Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI MjjJAjntosaia'í) n hryllingur. Einnig minnkaði til muna vegaviðhald, innflutningur bíla, varahluta og enginn loft- mengun yrði. • Jólasveinar einn og átta Það flögrar stundum að mér, að núverandi ríkisstjórn sýni jafnvel meiri snilli í hrekkjum en hinir þjóðlegu jólasveinar eru sagðir hafa gert. Fyrir nokkru varð stór hluti Frakklands rafmagnslaus vegna of mikils álags. Franskur kommún- istaforingi átaldi harðlega þar- lenda stjórn orkumála fyrir að vera nær eingöngu háða erlendum orkuinnflutningi og gerði lítið eða ekkert til að nýta mikla innlenda orku sem væri ónýtt í landinu. Þessu er líkt farið hér og er því ekki óeðlilegt að orkustjórn okkar sé grunuð um græsku gagnvart erlendu stórveldi. • Verðbólgusýk- ina verður að lækna Það er staðreynd, að ef við minnkum ekki umsvif ríkisbákns- ins fljótlega þá er þýðingarlaust að tala um afnám eða hjöðnun verðbólgu. Það er hryllileg stað- reynd að ríkið fær stóran hluta tekna sinna af bílum, bensíni og brennivíni. Næstum allur inn- og útflutningur er stórlega skattlagð- ur bæði með tollum og söluskatti. Stóran hluta sparifjárins gleypir ríkið en hinn lífræni atvinnurekst- ur er í fjársvelti. Hvort tveggja verður að gerast, afnám margra alóþarfra opin- berra stofnana og líka almennur sparnaður með heilbrigðara líf- erni. Það er ömurleg staðreynd að síðasta söludag ársins keypti hluti þjóðarinnar vínföng fyrir 300 milljónir en framlag okkar til bágstaddra er hungurlús. Ef efna- hagshnúturinn verður ekki leystur á þessu ári blasir við efnahagslegt hrun. Islenska krónan verður ekki pappírsins virði. Ég er hræddur um að mörgum þyki þá þröngt fyrir dyrum. En skuldakóngar og braskarar standa þá með pálmann í höndunum með eignir sínar skuldlausar því skuldirnar hafa fallið niður í núll eins og pening- arnir. Væri nú ekki nær fyrir hina ungu efnilegu þingmenn okkar að beita sér fyrir farsælli lausn efnahagsmála og þar með beislun og notkun innlendra orkulinda (því það verður einn stærsti liður í efnahagsviðreisn okkar) heldur en að hefja ofsóknarherferð gegn þeim alltof fáu alvörustórfyrir- tækjum sem enn eru starfandi í landinu. Ingjaldur Tómasson • Þakkir fyrir ábendinguna Velvakandi, Laugardaginn 6. þ.m. er í dálknum yðar frásögn frú Sesselíu Steingrímsdóttur um illa gerða lopapeysu er notuð var til auglýs- ingar á lopa í verzlun í Bandaríkj- unum. Við hér á Alafossi leggjum mikið upp úr að söluvara okkar sé vel kynnt á erlendum vettvangi, og að svo hefur verið gert, þökkum við m.a. síauknum útflutningi okkar. Auðvitað geta mistök átt sér stað, eins og virðist hafa orðið í umræddri verzlun í Bandaríkjun- um. Öllum ábendingum um slíkt tökum við þakksamlega og bætum úr. Væri vel ef fleiri bæru slikan velvilja til íslenzks iðnaðar sem frú Sesselía. Það hefur komið í ljós eftid samtal við frú Sesselíu að er hún kom athugasemd sinni á framfæri við Alafoss ræddi hún ekki við sölustjóra fyrirtækisins, heldur annan starfsmann þess, er láðist að koma boðum hennar rétta leið. Við höfum nú gert ráðstafanir til að ný sýningarpeysa verði sett í viðkomandi verzlun og viljum þakka frú Sesselíu fyrir ábendingu hennar. Virðingarfyllst, Álafoss h/f, Magnús Pétursson, sölustjóri. • Dýrt sport Margir hafa hringt til Velvak- anda til að ræða um þáttinn „fræga“ úr myndaflokknum „Ég Kládíus" sem sýndur var fyrir rúmri viku. Ástæðulaust þykir að birta orð hvers fyrir sig en álit viðmælenda Velvakanda hafa skipst í tvo hópa. Ánnar hópurinn er mjög á móti því, að sjónvarpið sýni slíkan viðbjóð og framkom í þættinum. Vilja þeir benda á, að sjónvarpið er almenningseign og almenningur borgar afnotagjald af því. Það sé því í lófa lagið fyrir þá sem horfa vilja á hrylling að fara í kvik- myndahús þar sem yfirleitt sé nóg af slíku. Hinn hópurinn er á því máli að ekkert sé athugavert við sýningu þessa þáttar þar sem hann sé sögulegur. Þeir benda á að þótt fólk hafi sjónvarpstæki á heimil- um sínum sé það ekki nauðsynlegt fyrir það að horfa á allt það sem þar sé sýnt. Þar sem sjónvarpið sé almenningseign sé það skylda þess að sýna eitthvað sem allir hafa gaman af og að öðru vísi sé að horfa á hrylling sem maður viti að hafi átt sér stað en að horfa á verksmiðjuframleiddar hryllings- myndir sem gerðar séu með gróðasjónarmið í huga. HÖGNI HREKKVÍSI Starfslið Snyrtihúss Bentfnu, Stelanía Gunnarsdóttir, Þóra Hallgrímsson og Bentína Björgúlfsdóttir. Snyrtihús Bentínu Ný snyrtistofa við Fischersund Snyrtihús Bentínu býður upp á afsláttarkerfi, þannig að sé tekinn tíu skipta baðkúr fæst 17% afsláttur af venju- legu verði, auk þess sem 10% afsláttur er veittur ungling- um, sem þurfa á húðhreinsun að halda. Nuddbaðið tekur 20 til 30 mínútur, en auk þess sem vatnsþrýstingurinn á að laga línurnar mynda efni úr sjávar- gróðri froðuna, sem einnig á að hafa jákvæð áhrif. SNYRTIHÚS Bentínu heitir ný snyrtistofa við Fischersund í Reykjavík. Eigendur stof- unnar eru Bentína Björgólfs- dóttir snyrtisérfræðingur og Þóra Hallgrímsson. í Snyrtihúsi Bentínu er hægt að fá alhliða snyrtingu, andlitsböð, húðhreinsun, hand- og fótsnyrtingu og vaxmeðferð á andlit og fætur, svo eitthvað sé talið. Þá hefur stofan á boðstólum nýjung, sem er vatnsnudd með loft- þrýstingi. Auk þess sem nudd- baðið þjónar þeim tilgangi að lina gikt og vöðvaspennu, er það ráðlagt þeim sem vilja fækka kílóum og minnka ummál. m m af matar- og kaffistellum af leikföngum iKaupfélág i Strandgötu 28 sími: 50200 Búsáhaldadeild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.