaðar- hætti rjúpunnar, frá því að unginn kom úr egginu og þar til hann hneig í valinn, ef verða mætti til þess að finna leiðir til að ráða þá gátu, sem enn hafði ekki tekist, en var svo áberandi í lífsháttum hennar. Mest af samtali okkar snerist því um hana, sem kostað hafði fuglafræðinga svo margar vanga- veltur, enda var sú gátan strembn- ari en allar hinar samanlagt. Það var hin skyndilega fækkun, sem varð á rjúpnastofninum síðast á hverjum áratug frá því 1919, og einnig þeirra, sem nánust kynni höfðu haft af rjúpunni hér í Þingeyjarsýslum og um land allt. Forboði hennar leyndi sér ekki ef vel var að gáð. Hann birtist í vaxandi óróa sem fyrst bar á í vökulli varðarstöðu ungamæðra og síðar í áberandi eirðarlausu flugi, sem endaði með fumkenndum vængjaslætti hátt í lofti og margir urðu sjónarvottar að þessa sömu vetur og rjúpunum fækkaði svo furðu gengdi. Þetta háflug, sem kallað var, var ólíkt því flugi þegar rjúpur fara á milli staða kvölds og morgna í ætisleit. Þá fylgja þær ávallt landslaginu, en fljúga ekki hátt yfir fjöllum. Þessi fyrirbæri voru svo forvitnileg, að mér fannst ekki undan komist að rannsaka þau rækilega. Nú bar svo vel í veiði, að hér var á ferð sjálfkjörinn maður til að aðstoða og halda áfram þeim lofsverðu rannsóknum, sem dr. Finnur Guðmundsson hafði svo lengi verið frumkvöðull að, um fuglalífið á landi hér, og þar á meðal um rjúpuna, sem í árþús- undir hafði verið íbúi þess. Til staðfestingar þessum orðum mínum er þögult vitni. Það er troðfull skjalamappa, sem geymd er á góðum stað, af bréfum til mín, ásamt álitsgerðum og ýmsum skýrsluformum, sem dr. Finnur var frumkvöðull að og sendi um allt land. Þar á meðal eru skýrsluform, sem rjúpnaskyttur áttu að fylla út, svo að hægt væri að fylgjast með rjúpnaveiðunum, frá ári til árs, í hinum ýmsu landshlutum, og hefðu gefið ómet- anlegar og öruggar heimildir um hátterni rjúpunnar, ásamt merk- ingum, ef áhugi landsmanna hefði fylgt þeim eftir. Árangurinn af þessu starfi dr. Finns rann — því miður — að mestu út í sandinn, vegna áhugaleysis, skammsýni og hreint og beint leti þeirra, er mest sóttust þó eftir rjúpunni, og gátu því gefið gleggstar upplýsingar um það hvað af henni var skotið. Þessi fyrstu kynni okkar gáfu vonum mínum byr undir báða vængi, um það, að á næstu áratugum tækist ykkur Dr. Finni að finna þær leiðir, sem kæmust nær lausninni á þessu hruni í rjúpnastofninum, en verið hafði og helst að ráða gátuna. Ég hlakkaði því mikið til að fylgjast með þeim rannsóknum og varð afskaplega spenntur aö vita hver árangur þeirra yrði. Trúin er viðsjálastí förunautur vísindamannsins Og árin liðu. Ég reyndi að fylgjast. — eftir bestu getu — með rannsóknum ykkar Dr. Finns í' Hrísey. Þið sýnduð mér einnig þá vinsemd og tillitssemi að heim- sækja mig, nokkrum sinnum, til að seðja-forvitni mína'um það, hvað gerðist í sambandi við heilsufar og þroska unganna fyrstu vikurnar. Það bar alveg saman um það, er ég: hafði sjálfur kynnst. Og til þess að fara hér fljótt yfir sögu, þá urðu þessar rannsóknir samt til þess að varpa talsverðum skugga á þær glæstu vonir, sem blökuðu vængj- um sólskinsdaginn, þegar við kynntumst fyrst. Þessum fyrir- bærum, sem áður voru nefnd og við höfðum talað um og voru, frá mínum bæjardyrum séð, svo freistandi að kanna, var ekki gaumur gefinn. Og með hliðsjón af þeim rannsóknum, ■, sem fram höfðu farið, bæði hér heima og annars staðar, og við samanburð á þeim, varð niðurstaðan sú, að mér virtist trúin hafa verið þar — allt of víða — viðsjálasti förunautur vísindamannanna. Hún hefur líka ótal sinnum leitt þá á villigötur og það gerir hún enn. Hún bíður oft eins og blóðþyrst naut, á miðjum veginum, þegar leit er hafin að sannleikanum. Og svo er hún bæði snör og slungin að finna felustaði, sem oftast reynast þó skammgóðir vermir, að furðu gegnir. Þannig hefur hún alltaf verið frá upphafi, þegar hún skapaði himin og jörð, og myrkriö breiddi sig yfir hana eins og bleksvört voð. Trúnni liggur líka hátt rómur, svo að henni þyrpast ótrúlega margir áheyrendur. Sú var líka ástæðan, að mér flaug eitt sinn í hug að biðja einn vin minn, snillinginn — Ríkharð Jónsson myndhöggvara að teikna fyrir mig tvær myndir. Við nánari umhugsun sá ég mig um hönd og hætti við það. Ég dauðsá þó eftir því síðar, því margir hefðu áreiðanlega brosað að þeim. Önnur myndin átti að vera af trúnni, þar sem hún situr á hugargandinum í hestlíki, en framan við hana ímyndunin, móðir hennar og heldur um taumana á reiðskjótanum. Aftast situr svo dóttur-dóttir hennar, sannfæringin. Hún bregður vinstri hendi um mitti móður sinnar, en með hægri hendi slær hún í klárinn, með stærðar hríslu og hrópar: „Nú líkar mér lífið. Nú gengur það glatt. Bráðum komumst við til botns í þessu, eins og öllu öðru. Bra-a-ava-óóó, og þá förum við strax í berjamó! Hott- hott og hóóó!“ Hin myndin átti að vera af öðrum mæðgum á dökkum hesti. Sú, er fremst situr og stjórnar klárunum, er afskaplega virðuleg frú, er við köllum efasemd og er hún ærið brúnaþung. Dóttir henn- ar — tortryggnin — situr næst henni og teygir álkuna yfir öxl móður sinnar. Aftast situr svo ömmubarnið, sem hún hefur mestar mætur á, það er þrjóskan. Þær eru vanalega lágróma, enda kjósa þær sér ávallt hljóða staði, þar sem lítið ber á þeim, en þar sem þær geta þó fylgst vel með öllu, sem fyrir augu ber, því allar eru þær úr hófi forvitnar, og þó einkum sú, er í miðjunni situr. Þær gefa því nánar gætur að hinum og glotta við tönn. Þegar þær svo heyra hvað sannfæringin syngur, þá hvíslast þær á, kímnar á svip. „Sjáðu bara. Sjáðu. O-ooo. þetta er engin ný bóla. Þær verða varla svona borubrattar, þegar þær koma aftur.“ Ég skaut þessum gömlu myndum hér inn til gamans, og einnig til skýringar á því, er síðar verður sagt. Þeim fylgir samt nokkur alvara, Með fáum orðum vil ég gera grein fyrir þessum ummælum mínum: Fyrir nokkrum áratugum var það skoðun sumra fuglafræðinga, að rjúpur flygi ekki yfir mjóa firði nema ísi lagða. Þá var því einnig haldið fram að hreiðurgerð hrafna og fálka væri svo lík, áð ekki mætti á milli sjá hvor þar væri smiðurinn. Þá var líka þeirri kenningu á loft haldið — um árabil — að sjúkdómar herjuðu svo heiftarlega á rjúpnastofna og skyldar tegundir, að þær stráfellu og því fremur sem fjöldinn yrði meiri, því að þá færðist smithætt- an stórum í aukana. Ránfuglar gerðu því ómetanlegt gagn með því að fækka þessum sjúku vesaling- um og hamla þannig gegn út- breiðslu pestarinnar. I þeim hópi töldu þeir fálkann, sem þá hafði fækkað stórlega í Noregi og þar með einn af öryggisvörðum rjúpnastofnsins. Þó vissu áreiðan- lega flestir, að fálkar hafa í fullu tré við rjúpum, þótt frískar séu. Þegar raddir efasemdanna urðu háværar og vildu vita hvað yrði af rjúpunni, því ekki gat hún orðið ósýnileg, var svarið á reiðum höndum. „Hún flýgur til jöklanna og ber þar beinin, undir samlitri mjallardýnu móður náttúru, þar sem þær eru öllum huldar." Um þetta heyrði ég ýmsar sögur og ósamhljóða. Eina þeirra man ég enn, orð fyrir orð, enda sagði mér hana maður, sem aldrei fór með neitt fleipur, enda var hann sjálfur mikill náttúruskoðari. Hann var líka einn af þessum göngugörpum, sepi una sér best á fjöllum uppi. Hann var þar einu sinni á ferð seint í nóvember, ofarlega í fjallshlíð, þar sem útsýnið var undurfagurt, og blik- andi jökulhetta örskammt ofan við hann. Þessi staður var einnig mjög eftirsóttur af rjúpum á haustin. Þarna gengur hann fram á nokkr- ar dauðar rjúpur með furðu stuttu millibili. Þá varð honum að orði:, „Jæja þetta er þá líklega allt saman rétt, sem vísindamennirnir hafa sagt, að þær fljúgi til jöklanna, þegar þær finna dauðann nálgast. Mikið skratti eru þeir nú annars snjallir, þessir karlar!" En það var grunnt á efasemdinni hjá honum, eins og fleirum, því hún hvíslaði strax: „Taktu nokkrar og láttu rannsaka þær. Það gera allir góðir vísindamenn. Þeim nægir ekki annað en staðreyndirnar. Hann greip því til rannsóknarstafu, sem hann treysti best. Svarið kom fljótt, enda óvenju stutt en engu að síður auðskilið: Það voru högl í öllum rjúpunum og mörg í einni, en ákaflega smá. Er það nú nokkuð undarlegt — Arnþór minn — þegar allt er athugað þótt efasemdin, tortryggnin og þrjóskan ræski sig og það hressilega, þegar svona kenningum er haldið á loft, rétt framan við nefið á þeim, er sjálfir hafa séð og heyrt hið gagnstæða? Þetta virðist þó engin áhrif hafa á trúna, því enn leikur hún á alls oddi eins og lamb á vordegi. Fyrir opnum tjöldum Það er vissulega hrósvert og ber að þakka, þegar vísindamenn láta í ljós skoðanir sínar og skýrt og skorinort, fyrir opnum tjöldum. Þetta gerir þú við blaðamann Tímans og birtist samtalið í blaði hans 26. sept. s.l. Tæpum mánuði síðar, eða 21. okt.,.svaraðir þú svo mörgum spurningum — í útvarp- inu, um sama efni, og snerist það allt um ásigkomulag rjúpnastofns- ins, eins og hann var þá og undanfarna áratugi og öld. Ég reyndi að festa í minni þær skoðanir, sem þú barst þar á borð fyrir áheyrendur. Síðar náði ég svo í frumvarp til laga um fuglaveiðar og fuglafriðun, sem lagt var fram á alþingi í fyrra og fór að kynna mér þær skoðanir, sem þar birtast. Þar er margt, sem krefst enn gaumgæfilegrar athugunar, áður en það verður að lögum. í spjalli því er þú áttir við Kára Jónasson, fréttamann útvarpsins taldir þú að rjúpnastofninn hafi verið í lægð óvenju langan tíma, eða frá 1968 eða 1969, og einnig að nú sé minna af rjúpum en í fyrra. Það munu líka flestir geta undir- strikað. Árin 1975 og 1976 var mun meira af rjúpum hér í Þingeyjar- sýslum en þessi tvö síðustu ár og ekki man ég betur en að dr. Finnur segði í blaðaviðtali sumarið 1976, að rjúpnastofninn væri þá 50% minni en hann ætti að vera, ef allt væri með felldu, og þótti mér vænt um þá yfirlýsingu hans. Um ástæður fyrir því voru skiptar skoðanir, eins og þú best þekkir og vík ég að þeim síðar. í þessu samtali við fréttamenn útvarpsins minnist þú þess að á síðustu hundrað árum hafi rjúpan haldið sig við þessar tíu ára sveiflur, nema tvo fyrstu áratugi þessarar aldar. Þá hafi þær verið í stöðugu hámarki. Ég hlustaði oft, strákurinn, á sögur gamalla veiðimanna, er sjálfir höfðu skotið bæði rjúpur og refi í áratugi, og fylgdu^t því vel með viðkomu rjúpunnar frá því um miðja síðustu öld< Samhljóða frásagnir þessara manna eru mér því öruggustu heimildir um ásig- komulag þeirra hér í Þingeyjar- sýslum, á þessum tíma. Þeir fullyrtu við mig, á fyrsta áratug þessarar aldar, að frá því þeir fyrst mundu var skotið mikið af rjúpum, vetur eftir vetur og aldrei orðið vart við neina þurrð á þeim, fyrr en eftir frostaveturinn mikla 1880 til 1881. Ég læt þetta fljóta hér með, vegna þess, að mér er ljúft að minnast þeirra er þá sýndu þann skilning, tillitssemi og framsýni að friða rjúpuna í fyrsta sinn, hér á landi, árið 1882, frá 1. apríl til 20. ágúst ár hvert, það er vissulega lofsvert og ættum við að gera gert okkur grein fyrir því, hve mikið áræði þurfti þá til að samþykkja slík lög, á sama tíma og hungurvofan skálmaði bæja á milli og birtist ógnandi við rúm barnanna, sem hjúfruðu sig grát- andi undir sænginni, eftir að hafa beðið mömmu um ofurlítinn brauðbita eða mjólkursopa, sem ekki var til í bænum. Slíkar myndir' birtust oft í huga mínum, meðan ég var að skrifa greinina „Óhæfuverk á dögum allsnægta**. Ég efast ekkert um það, að þessi ákvörðun löggjafans hafi orðið til þess, að mun fleiri börn hafa fengið að bragða rjúpnakjöt næstu ár en átt hefði sér stað án hennar. Þessi ummæli aldurshniginna manna um aldamótin síðustu í samb. við rjúpnaveiðar, komu í hug minn þegar við, sem nú erum orðnir aldurhnignir, berum okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.