Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 26
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979 Utsölumarkaour IÐNAÐARHUSINU HALLVEIGARSTIG VINNUFATABUÐIN veraldar heimta aðgang að Kjarval. Nei, og aftur nei við öllu, sem var okkur heilagt í minningum og sögu, söng og vonadraum. Andleg misþyrming á eldra fólki, sem á sinn 1. des. sem helgidóm minningalandsins. Og hvers vegna? Hvers eigum við að gjalda? Ekki geta allir orðið rauðsokkar. Vilduð þið kannski vera án alls, sem þið eigið að þakka kynslóðinni sem gaf ykkur 1. des? Og annað er verra. Seytj- ándi júní verður líka rusl og drusl þeim, sem ekkert er heilagt. Og hvað verður þá um gáfur og atgjörvi íslenzkrar æsku. Öll sönn menning verður að hafa helgidóma að hornsteinum og grunni sinna heilla og vaxtar. Þið, sem ráðið á Þingi og í Háskóla gefið aftur 1. des. gildi sitt hafið í hærra veldi sem hornsteifi í andlegri æskulýðs- höll nútíðar og framtíðar. Þið ættuð að taka þar til. Sópa gólfin. Þurrka rykið, hreinsa út draslið. Láta helgidóma njóta sín á altari íslenzkrar menning- ar svo vel megi fara. Allt skal hreinum hreint. Upp með 1. des. Æskulýðsdag íslands, sem geri vetur að vori. Arelíus Níelsson. við gluggann eftirsr. Árelíus Nielsson Fyrsti desember og fólkið í landinu Ræðumaður, sem oft er ekki síður ræðukona, ekki ættu þær síður að finna fögur orð, gæti kinnroðalaust klæmzt fyrir al- þjóð. Söngvar einhvers staðar mitt á milli pops og rímnastemmu æra eyru. Listaverk, sem enginn veit hvernig eiga að snúa í vídd Hvað er verið að gera við 1. des. ár hvert? Fyrir 60 árum fæddist þessi dagur með frelsisboðskap fá- tækri, fámennri þjóð. Það var fagnaðarboðskapur, rödd hins nýja tíma, rödd hins góöa Guðs eftir ógnir fyrri heimsstyrjald- ar. Boðskapur lífs í auðn og helkulda vetrar og skammdegis nætur, þar sem engill dauðans gekk um garða og felldi fólk í hrönnum heiftugrar drepsóttar í Reykjavík. Samt gekk það út á Austur- völl til að syngja fagnaðar- söngva, hlýða á boðskap um nýjan himin og nýja jörð, sem frelsið og sjálfstæðið mundi flytja fólki landsins á framtíð- arbrautinni. Og fáni Islands var dreginn að hún í vetrarstormi til að minna á orðin: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa," með hvítum feldi hreinleikans. „Allt sé hjá yður í kærleika gjört,“ með rauðum krossi fórnar og ástar. „Dýrð sé Guði í upphæðum," með bláu tákni víðsýnis og friðar. Heilög stund milli stríða, helguð framtíðardraumunum, er rætast skyldu á sigurgöngu samtaka, frama og friðar frjálsri þjóð. Og svo liðu ár — áratugir. Alltaf var 1. des. dagur ís- Ienzkra vona og framfara, helg- aður æðstu hugsjónum fólksins í landinu með blæ lista, fagnaðar og fegurðar. Ungir námsmenn, framverðir hugsunar, þekkingar og vísinda helguðu sér umfram aðra upp- sprettulindir frá hjörtum og hugum einstaklinga og alþjóðar. Æskugleði, söngvar og dans setti svip á bæinn, svo að blikandi augu elskandi ung- menna kepptu við skærustu stjörnur himins yfir húsum borgarbúa. Hótel Borg varð ævintýrahöll. „Aö ganga í dans í Gyllta sal“ varð fyrirheiti hinnar full- komnu gleði. Og um allt land, um innstu dali, annes, eyjar og strendur varð þessi fyrirboði jólanna hylltur í hverju koti, skóla og skemmtistað. Hann veitti vor og yndi um vetrarmiðja nótt, eins og sungið var um sjálfa stjörnu jólanna. Vonarstjarna Islands í vetrar- hviðum. En svo kom 17. júní, segir einhver og hrakti allar stjörnur á brott, með sínum ljóma sólmánaðar á sjálfri Jónsmessunótt. Hvernig gæti kaldur og dimmur skammdegis- dagur unnið slíka samkeppni. Og fyrsti desember var færð- ur út af skrá fagnaðardaga fólksins í landinu. Og satt að segja er hans sjálfsagt ekki þörf fyrir þjóð, sem á nú brandajól í hverri viku frá föstudagskvöldi til mánu- dagsmorguns og vill fá meira af tómstundum til að skapa auðn iðjuleysis og stefnuleysis. Óskipulagðar tómstundir eru hættulegar gjafir og verða böl og bölvun án handleiðslu með taumleysi, tryllingi í skolla- blindu orkuþrunginnar æsku, sem vantar kröftum sínum verðug viðfangsefni. En með því að minna á þetta allt og ótal fleira gæti 1. des. einmitt eignast sitt fyrsta gildi sem dagur æskunnar — dagur skólanna. með skipulegum há- tíðahöldum, þar sem bent væri á hættur og brugðið upp fyrir- myndum fyrir íslenzkt æsku- fólk, sem að gáfum og atgjörvi, glæsimennsku og orku er meðal hinna fremstu í heimi öllum. Örlítil kotþjóð — raunar af konungakyni, keppir nú hvar- vetna við úrval æskulýðs frá milljónaþjóðum, og hefur vakið verðskuldaða athygli og aðdáun um víða veröld. Arftakar Aþenu, Spörtu og Róm, ef rétt er á haldið og rétt á litið í listum, íþróttum, tafli, aflraunum og afrekum á sviði söngs og lita. Til að minna á allt þetta og miklu fleira, ætti einmitt að velja einn dag, benda upp og fram til afreka hárra, gefa tækifæri til að litast um, „láta aldrei fánann falla." Til þess er 1. des. einmitt.rétt kjörinn og að vissu leyti valinn nú þegar. En hvernig er það í fram- kvæmd? Hvernig hefur 1. des. verið nú um meira en áratug? Hugsandi Islendingur, sem man 1. des. sem sinn æðsta gleðidag, fagnaðarstundu full- valda þjóðar, og hlustað hefur á útvarpið undanfarin ár á full- veldisdaginn, hlýtur að skamm- ast sín fyrir að vera íslendingur. Þar er oft skipt á skömm og heiðri. Mesta heiðri og mestu skömm fólksins á eyju elds og ísa. Það er líkt og ekkert sé framar heilagt. Allt orðnar eldhúsmellur ársins 1978. Brúð- gumi dagsins nennir ekki að raka sig né skipta um skítagall- ann áður en hann kyssir brúði sína. Verö kr. 2.200— Verö kr. 11.900— Flauelis- og gallabuxur verð frá kr. 2000 Verö kr. 2.900— Sendum f póstkröfu Sími15425 — 28550 Verö kr. 14.900— beggja hliða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.