Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 34
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979
Forfaðir manns
og apa fundinn
Cleveland. Ohio. 15 janúar. — Reuter
KUNNUR BANDARÍSKUR manníræðingur, dr. Donald Johan-
son telur sig hafa fundið nýjan hlckk í þróunarkeðju
mannkynsins ok lengt sögu mannsins um eina milljón ára að
sögn náttúrufræðisafnsins í Cleveland.
Dr. Johanson hefur fundið í son að hun sé af lífveru sem
Eþíópíu steingerða beinagrind
sem er um þriggja milljóna ára
gömul og telur hana vera af
elzta forföður nútímamanna
sem vitað er um. Dr. Johanson
mun skýra nánar frá uppgötvun
sinni á blaðamannafundi á
fimmtudaginn.
Á grundvelli athugana sinna á
beinagrindinni telur dr. Johan-
Ilauskúpa
hals-manni.
álfunnar.
Neandert-
elzta ibúa
líkist manni og hafi gengið
upprétt og ráfað um sléttur
Norðaustur-Eþíópiu. Líkams-
vöxturinn var líkur og á apa-
manni, en handleggirnir styttri
og höfuðið líkara mannshöfði.
Þetta er talinn einhver óvaent-
asti fundur í rúman áratug í
röðum mannfræðinga. Með hon-
um stóreykst vitneskja manna
um uppruna mannkynsins.
Forstöðumaður náttúrufræði-
safnsins í Cleveland, dr. Harold
Mahan, segir að beinagrindin sé
talin vera sameiginlegur tengi-
liður apamanns og nútíma-
manns. „Við höldum að þetta sé
sameiginlegur forfaðir beggja,"
sagði hann.
Dr. Johanson kallaði nýju
tegundina Austrolotihecus Af-
arensins þar sem hann fann
beinagrindina í heimkynnum
Afar-ættflokksins
Það eru víðar erfiðleikar vegna fannfcrgis en á íslandi. bessi hjú í Chicago reyna að moka frá bifreið sinni.
en í borginni féll mikill snjór um helgina og sjö manns fórust þar í óveðri á laugardag.
Bandaríkin:
Simamynd — AP.
22 fórust í veðurofsa
New York. 15. janúar. AP. Reuter.
MIKILL kuldi er nú ríkjandi
í miðvesturhéruðum Banda-
ríkjanna, en mikill veðurofsi
Sprengjutilræðin í Kaupmannahöfn:
Þrír ítalir handteknir
Kaupmannahöfn, 15. janúar.
Frá Erik A. Larsen fréttaritara Mbl.
SPRENGINGUNNI á föstudags-
morgun við dómhúsið á Kongens
Nytorv var fylgt eftir í gær en þá
var sprengju komið fyrir við
Haf narháskóla. Lögreglan í
Kaupmannahöfn telur að tengsl
séu milli sprengingarinnar á
Kongens Nytorv og sprengjunnar
við háskólann. en henni eyddu
sprengjufræðingar hersins.
Brotnuðu þá rúður í nágrcnninu.
Lögreglan hefur handtekið þrjá
Ítalí í sambandi við þau sprengju-
tilfelli sem komið hafa upp að
undanförnu. Margar kenningar
eru nú á lofti varðandi tilgang
sprengjanna. Ein er í þá veru að
með sprengjunni við dómhúsið
hafi ítali nokkur, bróðir þess sem
fórst, viljað koma fram hefndum
sínum við danska dómskerfið.
ítalinn var giftur danskri konu, en
undi því ekki að fyrrverandi konu
hans voru dæmd yfirráð yfir barni
þeirra. Önnur kenning er á þá leið
að sprengjurnar séu liður í upp-
gjöri aðskilinna hópa ítala í
Kaupmannahöfn.
Þriðja kenningin gengur út á
það að Kaupmannahafnarbúar
standi nú frammi fyrir aðgerðum
hættulegs hryðjuverkahóps, en
ómögulegt sé að ímynda sér
tilganginn með sprengjunum.
Lögreglan er ennþá engu nær
hvað snertir sprengjuna sem
fannst í járnbrautarlestinni.
Danir hafa nú verið varaðir við
sérkennilegum hlutum sem þeir
kunna að rekast á við opinberar
byggingar og í opinberum farar-
tækjum.
gekk yfir héruðin fyrir
helgina og fórust a.m.k. 22
manns. Þúsundir manna
urðu innlyksa í óveðrinu og
skemmdir urðu á mann-
virkjum.
Fannfergi lamaði umferð
og athafnalíf víða í Illinois,
Ohio, Indiana og Wisconsin.
Hitastig hefur ekki mælst
lægra á ýmsum stöðum frá
Pueblo í Colorado að Spring-
field, Missouri í austri og
Austin, Texas í suðri.
Óveðrið var sérstaklega
mikið í Chicago, en þar féll 53
sentimetra snjór á laugardag
sem varð að stórum sköflum í
skafrenningnum sem hinn
mikli vindhraði kom af stað.
Sjö manns fórust í Chicago á
laugardag, og loka varð
O’Hare flugvelli sem er fjöl-
farnasti flugvöllur heims.
Amin advarar
Tanzaníumenn
Veður
víða um heim
Akureyri -1 alskýjaö
Amsterdam 0 skýjaó
Apena 7 heiðskírt
Barcelona 15 léttskýjað
Berlín 1 skýjað
BrUssel 0 heiðskirt
Chicago 5 skýjað
Frankfurt 3 skýjað
Genf -2 léttskýjað
Helsinki 3 skýjað
Jerúsalem vantar
Jóhannesarborg vantar
Kaupmannahöfn -2 snjókoma
Lissabon 16 léttskýjað
London 4 skýjað
Los Angeles 15 rigníng
Madríd 14 heiöskírt
Malaga vantar
Mallorca 11 skýjað
Miami 28 léttskýjað
Moskva -7 heiðskírt
New York 4 heiðskírt
Ósló -4 heiöskírt
París 1 skýjað
Reykjavík -3 léttskýjað
Rio De Janeiro 30 léttskýjað
Rómaborg 9 heiðskírt
Stokkhólmur 2 snjókoma
Tel Aviv 20 heiðskírt
Tókýó 10 léttskýjað
Vancouver 4 skýjað
Vínarborg 1 skýjað
Italska stjómin
hangir á þræði
Róm. 15. janúar. Reuter.
GIULIO Andreotti forsætisráð-
herra kynnti f dag ftölskum þing-
leiðtogum og verkalýðsforingjum
frumvarp sitt um efnahagsbata og
viðtökurnar geta ráðið úrslitum um
hvort 10 mánaða gömul stjórn hans
heldur velli eða ekki.
Ef áætlunin fær ekki samþykki
kommúnista er líklegt að þeir greiði
atkvæði gegn því á þingi. Það gæti
haft í för með sér stjórnarkreppu og
ef til vill orðið til þess að þessi 36.
ríkisstjórn ítala eftir síðari heims-
styrjöldina verði að segja af sér.
Minnihlutastjórn kristilegra
demókrata nýtur stuðnings komm-
únista, sósíaldemókrata og lýðveldis-
sinna á þingi. Stjórnin gekk endan-
lega frá efnahagsmálafrumvarpi
Málið fellt niður
gegn Gustavsen
Frá fréttaritara Mbl.
í Ósló í gær.
TVEIR fyrrverandi þingmenn
Sósfalistiska vinstriflokksins,
Berge Furre og Finn Gustavsen,
verða ekki leiddir fyrir rétt í
Noregi samkvæmt samþykkt sem
hefur verið gerð í siðanefnd Stór-
þingsins.
Nefndin hefur fjallað um mál
þingmannanna sem rufu þagnar-
skyldu og brutu lög um ábyrgð og
skyldur 1977 með því að birta kafla
úr leyniskýrslu um lóran-siglinga-
kerfi.
Mikill meirihluti nefndarmanna
telur að Furre og Gustavsen hafi
gerzt brotlegir við lög um ábyrgð og
skyldur, en meirihluti nefndarinnar
telur þó ekki ástæðu til að leiða þá
fyrir ríkisrétt og telur að láta skuli
málið niður falla.
sínu um helgina en um það hefur
verið deilt í marga mánuði.
Um helgina fóru kommúnistar
hörðum orðum um kristilega demó-
krata og gagnrýndu þá fyrir að snúa
baki við sameiginlegum áætlunum í
því skyni að fá þá til að víkja frá
ákvæðum í samningi þeim sem var
gerður fyrir tveimur árum um
stuðning annarra þingflokka við
stjórn þeirra.
Nairobi, 15. janúar AP
STJÓRNIN í Uganda sakaði í dag
Tanzaniumenn um að standa fyrir
fallbyssuárásum á landamæraþorp
og varaði við því að gagnárás kynni
að verða gerð ef árásunum yrði
haldið áfram.
Hermenn sem eru í leyfi fengu
skipun um að fylgjast með fréttum
ef svo færi að þeir yrðu kallaðir út og
fulltrúar í landvarnaráði Uganda
fengu skipun um að fara aftur til
stöðva sinna til þess að bíða nánari
fyrirmæla.
Talsmaður stjórnarinnar sagði að
Tanzaníuhermenn sem hefðu verið
teknir til fanga hefðu ljóstrað upp
um liðsflutning Tanzaníumanna
nálægt landamærunum og hugsan-
lega innrás í Suður-Uganda á
næstunni.
Stríð brauzt út milli Uganda og
Tanzaníu seint í október eftir innrás
herdeilda Ugandamanna í Norðvest-
ur-Tanzaníu þar sem 710 fermílna
svæði var inníimað í Uganda.
Idi Amin forseti sagði að innrásin
hefði verið gerð í hefndarskyni við
innrás sem Tanzaníumenn hefðu
áður gert í Uganda og skipaði herliði
sínu að hörfa þegar Tanzaníumenn
hófu gagnsókn snemma í nóvember,
en hann hefur hvað eftir annað
sakað Tanzaníumenn um stórskota-
árásir á yfirráðasvæði Uganda.
Þetta gerðist
1969 — Rússar framkvæma
fyrstu tengingu tveggja mann-
aðra geimfara á braut.
1966 — Ironsi hershöfðingi
tekur völdin í Nígeríu.
1962 — Balaguer forseti
Dominikanska lýðveldisins segir
af sér eftir óeirðir.
1947 — Vincent Auriol kosinn
forseti Frakka.
1947 — Eisenhower kemur til
London að stjórna innrásinni í
Evrópu.
1925 — Trotsky sviptur for-
mennsku í rússneska byltingar-
ráðinu.
1920 — Fyrsti fundur Þjóða-
bandalagsins; öldungadeild
Bandaríkjaþings greiðir at-
kvæði gegn aðild — Áfengis-
bann hefst í Bandaríkjunum.
1913 — Neðri málstofan sam-
þykkir frumvarpið um írska
heimastjórn.
1909 — Shackleton-leið-
angurinn kemur á Suðurskautið.
1906 — Algeciras-ráðstefnan
um Marokkó hefst.
1863 — Austurríkismenn og
Prússar setja Dönum úrslita-
kosti vegna stjórnarskrár-
ákvæðis um innlimun Slésvíkur.
1839 — Adem innlimað í Brezka
Indland.
1816 — Brazlilía verður kon-
ungsríki.
1809 — Orrustan um Corunna
(La Coruna).
1780 — Bretar sigra Spánverja í
sjóorrustunni við Cape St. Vin-
cent.
1778 — Frakkar viðurkenna
sjálfstæði Bandaríkjanna.
1761 — Bretar taka Pondic-
herry: yfirráðum Frakka á
Indlandi lýkur.
1756 — Westminster-sátt-
málinn: Bretar og Prússar
bandamenn.
1666 — Frakkar segja Englend-
ingum stríð á hendur — Enskir
sjóræningjar taka Tobago.
1556 — Karl keisari V leggur
niður völd.
1547 — Ivan hræðilegi, fyrsti
rússneski zarinn, krýndur.
Aímælii Richard Savage, enskur
rithöfundur (1697—1743) —
Ethel Merman, bandarísk gam-
anleikkona (1909---).
Andláti Edward Gibbon, sagn-
fræðingur, 1794 — Sir John
Moore, hermaður, 1809 — Léo
Delibes, tónskáld, 1891.
Innlenti Fyrsta bindindisfélagið
stofnað 1844 — Heitdagur Þing-
eyinga í svartadauða 1403 — f.
Finnur Jónsson biskup 1764 —
d. Ólafur Hjaltason biskup 1569
— f.&d. Jón Pétursson háyfir-
dómari 1812, 1896 - f. Jón
Magnússon forsætisráðherra
1859 — d. Björn M. Ólsen 1919
— Stefanía Guðmundsdóttir
leikkona 1926 — Áfengt íslenzkt
öl flutt til setuliðsins („það
bezta í Evrópu") 1941 — Fyrsti
skuttogarinn frá Spáni 1973.
Orð dagsinsi Ekki ber að hafa
líf, heldur gott líf í mestum
hávegum — Sókrates, grískur
heimspekingur (um 470—399
f.Kr.)