Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979
23
Ágreiningur í „kerfinu”:
Byggingasjóður vill ekki
810 milljón króna skulda-
bréf framkvæmdasjóðs
• Kaup lífeyrissjóðanna á síðasta ári á skuldabréfum hinna opinberu f járfestingasjóða hafa orðið tilefni til þess að
ágreiningur er kominn upp milli forsvarsmanna Byggingarsjóðs ríkisins, þ.e. 'húsnæðismálastjórnar, og
fjármálaráðuneytisins auk þess sem tvö önnur ráðuneyti, félagsmálaráðuneytið og forsætisráðuneytið eiga aðild að
málinu.
• Forsvarsmenn byggingarsjóðs telja, að ríkissjóður eigi eftir að inna af hendi um einn milljarð króna, þar sem sé
m.a. launaskattur og byggingarsjóðsgjald, sem ríkissjóður eigi lögum samkvæmt að innheimta fyrir byggingarsjóð
en standi ekki í skilum á. í framhaldi af því hafa forráðamenn Húsnæðismálastofnunar, sem byggingarsjóður fellur
undir, nú neitað að taka við skuldabréfi að fjárhæð liðlega 800 millj. kr. sem Framkvæmdasjóður Islands hefur gefið
út á byggingarsjóð, og telja að þar með sé f jármálaráðuneytið að ráðskast með launaskattstekjur byggingarsjóðs,
sem ráðuneytið hafi enga heimild til.
• Talsmaður fjármálaráðuneytisins hefur hins vegar lýst yfir undrun sinni með þessi viðbrögð forráðamanna
byggingarsjóðs, þar sem að sú millifærsla á fjármunum er fólgin hafi verið í skuldabréfinu, sé í fullu samræmi við
stefnu stjórnvalda, eins og hún hafi birzt í síðustu lánsfjáráætlun, og fyrir þessari millifærslu liggi að auki samþykkt
ríkisstjórnarinnar frá í desember.
snjókoksturs á þessu ári, en það
voru 110 milljónir króna. Er
líklegt að kostnaður við
snjókoksturinn fari langt
framúr áætlun.
Þrátt fyrir mjög slæmt veður
á laugardaginn létu menn ekki
veðrið aftra ballferðum. Þurfti
lögreglan að aðstoða fjölmarga
borgara, sem fengu ekki ferðir
heim til sín þegar dansleikjum
lauk aðfararnótt sunnudagsins.
Var gripið til þess ráðs að fá
þrjá strætisvagna til þess að
aka fólki frá dansstöðunum og
til þess heima.
Víða í höfuðborginni hefur
snjór hrannast mjög upp. Á
meðfylgjandi myndum má sjá
vinnuvél moka mannhæðar-
háum snjóskafli af Stakkahlíð í
Reykjavík. Tveir bílar, sem
stóðu við götuna voru alveg
komnir í kaf og urðu eigendurn-
ir að stinga kústum niður í
snjóinn til þess að finna bíla
sína og merkja svo staðinn með
flöggum svo vinnuvélarnar
skemmdu þá ekki. Ljósm. Mbl.
Kristján.
nustöðum
ida saman
í fréttabréfi Samstarfsnefndar-
innar segir að margir hafi haft
samband við skrifstofu nefndar-
innar til að benda á hugmyndir
varðandi framkvæmd dagsins og
bjóða aðstoð. Lögð hefur verið
áherzla á að ná tali af áhugamönn-
um um reykingavarnir á vinnu-
stöðum og hafa Samstarfsnefnd-
inni borist upplýsingar um fjöl-
marga er hyggjast standa vörð um
reyklausa daginn á vinnustöðum.
Á reyklausum degi í Danmörku
lögðu sumir reykingamenn í fyrir-
tækjum í sérstakan sjóð andvirði
tóbaks er þeir neyttu í einn dag og
vörðu honum síðan til ferðalaga
eða líknarmála og hefur nefndin
m.a. bent á þessa hugmynd.
Þá er í fréttabréfi Samstarfs-
nefndarinnar bent á mikilvægi
þess að heilbrigðisstéttir sýni gott
fordæmi og garigi fram fyrir
skjöldu í baráttu við tóbak hér-
lendis þar sem því fólki ættu að
vera ljósar afleiðingar reykinga og
ætti það að geta breytt viðhorfi
manna til málsins.
★ Milljarður
óuppgerður
Morgunblaðið spurðist fyrir um
þetta mál hjá Sigurði E.
Guðmundssyni, framkvæmda-
stjóra Húsnæðismálastofnunar
ríkisins og sagði hann um mála-
vexti, að samkvæmt mati forráða-
manna byggingarsjóðs væri óupp-
gerð veruleg fjárhæð af því fé sem
ríkissjóður hefði átt að innheimta
fyrir byggingarsjóði á sl. ári og
skila til hans. Ríkissjóður væri
innheimtuaðili fyrir byggingar-
sjóð samkvæmt lögum en það
fjármagn, sem ríkissjóður ætti að
afhenda væri m.a. launaskattur,
byggingarsjóðsgjald og ýmislegt
fleira. Sigurður sagði að af hálfu
forráðamanna byggingarsjóðs
væri skuld ríkissjóðs frá síðasta
ári gagnvart byggingarsjóði talin
vera um einn milljarður króna en
hins vegar væri ljóst að við nánari
athugun kynni þessi tala að geta
breytzt eitthvað. Forráðamenn
byggingarsjóðs hefðu ekki haft
handa á milli nægilegar upplýs-
ingar frá fjármálaráðuneytinu og
stofnun þess til að geta áttað sig
fyllilega á þessari fjárhæð, og
reyndar kvaðst Sigurður draga í
efa að fjármálaráðuneytið vissi
það heldur með fullri vissu.
Sigurður ítrekaði að þær tölur
sem borizt hefðu frá ráðuneytinu
bentu þó til þess að fjárhæðin
hefði í lok síðasta árs numið um
það bil milljarði króna. Hann kvað
þessa skuld hafa staðið meira og
minna allt sl. ár án þess að hún
hefði verið gerð upp við Bygg-
ingarsjóð ríkisins. Sigurður kvað
hafa legið við borð að byggingar-
sjóður yrði fjárþrota í desember sl.
vegna þess að þá hefði svo virzt
sem ekki myndi berast 500 milljón
króna greiðsla, sem til sjóðsins
átti að berast frá ríkissjóði vegna
þeirrar innheimtu er hann hefði
fyrir byggingarsjóð, en á síðustu
stundu hefði fjármálaráðuneytið
borgað úr ríkissjóði 250 milljónir
króna af þeim 500 milljónum, sem
forráðamenn b.vggingarsjóðs teldu
að hann hefði átt að fá, og það
hefði nægt til þess að byggingar-
sjóði tókst að standa við loforð og
skuldbindingar sínar fyrir ára-
mótin.
Sigurður sagði, að auðvitað
væntu forsvarsmenn Bygginga-
sjóðs ríkisins þess að á yfirstand-
. andi ári mundu sjóðmim berast
! með venjulegu og regrolegu móti
þær greiðslur, sem ríkissjóður ætti
að inna af hendi til byggingarsjóðs
af því innheimtufé, sem ríkissjóði
bæri að standa skil á lögum
samkvæmt.
★ Skuldabréf í
opna skjöldu
Vegna fyrirspurnar Morg-
unblaðsins sagði Sigurður, að því
væri ekki að neita, að það hefði
komið töluvert flatt upp á þá
forsvarsmenn byggingarsjóðsins,
þegar þeim barst í sí. viku
skuldabréf frá Framkvæmdasjóði
íslands að fjárhæð 810 milljónir
króna, sem framkvæmdasjóður
hefði gefið út á hendur Byggingar-
sjóði ríkisins til 15 ára. Með þessu
bréfi hefði fylgt afrit af tilkynn-
ingu fjármálaráðuneytisins til
Seðlabanka Islands, þar sem til-
kynnt var að þetta bréf ætti
Byggingarsjóður að fá í stað
þeirra tekna sem launaskatturinn
væri.
„Það virðist svo af þessari
tilkynningu fjármálaráðuneytis til
Seðlabankans, að fjármálaráðu-
neytið hafi upp á sitt eindæmi
ætlað að nota okkar launaskatts-
tekjur til að láta Byggingarsjóð
rikisins kaupa skuldabréf til 15
ára að fjárhæð 810 milljónir kr.,
sagði Sigurður ennfremur. „Nú,
fjármálaráðuneytið er gott og
blessað og framkvæmdasjóður alls
góðs maklegur, en það vill nú bara
einu sinni svo til að það er
húsnæðismálastjórn ein sem af
Alþingi er sett til þess að ákveða
af hverjum húsnæðismálastjórn
og þar með Byggingarsjóður rikis-
ins kaupi skuldabréf, og í lögunum
um stjórnina er þess hvergi getið
að stjórnin hafi heimild til þess að
láta byggingarsjóð kaupa skulda-
bréf af Framkvæmdasjóði ís-
lands.“
Sigurður sagði, að bréf þetta
hefði borizt með mjög óformlegum
og undarlegum hætti og án þess að
talað væri við einn eða neinn hjá
húsnæðismálastjórn né heldur
félagsmálaráðuneyti svo að hann
vissi til, og væri skemmst frá því
að segja að það hefði verið
endursent sl. föstudag og þar með
væri málinu lokið af hálfu hús-
næðismálastjórnar. Sigurður sagði
hins vegar, að af hálfu forráða-
manna byggingarsjóðs væri þess
fastlega vænzt, að fjármálaráðu-
neytið og ríkissjóður greiddu
byggingarsjóði það sem þessir
aðilar ættu lögum samkvæmt að
innheimta fyrir Byggingarsjóð
ríkisins, með reglulegum hætti
eins og áður hefði tíðkast — frá
janúar til desember þessa árs.
★ A 8. hundrað
milljóna
skuldbindingar
Sigurður var að því spurður
hvort horfur væru á því að
greiðsluþrot vofði yfir Byggingar-
sjóði ríkisins í þessum mánuði
vegna þeirra tafa er orðið hefðu á
skilum af hálfu fjármálaráðuneyt-
is og ríkissjóðs. „Það er alveg ljóst
að verði einhver brestur á því að
ríkissjóður greiði okkur það fé,
sem hann á lögum samkvæmt að
innheimta fyrir Byggingarsjóð
ríkisins, þá kemur einfaldlega til
fjárþrots hjá þessari stofnun —
við höfum ekki fjármagn til að
standa við gerðar skuldbindingar
við húsbyggjendur í landinu, sem
mun aftur leiða til þess að þeirra
skuldbindingar rofna og það getur
leitt til atvinnuskorts eða atvinnu-
leysis í byggingariðnaðinum — ég
tala nú ekki um, ef það yrði
einhver langvarandi dráttur á
þessum greiðslum," svaraði Sig-
urður.
Hann kvað stjórn húsnæðis-
málastofnunar telja að stofnunin
hefði þegar tekið skuldbindandi
ákvarðanir um að borga út lán til
húsbyggjenda næstu þrjá mánuði
fyrir nokkuð á 8. hundrað milljón-
ir króna, og það væri vitaskuld fé
sem til byggingarsjóðs ætti að
berast úr ríkissjóði vegna þeirrar
innheimtu er ríkissjóður hefði
fyrir byggingarsjóð. Lagði Sigurð-
ur á það áherzlu að þetta væru
þannig ekki framlög úr ríkissjóði
heldur fé sem ríkissjóður einungis
innheimti.
★ Millifærslan
stefna
stjórnvalda
Þegar Morgunblaðið bar þetta
mál undir Höskuld Jónsson fjár-
málastjóra lýsti hann málavöxtum
á þann hátt, að i fyrra hefðu verið
sett lög um kaup lífeyrissjóða á
skuldabréfum fjárfestingalána-
sjóðanna og þá hafi verið gert ráð
fyrir því, að sjóðirnir gætu keypt
af hinum ýmsu opinberu sjóðum,
svo sem ríkissjóði, Byggingarsjóði
ríkisins eða Framkvæmdasjóði
Islands, bréf sem uppfylltu
ákveðin skilyrði um ávöxtun fyrir
sjóðina.
Höskuldur sagði að lagaákvæði
um þessi kaup hefðu verið í lögum
um lántökur ríkissjóðs og ríkis-
stofnana, sem væru eins konar
fylgilög lánsfjáráætlunarinnar. í
lánfjáráætluninni hefði hins vegar
verið ráð fyrir því gert, að
Byggingarsjóður ríkisins fengi 500
milljónir króna af þessu lífeyris-
sjóðafé. Höskuldur kvað þá aðila
sem að þessari nýskipan stóðu, þ.e.
fulltrúa fjármálaráðuneytisins,
forsætisráðuneytisins, félagsmála-
ráðuneytisins, Húsnæðismála-
stofnunar ríkisins, Framkvæmda-
stofnunarinnar og Seðlabankans
hafa myndað samstarfshóp, og
sagðist Höskuldur ekki minnast
þess að innan þessa hóps hefði
neitt annað komið fram en að allir
væru L eitt sáttir um að hver aðili
seldi féð þeim lífeyrissjóðum, sem
kaupa vildu, en síðan yrði jafnað á
milli sjóðanna eftir lánsfjár-
áætluninni til að fylgt yrði þeirri
stefnu ríkisins, sem birtist í
lánsfj áráætluninni.
Höskuldur sagði, að þegar fram
á lok síðasta árs kom hafi verið
Ijóst að lífeyrissjóðirnir hefðu
keypt skuldabréf af byggingar-
sjóði fyrir rúmlega 800 milljónum
kr. hærri upphæð en lánsfjár-
áætlun gerði ráð fyrir en ríflega
þá upphæð hefði hins vegar vantað
á kaupin frá framkvæmdasjóði.
Ríkisstjórnin hefði síðan sam-
þykkt í desember, að þarna skyldu
850 milljónir króna færðar á milli
þessara tveggja sjóða, enda
greiddi þá ríkissjóður það sem
hann skuldaði eða væri talinn
skulda byggingarsjóði. Endanlega
upphæðin lækkaði þó aðeins eða í
810 milljónir króna og hún var
greidd með þessum hætti, að hún
var greidd inn í framkvæmdasjóð
og síðan millifærð yfir til
byggingarsjóðs með þessu skulda-
bréfi. Vegna þessa máls kvaðst þó
Höskuldur vilja taka fram, að
fjármálaráðuneytið hefði kannski
fyrst og fremst venð tengiliður í
þessu máli, því að framkvæmda-
sjóður félli undir forsætisráðu-
neytið en byggingarsjóður undir
félagsmálaráðuneytið en lífeyris-
sjóðirnir hins vegar undir fjár-
málaráðuneytið og þannig stæði á
þætti þess í málinu. Væri því
kannski frekar í verkahring hinna
ráðuneytanna tveggja að gera
grein fyrir því.
Engu að síður sagði Höskuldur
Jónsson að honum kæmu spánskt
fyrir sjónir þessi viðbrögð hús-
næðismálastjórnar að endursenda
skuldabréfið. í fyrsta lagi hefði
allt starf samstarfsnefndarinnar á
sl. ári m.a. byggzt á þvi að þarna
væri verið að fylgja fram mótun
ríkisstjórnarinnar í fjárfestinga-
málum, eins og hún birtist í
lánsfjáráætluninni og hefði hvorki
heyrzt frá fulltrúa félagsmála-
ráðuneytis „^pé húsnæðismála-
stjórnár atVriinnað væri upp á
teningnum. I annan stað lægi
síðan fyrir jákvæð samþykkt
ríkisstjórnarinnar um að fært
skyldi á milli sjóðanna með
þessum hætti.