Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979 Tillögur Framsókn- ar komnar fram - til- lögur Alþýðubanda- lags koma í vikunni „VID STEFNUM markvisst að því að hafa að minnsta kosti málefnalejíar tillögur tilbúnar um mánaðamótin. en éx er ekki viss um að tíminn duj?i til að vera búnir að semja um þau frum- vörp." sajfði Steingrímur Her- mannsson dómsmálaráðherra. er Mbl. spurði hann í gær um störf ráðherranefndarinnar. sem vinn- ur að gerð efnahagsáætlunar til tveggja ára. „Það hefur mikið verið unnið að þessum málum,“ sagði Steingrím- ur. „Við settum okkur í upphafi nokkurs konar starfsramma, þar sem við skiptum þessu niður í flokka, fjárfestingarmál, ríkisfjár- mál, peningamál, verðlagsmál og Margeir í 3. sæti TV/ER umferðir voru tefldar á Astoría skákmótinu í Noregi í ga*r og í 6. umferð mótsins gcrði Margeir Pétursson jafntefli við Karlsson. Svíþjóð, og Jón L. Árnason jafntefli við Björk og urðu allar skákir umferðarinnar jafntefli nema 2 sem fóru í bið. Sjöunda umferð var einnig tefld í gær og gerði Jón L. jafntefli við Bernarski frá Póllandi og skák Margeirs og Vásterinens fór í bíð, en er jafnteflisleg. Staðan eftir 7. umferð er óljós en í fyrsta og öðru sæti eru Goodman og Karlsson með 4'Æ vinning, Margeir í 3. sæti með 4 vinninga og biðskák og í 4.-7. sæti er Jón L. með 4 vinninga. Hraðskákmót var haldið um helgina og var í fyrsta sæti Karlsson með 6 Vi vinning og Jón L. í öðru sæti með 5*/2 vinning en Margeir hafnaði í 4.-6. sæti með 4 Vi vinning. kjaramál. Alþýðuflokkurinn lagði fram sínar tillögur og við Fram- sóknarmenn höfum lagt fram okkar tillögur í flestum málaflokk- um og Alþýðubandalagið mun koma með sínar tillögur í vikunni. Þá verður nú anzi mikið af gögnum komið í sarpinn og við munum síðan fara í að setja það sem menn eru mest sammála um í undirnefndir." Mbl. spurði Steingrím hverjar væru tillögur framsóknarmanna og hvort tillit væri tekið til þess sjónarmiðs Sambands ungra framsóknarmanna að ekki eigi aðeins að leggja línurnar til tveggja ára heldur fimm. Stein- grímur kvaðst á þessu stigi ekki vilja skýra frá efni tillagna þeirra framsóknarmanna, en í dag koma þingflokkur og framkvæmdastjórn flokksins saman til fundar, þar sem þessi mál verða rædd. yarg andi lengra tímabil en tvö ár sagði Steing/úmur að í tillögum Fram- sóknarflokksins væri lagt til að gerður yrði rammi til 4—5 ára varðandi lánsfjáráætlun og fjár- festingarmál, en síðan yrði skipan mála fest á Alþingi til eins árs í senn. Samningafundur á fimmtudaginn Samningafundur með undir- nefndum í kjaradeilu verzlunar- manna og verzlunarinnar hefur verið boðaður næstkomandi fimmtudag, en síðasti fundur með fullskipuðum samninganefndum var haldinn síðastliðinn föstudag. Varð þá samkomulag um undir- nefndirnar, sem nú eru boðaðar til fundar. Rafmagnslaust 1 sól- arhring í Grindavik RAFMAGNSLAUST var í sólarhring í Grindavík um helgina er bilun varð á rafstreng að morgni laugardagsins og um leið bilaði hitaveita Suðurnesja og varð því einnig hitalaust þar og í öðrum bæjum á Reykjanesi. Sólarhringur leið áður en raf- magn komst á að nýju og að sögn Guðfinns Bergssonar fréttaritara Mbl. í Grindavík voru miklir erfiðleikar með að komast að biluninni og fá varahluti, en sakir ófærðar gekk viðgerð seint. Komst rafmagnið á að nýju á sunnudags- morgni, en hitaveitan komst í lag síðdegis á laugardag. Flest hús í Grindavík fá hita frá hitaveitunni, en 40 hús eru enn ótengd og eru hituð með rafmagni. Var því orðið kalt í þeim að morgni sunnudags- ins, en aö sögn Guðfinns urðu nokkrir erfiðleikar við rafmagns- og hitaleysið og' lögreglan var mikið á ferli við að aðstoða fólk er átti í erfiðleikum. Fimm áhafnir til þjálfunar á DC-10 FIMM flugáhafnir úr Félagi Loftleiðaflugmanna héldu í gærkvöldi til Bandarikjanna til þjálfunar á DC-10 brciðþotu félagsins. en alls eiga níu áhafnir að fara í þjálfun. Ekki var unnt að fá inni til þjálfunar fyrir fleiri áhafnir að sinni. Fulltrúar frá Douglas-verksmiðjunum voru hérlendis fyrir helgina til viðræðna við forráðamenn Flugleiða og að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða var ekki gott útlit fyrir að þjálfun fengist í bráð, en skyndilega leystist úr því um helgina. Þjálfunin tekur um 6 vikur og gert er ráð fyrir að áhafnirnar hefji flug um leið og þjálfun lýkur og er vænst til þess að þær 4 áhafnir sem þjálfa á til viðbótar komist að innan tíðar, en þjálfunin fer fram í Kalíforníu. Hassdómur í Þýzkal.: íslendingur í 1 árs fangelsi UNGUR Islendingur, sem tekinn var með 200 grömm af hassolíu í Vestur-Þýzkalandi s.l. haust, hefur verið dæmdur í 1 árs fangelsi af þýzkum dómstól. 200 grömm af hassolíu samsvar^ um 1 kg af hassi. Fyrsta loðnan á Norðfjörð Neskaupstað, 15. janúar. — Börkur kom hingað til Neskaup- staðar í gær með 750 tonn af loðnu. Er það fyrsta loðnan, sem kemur hingað á þessu ári. — Ásgeir. Tafir í innanlands- og millilandaflugi — VEÐRIÐ setti áætlunarflug Flugleiða verulega úr skorðum um og fyrir hclgina og átti það bæði við um innanlands- og millilandaflug, sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi f sam- tali við Mbl. í gær. — Lítið var flogið innanlands á föstudag, en á laugardag var hins vegar hægt að fljúga mestallt nema 2 ferðir til Akureyrar og á sunnudag var aftur orðið verra og var aðeins hægt að fara 2 ferðir til Isafjarðar og eina til Færeyja, en veður versnaði mjög er á daginn leið. í gær var innanlandsflugið með eðlilegum hætti að mestu leyti en óvissa var um flug til Egilsstaða vegna rafmagnstruflana. — Millilandaflugið hefur gengið misjafnlega þessa daga, á föstudag urðu vélar á leið til Bandaríkjanna að halda áfram frá Luxemborg án viðkomu á Islandi, og á sunnudag urðu þær að fljúga yfir á leiðinni frá Bandaríkjunum, en gátu lent í Keflavík síðdegis. Þá urðu seinkanir á flugi til Norðurlanda, vél tafðist í Glasgow yfir nótt og vél á leið frá Kanaríeyjum var látin bíða í London á laugardags- kvöld fram á sunnudag og tók þá einnig farþega þar á leið til Islands. Sveinn sagði að tíðarfarið í vetur hefði verið mjög erfitt og ætti það bæði við hérlendis og erlendis og nefndi að vél er átti að fara til Chicago var látin bíða í New York og farþegum komið áleiðis eftir öðrum leiðum, en snjór var mikill í Chicago. Mjög fjölmenn útför Jóns H. Þorbergssonar IIÚSAVÍK, 15. jan. - Bænda- höfðinginn Jón II. Þorbergsson á Laxamýri var til moldar borinn S.I. laugardag frá sóknarkirkju sinni á Húsavik. í sóknarnefnd Húsavíkur hefur Jón verið um áratugi og var til dauðadags. Útfararræðuna flutti sr. Sigurður Guðmundsson prófastur að Grenjaðarstað en sr. Björn H. Jónsson jarðsöng. Kirkjukór Húsavíkur annaðist söng og Jóhann Konráðsson söng einsöng. Blómsveigar bárust m.a. frá Búnaðarfélagi íslands, Búnaðar- sambandi Suður-Þingeyinga, sóknarnefnd Húsavíkur og Laxár- félaginu. Útförin var mjög fjölmenn og margt aðkomumanna var viðstatt hana, vinir Jóns víða af landinu, alþingismenn og meira en helmingur þingeyskra bænda úr nærsveitum fylgdi þessum aldna héraðshöfðingja til grafar. — Fréttaritari. Deilumar í hreppsnefnd Ólafevíkur: Málið er til athugunar hjá sýslumanni í Stykkishólmi Oddviti vill ekkert um málið segja Gudný leikur Brahms og Sólglit Skúla Halldórssonar N/ESTU TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar íslands verða á fimmtudagskvöld kl. 20>30 og er efnisskráin sem hér segiri Svíta nr. 3. Sólglit eftir Skúla Halldórsson. fiðlukonsert eftir Brahms og konsert fyrir hljómsveit eftir Bela Bartók. Illjómsveitarstjóri er Gilbert Levine frá New York og hefur hann stjórnað hljómsveitum í Þýzkalandi. og Frakklandi og á Norðurlöndum. Einleikari er Guðrún Guð- mundsdóttir konsertmeistari. Hún hóf nám í fiðluleik við Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar 6 ára að aldri og lauk síðan einleikaraprófi frá Eastman-tónlistarskólanum í New York árið 1971. Guðný hefur leikið einleik með Eastman-Rochester hljómsveitinni og fleiri hljóm- sveitum í Svíþjóð og Englandi. Guðný var ráðin konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar íslands árið 1975 og einnig kennir hún við Tónlistarskólann í Reykjavík. Deilurnar um fundarsköp og boðun hrcppsncfndarfunda í hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps eru nú til athugunar hjá embætti sýslumannsins í Stykkishólmi en engin ákvörðun hefur verið tekin um hvernig á málinu verður tekið að því er Andrés Valdimarsson sýslumaður tjáði Morgunblaðinu ígær. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu síðastliðinn laugardag hefur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hreppsnefnd Ólafsvíkur beðið sýslumann að hlutast til um að oddviti hreppsins hafi í heiðri almennar reglur um fundarsköp og meðferð mála á fundum hrepps- nefndar Ólafsvíkurhrepps. Telur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Helgi Kristjánsson, að oddvitinn, Alexander Stefánsson alþingis- maður, hafi þverbrotið allar al- mennar reglur um þessi mál, og að geðþóttaákvarðanir hans ráði því hvort eða hvenær mál séu tekin fyrir í hreppsnefndinni, og einnig að fundarboðun sé mjög ábóta- vant. Andrés Valdimarsson sýslumað- ur sagðist vonast til að mál þetta fengi farsælan endi þannig að ekki kæmi til neinna leiðinda, en sýslumanni bæri vissulega að kanna málið, og að sýslunefnd ætti að sjá til þess að farið væri að settum reglum. Vildi sýslumaður ekki að öðru leyti tjá sig um málið á þessu stigi, enda hefði hann enn ekki rætt við aðra en Helga Kristjánsson. ítrekaði hann að lokum þá von sína að málið mætti leysa án mikilla leiðinda. Þá hafði Morgunblaðið einnig samband við Alexander Stefáns- son, oddvita Ólafsvíkurhrepps, en hann kvaðst.ekkert um málið vilja segja. Hann væri nýbúinn að sjá ummæli Helga Kristjánssonar í Morgunblaðinu, og hefði ekki gert upp við sig hvort hann vildi svara þeim efnislega. Flugmenn F.Í.A. í verkfall á laugardag Guðný Guðmundsdóttir Skúli Halldórsson Félag íslenskra atvinnuílug- manna hefur hoðað verkfall frá og með kl. 19 næstkomandi laugardag er standa á til kl. 8 á mánudagsmorgni 22. janúar. Samningaviðræður standa nú yfir milli F.I.A. og forráðamanna Flugleiða og hafa verið haldnir þrír fundir, sá síðasti síðdegis í gær og að sögn Björns Guðmunds- sonar formanns F.Í.A. hefur ekki miðað í samkomulagsátt. Verkfall þetta er boðað til að leggja áherzlu á kröfur um launajöfnun og leiðaskiptingu á áætlunarflugleið- um Flugleiða. Nýr samningafund- ur hafði ekki verið boðaður í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.