Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979 Keisarinn fyrir miðju. Frá vinstri efsti William Sulli- van, sendiherra, Baktiar forsætisráð- herra, Zahedi, Farah keisaraynja, Ali Amini, einn af nánum vinum keis- ara. Hverjir eru þeir sem styðja keisarann? Það eru uppi ýmsar skoðanir um það hvort brottför keisara muni auðvelda Baktiar störfin. Sumir telja lífsspursmál að stjórnin fái vinnufrið og orkan sem hefur verið eytt í að berjast gegn keisar- anum snúist upp í jákvætt uppbyggingarstarf. En þó eru vissulega margir sem fylgja keisaranum, þótt lítið hafi heyrzt í þeim fyrir háværð andstæðinganna. Þeir meta það svo að fari keisarinn úr landi, myndi það í reynd jafnast á við afsögn og endirinn hlyti að verða sá að keisaradæmið væri liðið undir lok. Meðal þeirra sem eru þessarar trúar er Ardeshir Zahedi, fyrrv. ambassador Irans í Bandaríkjunum og fyrrv. tengdasonur keisara og einnig sá sem einna táplegast vann að því að bylta Mossadeq fyrir 25 árum. En í þessum hópi eru einnig háttsettir foringjar í hernum og áhrifamenn í innsta ráðgjafahring keisara. „Hers- höfðingjarnir hafa sagt keisara að fari hann úr landi um ótakmarkaðan tíma myndi borgarastyrjöld steypast yfir landið," komst einn vestrænn diplómat að orði. Margir taka í sama streng. Hershöfðingjarnir ekki einvörðungu. Ýmsir hátt- settir starfsmenn í stjórnarráð- um óttast um hag sinn að þeir muni sæta ofsóknum og jafnvel verða hnepptir í fangelsi. Ýmsir minnihlutahópar eru uggandi um sinn hag, þ.e. kristnir menn, Gyðingar, Bahaiar og Sunni-Múhameðstrúarmenn. Þeir óttast kúgun og trúarof- sóknir ef Shiitaklerkaveldið kemur sér upp sterkri stöðu í stjórn án keisara. Keisarinn nýtur óumdeilan- lega stuðnings hersins. Og svo koma fleiri til. í bændastétt eru margir sem hafa ni umbótaáætlunum I Hins vegar hefur h margra dómi fjarls sem og fleiri þegna síðari ár. Þeir sem eru fylgja honum. Kc yngri kynslóð vilja el glata réttindum sem þær hafa öðlast. En þær eiga undir högg að sækja þar sem íhaldssami íranski karlmaður er, einkum þó úti á landsbyggðinni, þar sem menntun og uppfræðslu er enn stórlega ábóta- vant. Vestrænir fréttamenn segja að renni sú stund upp að framfylgja ætti gagnvart konum í Iran þeirri stefnu sem Khomeiny og klerk- ar hans hafa boðað, myndi ekki líða á löngu unz konur risu upp til kröftugra andmæla. Þótt íranska konan hafi takmörkuð réttindi og nánast engin miðað við kynsystur í velferðar og iðnvæddum ríkjum Vestur- landa, er hún þó farin að feta sig brautina og fæstar myndu snúa þar við. Einnig mætti nefna að keisarinn nýtur stuðnings kaup- ekki verði endalaust hægt að kenna honum um allt sem miður fer í íran. „Þá myndi fólk kannski leiða hugann að því í alvöru hvað myndi gerast í Iran væri stjórnarfarinu þar koll- varpað," sagði einn diplómat. En það hefur óneitanlega verið óvænt í þessu öllu hvað Banda- ríkjamenn hafa brugðizt keisar- anum. Eða áreiðanlega hlýtur hann að líta svo á. Þar til fyrir örstuttu var jafnan talið að Bandaríkjamenn myndu leggja á það ofurkapp að styrkja keisarann og beita til þess ýmsum ráðum. Nú virðist svo hafa dregið úr þeim stuðningi og meira að segja hefur hinn áhrifamikli og virti bandaríski sendiherra í Teheran, William Sullivan, skýrt íranskeisara frá þessu, þ.e. að Bandaríkjastjórn telji langsamlega hugnanlegast að hann fari úr landi, að minnsta kosti um sinn. Jafnvel nú þegar útlit er fyrir að Iranskeisara hafi verið settir þeir kostir að verða sviptur öllum sínum völdum og vera aðeins skrautfígúra í páfuglshá- sætinu, munu Bandaríkjamenn ekki depla auga og halda sínu striki að hvetja keisara að koma sér sem snarast frá. Þessi afstaða er ekki fullkomlega skiljanleg í fljótu bragði. Að vísu er það Bandaríkjamönnum uppörvun að Baktiar forsætis- ráðherra er mjög afgerandi í andstöðu sinni við kommúnista. En það breytir því ekki að halaklipping valds hans myndi hafa í för með sér miklar breytingar á heimsmyndinni sem gæti smám saman kostað Bandaríkjamenn meira amstur en þeir gera sér grein fyrir nú. Sumir vilja einfaldlega að keisarinn fari úr landi til að sýslumanna sem hafa hagnazt vel á margföldun olíuverðs sl. ár. Þeir sem enn ríkari eru hafa sent peningana úr landi, en þeir sem eru smærri í sniðum hafa fjárfest í íran einkum í fasteignum og sjá fram á að glata eigum sínum í þeirri ringulreið sem vísast kæmi upp, ef keisar- inn hverfur frá völdum. Loks má nefna hóp manna sem fylgir keisara nú — þar eru stjórnar- andstæðingar sem fram til þessa hafa barizt gegn honum. Einn þeirra sagði: „ Ég hef barizt gegn keisaranum og tvívegis verið settur í fangelsi. En nú hefur ástandið þróast á þann veg, að við eigum á hættu að fullkomið upplausnarástand skapist fari keisarinn frá.“ Afstaða Banda- ríkjamanna án efa mikið áfall Líkast til lætur keisari undan þrýstingi hverfur landi og úr „ Við fengum okkur spássertúr um garðinn. Og gengum fram á drottninguna sem var aö klippa rósarunna. „Þetta er nú drottningin,“ sagði George kóngur. „Komiö pér sælir,“ sagöi hún. Þegar ég fór sagði kóngurinn: „Ja, hver veit nema viö hittumst einhvern tíma í Bandaríkjunum. “ Hann langar nefnilega til Bandaríkjanna eins og alla Grikkja." Þetta skrifaði Ernest Hemingway 1923 og bandarískur blaöamaöur hefur dregiö pessa frásögn upp sem hliðstæðu við ástandiö í höllinni hjá íranskeisara. Eins og hinn sálaöi Grikkjakóngur fór keisari í síðustu viku í gönguferð um hallargaröinn sinn meö fréttamönnum og kynnti pá fyrir drottningunni sinni og seinna fyrir börnunum sínum. íranskeisari er hins vegar gerólíkur Grikkjakóngi og ýmsum ættingjum sínum, aö hann langar ekki vitundar agnarögn til Bandaríkjanna. Samt getur svo farið aö hann veröi aö leita pangað. En parna stendur sem sagt hnífurinn í kúnni. Mohammed Reza Pahlavi keisari vill ekki fara úr landi, pótt æ fleiri líkur hnígi í pá átt aö hann sættist á pá málamiölun, takist Baktiar forsætisráö- herra að kyrra öldurnar. Ef hann fellur heldur ekki fyrir peirri freistingu að láta herinn taka völdin í landinu sér til stuönings. Sem stendur bendir ekkert til yfirvofandi herforingjabyltingar. En pað gerist margt í pessu landi og paö gerist hratt svo aö ekki skyldi pað alveg útilokað. íranskeisari hefur gengiö pað lengst að segja að hann sé hvíldarpurfi og langi að fara utan til hressingar, „pegar aðstæður leyfa,“ hefur hann bætt við og svo prjózkast hann við og fer ekki. Margir héldu að hann færi jafnskjótt og hann hefði faliö Baktiar stjórnarmyndun. Síðan strax og Ijóst var aö líklega myndi Baktiar takast aö berja saman stjórn. Nú segist hann ekki fara fyrr en hann sjái hvort Baktiar veröi eitthvaö ágengt. Þankar um ástandið í íran

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.