Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979 15 Keisarinn er breyttur maður og nánast bugaður, að sögn fréttamanna sem hafa hitt hann nýlega. Með Baktiar og nokkrum ráðherrum nýju stjórnarinnar. Barn með föður sínum sem lagði grundvöllinn að keisara dæminu. íranskeisari breyttur og bugaður maður íranskeisari hefur löngum verið talinn harðskeytt hörkutól og óvæginn nokkuð. En kannski einmitt sakir þess vefst fyrir ýmsum að skilja að hann virtist láta þessa þróun í landinu óáreitta. Enda þótt hann hafi herinn með sér eins og áður segir. Vitað er að innan raða hersins hefur hann iðulega verið hvattur til að láta herinn grípa til ráðstafana og berja á fjend- um sínum í eitt skipti fyrir öll. Það er lítill vafi á því að hann átti þessa völ, en hafnaði þeim kosti. Víst má lofa hann fyrir það. Annað er að menn vitna til ágreinings keisarans og Mossa- deq fyrir 25 árum og þykir sem keisarinn hafi á liðnu ári sýnt fjarska ólík viðbrögð. Þá hafi, hann að vísu flúið úr landi í fáeina daga, en mórall hans hafi samt verið óbugaður með öllu og hann hafi verið sannfærður um ást og vinsemd fólksins. Sú botnlausa heift sem mikill fjöldi þegna hans hefur sýnt með aðgerðum sínum sl. mánuði virðist hafa orðið honum þung raun. Blaðamenn sem hafa áður hitt hann og sjá hann nú segja að honum sé brugðið. Honum finnst framtíðin ekki björt og hann er örvæntingarfullur yfir því hatri sem að honum virðist blása. Draumar hans eru að engu orðnir og framtíðin ekki ýkja björt. „Hafið þér verið misskilinn?" sagði Andrew Duncan blaðamaður hjá Observ- er við hann. Svar hans kom seinlega: „Já,“ sagði hann að lokum, „ og ég veit ekki hvers vegna.“ Þeir eru fleiri sem ekki vita gjörla hvar á leiðinni keisaran- um varð sá fótaskortur sem nú ætlar að verða svo afdrifaríkur. „En,“ segja andstæðingar hans, „þegar hann er farinn er hægt að fara að snúa sér að umbótun- um, þá verður eining og friður og þá loks verður hægt að framfylgja stjórnarskránni." Andstæðingar hans segja að hann hafi safnað of miklum völdum á hendur sér og gengið á skjön við stjórnarskrána. Það hlýtur líka að verða mjög erfitt þeim, sem kynnu að taka við, að teyma írönsku þjóðina aftur til miðalda — nema ganga verulega á skjön — bæði við stjórnar- skrána og væntanlega einnig meirihluta þjóðarinnar — þrátt fyrir allt. (h.k. Heimildiri Observer, New York Times, o.fl.) Bakhtiar við mynd af Mossadeq. Bakhtiar— er hann gæddur nægri snerpu til ad leida lran| úr ógöngunum?! ÞEGAR þessi orð eru rituð er enn allt á huldu um hver verður framtíð Shapour Bakht- iars í hlutverki forsætisráð- herra írans. Hann hefur nú baslað við það í röska viku að koma saman stjórn og enn er ekki útkljáð hvernig lyktir það fær. Það var vissulega vitað að andstaða myndi verða gegn honum, meðal annars frá flokki hans. Þjóðfylkingunni, en vafasamt er að Bakhtiar hafi þó áttað sig á að hún yrði jafnsterk og hefur orðið. Og enda þótt hann hafi væntan- lega gert því skóna að Khomeiny útlagaklerkur í Par ís myndi lýsa vanþóknun sinni, hefur hann líkast til ekki trúað því að jafn almenn mótmæli myndu verða meðal borgara og raun hefur borið vitni um. Val keisara á forsætisráð- herraefni var þó verulega klókt að mörgu leyti. Sanjabi, forystu- maður flokks þeirra félaga númer eitt, hefur verið langtum harðskeyttari andstæðingur keisara og haft á sér meira hauksyfirbragð. Bakhtiar hefur aldrei farið í launkofa með andúð sína á keisarastjórninni — sem eins og hjá mörgum löndum hans beinist meira að keisara persónulega en ráðherr- um hans — og hann hefur til að mynda margsinnis setið í fang- elsi vegna þess að hann hefur haft sig í frammi með óánægju sína. En hann er fágaður í framkomu, grípur yfirleitt ekki til gífuryrða, kann mæta vel að stilla skap sitt og er trúaður maður án þess að mikill ofsi fylgi sannfæringu hans í því efni. Bakhtiar gekk ungur í flokk Mossadeqs upp úr 1950 og hlaut þar frama. Hann lét stjórnmál nokkuð til sín taka á valdatíma Mossadeqs og þá kom fram andstaða hans við stefnu keisar- ans sem hann hefur fylgt æ síðan. Nokkur persónuleg sam- skipti voru þó millum þeirra, m.a. vegna þess að Bakhtiar og Soraya fyrrverandi keisarafrú eru systkinabörn. Bakhtiar er lögfræðingur og var lengi við nám í Frakklandi og dvaldist þar á stríðsárunum og mun hafa starfað í frönsku andspyrnuhreyfingunni. Með árunum hefur hann orðið æ hatrammari andstæðingur kommúnista og hann hefur hvað eftir annað varað við því að Sovétríkin hafi að markmiði að koma undir sig fótunum í Iran. Hann hefur sagt að flugumenn Sovétríkjanna hafi í stórum hópum komið til írans og meðal annars hreiðrað um sig í verka- lýðsfélögum og víðar. Hann hefur einnig á skömmum tíma komið því svo fyrir að Banda- ríkjamenn sem litu hann horn- auga hafa nú gefið út svo afgerandi stuðningsyfirlýsingar við hann, að mörgum þykir nóg um og sjálfsagt Bakhtiar sjálf- um líka, enda margt vænlegra til vinsælda í íran um þessar mundir en að vera eftirlæti Bandaríkj astj órnar. I Newsweek var á dögunum fjallað um Bakhtiar og sagt að um margt væri hann í skoð- unum sínum nálægt sænskum sósíaldemókrötum. Þó að hann sé Shiita Múhammeðstrúarmað- ur vill hann aðskilnað ríkis og kirkju og dregur stórlega í efa hæfni klerka til að stjórna. Sumir vestrænir sérfræðingar sem þekkja til hans efast um að hann hafi snerpu til að stýra landinu. „Hann er mikill dipló- mat. Hann getur talað lengi án þess að segja nokkurn skapaðan hlut,“ sagði diplómat í Iran sem er honum vel kunnugur. Iran hefur um langa hríð verið stjórnað af hörkumanni sem hefur vitað vilja sinn og því er engan veginn víst að Bakhtiar sé nógu ákveðinn til þess að uppfylla þær kröfur sem hann og væntanlega ýmsir aðrir gera til hans um að leiða íran út úr ógöngunum. - h.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.