Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANUAR 1979
33
fclk f
fréttum
+ ÞÁ VAR kátt í höllinni! — Þessi mynd, að vísu dálítið síðbúin, var tekin á jólakvöld í
konungshollinni í Stokkhólmi, á heimili þeirra Silvíu drottningar og Karls Gústafs konungs. Hnátan
þeirra, Viktoría, stikar í áttina að jólatrénu en undir því voru jólapakkar prinsessunnar. Pabbinn
virðist reiðubúinn að veita aðstoð ef með þarf.
+ ÞETTA er einn Bandaríkja-
mannanna, sem komust lifand úr
búðum ofstækissafnaðarins sem
bækistöðvar hafði í S-Ameríku-
-ríkinu Guyana, sem hvað mest
var í fréttum í nóvembermánuði
sl. og kenndur var við stórbilaðan
forstöðumann sinn, Jim Jones.
Yfirvöld í landinu hafa æ síðan
unnið að rannsókn málsins m.a.
með yfirheyrslum yfir þeim, sem
undan komust, er fjöldamorðin
eða sjálfsmorðin áttu sér stað í
búðunum. Undanfari þessara
atburða var sem menn rekur
minni til, að bandarfskur þing-
maður, Leo Ryan, tók sér ferð á
hendur til að kanna þessar búðir
landa síns, Jim Jones. — Með
þingmanninum fóru þrír blaða-
menn. — Þeir komust ekki úr
þessum leiðangri því þeir voru
myrtir þar. — Yfirheyrslur yfir
þessum manni, Larry Layton að
nafni, hafa leitt f ljós, að það var
hann sem skaut þingmanninn til
bana. — Verður hann nú ákærður
fyrir morðið fyrir dómstólum í
Guyana, væntanlega í höfuð-
borginni Georgetown.
+ ÞJÓÐARLEIÐTOGI? — Þetta er maðurinn og trúarleiðtoginn
franski, Ayatullah Khomaini, sem ætlar sér að fara strax til
Teheran þegar keisarafjölskyldan er farin þaðan og taka við
rólinu á þjóðarskútunni þar í landi. Hann er sagður vera
andlegur leiðtogi 32ja milljóna múhameðstrúarmanna. Hann
hefur búið í París. Þar var þessi mynd tekin af honum við
bænargerð. Hann hefur sagt að keisarafjölskyldan í íran sé
glæpahyski og réttlát refsing keisarans sé lffstfðarfangelsi. —
Slíkt væri lágmarksrefsing, sagði Khomaini í samtali við
blaðamenn. Þó hann sé í útlegð er það vegna eigin ákvörðunar en
ekki dóms.
PóIIand:
Seldu kjöt á svörtu
Varsjá, 15. janúar, Reuter. **
TUTTUGU og níu manns hafa
verið dæmdir f átta ára fangelsi f
bænum Stettin í Póllandi fyrir að
selja kjöt á svörtum markaði, að
sögn hinnar opinberu fréttastofu
landsins PAP.
Fréttastofan segir að í hópnum
hafi verið verkamenn í kjötverk-
smiðju, bifreiðastjórar og starfs-
fólk í verzlunum. Hafi þeir látið
minna kjötmagn en skyldi í pylsur
og dreift hinu „stolna" kjöti í
verzlanir þar sem það „var selt
undir borðið".
Talið er að hópurinn hafi með
þessum hætti skotið undan ein 80
tonn af kjöti, sem í Póllandi er
verðmæti upp á 120.000 Banda-
ríkjadala, eða um 38 milljónir
íslenzkra, en mikill kjötskortur er
í landinu.
Hópurinn hlaut fjársektir auk
fangelsisdóms og verður hverjum
29-menninganna gert að greiða um
tvær milljónir króna í sekt. Þetta
er þriðja „kjötmálið“ sem kemur
upp í Póllandi á einu ári.
Flottjet
sambyggöar trésmíöavélar.
V-þýzk úrvalsvara.
Til afgreiöslu meö nokkurna daga fyrirvara.
HANDID
Tómstundavörur fyrir heimili og skóla.
Laugavegi 168, sími 29595. /áK
SNIÐ
OfNAR
Sniðnir eftir yðar þörfum
7 baeðir (frá 20—99 cm). .
Allar lengdir. %
Margra ára reynsla hér á landi.
Henta bæöi hitaveitu og olíukyndingu.
Sænskt gæöastál.
Stenst allar kröfur íslensks staöals.
Hagstætt verö.
Efnissala og fullunnir ofnar