Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979 l 11 kvartaö yfir ódaun í húsinu, lykt eins og af dauðum rottum. Vinur Gacys M. Zielinski, man einnig eftir því hversu undrandi hann varð og kvaðst ekki hafa skilið ummæli Gacys eitt sinn er hann upp úr eins manns hljóði varð að orði eitthvað á þessa leið: „Ég aðhefst margt hryllilegt, en ég geri mörgum gott líka.“ Tveir ungir drengir, sem samskipti höfðu við Gacy, sögðu blaðamönnum hvernig Gacy hafði tekist að leiða fórnarlömb sín í gildru. í byrjun læsti hann á sig handjárnum og losaði þau með brögðum. Því næst setti hann handjárnin á fórnarlömb sín, en neitaði jafnframt að segja þeim til um hvernig hægt væri að losa þau. Þessir ungu menn neituðu að taka þátt í þessum leik og eru á lífi fyrir vikið. Mörg líkanna óþekkjanleg Að sögn lögreglumanna þeirra, sem hafa rannsókn málsins með höndum, virðist sem morðin hafi verið framin á síðastliðnum þremur árum. Rotnandi líkin voru að sögn svo illa farin, að sérfræðingar í réttarlæknisfræði, sem sáu um að grafa þau upp, skiptust á um það og þurftu að nota aðferðir þær, sem notaðar eru í forn- leifauppgrefti við að ná líkun- um. Nú eftir uppgröftinn, sem tekið hefur rúmlega viku, standa aðeins útveggir og burðarveggir uppi í húsi Gacys. Leitar lögreglan allra gagna, sem hægt er að nota til að bera kennsl á líkin. „Hvert einasta slitur, hring, beltissylgju eða hnapp verður reynt að nota,“ er haft eftir fylkislíkskoðaranum, Robert Stein lækni, „en mörg líkin eru svo illa farin, að ólíklegt er, að þau þekkist. Gacy getur ekkert aðstoðað okkur þar, en hann þekkti varla nöfn fórnarlamba sinna. Hann man þó eftir Robert Piest, og kveðst hafa hent honum í ána, en líkið hefur ekki fundist." Þessi játning Gacys gerir hann hinn mesta fjöldamorðingja í sögu Banda- ríkjanna. Hann er nú ólaður niður í rúmi í Cook-fylkis- fangelsinu. Áður en lögreglan kom til að handataka Gacy, hafði hann skreytt hús sitt marglitum ljósum, og féll bjarmi þeirra umhverfis það yfir jólahátíðina, þar til einhver tók á sig rögg og slökkti. Eru ermar og skálmar nægilega víðir?l Er flíkin nægilega sterk? Er efnið sterkt svo að það þoli slit? Er vel gengið frá öllum saum- um? Er rennilásinn nægilega sterkur og er auðvelt að renna honum upp og niður án þess að lásinn festist í efnið? Er hann vel festur í flíkina efst og neðst? Er auðvelt að halda flíkinni við? Má þvo hana í þvottavél með öðrum fatnaði, án þess að hún þurfi sérstaka meðferð? Þarf að strauja flíkina? Er mikið af skrauti eins og krögum, slaufum, leggingum á flíkinni sem gerir hana óþarf- lega dýra? S.H. Góður rækjuafli hjá Djúp- bátum (safirði 14. janúar. RÆKJUVEIÐAR hófust í ísafjarðardjúpi _ síðastlið- inn þriðjudag. Ágætur afli var hjá flestum bátunum og að minnsta kosti 10 náðu hámarksafla, en hann er tvær lestir á dag. í gær var bræla og ekkert róið, en í dag, fimmtudag, eru allir bátar á sjó og afli mjög góður, ef treysta má umsögn skipstjóranna í talstöðinni. Einn Bolvíkingur gaf upp 2,5 lesta afla í fyrsta halinu í morgun, en hann var að veiðum í Útdjúp- inu. Þá gaf annar upp tveggja lesta afla í fyrsta hali á svipuðum stað. Isafjarðarbátur í Inndjúpinu gaf upp eina lest í fyrsta hali og gott hljóð var í öðrum, sem til heyrðist. Rækjuverð hefur enn ekki verið ákveðið, en verðlagsráð var á fyrsta fundi sínum í dag. Leyfilegt er að veiða allt að 2.400 lestir af rækju á þessari vertíð, en flestir telja ólíklegt að það aflamagn náist á þeim skamma tíma, sem- eftir er þar sem vænta má, að til Hendrik til Briissel ÁKVEÐIÐ hefur verið að Hendrik Sv. Björnsson verði sendiherra íslands í Briissel í Belgíu í stað Guðmundar í. Guðmundssonar, sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir í vor. Ekki er ákveðið hver tekur við stöðu ráðuneytisstjóra utanríkis- ráðuneytisins í stað Hendriks Sv. Björnssonar. Verkamenn hjá Álfélaginu; Kjara- samningar séu virtir VERKAMENN, sem starfa hjá íslenzka álfélaginu h.f. hafa samþykkt áskorun til stjórn- valda, þar sem þeir krefjast þess að kjarasamningar séu virtir og fái að standa óhaggaðir út samningstímabilið. Alyktunina undirrita 42 verkamenn. í ályktuninni segir að verðbóta- vísitalan sé eina vörn fólksins gegn kjaraskerðingu í óðaverð- bólgu. Því beri að virða verðbóta- vísitöluna. Hins vegar segja þeir að þar sem verðhækkanir valdi hækkun verðbótavísitölunnar, þurfi að framfylgja verðstöðvun í raun og stórauka verðlagseftirlit. | veiðitafa komi jafnvel í apríl vegna smárækju. I samtali við blaðið sagði Böðvar Sveinbjarnarson forstjóri Niður- suðuverksmiðjunnar Torfnesi hf., að erfitt væri að spá um afkomu fyrirtækjanna í rækjuiðnaðinum í næstu framtíð. Hráefnisverð er enn ekki ráðið og eftirspurn eftir rækju minni en oftast áður. Óstöðugleikinn á íslenzka vinnu- markaðinum gerði það einnig að verkum, að ómögulegt væri, að gera langtímasamninga, svo sem til heils árs í senn, en töluvert væri leitað eftir slíkum samning- um af hálfu útlendinga. Mikil óvissa ríkir um afkomu þessara fyrirtækja og sagði Böðv- ar, að útiíokað væri að reka þau ef hráefni ætti aðeins að fást í þrjá til fjóra mánuði á ári. Varðandi aðra vinnslu sagði hann, að þó nokkur hörpudiskur virtist vera hér í grenndinni, en ekki meiri en svo að nægði einni verksmiðju. Böðvar hefur þreifað fyrir sér með niðursuðu, en ýmsir erfiðelik- ar virðast steðja að þeirri atvinnu- grein. Blaðið hafði einnig samband við Guðmund Skúla Bragason hjá Hafrannsóknastofnuninni á ísa- firði. Sagði hann, að veiðiútlit fyrir rækju væri gott og seiða- magn væri víðast komið vel niður fyrir hættumörk. Ekkert svæði í Djúpinu er því lokað, en fylgst verður náið með framvindu mála, þótt ekki væri talin ástæða til að vænta, að bolfiskseiði yrðu frekar til vandræða á þessari vertíð yrði að fylgjast með magni smárækju í aflanum. Úlfar. TOPPFUNDUR Kynning, blaðamannafundir, mót- tökur og aðrar álíka samkomur eru fastur liður í starfi margra fyrirtækja, félaga og reyndar sumra einstaklinga. Oft kostar nokkur heilabrot og fyrir- höfn að finna hentugan og vistlegan stað við slfk tilefni. Enda er mikils um vert að staðarvalið takist vel. Við leyfum okkur að mæla með Skálafelli, salnum á 9. hæð á Hótel Esju. Þar eru smekklegar innréttingar og þægileg aðstaða hvort sem hópur- inn er stór eða smár. Utsýnið er marg- rómað. Við sjáum um fjölbreytta þjónustu í mat og drykk. Leitið upplýsinga - tímanlega. c= m 0 a *— nl Hótel Esja — Sími 82200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.