Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 25
29 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979 illa yfir því, hve sumar fugla- tegundir eins og t.d. steinklöppur, maríuerlur, þúfutittlingar og sömuleiðis lóur og spóar, séu nú nú orðnar sorglega fáliðaðar, í samanburði við það, sem var á fyrstu tugum aldarinnar. Þá kemur það fyrir að við fáum svör frá fræðimönnum um fugla á þessa leið: „O-o-o nei. Þetta er nú ekki rétt, góði minn. Þú ert bara ; búinn að gleyma því.“ Slík „rök“ eru því miður oft notuð enn í dag. Samt er það staðreynd, að ekkert munum við þó eins vel og það, sem fyrir augu bar á bernsku og aeskuárum. Svo ég víki aftur að samtali þínu við Kára þá telur þú að áttatíu prósent af rjúpnaungunum deyi fyrsta árið, þegar stofninn er í mikilli aukningu, en um níutíu prósent eins og hann er nú. Þar á ofan deyi svo um sextíu prósent árlega af fullorðna fuglinum. Gaman væri að vita hvað athugan- ir þú hefur gert hér á rjúpna- stofninum og réttlætt geta svo furðulegar fullyrðingar. Þú vitnar í merkingar og skylda stofna í nágrannalöndunum og telur að fimmtán prósent falli árlega af völdum veiðimanna. Með þessari yfirlýsingu slærð þú því föstu, að sóknin í rjúpnastofna þar sé svipuð og hér, t.d. síðasta áratug- inm. Mér brá talsvert við þessi orð þín og kom þá í hug trúin, þar sem hún þeysir um hugarlendurnar ásamt sannfæringunni, með þeim tilburðun, sem áður greinir. Eins og þér mun best kunnugt leiddu rannsóknir sem gerðar voru í Norður-Ameríku fyrir meira en þrjátíu árum, af þrettán sérfræðingum í þrettán ár til þess, að þá væru þó sautján %, sem féllu fyrir veiðimönnum af stofni þeirra. Hvernig má það ske, að sóknin hér á íslandi hafi minnkað siðan með þeim vopnum sem við nú höfum, og þar á ofan má segja, að rjúpurnar séu hér í sjálfheldu allt árið, miðað við óravíddir Norður-Ameríku, þar sem skógarnir þar eru líka besta vörn hennar, bæði fyrir fálkum og veiðimönnum? Við samanburð á þessum tölum er heldur ekki að undra, þótt efasemdin vakni og virðist ekki allt með felldu. Þú segir að afföllin verði aðal- lega áður en veiðitíminn hefst, þ.e. frá 1. ágúst og fram í október. Mín reynsla er sú, að afföllin séu mest á fyrstu vikunum eftir að ungarnir sjá dagsins ljós. Þú drepur líka á þær mörgu kenningar, sem komið hafa fram um það, hvað valdi þessum sveiflum. Fyrir þremur áratugum voru þær kenningar orðnar þrjátíu og sex og síðan hafa sjálfsagt ein- hverjar bæst í hópinn. Engin þeirra hefur þó beinst að því, sem rjúpurnar okkar hafa hvað eftir annað leikið fyrir augunum á okkur. Hér á ég við þau fyrirbæri, sem gerðust um 1919, 1928 til 1929 og um 1938. Og það er ekki einu sinni að aumingja læminginn í Noregi hafi vakið athygli vísinda- manna með sínu feigðarflani fjórða hvert ár. Hvað heldur þú — í sakleysi spurt — að læmingjarn- ir kæmust langt, ef guð hefði gefið þeim vængi? Flest bendir þó til þess, að sama flanið grípi oft rjúpurnar, svo þær fari langt út fyrir sín venjulegu heimkynni, eins og fleiri hænsnfuglar. Það virðist því fremur ólíklegt, að fæðuskortur eða veðurfar sé svo bundið við lok hvers áratugs og þá alveg sérstaklega hér á landi hvað eftir annað, að þar væri fyrst að leita ástæðunnar fyrir þessum sveiflum. Bendir líka ekki grunsamlega margt til þess, að aflið, sem þarna ræður ferðinni, komi innan frá og lýsi sér, í hátterni þessara grasæta, bæði fleygra og ófleygra, þegar líður að þessum dómsdegi? Mér kemur í hug það fyrirbæri, sem þú hefur sjálfur rannsakað, öllum öðrum fremur, og kallar „streitu". Það er óhætt að slá því föstu að öll minnimáttarkennd hrindi henni af stað og hún endar með því að einstaklingurinn verður að gefast upp fyrir ofureflinu, sem móðir náttúra hefur alltaf ætlað sigur- launin. Ég hef oft velt þessu feigðar- flani læmingjans fyrir mér og komist að þeirri niðurstöðu, að það eigi upptök sín í heilabúi hans, á sama hátt og ratvísi fugla og fiska til bernskustöðvanna. Hvar ætti það frekar að eiga upptök sín? Þar bæri því fyrst og fremst að leita hennar. Þú gerir ráð fyrir að rjúpna- stofninn okkar skipti „tugum ef ekki hundruðum þúsunda", í okt. s.l. Þetta er auðvitað ágiskun, enda þyrfti yfirnáttúrlegt reikningshöf- uð til að fara nærri um það, ekki síður en ósvikinn spámann til að segja um hvað þetta „jafnvægi" sem þú telur að hafi verið í stofni rjúpunnar síðustu árin, vari lengi. Þá er næst að athuga betur það, er þú segir um dauðsföll rjúpunn- ar á fyrsta og öðru ári: Segjum svo að rjúpnastofninn sé 'nú hundrað þúsund á öllu landinu og þar af deyi náttúrlegum dauða fjórir af hverjum sex ungum, sem voru á stjái í október og þar til varptími byrjar að vori. Éf við nú áætlum þá í okt. s.l. sextíu þúsund, falla þá fjörutíu þúsund í valinn á þessum tíma fyrir hinum slynga sláttumanni. Þar við bætist svo sextíu % af fullorðna fuglinum sem við skulum áætla ríflega, eða fjörutíu þúsund. Og þetta hrun gerist án þess að einu skoti sé hleypt úr byssu. Það er með öðrum orðum meira en helmingur af öllum rjúpum, sem áttu hér heima i okt. s.l. Ég átta mig ekki vel á þessu, — Arnþór minn, — enda orðinn illa sljór. Það vefst nefnilega fyrir mér hvernig rjúpum fór að fjölga eins ört og þær hafa oft gert, ef þessi dauðsföll væru staðreynd ár eftir ár. Þessi kenning er líka komin til ára sinna, því langt er síðan ég gerði tilraun, oftar en einu sinni, til að fá sannanir fyrir henni og hafði þá góða sjón. Alltaf kom ég þó með öngul í rassi úr þeim ferðum, eins og oft vill verða hjá vísindamönnum. Þær ferðir mínar urðu líka til þess að efasemdin, tortryggnin og þrjóskan létu mig aldrei í fríði og gáfu mér langt nef, þegar ég fann ekki það, sem ég leitaði að. Og til þess að skýra þetta mótlæti mitt, örlítið betur, er hér frásögn af einni slíkri fýluför: Það var einn vetur, fyrir meira en þrjátíu árum, að mikið var af rjúpum í Öxarfirði eftir áramótin, því jarðlaust varð til heiða vegna harðfennis og storku. I miðsveit Öxarfjarðar var aftur alautt, á stórum svæðum, og því nóg að moða úr fyrir rjúpur. Þannig hélst jarðlag fram um sumarmál. I Öxarfirði eru mörg fell, ásar og fjallahlíðar skógi vaxnar. Þar hafa því rjúpur ágætt skjól hvaðan sem vindar blása. Þar eru því vissir staðir, sem þær sækjast mest eftir að dvelja á næsturnar. ; Þegar snjór var að mestu horfinn nema í dýpstu hvilftunum, þar sem skógurinn var þéttastur og skjólið best, fór ég þangað forvitnisferð, og voru þar fannirn- ir svo þaktar rjúpnasaur, að ætla mátti að þar hefðu þær haldið til hundruð saman í margar vikur, bæði dag og nótt. Á sama tíma lá leið mín með símalínu er lá á milli skógivaxinna hæða, að vestan Skinnastaðahöfði, en að austan Akurskinn. Á tæpri kílómeters vegalengd taldi ég yfir þrjátíu dúnflekki þar sem krummar höfðu fengið sér góða bita. Símavírarnir þar höfðu orðið rjúpunum að fjörtjóni á þessari fjölförnu loft- Ieið þeirra að og frá næturstað. I áður nefndum náttstöðum þeirra, í skógarhvilftunum, fann ég aftur á móti engan einasta dúnflekk. Slíkar athuganir höfðu þau áhrif, að síðan hafa allar fullyrðingar fræðimanna, um þennan válega dauða rjúpna í vetrarklæðum, vakið tortryggni mína gagnvart ýmsu fleiru, sem vísindamenn hafa talið sannað og lái mér það hver sem vill. Ég skil því mæta vel þá vísindamenn, sem verða fyrir svipuðum vonbrigðum, þegar þeir standa, augliti til auglitis, við ýktar og ímyndaðar frásagnir manna. Hér er eitt lítið dæmi eftir ummælum fræðimanns, sem ég vissi að sagði rétt frá. Hann átti þá heima í Reykjavík, þegar þetta gerðist. Síminn hringdi snemma að morgni. Hann þekkti strax rödd- ina. Það var frú, sem ávarpaði hann. Hún bað hann blessaðan að koma fljótt, það væri kominn örn inn í stofuna hjá sér, og sæti á píanóinu. Vísindamaðurinn greip háf og fleiri tæki, sem notuð eru við varasaman andstæðing, því hann var ýmsu vanur. Svo hraðaði hann sér á fund frúarinnar. Hún stóð á tröppunum við húsið sitt, og fagnaði honum eins og frelsara sínum. Þegar hún svo opnaði stofudyrnar með gætni, svo hann gæti gægst inn, nam hann staðar um stund og hvíslaði svo að frúnni: „Það situr bara smyrill á píanóinu þínu, elskan mín“. Við slíkar aðstæður lái ég engum þó efasemdin og þrjóskan rumskist í brjósti hans, þegar hann leggur af stað næst, til að sinna sínum skyldustörfum og hugðarmálum. Það mætti líka segja mér að sú síðarnefnda væri við því búin að spyrna við fótum, eins og naut, sem á að reka út í rótlaust mýrarfen. Þegar ég heyrði þessa sögu, flaug mér þó í hug, að frúin hefði verið svona klók, eins og gamlar refaskyttur, að breyta nafninu á fuglinum sem hún þekkti vel, til að flýta fyrir því að hjálpin bærist. Og vissulega var það snjallræði, sem bar tilætlaðan árangur. Ég vík þá aftur að eftirleit minni að dauðu rjúpunum í skógarhvilftunum, þar sem þær höfðu dvalið svo lengi. Mér komu þá í hug þær rjúpur, sem dáið höfðu hundruð og þúsundum saman, vegna frosta og fóður- skorts, hér á Norðurlandi og víðar, og ótal öruggar heimildir herma. Þá sáust líka oft, eftir að snjó leysti á vorin, ljósir blettir sunnan í fjallshlíðum, þar sem skafið hafði af tindum, og rjúpur höfðu lengst haft eitthvað til að tína í sarpinn, eins og t.d. sunnan í Silfrastaðafjalli í Skagafirði. Þeg- ar betur var að gáð, reyndust 'þessir ljósu blettir þakktir rjúpna- dún. Þegar auðnast á vorin, leynast engum vængir af rjúpum, sem dáið hafa í vetrarklæðum, og því fremur, sem þeir eru oft fastir við bringubeinið. Þó ótal margt hafi orðið útund- an að minnsta á í þessum línum til þín, þá má þó ekki farast fyrir að þakka þér — alveg sérstaklega eftirfarandi yfirlýsingu: „Það er ekkert, sem mælir með friðun rjúpunnar, fyrr en stofninn er kominn í lágmark." Þessi játning þín er mér ákaf- lega mikils virði. En er þá rjúpan ekki orðin nógu fáliðuð núna, til að réttlæta friðun? Og var hún ekki líka í lágmarki árin 1959 og 1968? Eða átti friðun hennar 1921, 1930 og 1940 ekki sinn þátt í því að stofninn náði sér svo fljótt upp aftur? Viðhorf, sem verður að breytast Þótt virðast megi að ég hafi hér látið vaða á súðum, í þessu spjalli við þig, þá eru það þó aðeins brot af því, sem bera mundi á góma, ef við gætum talað saman í næði. Það, sem ég ætla nú að bæta við, er þó langt um alvarlegra. I spjalli þínu við blaðamann Tímans, og áður er að vikið, kemur alsnakin fram á sjónvarsviðið sú taumlausa eigingirni og það tillitsleysi, sem því miður hefur, á síðustu árum færst alvarlega í aukana, gegn öllu lífi í samskiptum manna og sömuleiðis gagnvart þeim lögum, sem virðast þó vænlegustu hömlurnar til að takmarka athafnir okkar, eða frelsið því allt þarf að hafa sín takmörk. Ekkert orð hygg ég að sé hins herfilega misnotað eins og orðið frelsi, nema ef vera skyldi orðið ást. Það er skoðun þín, að rjúpna-, stofninn þoli meira álag en verið hefur. Þú leggur því til að leyft verði að skjóta rjúpur strax fyrsta september og færir rök að því með eftirfarandi orðum: „Rjúpnastofn- inn nýtist betur ef veiðitíminn hefst fyrr, auk þess sem núverandi fyrirkomulag býður upp á lögbrot og eykur álag á gæsa- og anda- stofnana, sem síður mega við því en rjúpnastofninn." Svo mörg eru þau orð. Kæmir þú hingað norður í Öxarfjörð og Kelduhvefi í maí, þegar tún eru byrjuð að taka við sér, á láglendi en öll jörð hulin snjó, niður í byggð og svo aftur seint í september, þegar þessir sömu staðir eru auðir en snjór hylur allt land niður að þrjátíu metrum yfir sjó, mætti trú þín vera með afbrigðum máttug, ef ekki kæmi hik á þig að fullyrða, að gæsastofninn sé fullnýttur. En það er annað, sem engum dylst, og er svo alvarlegt, að því þarf að mæta af fyllstu einurð og óbilandi festu. Það er gefið í skyn í orðum þeim, sem birt eru yfir þessu samtali við blaðamanninn, og eru á þessa leið: „Skotveiðimanna freistað til lög- brota.“ Ef þessum „skot-veiði-mönnum“ er það svo mikil freisting að sjá rjúpu stökkva upp úr skorningi í góðu færi, að þeir geti ekki stillt sig nema að skjóta hana, þótt hún sé ekki nema hálfvaxin, og þar á ofan friðuð, já, þá eru þarna á ferð svo miklir ógnvaldar öllu fuglalífi í landinu, að ekkert nema nógu háar sektir geta hamlað gegn þeim öflum, sem þarna ráða gerðum þeirra. Það ber því vissulega að þakka hvernig þar er að málum staðið, í áðurnefndu frumvarpi. Mér verður oft hugsað til okkar ágætu fiskifræðinga, hvað þeir mundu leggja til málanna, til varnar rjúpnastofninum, ef þeir væru þar hvattir til ráða, og þeim fuglum sem þú veist að ekki eru fleygir 1. september, eins og sumar andategundir sem tekið hafa tryggð við fjallavötnin fagurblá. Þeir menn, sem þarna er lýst, og fara um óbyggðir þessa lands og finna meiri svölun í því að skjóta fugla en að setjast á vatnsbakka og njóta þess að fylgjast með háttum þeirra, eru slíkir vágestir, að framar öllu þarf að hamla gegn heimsóknum þeirra. „Fagurt er á fjöllunum núna,“ sagði Halla forðum. Þetta skilja best þeir, sem þar hafa dvalið á sumarkvöldum við sólblikuð fjallavötn, þar sem svanir eru að gæða sér á gróðri þeirra og grasendur þyrpast að þeim til að góma þar, sem upp flýtur. Þegar svo þessir sömu menn koma þangað aftur, eftir máske áratugi, og sjá þar engan svan og enga önd, ættu flestir að fara nærri um, hve vonbrigði þeirra verða mikil og söknuðurinn sár. Eitt af því, sem hefur dregist, allt of lengi er að setja reglur um það, hvernig eigi að umgangast þessa fleygu öræfabúa, sem byggja þetta land, bæði synta og ósynta. I því sambandi vitna ég hér í 2. lið 5. gr. frumvarpsins, sem áður er nefnt, og lagt er til að verði aftur að lögum. Hún er á þessa leið: „Öllum ísl. ríkisborgurum eru fuglaveiðar heimilar í afréttum og almenningum, utan landareigna lögbýla, enda geti enginn sannað eignarrétt sinn til þeirra." Er hægt að opna betur allar leiðir, að íbúum öræfanna, til að granda þeim, en með þessari yfirlýsingu, ef hún verður að lögum? Ég held, að engum sem gefur sér tíma til umhugsunar, leynist það, hve alvarlegar afleiðingarnar verða og eru nú þegar orðnar — vegna slíkrar heimildar. Þeim, sem ekki nægir að beina hæfni sinni að dauðum hlutum, ættu þá fremur að beina þeirri hvöt sinni að fuglum, sem of mikil mergð er af og eru einnig vargar í véum, og þá auðvitað á flugi. Það væri því bráðnauðsyn að ákveða og merkja staði, á ystu nesjum, fjarri mannabústöðum fyrir þessa „skot- veiði-menn“, þar sem lögregla hefði þó aðstöðu að fylgjast með því, sem þar gerðist. Það mundi áreiðanlega draga úr sókninni í þá fuglastofna, sem nú eiga í vök að verjast. Það er engin ímyndun, að óbyggðir Islands búa yfir þeim töfrum, sem heilla alla, er vilja ganga á vit þeirra, til að njóta þar hvíldar næturlangt. Gróðurfar og fuglalíf umhverfis tjaldstaðinn á sinn þátt í því að skapa þær unaðsstundir, er seint gleymast. Mér er því efst í huga að biðja þig, Arnþór minn, og alla þá, sem af innri hvöt vilja leggja lið þeirri landvernd, sem nú virðist hafa haslað sér völl í hugum Islendinga, svo hún megi eflast og bera ríkulegan ávöxt, í brjóstum niðja okkar, svo þeir fái fremur greint og geti notið meiri lífsfyllingar í sambúð við landið sitt. Verði þessi orðaskipti og það umrót, sem blessuð rjúpan hvíta hefur vakið í brjóstum lands- manna til þess að þeir greini betur hvað gera verður til styrktar þeim öflum, sem gefá lífi okkar mest gildi ja, þá hefur lítil þúfa velt þungu hlassi og áreiðanlega betur af stað farið en heima setið. Með bestu óskum og von um ört batnandi mannlíf. Ytri Hlíð. 640 Ilúsavík. nóv. 1978.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.