Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 40
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR l'6:jANÚAR 1979
Markamet
hiáKR
KR og Leiknir áttu að mætast í
meistaraflokki karla á sunnu-
dagskvöldið, að loknum leik
Ármanns og Þróttar. Meistara-
flokkur KR var mættur til leiks,
en meistaraflokksmenn Leiknis
létu ekki sjá sig. Þess í stað
mættu 8 piltar úr öðrum flokki
félagsins, þjálfaralausir og allt
hvað eina. Flestir ef ekki allir
þessara pilta voru þarna að leika
sinn fyrsta meistaraflokksleik.
Sannast sagna er það hneysa og
skömm að Leiknir skuli vera með
þátttöku í þessu móti og það er
illa gert að stilla strákunum
svona upp að vegg. Fyrirfram
vissu allir, að leik þessum gæti
ekki lyktað á annan veg en með
stórsigri og reyndin varð sú, að
sennilcga var hér um markamet
að ræða í meistaraflokksleik í
Höllinni. KR vann 45 (!)—17,
eftir að staðan í hálfleik hafði
verið 21—10.
KR-ingar hófu þegar að skora
mörk á hinn fjölbreytilegasta hátt
og var nóg að knötturinn hitti á
markið, þá endaði hann í netinu.
Leiknispiltarnir eiga ekkert
nema hrós skilið fyrir sinn hlut,
þrátt fyrir útreiðina. Nokkrir
piltanna eru bráðefnilegir og er
einungis hægt að vona, að úrslit
sem þessi dragi ekki úr þeim
kjark. Leikmenn eins og Gunnar
Gunnarsson, Sveinbjörn Sigurðs-
son og Olafur Ólafsson gerðu
marga hluti laglega í leiknum,
þrátt fyrir hið augljósa ofurefli.
En hvað er annars félag að gera í
Islandsmótinu, sem hefur ekki
meistaraflokki á að skipa. Til
þessa hefur félagið þó getað stillt
upp liði. Hvar voru allir þeir
kappar? Heima að horfa á Kládí-
us?
Mörk KR: Björn Pétursson 9 (1
víti), Símon 6, Jóhannes, Sigurður
Páll, Ingi Steinn, Haukur Ottesen
5 hver, Ólafur Lárusson og Ævar
Sigurðsson 3 hvor, Haukur Geir-
mundsson og Friðrik Þorbjörnsson
2 hver.
Mörk Leiknis: Sveinbjörn
Sigurðsson 6, Ólafur Ólafsson 4 (1
víti), Gunnar Gunnarsson 3, Rún-
ar Vilhjálmsson 2 (1 víti), Friðrik
Kristjánsson og Gunnar Kristó-
fersson 1 hvor. — gg.
Knattspyrnuúrsllt
ENGLAND 1. DEILD.
Arsenal — Nott. Forest 2—1
Leeds — Man. City 1—1
Norwich — WBA 1—1
Bristol C — Tottenham 0—0
ENGLAND, 2. DEILD.
Cambridge — Cardiff 5—0
ÍTALlA, 1. DEILDi
Bolognia — AC Milanó 0—1
Lazió — Perugia 0—0
Juventus — Lanerossi Vicenza 1—2
Inter Milan — Avellino 2—0
Verona — Torinó 0—1
Catanzarro — Napóli 0—0
Atalanta — Roma 2—0
Ascoli — Fiorentina 2—1
Úrslit dagsins eru ugglaust
útisigur Vicenza gegn Juventus, en
þar skoraði Paolo Rossi sigur-
markið skömmu fyrir leikslok.
Marco Tardelli skoraði fyrir
Juventus. AC Milanó hefur nú 23
stig, þrem stigum meira heldur en
Perugia sem er með 20 stig.
SPÁNN, 1. DEILDi
Hercules — Valencia 3-0
Salamanca — Santabder 1-0
Barcelona — Rayo Vallecano 9-0
Bilbao — Zaragoza 2-2
Burgos — Espanol 1-0
Huelva — Athletico Madrid 0-1
Celta — Gijon 1-1
Real Madrid — Sevilla 1-1
Las Palmas — Real Sociedad 2-0
Hans Krankl var manna mest í
sviðsljósinu þegar Barcelona vann
Rayo 9—0. Krankl, sem lék þrátt
fyrir meiðsl sem háðu honum,
skoraði 5 af mörkunum, auk þess
sem hann átti meiri eða minni þátt
í hinum 4 sem lið hans skoraði.
Hollendingurinn Johan Neeskens
skoraði tvívegis og þeir Asensi og
Carraseo sáu um hin tvö.
Real Madrid hefur hlotið 22 stig,
Gijon hefur 21 og Barcelona 19
stig.
Þróttur náði
jafntefli
LEIKUR Ármanns og Þróttar
breytti ærlega um stefnu þegar
liða tók á síðari hálfleik en allt
fram að því höfðu Ármenningar
haft umtalsverða yfirburði, leikið
oft og tíðum mjög laglegan
handbolta og leikið grátt slaka
Þróttarana. Eftir forystu
snemma leiks 3—1, hrundi leikur
Þróttar gersamlega saman og allt
stefndi í algeran yfirburðasigur
Ármanns, munurinn varð mestur
í fyrri hálfleik 8 mörk og var í
leikhléi, 7 mörk 14—7. Loka-
mínúturnar reyndust æsi-
spennandi, er Þróttarar náðu að
jafna 23—23 þegar fáeinar
sekúndur voru til leiksloka.
Allur leikur Ármenninga
hrapaði grunsamlega niður á
lægstu plön í síðari hálfleik og
gengu Þróttarar snarlega á lagið.
Án þess þó að sýna neina
meistaratakta, skoruðu þeir hvert
markið af öðru. Flestum
viðstöddum hefur þó líklega þótt
fráleitt, að Þróttarar næðu að
bjarga a.m.k. öðru stiginu, en
þegar 6 mínútur voru til leiksloka,
var staan 22—19 fyrir Armann. A
næstu 4 mínútunum skoruðu
Konráð Jónsson og Halldór
Harðarson fyrir Þrótt, staðan
22—21. Öllu virtist lokið, þegar
Óskar Ásmundsson skoraði 23
mark Ármanns, en óðagot og
hamagangur Ármenninga olli því
að þeir misstu boltann tvívegis á
síðustu mínútunni, í síðara skiptið
þegar 20 sekúndur voru til leiks-
loka. I bæði skiptin skoraði
Konráð Jónsson fyrir Þrótt og
tryggði jafnteflið.
I liði Ármanns dettur manni
helst í hug, að hæla Óskari
Ásmundssyni fyrir lílflegt línu-
spil. Hjá Þrótti bar að vanda mest
á Konráð Jónssyni, hann skoraði
að vanda gífurlega mikið, m.a. 10
af síðustu 12 mörkum Þróttar.
Mörk Ármanns: Óskar 6, Pétur
og Björn 5 hvor (3 víti hjá Birni),
Grétar og Friðrik 2 hvor, Jón Á,
Jón Viðar og Einar 1 hver.
Mörk Þróttar: Konráð 16 (3 víti),
Páll Ól. 3, Halldór H. 2, Ari og
Sveinlaugur 1 hvor.
— gg-
• Alan Sunderland, leikmaður með Arsenal t.v. reynir að snúa á Les Tibbott bakvörð
Ipswich. Sunderland og félagar gerðu það gott á laugardaginn, lögðu Nottingham
Forest að velli eftir að hafa verið marki undir. Tibbott og liðsfélagar hans áttu hins
vegar frí, þar sem leik þeirra gegn Aston Villa var frestað.
Skógarhögg
á Highbury
RÉTT einu snni lagði vetrarríkið á Bretlandseyjum flesta fyrirhugaða knattspyrnuieiki að velli og hefur
orðið að fresta svo mörgum leikjum að undanförnu, að vandræðaástand hlýtur að skapast. Aðeins fjórir
leikir í 1. deild fóru íram og aðeins einn í 2. deild. Þrátt fyrir fáa leiki varð markverð breyting á stöðu efstu
liðanna í 1. deild, en WBA skaust með jafntefli sínu í efsta sætið í deildinni. Er þetta í fyrsta skipti í 25 ár,
sem Birmingham-félagið skipar þetta sæti. Að vísu hefur WBA leikið fleiri leiki en Liverpool en leikir til
góða eru aidrei fyrirfram unnir frekar en aðrir leikir. Þá vöktu önnur úrslit mikla athygli, en það var tap
Notthingham Forest fyrir Arsenai. Forest tapar ekki á hverjum degi, eða eins og fréttamaður BBC orðaði
þaði „Töp Forest koma áiíka oft á ári hverju og jólin.“
SKÓGARHÖGG
Notthingham-skógurinn var
höggvinn á Highbury og var það
aðeins annað tap Forest á þessu
keppnistímabili. Það var sól og
blíða í Lundúnum og hinn upphit-
aði völlur á Highbury var í
óaðfinnanlegu ásigkomulagi. Enda
var leikurinn sérlega vel leikinn að
sögn BBC. Forest lék betur framan
af og náði forystunni á 39. mínútu
með snilldarmarki John Robert-
son, sem skoraði eftir góðan un
undirbúning Gary Birtles. Með þá
Liam Brady og nýja leikmanninn
Brian Talbot í banastuði, náði
Arsenal betri tökum á leiknum í
síðari hálfleik. David Price jafnaði
eftir hornspyrnu Bradys snemma í
síðari hálfleik og nokkru fyrir
leikslok skoraði Frank Stapelton
sigurmarkið úr mjög þröngu færi,
eftir að Brady hafði sent til hans
snjalla sendingu.
WBA Á TOPPINN
Leikvangurinn í Norwich var
ljótur á laugardaginn og dómarinn
lagði höfuðið í bleyti í 2 klst. og
braut um það heilann, hvort leika
mætti knattspyrnu á honum. Eftir
að vallarstarfsmenn höfðu mokað
4 tonnum af sandi yfir svellið,
ákvað dómarinn að láta leikinn
hefjast og sjá síðan til með
framhaldið. Leikur Norwich og
WBA var síðan merkilega góður
miðað við aðstæður. WBA hafði
unnið 5 útisigra í röð fyrir leikinn
og af fyrri hálfleiknum að dæma
átti þetta að vera leikur nr. 6.
WBA yfirspilaði gersamlega
Norwieh og hefði átt að skora
fleiri mörk en það eina sem Cyrel
Regis gerði eftir góðan undir-
búning Ally Browns.
í síðari hálfleik virtist dæmið
ætla að snúast við, en framan af
léku þá leikmenn Norwich mjög
vel og jöfnuharmarkið lét ekki á
sér standa, kom eftir aðeins 5
mínútur. Þá skoraði Martin Peters
með fallegum skalla. Leikurinn
jafnaðist á ný þegar á hálfleikinn
leið og bæði liðin misnotuðu
marktækifæri áður en yfir lauk.
Þess má geta að nýi leikmaðurinn
hjá WBA David Mills, sat á
varamannabekknum. Mills kostaði
„aðeins" 500.000 sterlingspund.
Dýr varamaður það.
CITY STAL STIGI
Leeds, með þá Tony Currie og
Brian Flynn, hafði algera yfir-
burði yfir Manchest City allt þar
til aðeins um 10—15 mínútur voru
til leiksloka. Fram að því hafði
Leeds forystu með marki John
Hawleys, skallamarki, skoruðu
rétt fyrir leikhlé eftir aukaspyrnu
Curries. En þessar síðustu mínút-
ur sóttu leikmenn MC eins og þeir
ættu lífið að leysa. Og það uppskar
mark á elleftu stundu frá miðverð-
inum Brian Kidd. Dave Watson
meiddist nefnilega í fyrri hálfleik
og varð Kidd að taka stöðu hans
það sem eftir lifði leiksins.
ÍSHOKKÍ í BRISTOL
„Það hefði verið hryggilegt, ef
annað liðanna hefði tapað þessum
leik, aðstæðurnar voru slíkar, að
það var einungis happdrætti hvar
knötturinn hafnaði og ekkert
reyndi á hvort liðanna væri betra,"
sagði fréttamaður BBC um leik
Bristol City og Tottenham. Leikn-
um lauk án þess að mark væri
skorað. Þrátt fyrir allt voru það
leikmenn Tottenham sem sköpuðu
sér betri færi. Lee skallaði í
þverslá, McAIlister skaut tvívegis
naumlega fram hjá. Þegar leikn-
um lauk, gátu leikmennirnir
einungis glott hver til annars,
minnugir kátbroslegra tilburða
sinna til að standa á fótunum.
BILEY MEÐ ÞRENNU
Einn markhæsti leikmaður 2.
deildar þennan vetur er Alan
Biley, leikmaður með Cambridge.
Norwich bauð nýlega Cambridge
að borga 150.000 sterlingspund
fyrir hann, en svar stjórnar
Cambridge var þvert nei. Og Biley
skoraði þrennu á 10 mínútum, er
Cambridge vann stórsigur gegn
Cardiff í eina leik 2. deildar sem
fram fór um helgina.
— gg-